Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 27
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 3 31 36 06 /2 00 6 Jamis Capri 2.0 20”, 6-9 ára, ástell, 6 gíra Verð 15.990 kr. Jamis Fester 2.0 20”, 6-9 ára, álstell, 6 gíra Verð 15.990 kr. 20% afsláttur Verðlaunaframleiðandinn Jamis Þú færð hjólin frá bandaríska verðlaunaframleiðandanum Jamis aðeins í Útilíf. Ár eftir ár hefur Jamis fengið verðlaun fyrir hjól sín, m.a. sæmdarheitið besta hjólið, enda þykir Jamis sameina ótrúleg gæði og hagstætt verð. Jamis Lady Bug 12”, 2-5 ára Verð 9.590 kr. Jamis Fester 2.4 24”, 8-12 ára, álstell, 21 gíra, framdempari Verð 18.390 kr. Jamis Laiser 2.0 20”, 5-9 ára álstell, fótbremsa Verð 11.990 kr. barnaskautar Rollerblade Útilíf er með línuskautana fyrir alla fjölskylduna! Rollerblade er eitt þekktasta merki heims í línuskautum, þar gengur þú að gæðunum vísum á góðu verði. Rollerblade Micro TFS Stækkanlegir barnaskautar Einfalt og töff reimakerfi Rammi: Trefjaplast Hjól: 72 mm/80A Legur: ABEC 3 Stærðir: 34-37 og 36-40 Verð 7.990kr. Rollerblade Micro Combo Stækkanlegir barnaskautar Rammi: Trefjaplast Hjól: 72 mm/80A Legur: ABEC 3 Ein stærð: 29-34 Verð 7.990kr. Hlífasett fylgir Verð áður 19.990 kr. Verð áður 19.990 kr. Verð áður 22.390 kr. Verð áður 9.990 kr. Verð áður 9.990 kr. Verð áður 14.990 kr.Verð áður 11.990 kr. af öllum barnahjólum og línuskautum fimmtudaginn 15. og föstudaginn 16. júní Hátíðartilboð NEYTENDUR Fannar Ottó Viktorsson rannsakaði unga neytendur og markaðsáreiti í BS verkefni sínu í viðskiptafræði við Háskóla Íslands nú í vor. Fannar lagði könnun fyrir eitt hundrað nemendur á aldrinum 11-12 ára þar sem þeir voru beðnir um að telja upp þau vörumerki sem þekktu. Vörumerkin voru flokkuð í vörur til húsþrifa, gos- drykki, fatamerki og tölvur. Í ljós kom að börnin gátu að meðaltali talið upp sex vörutegundir innan flokks gosdrykkja en færri innan annarra flokka. Til samanburðar var sama könnun lögð fyrir tvítug ungmenni en í ljós kom að þau gátu ekki talið upp fleiri vörumerki en yngri hópurinn nema í flokki vöru til húsþrifa. Þegar viðhorf til vöru- merkja var skoðað kom í ljós að stelpum finnst vöru- merki skipta meira máli en strákum. Fannar segir að það sem mest hafi komið á óvart í rann- sókninni sé að aðeins 4% barna trúa því sem þau sjá og heyra í auglýsing- um almennt. „Í rannsókninni kom einnig í ljós að 70% foreldra spyrja 11-12 ára börn sín álits áður en nýr hlutur er keyptur á heimilið. Hér er átt við stærri innkaup eins og heimilistæki eða tölvukaup.“ Fyrirfram hafði Fannar búist við því að meirihluti 11-12 ára barna tryði því sem þau sjá og heyra í auglýsingum og kom nið- urstaðan því á óvart. Þá kom einn- ig á óvart að eldri hópurinn gat ekki talið upp fleiri vörumerki en sá yngri. „Umræða hefur verið uppi um að banna að sýna auglýsingar í sjónvarpi sem höfða til barna fyrr en eftir ákveðinn tíma á kvöldin, en niðurstaða þessarar rannsóknar gefur ekki tilefni til að ætla að þess sé þörf vegna þess að börn trúa ekki því sem þau sjá og heyra í auglýsingum.