Fréttablaðið - 10.06.2006, Page 96

Fréttablaðið - 10.06.2006, Page 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 60 02 .V .B s met sy S AE KI re tn I © Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 20:00 | www.IKEA.is Sumarið er hér! SOMMAR blómapottur Ø18xH18 cm 290,- LÓBELÍA sumarblóm 790,- STJÚPUR sumarblóm 20 stk. ýmsir litir PETÚNÍA sumarblóm ýmsir litir 390,- MYNTA blómapottur Ø37xH30 cm 590,- MYNTA undirskál Ø28 cm 250,- SOMMAR blómapottar 3 stk. m/undirskál Ø8,5xH7 cm 190,- SOMMAR blómakassi 56x24x18 cm 890,- ARRAK blómapottur Ø15xH13 cm 190,- DALÍA sumarblóm 390,- 390,- HULTET blómapotturØ34xH32 cm 790,-BONDÖN blómapotturØ15xH14 cm 490,- BLEKESKÄR blómakassi 36x36x48 cm 1.990,- 490,- Kryddbakaður lax með graslaukssósu, kartöflum og grænmeti FÄNÖ blómapottur Ø38xH65 cm 2.990,- ������ ����� ���� ������ ���������� ��������� ��������������� Þegar Halldór Ásgrímsson til-kynnti afsögn sína í beinni útsendingu á mánudaginn var ég staddur í bíó að horfa á myndina Poseidon, en hún fjallar um risa- stórt skemmtiferðaskip sem fær á sig flóðbylgju, fer á hvolf og nokkr- ir farþegar hefja hetjulega og á köflum vonlausa baráttu til þess að komast lífs af. Eftir myndina, þegar ég heyrði tíðindin af forsæt- isráðherra, fannst mér margt svip- að með Framsókn og Poseidon. Skipið var komið á hvolf, með skrúfurnar og kjölinn upp í loft. ÞAÐ sem er ólíkt með Poseidon og Framsókn er hins vegar það að Poseidon varð fyrir þvílíkri flóð- bylgju að skipið hreinlega gat ekki annað en farið á hvolf. Hér var semsagt utanaðkomandi vágestur á ferð. Í tilviki Framsóknar vant- aði hins vegar flóðbylgjuna en skipið fór samt á hvolf. ÉG vil semsagt meina að þetta hafi verið heimatilbúinn vand- ræðagangur. Nóg hefði verið fyrir hvaða formann sem er í þessari stöðu að segja einfaldlega að hann gæfi ekki kost á sér sem formaður á næsta flokksþingi og önnur manneskja myndi þá taka við eftir lýðræðislega kosningu. Þetta hefðu allir skilið og ekkert flókið við það. Svo þegar nýr formaður hefði verið kominn hefði verið tímabært að hætta sem ráðherra og setjast í helgan stein. ÞAÐ sem mér finnst athyglisverð- ast við þennan flækjufót sem myndaðist í vikunni í flokki stöðug- leikans er sú spurning af hverju þetta var ekki gert svona. Ég held að ákveðin vantrú á lýðræðið í bland við óeðlilega stjórnsemi hafi ráðið för. Í nafni einhvers konar samstöðu örfárra forystumanna var reynt að sneiða hjá því að láta almenna flokksmenn ráða ferðinni. Gamalt stef í pólitík ómaði að nýju: Leitið og þér munuð finna Finn. Í LJÓSI þess að höfuðvandi flokks- ins á málefnasviðinu er umræða um öfgafulla álvæðingu ásamt ásökunum um vafasamar aðferðir við einkavæðingu bankanna er auðvitað skiljanlegt að menn hafi ætlað sér að tækla vandann með því að setja Finn Ingólfsson í for- mannsstólinn. En burtséð frá því. Vonandi læra menn af þessu þá lexíu að það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að hanna atburðarás í pólitík, sérstaklega þegar ætlun- arverkið er að hundsa lýðræðis- legar stofnanir. Ef eitthvað líf er í slíkum stofnunum er svoleiðis makk alltaf til þess fallið að setja skipið á hvolf. SJALDAN hefur nokkur sagt af sér með jafn flóknum hætti og nú. En það breytir ekki því að hér hætti mikilsháttar stjórnmálamaður. Kannski var hann búinn að vera svo lengi í stjórnmálum að hann vissi ekki almennilega hvernig hann átti að hætta. Það sem gildir núna fyrir Framsókn er að rétta við skútuna og ráða ferskan og áræð- inn skipstjóra. Lykilatriðið er að Poseidon breyti um stefnu, ef skip- ið kemst aftur á réttan kjöl, og byrji á því að ná aftur í farþegana sem eru á björgunarbátum úti um allar trissur. Eftir það verður kannski hægt að halda harmonikkuball á þilfarinu, ef fólk er ennþá í stuði. Framfarasókn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.