Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 64
 15. júní 2006 FIMMTUDAGUR40 menning@frettabladid.is > EKKI missa af... sýningu á grafíkverkum Errós í Listasafni Reykjavíkur. Verkin eru frá ýmsum tímabilum en flest frá síðari árum. Sýningin opnaði 10. júní og stendur til 7. janúar 2007. stórsveit Nix Noltes í Þjóðleikhú- skjallaranum, 16. júní næstkom- andi. Leikin verður þjóðlagatón- list frá Búlgaríu og Balkanskaga. Húsið opnar klukkan 22. kvöldgöngum úr Kvosinni á vegum Menningarstofnana Reykjavíkurborgar þar sem reykvísk steinsteypuklassík verður skoðuð. Gengið er öll fimmtudagskvöld en dagskráin er auglýst á vefsíðu Listasafns Reykjavíkur, www.listasafn- reykjavikur.is. Á fimmtudagskvöldið mun Sigríður B. Jónsdóttir, deildarstjóri byggingarlistadeildar Listasafns Reykja- víkur, leiða áhugasama í kvöldgöngu þar sem kíkt verður á nokkrar af helstu byggingum Einars Erlends- sonar húsameistara í miðborg Reykjavíkur. Einar var einn þeirra sem átti afgerandi þátt í því að skapa manngert umhverfi borgarinnar á fyrri hluta síðustu aldar, sérstaklega á árunum milli 1920 og 1930. Sigríður mun fara yfir feril húsameistarans og sögu- stílhefðina um leið og arkað verður um miðbæinn þar sem er að finna mörg hús eftir Einar eins og Herkastalann við Kirkjustræti og Edinborgarhúsið við Hafnarstræti 10-12. Kvöldgangan er liður í dagskrá sem menningarstofnanir í Reykjavík hafa skipulagt undir heitinu Kvöldgöngur úr Kvosinni en þær eru á dagskrá öll fimmtudagskvöld í sumar. Gangan hefst kl. 20 frá Hafnarhúsinu. Miðborgarbyggingar Einars Erlendssonar FÖGUR BYGGING Herkastalinn við Kirkjustræti 2 er sannarlega fögur bygging en hann er meðal þeirra bygginga sem kíkt verður á í kvöldgöngunni á fimmtu- dag. RÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR ��������������������������������� ����������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� ������������������������������ ������������ �������������� �� ����������� ���������������������������������� ������������������ ������ ������������� ����������������������������������� �������� �������������� ����������������� �������������������������������� �������������� ����������������� �������������� ����������������� �������������� ����������������� ������������������������������ �������������� ����������������� www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví k u rv e g u r 6 4 , H a fn a rf jö rð u r. Ótrúleg… … sæ la !! ! Alveg brilljant skilnaður Einleikur Eddu Björgvinsdóttur um allt land. Félagsheimili Blönduósar 14. og 15. júní Miðasala í síma 847-1852 Viðskiptavinir Landsbankans fá 500 króna afslátt af miðaverði Nýtt tónverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem hlotið hefur nafnið Sumartónar er runnið undan rifjum æsku- minninga tónskáldsins. Verkið verður frumflutt af Sinfóníu- hljómsveit Íslands á síðustu tón- leikum sveitarinnar í sumar. Verkið var samið að beiðni hljóðfæraleikarans og hljómsveitar- stjórans, Vladimirs Ashkenazy en hann mun koma fram að minnsta kosti einu sinni ári til að stjórna hljómsveitinni. Þorkell sótti innblástur í verkið af æskudögum sínum á róluvellin- um við Freyjugötu en þaðan segist hann eiga góðar minningar. „Þarna voru alltaf mikið af leiktækjum, rólum, söltum og sandkössum, rennibrautum, klifurgrind og annað sem