Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 70
 15. júní 2006 FIMMTUDAGUR46 bio@frettabladid.is Mikil eftirvænting ríkti í kringum frumsýningu Da Vinci lykilsins enda hafði bók Dan Brown slegið öll met á vinsældarlistum um allan heim. Gagnrýnendur voru hins vegar ómyrkir í máli sínu um myndina og telja Tom Hanks engan veg- inn hafa passað í hlutverk Roberts Langdon. Leikstjórinn Ron Howard hefur verið þó nokkur vandi á höndum þegar hann tók að sér að leikstýra kvikmyndinni. Langdon er um fimmtugt og er lýst sem Harrison Ford í tweed-jakka. Tom Hanks var fenginn í hlut- verkið. Leikarinn er meðal þeirra virtustu í kvikmyndaheiminum en fjölmargir aðdáendur bókarinnar settu stórt spurningamerki við ráðningu hans í hlutverkið. Það kom líka á daginn að spennan á milli Hanks og Audrey Tatou er akkúrat engin en þar sem þau tvö deila hvíta tjaldinu nánast alla myndina verður hún fyrir vikið hálf getulaus. Aðdáendur myndar- innar geta vafalítið mótmælt þess- ari fullyrðingu og sagt að milli þeirra hefði átt að ríkja samband föður og dóttur en þar sem það tekst ekki einu sinni hljóta að vakna efasemdir um ágæti Hanks í hlutverkinu. Howard hefur ekki getað talað fyrir því að Harrison Ford myndi taka hlutverkið að sér enda sjá flestir hann fyrir sér í Indiana- Jones hlutverkinu. Ford hefði heldur ekki getað látið hárið vaxa svona sítt eins og Tom Hanks gerði með eftirminnilegum hætti. Leikarar af þessari kynslóð eru af skornum skammti. Russell Crowe, sem lék undir stjórn How- ards í A Beautiful Mind og Cinder- ella Man, er of mikill ólátabelgur og slagsmálahundur til að geta túlkað lærðan fræðing í fornum táknum. Þótt honum hafi tekist vel til í áðurnefndri mynd auk The Insider kæmi Crowe aldrei til greina. Enginn myndi trúa því að Crowe léti litla, franska snót flýja með sig á litlum bíl. Þegar horft er yfir sviðið í heild sinni má sjá að ef Da Vinci Code hefði verið gerð fyrir þrjátíu árum síðan hefði Robert Redford verið ráðinn á staðnum. Redford er ein- hver allra besti „venjulegi“ leikari sögunnar og hefði plumað sig vel í hlutverki Langdons, hvort sem ríkja átti föðurleg ást eða kyn- ferðisleg spenna á milli hans og Sophie. Sá leikari sem hefði að öllum líkindum passað eins og flís við ras í hlutverkið er Jeff Bridges. Hann er einhver allra besti skap- gerðarleikari seinni tíma en líður fyrir að hafa ekki leikið í nægjan- lega nógu mörgum smellum. Að öllum líkindum treysti Howard Hanks langbest í þetta hlutverk. Þeir eru miklir félagar og Hanks er auðvitað frábær leikari. Hann á hins vegar betur heima einn á eyðieyju, með eyðni eða í hlutverki vitl- eysings heldur en í hlutverki Roberts Langdon. - fgg Hver gat leikið Langdon? HEFÐI HANN GETAÐ ÞETTA? Russell Crowe hefur vissulega sýnt að hann getur leikið menntamenn en hefði það verið trúverð- ugt að sjá Crowe flýja undan munki? ER ÞETTA EKKI LANGDON? Jeff Bridges hefði að öllum líkindum verið hárréttur maður í hlutverkið en skortur hans á stórsmellum hefur vafalítið komið í veg fyrir það. FYRIR ÞRJÁTÍU ÁRUM Robert Redford hefði verið ráðinn á staðnum ef Da Vinci hefði verið gerð fyrir þrjátíu árum. Ekki er á allt kosið. HARRISON FORD Dan Brown lýsti Langdon sem Harrison Ford í tweed-jakka. Hins vegar hefði verið ómöglegt fyrir aðstand- endur Da Vinci Code að ráða leikarann í hlutverkið enda sjá hann flestir sem Indiana Jones eða Han Solo. