Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 83
FIMMTUDAGUR 15. júní 2006 59 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚNÍ 12 13 14 15 16 17 18 Miðvikudagur ■ ■ SJÓNVARP  12.30 HM stúdíó á Sýn.  12.50 HM í fótbolta á Sýn. Bein útsending frá leik Ekvador og Kosta Ríka í A-riðli.  15.00 HM stúdíó á Sýn.  15.50 HM í fótbolta á Sýn. Bein útsending frá leik Englands og Paragvæ í B-riðli.  18.00 HM stúdíó á Sýn.  18.50 HM í fótbolta á Sýn. Bein útsending frá leik Trinidad og Svíþjóðar í B-riðli.  21.00 4-4-2 á Sýn. HM-uppgjör dagsins.  22.00 Landsbankadeildarmörkin á Sýn. Mörk kvöldsins sýnd. A-riðill: ÞÝSKALAND-PÓLLAND 1-0 1-0 Oliver Neuville (90.). H-riðill: SPÁNN-ÚKRAÍNA 4-0 1-0 Xabi Alonso (13.), 2-0 David Villa (17.), 3-0 David Villa (víti, 48.), Fernando Torres (81.). TÚNIS-SÁDI-ARABÍA 2-2 1-0 Ziad Jaziri (23.), 1-1 Al Kahtani (57.), 1-2 Sami Al Jaber (84.), 2-2 Rhadi Jaidi (90+1.). HM 2006 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Í kvöld klárast sjöunda umferð Landsbankadeildar karla með fjórum leikjum. Umferðin hófst á mánudagskvöldið þegar Fylkir vann Keflavík 2-1 en þeim leik var flýtt vegna þátttöku Kefl- víkinga í Evrópukeppninni. Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Fram, spáði í leiki kvöldsins fyrir Fréttablaðið og býst hann við heimasigri í þremur af leikjunum fjórum. Íslandsmeistarar FH eru með góða forystu í deildinni en þeir taka á móti ÍBV í Kaplakrikanum. „Eyjamenn koma af krafti en það dugar ekki til. ÍBV hefur fínt tak á KR-ingum í Vestmannaeyjum en það er allt annað að leika gegn FH í Kaplakrikanum. FH-ingar mæta einbeittir eftir vonbrigðin í síðasta leik og taka þetta,“ sagði Ólafur. ÍA fékk loks sín fyrstu stig í sumar gegn Keflavík í síðasta leik sínum en Skagamenn fá Breiða- blik í heimsókn. „Það var gott fyrir Skagamenn að ná sigri gegn Keflavík í síðasta leik og ég held að þeir sigri Breiðablik. Í sögu- legu samhengi hefur ÍA líka alltaf haft yfirhöndina gegn Blikum á Skaganum.“ Þess má geta að Skagamenn unnu sinn stærsta sigur á Íslands- móti þegar þeir unnu Breiðablik 10-1 árið 1973. Þá skoraði Teitur Þórðarson sex mörk fyrir ÍA en Teitur mun í kvöld stýra læri- sveinum sínum í KR gegn Víkingi. „Víkingsliðið inniheldur nokkra gamla KR-inga og því er þessi leikur athyglisverður. Fyrst leik- urinn er vestur í bæ held ég að KR vinni þann leik, heimavöllurinn ræður úrslitum,“ sagði Ólafur. Viðureign Grindavíkur og Vals reyndist Ólafi erfið og gaf hann sér góðan tíma í að spá fyrir hana. „Þetta er snúinn leikur. Ég sá Grindvíkinga keppa við Víking um daginn og það var ekki gott. Vals- menn tóku Fylki örugglega en þeir ná ekki sigri gegn jafntefliskóng- unum í Grindavík og liðin skipta milli sín stigunum,“ sagði Ólafur. - egm Ólafur Kristjánsson spáir í leiki dagsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu: Heimavöllurinn mun ráða úrslitum í Vesturbænum SIGRA Í KVÖLD Ólafur Kristjánsson spáir því að KR nái sigri á heimavelli í kvöld. Rógvi Jacobsen fagnar hér marki gegn Breiðabliki fyrir skemmstu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Radhi Jaidi, leikmaður Bolton, bjargaði stigi fyrir Túnis sem gerði 2-2 jafntefli gegn Sádi- Arabíu í gær. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði hann með skalla en varnarmenn mótherjanna sváfu illa á verðinum. Liðin skiptu því stigunum á milli sín í H-riðlinum. Zaid Jaziri skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Túnis en það var Yasser Al Kahtani sem jafnaði metin með snyrtilegu marki þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af stórskemmtilegum seinni hálfleik. Sádar héldu síðan að þeir hefðu tryggt sér sigurinn þegar vara- maðurinn Sami Al Jaber skoraði sex mínútum fyrir leikslok en svo var aldeilis ekki. „Það er svekkjandi að hafa fengið þetta mark á sig í viðbótar- tímanum. Þetta eru þó engin enda- lok því stig er alltaf stig og von- andi náum við að leggja Úkraínu í næsta leik,“ sagði Al Jaber, marka- hæsti leikmaður Sádi-Arabíu frá upphafi, sem byrjaði á bekknum í leiknum þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli. Túnis olli nokkrum vonbrigðum í leiknum í gær en liðið saknaði sinnar skær- ustu stjörnu, Dos Santos, sem á við meiðsli að stríða. - egm Jafnt hjá Túnis og Sádi-Arabíu: Túnis jafnaði í viðbótartíma JAFNTEFLI Leikurinn var ansi fjörlegur. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Það verður dómaratríó frá Danmörku á leik kvennalands- liða Íslands og Portúgals næsta sunnudag. Leikurinn er hundrað- asti A-landsleikur Íslands í kvennaflokki. Dómarinn heitir Marianne Svendsen en eftirlits- maður á leiknum er Sheila Begbie frá Skotlandi, sem var einmitt í skoska landsliðinu sem lék gegn Íslandi í fyrsta A-landsleiknum fyrir 25 árum. Ísland-Portúgal á sunnudag: Danskt tríó í Laugardalnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.