Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 12
12 15. júní 2006 FIMMTUDAGUR STARFINÁMS A M H L I ‹ A Eininganámskeið í viðskiptagreinum Næsta vetur býður Endurmenntun Háskóla Íslands fjölmörg sjálfstæð námskeið úr Námi samhliða starfi og eru mörg þeirra jafnframt kennd í fjarnámi. Hvert námskeið er hægt að fá metið til þriggja eininga á BS-stigi hjá viðskipta- og hagfræðideild HÍ. In nt ök us ki ly rð i í n ám sk ei ði n er s tú de nt sp ró f eð a di pl óm a úr N ám i s am hl ið a st ar fi hj á En du rm en nt un . U m só kn ar fr es tu r er t il 1. jú lí 20 06 . F re ka ri up pl ýs in ga r og s kr án in g í s ím a 52 5- 44 44 o g á he im as íð u En du rm en nt un ar , w w w .e nd ur m en nt un .is . Upplýsingatækni - einnig í fjarnámi Hagfræði - einnig í fjarnámi Reikningshald og skattskil - einnig í fjarnámi Lögfræði - einnig í fjarnámi Forysta og stjórnun - einnig í fjarnámi Rekstrarstjórnun Fjármál I - einnig í fjarnámi Markaðsfræði I - einnig í fjarnámi Alþjóðamarkaðsfræði og markaðsáætlanir Utanríkisverslun Mannauðsstjórnun - einnig í fjarnámi A RG U S / 06 -0 34 4 ÁFRAM ÓSKAR! Fólk velur sér alls kyns undarleg gæludýr, en mörg gætu verið verri en hann Óskar litli, sem er öndin hennar Katie Horn sem býr í Bandaríkjunum. Óskar étur nærri því allt, meira að segja tómata, að sögn eigandans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Á bilinu 90-95 pró- sent af þeim málum sem lögreglu- menn skrifa skýrslu á um meint ofbeldi í sinn garð fara aldrei fyrir dómstóla, að sögn Páls Winkel, framkvæmdastjóra Landssam- bands lögreglumanna. Hann bætir við að þessi mál séu einfaldlega lögð niður. Mikil og vaxandi óánægja hefur verið meðal lögreglumanna með starfsumhverfi sitt. Þeir benda á að þeir vinni undir „mikilli streitu og gríðarlegu álagi“. Á sínum tíma sendu þeir dóms- málaráðherra greinargerð þar sem bent er á atriði sem þarf að bæta til að gera vinnuumhverfi lögreglumanna viðunandi. Fyrsta atriðið er meðferð og úrvinnsla mála er varða hótanir eða ofbeldi gagnvart lögreglumönnum. Hið næsta varðar refsingar vegna hót- ana eða ofbeldis gagnvart lög- reglumönnum. Þriðja atriðið varð- ar viðbrögð vegna rangra sakargifta borgara í garð lög- reglu. „Stærstur hluti ofbeldismála gegn lögreglumönnum er felldur niður af einkennilegum ástæðum sem ekki eru í samræmi við lög, áður en þau rata fyrir dómstóla,“ segir Páll. „Í þeim örfáu málum sem dæmt er í eru refsingar vegna árása á lögreglumenn það vægar, að aldrei hefur verið notað meira en eitt ár af sex ára refsiramma, sem lögin gera ráð fyrir, á árabil- inu 1984-2005. Loks er mjög algengt að borgarar leggi fram kærur á lögreglumenn fyrir meint brot í starfi. Það er mjög gott aðhald þegar einhver sannindi eru til staðar. Svo er hins vegar ekki í 99 prósentum tilvika og málin eru felld niður að því undangengnu að viðkomandi lögreglumaður hefur þá réttarstöðu sakbornings, þarf að mæta í skýrslutöku hjá ríkis- saksóknara þar sem hann stendur frammi fyrir því að missa æruna, starfið og einnig þá nýtingu menntunarinnar, en hún er afar sérhæfð.“ Páll nefnir nýlegt dæmi þar sem maður kærði fjóra lögreglu- menn fyrir að handjárna sig við ljósastaur klukkan fjögur að nóttu fyrir framan veitingastað. Þar hafi hann verið látinn dúsa í klukkutíma, en þá hefðu þeir komið aftur til að berja hann. „Í svona glórulausum tilvikum höfum við kært viðkomandi borg- ara til baka fyrir rangar sakargift- ir,“ segir Páll. „Þau mál fara líka beint í sorpið hjá ákæruvaldinu. Þetta erum við ósáttir við, því dæmd refsing myndi fæla fólk frá því að gera svona ósvinnu.