var síðan ekki nothæft á veturna. Þarna lékum við krakk- arnir okkur líka án leiktækja í fallinni spýtu, eitt stikk og sto, auraharki, fram fram fylking eða bófahasar og svo framvegis. Í leikjum sem engin kann lengur,“ segir Þorkell. „Við vorum yfirleitt góðir krakkar. Það var lítið um hrekkjusvín í þeim hópi sem ég til- heyrði sem krakki, sem betur fer. Stundum kom Siggi gamli og spil- aði fyrir okkur á munnhörpu, og hoppaði eitthvað, sem hann kallaði karíóka. Leiðinlegust var löggan í hverfinu sem vildi koma okkur krökkunum í hús samkvæmt ein- hverju klukkuslagi seint á kvöldin. Svo var hægt að læðast út fyrir borgarmörkin, yfir Hringbraut og í Tívolí í Vatnsmýrinni. Þaðan komu líka alls konar sumartónar, ef heppnin var með“. Til fulltingis við Sinfóníuhljóm- sveit Íslands mun leiðandi selló- leikari Sinfóníuhljómsveitarinnar, Bryndís Halla Gylfadóttir, leika sellókonsert eftir Edward Elgar. Bryndís hefur verið virkur þátttak- andi í íslensku tónlistarlífi undan- farin ár, jafnt sem einleikari og í kammertónlist. Auk þess að leika á tónleikum hér á landi reglulega spilar Bryndís oft á tónleikum bæði í Evrópu og í Asíu. Um sellókonsert- verkið segir Árni Heimir Ingólfs- son tónlistarfræðingur í efnisskrá, „sellókonsertinn er magnþrungin tónsmíð, full af ástríðu og trega, eins og Elgar líti um öxl og minnist þess sem áður var. Hann hefst á tignarlegu eintali ástríðu og trega, sem minnir helst á dramatískt resítaív án orða og snýr aftur á lyk- ilstöðum í verkinu“. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói fimmtudaginn 15. júní og hefjast klukkan 19:30. - brb Róluvöllurinn innblásturinn RÓLUVÖLLUR INNBLÁSTUR Verkið Sumartónar eftir Þorkel Sigurbjörnsson var samið að beiðni Vladimirs Ashkenazy en það er sennilega hið eina sinnar tegundar enda fjallar það um róluvöll. Nú stendur yfir samlestur á bóka- safni Borgarleikhússins þar sem leikendur æfa stíft leikritið Mein Kampf eftir George Tabori, eitt merkasta skáld síðustu aldar. Leikritið er í gamansömum dúr en það fjallar um ungan mynd- listarnema, Adolf Hitler sem kemur til Vínar til að sækja um skólavist en honum er hafnað. Tveir gyðingar á pensjónati taka hann að sér og hvetur annar hann til að leggja stjórnmál fyrir sig. Frú Dauði vitjar hans, ekki til að nema á brott heldur til að ráða hann í vinnu. Þýðandi er Gísli Rúnar Jóns- son og leikstjóri Hafliði Arn- grímsson. Persónur og leikendur: Hitler, Bergur Þór Ingólfsson, Herzl, Þór Tulinius, Lobówitz, Guð- mundur Ólafsson, Gréta, Marta Nordal, Konan með ljáinn, Hanna María Karlsdóttir og Himmlisch, Björn Ingi Hilmarsson. Mein Kampf verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í lok september. ■ Mein Kampf í undirbúningi AÐSTANDENDUR MEIN KAMPF Verkið fjallar um Adolf Hitler sem er tekin í fóstur af tveimur gyðingum en þeir hvetja hann til að leggja stjórnmál fyrir sig. KL: 20.00 Leikfélag Hólmavíkur sýnir Fiska á þurru landi, eftir Árna Ibsen. Leikstjóri er Kolbrún Erna Péturs- dóttir. Með hlutverk í sýningunni fara Gunnar B. Melsted, Úlfar Örn Hjartarson, Rúna Stína Ásgríms- dóttir og Jóhanna Ása Einarsdóttir. Nokkrir félagar í leikfélaginu koma svo að vinnu við sviðsmynd, búninga, leikskrá, förðun og önnur tilfallandi verk sem tilheyra svona uppsetningu. ! 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.