Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 18
 15. júní 2006 FIMMTUDAGUR18 nær og fjær „ORÐRÉTT“ www.66north.is REYKJAVÍK: Kringlan - Bankastræti 5 - Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 - AKUREYRI: Glerárgata 32 Glymur shoftshell herrajakki 18.900 kr. Glymur softshell dömujakki 19.950 kr. Gönguskór margar gerðir fást í Faxafeni og á Akureyri Komduút „Ég byrjaði núna í júní 26. árið í Brúðubílnum og við erum búnar að sýna tvisvar á dag og förum á þessa gæsluvelli sem eftir eru og svo förum við á svona opin svæði,“ segir Helga Steffensen. „Við erum með leikrit í júní sem heitir duddurnar hans Lilla og það er Lilli, sem er mjög vinsæll hjá litlu börnunum, hann er að reyna að venja sig af því að vera með snuð.“ „Þetta er alveg rosalega vel sótt, og meira að segja í morgun vorum við í Miðgarði og það var svo hvasst að það var ekkert venjulegt en krakkarnir koma, veðrið er ekkert að hamla því að þeir komi,“ segir Helga. „Á veturna er ég starfandi í Leikbrúðulandi og í vetur vorum við með selinn Snorra og fórum í leikskóla, grunnskóla og kirkjur og ætlum að halda áfram með þá sýningu næsta haust.“ Leikbrúðuland byrjaði árið 1974 og voru sýningarnar á Fríkirkjuvegi 11. Þar var Meistari Jakob meðal annars sýndur. Aðspurð um uppruna Lilla segir Helga að hann hafi komið í Brúðubílinn strax í upphafi og sé því orðinn 25 ára. Helga gerir allar brúðurn- ar sjálf og hefur gert fleiri hundruð brúður í gegnum tíðina og samið yfir fimmtíu leikrit. Lilli hefur farið í gegnum smá endurnýjun en Helga segir að þetta sé alltaf sami Lilli og börnin myndu taka eftir því um leið ef einhverjar breytingar yrðu gerðar á honum. „Ég hef eiginlega ekki farið neitt í sumarfrí í gegnum tíðina,“ segir Helga og hlær, „ég kalla það sumarfrí þegar ég fer á sumrin með Brúðubílinn og ferðast um lands- byggðina. Mér finnst ég bara vera mjög heppin að vera í starfi sem ég virkilega nýt þess að vera í,“ segir Helga að lokum. Dagskrá Brúðubílsins er að finna á heima- síðu ÍTR en hann verður í Reykjavík í júní og júlí. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HELGA STEFFENSEN BRÚÐULEIKARI Ótrúlega skemmtilegt og gefandi starf „Þetta er örugglega eitt glæsilegasta skref sem íslenskur knattspyrnum- aður hefur stigið,“ segir Hermann Gunnarsson, fjölmiðlamaður og knattspyrnu- aðdáandi. „Alveg frábært að hafa staðið sig jafn vel og hann hefur gert með Chelsea, þessu meistaraliði í Englandi, og vera eiginlega dottinn úr náðinni þar, en fara svo til Evrópumeistaranna. Það er draumur allra fótboltamanna að spila með Barcelona eða Real Madrid og mig dreymdi þetta á yngri árum. Ég fékk einu sinni að spila leik í Barcelona-treyju og það að fara í búninginn gerði mig að helmingi betri fótboltamanni og ég er viss um að það verður þannig með Eið. Ég er ekki viss um að hann fljúgi inn í liðið, en það skiptir ekki máli, því Eiður er persónuleiki sem gefst ekki upp. Hann var valinn í stjörnulið heimsins af Ronaldinho, sem þýðir að besti knattspyrnumaður heims og verðandi liðsfélagi hans vill hafa hann með sér. Þetta getur ekki verið meira spennandi. Katalónía mun taka honum fagnandi. Ég var hrærð- ur af fögnuði og samfagna þessum árangri hans.“ SJÓNARHÓLL EIÐUR SMÁRI TIL BARCELONA Glæsilegur árangur Eiðs HEMMI GUNN Sjö enskir slökkviliðsmenn frá Cornwall-skaga eru nú á ferð yfir Vatnajökul en ferðin er farin til styrkt- ar krabbameinssjúkum börnum þar í landi. Sjón- varpsfréttamaður frá BBC Cornwall er með í för svo heimamenn geti fylgst með gangi mála og slökkviliðs- manna. „Sjömenningarnir komu hingað til lands 7. júní og ráðgerðu þeir að komast upp á jökul hinn níunda og koma til byggða þann sextánda,“ segir Arndís Guðmundsdóttir, sem er tengiliður hópsins hér á landi. „En það gerði mikla rigningu og rok svo að þeir komust ekkert fyrsta daginn. Íslenska veðráttan var ekki lengi að ögra þessari áætlun þeirra.