“ jss@frettabladid.is Ofbeldismál gegn lögreglu fara sjaldan fyrir dóm Allt að 95 prósent þeirra mála sem lögregla skrifar skýrslu um sem meint ofbeldi í sinn garð fara aldrei fyrir dómstóla, að sögn framkvæmdastjóra Landssambands lögreglumanna. Hann bendir jafnframt á að hafi lögregla kært borgara fyrir rangar sakargiftir hafi þau mál einnig farið í sorpið. HÓPSLAGSMÁL Lögreglan þarf oft að vinna við tvísýnar aðstæður eins og í þessu tilviki sem myndin sýnir. Þá brutust út hópslagsmál í miðbænum. FISKVEIÐAR Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hafa Fær- eyingar veitt meira úr íslenska þorskstofninum en þeir hafa heimild til samkvæmt samningi. Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra segir að annað hvort stafi þetta af ólöglegum veiðum Færeyinga innan íslensku lögsögunnar eða því að Færey- ingar stundi veiðar innan sínar lögsögu á íslenskum þorski sem syndir yfir og við því sé ekkert hægt að gera. Ef um ólöglegar veiðar er að ræða verður tekið hart á því sam- kvæmt Einari en hann gat ekkert sagt til um hvort svo væri. Fisk- veiðisamningur á milli Íslands og Færeyja var endurnýjaður um síðustu áramót og segir Einar að hann verði að sjálfsögðu efndur en hann er endurnýjanlegur á hverju ári. Hjá Dagmar Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgis- gæslunnar, fengust þær upplýs- ingar að gæslan hefði uppi eftir- lit bæði á sjó og í lofti. Ef skip er staðið að verki við ólöglegar veið- ar er það fært til hafnar og málið er rannsakað. Ef um brot er að ræða þá er skipið kyrrsett þang- að til að búið er að greiða sektir eða tryggingu fyrir þeim. - gþg Veiði Færeyinga á íslenska þorskinum: Óvíst hvort veiðar eru löglegar ÞORSKVEIÐAR Landhelgisgæslan bregst við ef fiskveiðiskip eru staðin að verki í íslenskri lögsögu. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR FRAKKLAND, AP Franskur dómstóll dæmdi í gær 25 manns í fangelsi fyrir að skipuleggja árásir á Frakkland, en árásirnar áttu að vera hluti af stuðningi við öfga- fulla múslima í Tsjetsjeníu. Höfuðpaurarnir fimm fengu átta til tíu ára fangelsi, en hinir styttri vist. Fólkið var handtekið árið 2002 og 2004, og leikur grunur á um að það hafi ætlað að sprengja Eiffelturninn, verslunarmiðstöð, rússneska sendiráðið og lögreglu- stöð. Flest er fólkið ættað frá Alsír. - smk Hryðjuverkamenn í París: Eiffelturninn eitt skotmarkanna EIFFELTURNINN Turninn frægi í París er sagður hafa verið eitt skotmark hryðju- verkamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES BRUSSEL, AP Mannréttindasam- tökin Amnesty International hafa hvatt leiðtoga þjóða Evrópu- sambandsins til að taka höndum saman gegn ólöglegum fanga- flutningum og pyntingum CIA á grunuðum hryðjuverkamönn- um. Að sögn Amnesty hafa sjö Evrópuríki, þar á meðal Þýska- land, Bretland og Ítalía, tekið þátt í handtökum og flutningi grunaðra manna til svæða þar sem pyntingar eru stundaðar. Þá sakar Amnesty einnig Bretland um þátttöku í ráni á tveimur mönnum sem sakaðir um að starfa með al-Kaída. - sgj Amnesty hvetur ESB-þjóðir: ESB stuðli ekki að pyntingum BANDARÍKIN, AP Fimm mannrétt- indasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna kölluðu í gær eftir tafar- lausri lokun fangabúða Banda- ríkjahers við Guantanamo-flóa á Kúbu. Yfirlýsing þeirra var birt á vef Sameinuðu þjóðanna. Fangabúðirnar hafa verið mikið gagnrýndar undanfarið, eftir að þrír fangar frömdu sjálfsvíg þar um síðustu helgi. Enginn þeirra hafði sætt formlegri ákæru, ekki fremur en langflestir hinna 460 fanga sem þar dúsa. Sumir hafa verið þar frá opnun búðanna árið 2002. Í gær kom jafnframt fram að faðir eins hinna látnu segist telja að sonur sinn hafi verið myrtur af hermönnum. Kallaði hann eftir alþjóðarannsókn á málinu. - smk Sameinuðu þjóðirnar: Loka ber fanga- búðunum strax GUANTANAMO Bandarískur hermaður stendur vörð yfir Guantanamo-fangabúð- unum á Kúbu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.