“ Fannar segir að af þessu megi ráða að uppeldi stjórni neysluvenjum barna frekar en löngun þeirra í hluti vegna áhrifa frá auglýsingum. „Markaðsáreiti hafa aukist mjög á undanförnum árum sem veldur því að börn verða síður móttækileg fyrir þeim þrátt fyrir að fyrirtæki hafi verið dugleg að markaðsetja vörur þannig að þær höfði til barna. Samkvæmt rannsókninni gera ungir neytendur sér hins vegar grein fyrir að fyrirtækin eru aðeins að reyna að selja vöru sína.“ Fannar segir þetta geta verið vísbendingu um að erfitt gæti orðið að ná til þessarar kyn- slóðar í gegnum auglýsingar í framtíðinni. hugrun frettabladid.is Fá börn taka mark á auglýsingum Íslensk könnun bendir til að 4% barna trúa því sem þau sjá og heyra í auglýsing- um. Meirihluti barna er spurður álits þegar stærri innkaup eru gerð fyrir heimilið. FANNAR OTTÓ VIKTORSSON BARN HORFIR Á SJÓNVARP Uppeldi stjórnar frekar neysluvenjum barna en löngun þeirra í hluti sem sýndir eru í þeim auglýsingum sem þau horfa á. Ölgerðin hefur hætt Pepsi-leik, sem hefur verið haldið úti á netinu í tengslum við HM í Þýskalandi, sökum misnotkunar. „Þetta er bara sorglegt dæmi þar sem nokkrir svindlarar eru að eyði- leggja fyrir mörgum,“ segir Arna Kristín Hilmarsdóttir, vörumerkjastjóri Pepsi á Íslandi. „Okkur grunar að einhverjir hafi nú þegar náð að svindla út vinninga.“ Enn er þó hægt að senda inn SMS-skilaboð í leiknum, skilaboðið kostar nítján krónur. - æþe ■ Pepsi hættir netleik: Nokkrir misnotuðu kerfið Í maí voru fluttar inn vörur fyrir 35,7 milljarða samkvæmt bráðabirgðatölum um innheimtu virðisaukaskatts. Ef horft er á hreyfingar milli mánaða má sjá að helstu drifkraftar innflutnings eru sem fyrr hrá- og rekstrarvörur ásamt fjárfestingarvörum, en aukinn innflutning í þeim flokkum má að mestu rekja til stóriðjuframkvæmda. Nokkuð virðist vera að hægja á innflutningi bifreiða en tölur um nýskráningar á bílum í maí gefa ekki til kynna að bílakaup almennings hafi aukist frá sama tíma í fyrra. -hs ■ INNFLUTNINGUR Færri bílar fluttir inn Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu mánudaginn 12. júní var rangt farið með að hækk- un hefði orðið á íþróttanámskeiði hjá Fimleikafélaginu Björk. Í könnun verðlagseft- irlits ASÍ voru rangar tölur frá í fyrra notaða þannig að samanburðurinn varð rangur. Í könnuninni kemur fram að hækkun námskeiðsgjalda nemi um áttatíu prósentum á milli ára en hið rétta er að námskeiðsgjöld hafa lækkað á milli ára. Þannig kostaði níu daga heilsdagsnámskeið hjá Björk í fyrra 14.900 krónur sem gerir 1.655 krónur á dag en í ár kostar heilsdagsnámskeið í fimm daga 7.900 krónur eða 1.580 krónur á dag. -hs ■ SKÓLAMÁL Námskeið hjá Björk lækkuðu Miklar deilur eru um áætlun Bush-stjórnarinnar um að staðsetja rannsóknarstöð banvænna veira á þéttbýlu svæði við San Fransiskó-flóa. Þarna á að rannsaka meðal annars HIV-veiruna, veiruna sem veldur miltisbrandi og fleiri sjúkdómsvaldandi veirur sem berast með lofti. Óskir um að stöðin verði reist annars staðar hafa ekki náð eyrum yfirvalda. Talið er að jarðskjálfti geti valdið því að veirurnar sleppi út í andrúmsloftið og skaði íbúa þessa svæðis, þar sem 7 milljón manns búa, en San Fransiskó er á miklu sprungusvæði og jarðskjálftar þar tíðir. -sgj ■ Rannsóknarstöð í þéttbýli: Sjúkdómar gætu breiðst út FIMMTUDAGUR 15. júní 2006 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.