Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 24
 15. júní 2006 FIMMTUDAGUR24 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.356 -1,72% Fjöldi viðskipta: 810 Velta: 6.273 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 62,40 -0,95% ... Alfesca 3,48 -6,20%... Atorka 5,70 +0,00% ... Bakkavör 43,90 -3,52% ... Dagsbrún 5,50 -2,14% ... FL Group 17,40 -3,33% ... Flaga 3,91 +0,00% ... Glitnir 17,00 -2,30% ... KB banki 731,00 -0,95% ... Landsbankinn 20,00 -2,91% ... Marel 68,60 -1,15% ... Mosaic Fashions 14,70 -1,01% ... Straumur-Burðarás 17,10 -1,16% ... Össur 105,00 -3,67% MESTA HÆKKUN Atlantic Petroleum +0,69% MESTA LÆKKUN Alfesca -6,20% Össur -3,67% Bakkavör -3,52% LPE1 A – 1.000.000.000 kr. – útgefið við skráningu 280.000.000 kr. LPE1 B – 1.000.000.000 kr. – útgefið við skráningu 280.000.000 kr. LPE1 C – 2.000.000.000 kr. – útgefið við skráningu 370.000.000 kr. LPE1 D – 1.500.000.000 kr. – útgefið við skráningu 250.000.000 kr. Heildarnafnverð útgáfunnar er 5.500.000.000 kr., þar af er útgefið við skrán- ingu 1.180.000.000 kr. að nafnverði. 30. júní 2005 LPE1 A 1. júní 2012 - 9,42% LPE1 B 1. júní 2013 - 9,36% LPE1 C 1. júní 2014 - 9,29% LPE1 D 1. júní 2014 - 9,44% Vextir bætast við höfuðstólinn einu sinni á ári, í fyrsta sinni 1. júní 2006, en höfuðstóll bréfanna, að viðbættum uppsöfnuðum vöxtum, er endurgreiddur í einu lagi á lokagjalddaga (kúlubréf). LPE1 A í fyrsta lagi 1. júní 2007 án uppgreiðslugjalds LPE1 B í fyrsta lagi 1. júní 2008 án uppgreiðslugjalds LPE1 C í fyrsta lagi 1. júní 2009 án uppgreiðslugjalds LPE1 D í fyrsta lagi 1. júní 2009 án uppgreiðslugjalds Verði innköllunarheimild nýtt ber að innkalla flokkinn í heild sinni og þá reiknast ekki vextir á bréfin frá innköllunardegi. Tilkynna verður um innkölluna með tveggja mánaða fyrirvara. Kauphöll Íslands hf. mun taka bréfin á skrá þann 19. júní 2006. Umsjón með skráningu skuldabréfanna í Kauphöll Íslands hefur Fyrirtækja- ráðgjöf Landsbanka Íslands, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Skráningarlýsingu og önnur gögn sem í er vitnað í lýsingunni er hægt að nálgast hjá Landsbanka Íslands. FLOKKAR: NAFNVERÐ ÚTGÁFU: ÚTGÁFUDAGUR: LOKAGJALDDAGI OG VEXTIR: INNKÖLLUNARHEIMILD: SKRÁNINGARDAGUR: UMSJÓNARAÐILI: Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 31 24 0 6/ 20 06 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 31 24 0 6/ 20 06 Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands Óverðtryggð skuldabréf Landsbanki Private Equity 1 MARKAÐSPUNKTAR... Aðild Føroya Banka P/F að Kauphöll Íslands varð virk í gær og er þess vænst að viðskipti með færeysk bréf aukist í kjölfarið. Kauphallaraðilar eru orðnir 25, þar af fimm erlendir. Jyllands Posten og Politiken hafa valið nafnið 24tímar á fríblað sitt sem keppa á við danska Fréttablað- ið. Blaðið verður einnig með vef á slóðinni 24timer.dk. Í gær fór fram útboð á nýjum flokki ríkisbréfa til tveggja ára, RIKB 08, hjá Lánasýslu ríkisins. Alls bárust 36 tilboð í flokkinn samtals að nafnvirði 14 milljarðar króna. Tekið var tilboðum fyrir 5 milljarða að nafnverði með 11,6 prósenta meðalávöxtun. Atvinnuleysi