Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 81
FIMMTUDAGUR 15. júní 2006
FÓTBOLTI Óvíst er hvort marka-
kóngur Evrópumótsins 2004,
Milan Baros, geti spilað með tékk-
neska landsliðinu á heimsmeist-
aramótinu. Þessi 24 ára sóknar-
maður meiddist á fæti í æfingaleik
gegn Trínidad og Tóbagó rétt fyrir
mót. Hann var ekki með í fyrsta
leik Tékklands á mótinu, sem var
3-0 sigurleikur gegn Bandaríkjun-
um.
„Bati hans hefur verið hægari
en við höfðum vonast til. Það er
mjög slæmt að vera án Baros, sér-
staklega í ljósi þess að Jan Koller
fór meiddur af velli í fyrsta leikn-
um og er ekki alveg heill,“ sagði
Karel Brückner, þjálfari tékk-
neska liðsins. Næsti leikur Tékk-
lands er gegn Gana hinn 17. júní.
- egm
Meiðsli hjá Tékkum:
Óvíst hvort
Baros spili
MEIDDUR Milan Baros er tæpur vegna
meiðsla. NORDICPHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Hægri kantmaðurinn
knái Daniel Alves hefur mikinn
hug á því að ganga til liðs við
Liverpool. Brasilíumaðurinn sló í
gegn með Sevilla á tímabilinu og
var lykilmaður í liði UEFA-meist-
aranna. Rafael Benítez vonast til
að tryggja sér hægri kantmann og
í það minnsta einn sóknarmann í
sumar og er Alves efstur á óska-
listanum.
„Við viljum ekki selja hann en
leikmaðurinn vill fara og við
getum ekki neytt hann til að vera
hér áfram. Hann sagði okkur frá
því að hann vildi fara til Liverpool
en það setur ekki neina pressu á
okkur,“ sagði Jose Maria del Nido,
forseti Sevilla.
Liverpool hefur í tvígang boðið
í Alves, sjö og átta milljónir punda,
en báðum tilboðunum var hafnað.
Sevilla vonast til að fá allt að tólf
milljónir fyrir Alves en liðið verða
að ná samkomulagi um kaupverð-
ið áður en málið getur farið
lengra. - hþh
Daniel Alves:
Vill fara til
Liverpool
FÓTBOLTI Thierry Henry er bjart-
sýnn á gott gengi Frakklands á
heimsmeistaramótinu þrátt fyrir
að liðið hafi byrjað illa og gert
aðeins jafntefli gegn Sviss í sínum
fyrsta leik. „Ég hef engar áhyggj-
ur. Það hefði vissulega verið betra
að byrja á sigri en mér finnst
ósanngjarnt að við höfum ekki náð
þremur stigum, við áttum meðal
annars að fá vítaspyrnu í leiknum.
Við þurfum að eiga betri leik gegn
Suður-Kóreu á sunnudag en sá
leikur verðir ekki auðveldur,“
sagði Henry.
Henry var langt frá sínu besta í
leiknum gegn Sviss og það sama
má segja um margar aðrar stjörn-
ur í liðinu, til dæmis Zinedine
Zidane. „Ég tók eftir því að völlur-
inn var vökvaður eftir leik þrátt
fyrir að það væri enginn leikur á
eftir. Mér finnst að FIFA eigi að
sjá til þess að vellirnir séu bleyttir
fyrir leiki,“ sagði Henry. - egm
Thierry Henry er bjartsýnn:
Sýnum okkar
rétta andlit
VONBRIGÐI Henry náði sér ekki á strik
gegn Sviss. NORDICPHOTOS/AFP
LANGAR ÞIG Í EINTAK?
Sendu SMS skeytið BTC KEF á númerið 1900
Þú gætir unnið!
Vinningar eru:
• Keane - Under The Iron Sea
• Keane - Live Recordings 2004 EP
• Keane - Strangers DVD
• Pepsi kippur • DVD myndir
• Fullt af öðrum geisladiskum og margt fleira
SM
S
LE
IKU
R
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T
S
m
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
k
lú
bb
. 1
49
k
r/
sk
ey
tið
.
10. hver vinnur!
NFL Ben Roethlisberger, leikstjórn-
andi NFL-meistara Pittsburgh
Steelers, er á góðum batavegi eftir
að hafa lent í slæmu mótorhjóla-
slysi en hann hefði skaðast mun
minna hefði hann borið hjálm, sem
hann gerði ekki.
„Hann er vaknaður og við með-
vitund. Hann er ekki lengur í lífs-
hættu heldur er ástand hans
stöðugt,“ sagði í yfirlýsingu frá
spítalanum sem Roethlisberger,
sem oftast er kallaður Stóri Ben,
liggur á. Stóri Ben gekkst undir
sjö tíma skurðaðgerð en bæði
kjálki og nef hans brotnaði og svo
brákuðust kinnbein og annað.
Hann losnar væntanlega af spítal-
anum strax eftir helgi.
Roethlisberger lenti á bílrúðu
bíls sem keyrði veg fyrir hann.
Slysið gæti haft áhrif á samning
hans við Steelers en í honum kom
fram að hann gæti orðið af fjár-
munum ef hann slasaði sig á
mótorhjólinu án hjálmsins. - hbg
Betur fór en á horfðist hjá leikstjórnanda Steelers:
Stóri Ben lenti í slæmu
mótorhjólaslysi
MEISTARI Roethlisberger varð í janúar síðastliðnum yngsti leikstjórnandi sem hefur unnið
Super Bowl. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES