Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 22
 15. júní 2006 FIMMTUDAGUR22 fréttir og fróðleikur Svona erum við 25,7 ára 20 00 20 05 Al du r 19 95 26,7 ára 28,4 ára FRÉTTAVIÐTAL BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is Ný borgarstjórn Reykja- víkur kom saman til fyrsta fundar síns á þriðjudag. Sólin skein og bjart var yfir borgarfulltrúum, í það minnsta þeim átta sem sitja í meirihluta. Jafnréttismál komust óvænt á dagskrá fundarins. Borgarfulltrúar tíndust í Ráðhús- ið einn af öðrum rétt áður en fund- ur hófst klukkan eitt. Þeir röðuðu sér til sætis við skeifuborðið í borgarstjórnarsalnum eftir flokk- um; Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, settist við annan enda þess og við hlið hans aðrir fulltrúar flokksins og í fram- haldinu Vinstri græn og Ólafur F. Magnússon, Frjálslynda flokkn- um. Þá kom að meirihlutanum; Björn Ingi Hrafnsson Framsókn- arflokki sat við hlið Ólafs og honum á vinstri hönd sjö borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokks. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson stýrði fundi í upphafi í krafti þess að hann er starfsaldursforseti borgarstjórnar. Byrjaði hann á að bjóða borgarfulltrúa velkomna til starfa, sagði daginn fallegan og hvatti fólk til að njóta hans. Þá las hann upp bréf yfirkjörstjórnar í Reykjavík þar sem kjör borgar- fulltrúa er staðfest. Bréfinu lýkur á undirskrift yfirkjörstjórnarfull- trúans Vilhjálms H. Vilhjálmsson- ar og lagði Vilhjálmur Þ. sérstaka áherslu á H-ið þegar hann las nafn nafna síns. Að því búnu var Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sjálfstæðis- flokki, kjörin forseti borgarstjórn- ar og Vilhjálmur var formlega kjörinn borgarstjóri eins og lög og reglur segja til um. Komu þau sér fyrir við háborðið og losnaði þar með um tvö sæti við skeifuborðið. Við það þjappaði meirihlutinn sér saman og myndaðist tveggja sæta gjá milli meiri- og minnihlutans. Gjáin sú er táknræn fyrir væntan- leg átök fylkinganna á kjörtíma- bilinu og hafi einhver velkst í vafa lýsti Ólafur F. Magnússon því yfir að stjórnarandstaðan ætlaði að veita nýkjörnum borgarstjóra kröftugt málefnalegt aðhald. Vilhjálmur Þ. lét hins vegar flokkadrætti lönd og leið í stuttu ávarpi og sagðist ætla að vera borgarstjóri allra Reykvíkinga og þjóna borgarbúum á skilvirkan hátt með kurteisi og tillitssemi að leiðarljósi. Nokkur fjöldi fólks fylgdist með fundinum af pöllunum og mátti kenna þar varaborgarfull- trúa og aðra áhugamenn um stjórnmál. Næst tók við kjör í fjölda nefnda, ráða og stjórna og gekk það að mestu snurðulaust fyrir sig, utan hvað fresta þurfti kosn- ingum í nokkur hverfaráð þar sem í ljós kom að meirihlutinn tilnefndi fulltrúa til starfa sem ekki eru borgar- eða varaborgarfulltrúar, en slíkt er skilyrði fyrir setu í hverfaráðum. Þá kom til hlutkest- is um annan varamann í almanna- varnanefnd þar sem tveir hlutu jafn mörg atkvæði. Hafði Sam- fylkingin heppnina með sér og verður Steinunn Valdís Óskars- dóttir, fyrrverandi borgarstjóri, annar varamaður í almannavarna- nefnd Reykjavíkur næstu fjögur árin. Einnig þurfti forseti tvívegis að hringja bjöllu sinni þar sem borgarfulltrúar Samfylkingar voru frammi á gangi þegar greiða átti atkvæði. Að atkvæðagreiðslum loknum lét Samfylkingin bóka að bakslag væri komið í jafnréttismál borg- arinnar með vali meirihlutans á fólki í nefndir og ráð. Í bókuninni segir: „Það skiptir máli að sjónar- mið beggja kynja heyrist í öllum fagráðum borgarinnar og að jafn- vægi milli kynja ríki þegar litið er til formennsku. Hér ríkir forn- eskjan ein af hálfu B og D lista og hlýtur að kalla á hörð viðbrögð kvennahreyfinga og annarra jafn- réttissinna. 13. júní 2006 verður minnst sem sorgardags í sögu Reykjavíkur.“ Sjálfstæðismenn svöruðu og sögðu 29 konur sitja sem aðal- og varamenn fyrir hönd meirihlutans í níu aðalnefndum borgarinnar. Það væru rúm fjörutíu prósent þeirra staða sem meirihlutinn skipaði í. „Að kalla þessa skipan svartan dag í sögu jafnréttis eru slík öfugmæli og ber slíkan keim pólitískra upphrópana, að það er ekki svaravert. Óskandi er að Samfylkingin í borgarstjón velji sér betri málefnagrunn þegar hún biður sér næst hljóðs hér í borgar- stjórn.“ Þessu var svo svarað og það sagt lýsa bágri málefnastöðu meirihlutans að hann þyrfti að telja varamennina með. Hvort sem fólk lítur á þriðju- daginn síðasta sem svartan eða ekki í jafnréttismálum tala tölurn- ar sínu máli. Í níu aðalnefndum borgarinnar situr samtals 61 full- trúi. 37 þeirra eru karlar, 24 konur. Meirihlutinn hefur 35 sæti til umráða. Í þeim sitja 22 karlar og 13 konur. Minnihlutinn hefur 26 sæti til umráða. Í þeim eru 12 karl- ar og 14 konur. Að sama skapi er 61 varamaður í þessum níu nefndum. Meirihlut- inn hefur sín 35 sæti og í þeim sitja 19 karlar og 16 konur. Í 26 sætum minnihlutans sitja hins vegar 15 karlar og 11 konur. Samtals er því 41 karl á vegum meirihlutans aðal- eða varamaður í þessum níu nefndum en 29 konur. Á vegum minnihlutans eru 27 karl- ar og 25 konur. Konur eru formenn þriggja nefnda, fjögurra þegar óstofnað leikskólaráð tekur til starfa, en það hefur ekki verið mannað að öðru leyti en því að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir verð- ur formaður. Eftir þennan fyrsta fund borgarstjórnar eftir kosningar kynntu Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son og Björn Ingi Hrafnsson helstu mál sem þeir ætla að koma í framkvæmd en aðrir borgarfull- trúar gengu út í sumarið, sem hvarf daginn eftir jafn skyndilega og það kom. Brosandi meirihlutinn sagður forneskjulegur í jafnréttismálum SÉÐ YFIR SAL BORGARSTJÓRNAR REYKJAVÍKUR Jafnréttismál komust óvænt á dagskrá á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir kosningar og sakaði Samfylkingin meirihlutann um forneskjuleg viðhorf. Því var umsvifalaust vísað á bug. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HLÝTT Á NÝJAN BORGARSTJÓRA Samfylkingarmennirnir Dagur B. Eggertsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Stefán Jón Hafstein hlusta á Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í pontu. Í ár hafa óvenjumargar umsóknir borist til Norræna félagsins á Íslandi frá ungu fólki á Norður- löndunum um vinnu hér á landi í sumar. Alma Sigurðardóttir er verk- efnastjóri hjá Norræna félaginu. Hvað er Nordjobb? Nordjobb er vinnumiðlun fyrir ungt fólk á alrinum 18-28 ára og þetta er verkefni sem miðar að því að kynna fyrir ungu fólki hversu auðvelt það er að flytjast á milli Norðurlandanna. Krakkarnir fá sumarvinnu í öðru norrænu landi og dveljast þannig sumarlangt og verkefnið sér um að útvega hús- næði og skipuleggur tómstunda- dagskrá. Af hverju þessi mikli fjöldi til Íslands núna? Talan er komin upp í 147 sem eru ráðnir hérna á Íslandi en það virðist vera skortur á vinnuafli og vinnuveitendur hafa tekið rosalega vel í það að taka þátt í verkefninu, það hefur gengið ofsalega vel að finna störf fyrir krakkana hérna. Hve margir Íslendingar fara út? Samtals eru að fara út frá Íslandi 36 en sú tala hefur lækkað svolítið. Það má alveg búast við því að þessi tala hækki þó vegna þess að það eru margir Íslendingar sem fara til Danmerkur og þar gerast hlutirnir aðeins hægar. SPURT & SVARAÐ Nordjobb ALMA SIGURÐARDÓTTIR VERKEFNASTJÓRI Í gær var gengið frá kaupum á knattspyrnu- manninum Eiði Smára Guðjohnsen til Barce- lona en hann hefur undanfarin sex ár leikið með Englandsmeisturunum í Chelsea. Hvenær var knattspyrnufélag Barcelona stofnað og af hverjum? Félagið var stofnað árið 1899. Fremstur í flokki frumkvöðla þar var Svisslendingurinn Joan Gamper. Hann kom við í Barcelona að hitta frænda sinn sem bjó þar en Joan var sjálfur á leið til Afríku þar sem hann ætlaði að taka þátt í því að koma upp fyrirtækjum sem versla myndu með sykur. Hann varð reyndar svo heillaður af þessari höfuðborg Katalóníu að hann settist þar að. Hann lék fjölmarga leiki með félaginu og var mikill markahrókur. Hann varð forseti félagsins árið 1908 og gegndi því starfi nær sleitulaust þar til 1925. Þá var hann rekinn frá Spáni þar sem hann var sakaður um að vera með áróður fyrir sjálfstæði Katalóníu en áhangendur félags- ins höfðu baulað á spænska þjóðsönginn fyrir kappleik en að sama skapi klappað fyrir þeim breska. Hann hélt til síns heimalands þar sem hann síðar féll fyrir eigin hendi. Hver er staða félagsins í dag? Barcelona er Evrópu- og Spánarmeistari enda spila þar margir af bestu leikmönnum heims eins og Brasilíumaðurinn Ronaldinho og Kam- erúninn Samuel Eto‘o. Forsvarsmenn félagsins segja að leikmenn þess leiki einungis fyrir félagið og samfélagið tengt því og þess vegna eru engar auglýsingar á liðsbúningnum, enn sem komið er. Hvað heitir leikvangur félagsins? Leikvangur félagsins heitir Nou Camp og stærsti knattspyrnuleikvangur í Evrópu en hann tekur um 98 þúsund áhangendur. FBL GREINING: FC BARCELONA Félag stofnað af Svisslendingi SIGURSTUND Skærasta stjarna Barcelona, brasilisíki galdramaðurinn Ronaldinho, horfir löngunar- augum á Evrópubikarinn. > Meðalaldur kvenna við stofnun sambúðar. Heimild: Hagstofa Íslands ����������������������������� �� ��������������������������� ������ ��������� ������� ����������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.