var 1,3 prósent í síð- asta mánuði og er það óbreytt frá mánuðinum á undan. Alls voru 47.418 atvinnuleys- isdagar skráðir á landinu öllu en það jafn- gildir því að 2.062 manns hafi verið á atvinnuleys- isskrá í maí en 158.000 manns á vinnumarkaði, samkvæmt upplýs- ingum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi stendur nánast í stað á höfuðborgarsvæðinu en lækkar lítillega á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu eykst þó atvinnuleysi kvenna lítilsháttar. - jab Atvinnuleysið helst óbreytt IÐNAÐARMENN Atvinnu- leysi var 1,3 prósent í maí og breyttist ekki á milli mánaða. Eftir nokkurt hlé var tilkynnt um útgáfu krónubréfa í byrjun vik- unnar. Þá jók þýski þróunarbank- inn KfW við útgáfu sína um fimm milljarða króna. Samkvæmt upplýsingum grein- ingardeildar Glitnis banka er þýski bankinn þá kominn í 59 milljarða króna útgáfu og með ríflega fjórð- ung af allri útgáfu krónubréfa. Heildarútgáfa krónubréfa stendur nú í 234 milljörðum króna. „Fremur lítið hefur verið um krónubréfaútgáfu að undanförnu en síðast var útgáfa 10. maí síðast- liðinn og var það 2 milljarða króna útgáfa af hálfu KFW,“ segir á síðu Glitnis og er þar talið líklegt að áfram verði lítið um slíka útgáfu. „Ekki síst þar sem þrengt hefur að möguleikum bankanna til fjár- mögnunar á móti skiptasamning- um til grundvallar útgáfunni. Einn- ig eru fjárfestar smeykir við kaup á krónubréfum eftir þá útreið sem margir hafa fengið.“ Greiningardeildin segir hins vegar ekki hægt að líta fram hjá því að krónubréfakaup séu marg- falt betri fjárfestingarkostur núna en þegar þau voru mest. „Ástæðan er bæði staða krónunn- ar en hún hefur veikst mikið frá því að útgáfan var í mestum blóma og skammtímavextir hafa hækkað.“ - óká Krónubréf sjást aftur Hreinsað til í OR Nýr meirihluti í Reykjavík ætlar að „hreinsa til í borginni“. Hlýtur það að vekja athygli að í nýrri stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, eins stærsta fyrirtækis landsins, skuli engin kona taka sæti. Mikið hefur verið rætt um rýran hlut kvenna í stjórnun almenningshlutafé- laga og ráðum og nefndum á vegum opinberra aðila. Hlýtur þessi ákvörðun borgarstjórnarflokkanna að teljast sérstakt innlegg í þessa umræðu, enda hafa stjórnmálamenn oft gagnrýnt viðskiptalífið fyrir „kvenmannsleysið“. Í eldri stjórn OR sátu einmitt tvær konur, Sigrún Elsa Smáradóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, sem gefa eftir sæti sín til karla. Munur á kjöti og nauti Landssamband kúabænda áréttar um þessar mundir að á vef sambandsins, naut.is, sé ekki að finna neinar uppskriftir, þótt þar megi finna ýmsar upplýsingar um landbúnað, nautgriparækt og mjólkurframleiðslu. Áréttingin er þó ekki að ástæðulausu sett fram því glöggur kjötkaupandi hafði samband við Landssambandið og benti á að á umbúðum Íslandsnauts kjöt- vara væri vísað á uppskriftir á naut.is. Landssamband kúabænda segir hins vegar að nautakjötsuppskriftirnar sé að finna á vefnum www.kjot.is og segir framleiðanda Íslands- nauts, Ferskar kjötvörur, munu breyta umbúðum sínum. Peningaskápurinn ... HÖFUÐSTÖÐVAR KFW Í FRANKFURT Þýski bankinn KfW gefur út krónubréf og er í hópi stórtækustu útgefenda slíkra bréfa. MYND/KFW Frá því að Úrvalsvísitalan náði hæsta gildi frá upphafi þann 15. febrúar hefur hún lækkað um rétt tæp 23 prósent. Lokagildi vísitöl- unnar var 5.356 stig í gær en hæst fór hún í 6.925 stig. Frá áramótum er lækkunin ekki nema 3,23 pró- sent en vísitalan hækkaði skarpt á fyrstu vikum ársins. Heildarverðmæti félaga í Kauphöll Íslands var 2.350 millj- arðar þann 15. febrúar, sam- kvæmt tölum frá Kauphöll Íslands, en það samsvaraði um tvöfaldri landsframleiðslu síðasta árs. Við lokun markaðarins í gær hafði verðmætið lækkað niður í 1.873 miljarða króna eða um 477 milljarða. Hafa ber í huga að heildarverð- mæti Kauphallarfélaga stóð í 1.850 milljörðum um áramótin þannig að mikil verðmæti urðu til á mjög skömmum tíma. Hlutfalls- leg lækkun heildarvirðis frá því um miðjan febrúar er aðeins minni en lækkun sjálfrar Úrvals- vísitölunnar þar sem nokkur félög hafa aukið hlutafé á þessum tíma en aðeins eitt fyrirtæki (Kögun) verið afskráð. Um miðjan febrúar má segja að bjartsýnin hafi verið hvað mest á hlutabréfamarkaði en þá „topp- uðu“ stærstu fjármálafyrirtækin, KB banki, Glitnir banki, Lands- bankinn og Straumur-Burðarás. FL Group fór í hæsta gengi um svipað leyti. Hlutabréf í FL Group og Lands- bankanum hafa fallið meira en önnur frá hæsta gengi á árinu, FL Group um 37 prósent en Lands- bankinn einu prósenti minna. Níu Kauphallarfélög hafa lækkað um fimmtung eða meira eftir að gengi þeirra náði hæsta gildi á árinu og sextán félög yfir tíu prósent. Nýherji er eina félagið sem hefur staðið í stað af þeim félög- um sem könnun Fréttablaðsins nær til, en hafa ber í huga að nokkur fyrirtæki hafa litla veltu á bak við sig. Úrvalsvísitalan hefur lækkað hratt í vikunni eftir að erlend hlutabréf tóku að falla vegna ótta fjárfesta um að líklegar vaxta- hækkanir drægju úr hagvexti í heiminum. Vísitalan lækkaði um 1,1 prósent á mánudaginn, um 2,5 prósent á þriðjudaginn og um 1,7 prósent í gær. Um tíma í viðskipt- um gærdagsins hafði lækkunin náð þremur prósentum. eggert@frettabladid.is Hlutabréf lækka um 480 milljarða frá toppnum Úrvalsvísitalan hefur fallið um rúman fimmtung frá því hún náði hæsta tindi um miðjan febrúar. FL Group og Landsbankinn hafa lækkað langmest allra félaga frá toppnum. MESTA LÆKKUN FÉLAGA FRÁ HÆSTA GENGI Á ÁRINU Lækkun frá hæsta gengisbreyting Félag gengi á árinu frá áramótum FL Group -37,2% -8,9% Landsbanki -36,3% -20,9% Atlantic Petroleum -27,6% 34,6% KB banki -26,8% -2,0% Avion Group -25,1% -25,1% Mosaic Fashions -25,0% -21,8% Glitnir -24,8% -1,7% Bakkavör -22,0% -13,8% Dagsbrún -21,4% -8,3% Straumur -19,7% 7,5% Alfesca -18,9% -14,7% Atorka Group -17,4% -11% Flaga Group -15,2% -15,2% TM -13,0% 48,1% Icelandic Group -12,0% -12,5% Össur -11,0% -7,9% Marel -9,7% 5,5% Vinnslustöðin -8,0% -3,6% Actavis -7,0% 25,3% HB Grandi -0,4% 31,9% Nýherji 0% 2,9% HEILDARVERÐMÆTI FÉLAGA Í KAUPHÖLL (upphæðir í milljörðum króna) Dagsetning Heildarvirði 1.1. 2006 1.816 15.2. 2006 2.350 1.6. 2006 2.005 14.6. 2006 1.873
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.