“ En þó fall sé fararheill hafa þeir lent í miklu brasi uppi á jökli. „Vindurinn hefur stundum farið í 28 metra á sekúndu og einn morg- uninn vöknuðu þeir í frosnum tjöldum þannig að aðstæður hafa ekki verið þeim hliðhollar. Nú eru þeir farnir að ókyrrast þar sem þeir eiga bókað far heim næsta sunnudag en þeir þurfa heldur betur að spýta í lófana svo þeir nái nú örugglega fluginu,“ segir Arn- dís. Það voru björgunarsveitirnar á Húsavík og í Mývatnssveit sem fluttu kappana upp að Kverkfjöll- um þar sem jöklaferðinn hófst ásamt Ingþóri Bjarnasyni sem er fararstjóri. Sá kappi er ýmsu vanur en hann fór yfir Grænlands- jökul árið 1993, á suðurpólinn 1997 og var kominn hálfa leið á norður- pólinn ásamt Haraldi Erni Ólafs- syni árið 2000. Þá kól hann hins vegar á fingrum og varð að hætta leiðangrinum. Á þriðjudag komu göngugarp- arnir til Grímsfjalla og í gær gengu þeir hálfa leið þaðan að Hvannadalshnjúki í miklu hvass- viðri. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður og ýmsa erfiðleika láta Bretarnir vel af ferðinni að sögn Arndísar. „Þeir eru mjög vel þjálfaðir en þeir höfðu aldrei stigið á göngu- skíði áður, svo það gekk brösug- lega fyrir sig framan af í öllu rok- inu og rigningunni. En þeim þykir þetta mjög gaman og mikið ævin- týri,“ bætir hún við. Viðfangsmikil áheitasöfnun fer nú fram í Cornwall en ekki feng- ust fregnir um hversu mikið hefði safnast. BBC Cornwall er svæðissjón- varp í héraðinu sem hefur flutt fréttir af ferðinni en einnig er ráð- gert að sýna þar heimildarþátt um ferðina. jse@frettabladid.is Breskir slökkviliðsmenn á jökli SLÖKKVILIÐSMENNIRNIR SVELLKÖLDU Hér eru ferðalangarnir áður en þeir lögðu í hann en þeir eru Tim Edwards, Ray Filbey, Dave Diment, Simon Martyn, Mark Kass, James Marks og Phil Hoare. INGÞÓR BJARNASON Á HVANNADALS- HNJÚKI Fararstjórinn sést hér uppi á Hvannadalshnúk en vonandi verður hann þar ásamt liði sínu seinna í dag. Hinir árlegu Bryggjudagar hefj- ast í Súðavík á morgun og segir Guðný Hanna Harðardóttir, fram- kvæmdastýra hátíðahaldanna, að von sé á því að íbúafjöldinn rúm- lega tvöfaldist í þorpinu enda standi gestum margt til boða. „Þetta hefst með því að hljóm- sveitin Hundur í óskilum heldur tónleika í íþróttahúsinu en á laug- ardeginum mun söngurinn koma úr barka heimamanna því þá verð- ur hið svokallaða Sædol Súðavíkur haldið,“ segir framkvæmdastýr- an, sem er farin að iða í skinninu. „Þetta er söngvakeppni þar sem söngvarar undir fimmtán ára taka þátt. Að sjálfsögðu verður hin vin- sæla dorgkeppni líka á sínum stað en hún er jafnan vel sótt. Menn verða að fá sér í svang- inn líka svo það verður grillað í Raggagarði og brugðið á leik. En einnig verður boðið upp á siglingu út í kvíar þar sem fólk getur feng- ið að fóðra fiskana svo allir fái nú að borða,“ segir Guðný Hanna og ætlar aldrei að þreytast á því að telja upp það sem í vændum er. Á laugardaginn verður slegið upp balli en hljómsveitinn Spútnik leikur þá fyrir dansi og á sunnu- daginn mun Barði Ingibjartsson leiðsögumaður leiðsegja göngu- görpum sem vilja fylgja honum um leyndardóma Álftafjarðar. „Hann gjörþekkir svæðið enda heimamaður,“ segir Guðný Hanna. Þetta er í fjórða sinn sem Bryggjudagar eru haldnir og segir Guðný Hanna að tekist hafi svo vel til að ákveðið hafi verið að gera þá að árlegum atburði. Bryggjudagar í Súðavík: Dorgað og keppt í Sædol DORGAÐ Á BRYGGJUNNI Í SÚÐAVÍK Dorg- keppnin verður haldin um helgina eins og hefð er fyrir á Bryggjudögum en einnig munu súðvískir barkar etja kappi í Sædol- keppninni. Allur er varinn óþarfur „Það er engin þörf fyrir her- afla á Íslandi.“ MARK STANHOPE AÐMÍRÁLL. FRÉTTABLAÐIÐ 14. JÚNÍ. Kona fyrir borð „Ég sé vitaskuld eftir meiri- hlutanum og svo fannst mér sorglegt að sjá konur bera skarðan hlut frá borði í kjöri til nefnda og ráða.“ STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTT- IR, FRÁFARANDI BORGARSTJÓRI. FRÉTTABLAÐIÐ 14. JÚNÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.