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES LANGDON Í DAG Tom Hanks þykir einkar litlaus í hlutverki Lang- don en sagan ein á eftir að dæma um hvort valið á honum hafi verið rétt. RÉTT VAL? Ron Howard kann að hafa gert mistök með því að velja góðvin sinn Tom Hanks í hlutverk Roberts Langdon. Eftirlætis kvikmynd: Ég á mjög erfitt með að nefna uppáhaldskvikmynd eða gera topp fimm lista. Pulp Fiction er hins vegar sú mynd sem kemur oftast upp í hugann á mér en ég fór á sérstaka forsýningu áður en hún hafði slegið í gegn á sínum tíma. Þetta var mögnuð upplifun og ég leyfi mér að efast um að Tarantino eigi eftir að gera jafn góða mynd. Swingers með Vince Vaughn og Raising Arizona eftir Coen-bræður eru líka í miklu uppáhaldi. Eftirminnilegasta atriðið: Þegar John Travolta stingur adrenalín- sprautinni í brjóstið á Umu Thur- man í Pulp Fiction. Magnað atriði sem situr lengi í manni. Eftirlætis leikstjóri Quentin Tarantino er í miklu uppáhaldi auk Spike Jonze og Alexander Payne. Ég hef líka alltaf verið mikill aðdá- andi Cohen-bræðranna og gömlu meistaranna Martin Scorsese og Woody Allen auk Michael Winter- bottom. Besta íslenska myndin: Friðrik Þór Friðriksson og myndir hans, Börn náttúrunnar og Englar alheimsins eru alveg frábærar. Þá finnst mér verkin hans Róberts Douglas mjög skemmtileg og Íslenski draumurinn var hálfgerð tímamótamynd. Mesta hetja hvíta tjaldsins: Ofurmennið hlýtur að vera mesta hetjan. Hann getur flogið og í raun gert allt. Það blikna allar persónur í samanburði við Ofurmennið. Mesti skúrkurinn: McDonalds í kvikmyndinni Supersize Me og Níhílistarnir í Big Lebowski. Hvaða persóna fer mest í taugarnar á þér: Allar Jim Carrey persónur þar sem leikarinn fær að leika lausum hala. Óþolandi að horfa á einn mann geifla sig og gretta í níutíu mínútur. Ef þú værir kvikmyndastjarna og fengir að velja kvikmynd, mótleikara og leikstjóra, hvernig liti myndin út: Ég myndi gera mynd sem gerðist á Íslandi á .com- tímabilinu þegar allt var að verða geðveikt. Ég væri verðbréfasali á daginn og næturklúbbaeigandi á kvöldin. Jennifer Aniston yrði forstjóri deCode og drottning næturlífsins. Við ættum í samkeppni en það væru líka ástríður kraumandi undir. Quentin Tarantino myndi síðan að sjálfsögðu leikstýra. KVIKMYNDANJÖRÐUR VIKUNNAR: ÍSLEIFUR B. ÞÓRHALLSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI Tarantino í miklu uppáhaldi Jessica Simpson verður seint sökuð um að vera einhver mannvits- brekka ef marka má fréttavefinn Contactmusic. com. Leik- og söngkonan var stödd í teiti með nokkrum fræg- um einstakling- um og skemmti sjálfri Pamelu Anderson konunglega með hálfasnalegri spurningu. Hinar barmgóðu ljóskur stóðu og ræddu málin þegar Simpson spurði stöllu sína hvernig hún færi eiginlega að því að hlaupa svona hægt en eins og frægt er orðið voru það meðal vinsæl- ustu atriðanna í Baywatch. Anderson sýndi Simpson þó mikla hjálpsemi og útskýrði fyrir henni sjón- varpstæknina á bak við þetta allt saman. Ljóskan Simpson JESSICA SIMPSON Var mjög undrandi á því hvernig Pamelu Anderson og félögum hennar í Baywatch tókst að hlaupa svona hægt. „I love the smell of napalm in the morning. You know, one time we had a hill bombed, for 12 hours. When it was all over, I walked up. We didn’t find one of ‘em, not one stinkin’ dink body. The smell, you know that gasoline smell, the whole hill. Smelled like... victory. Someday this war’s gonna end...“ Hershöfðinginn Kilgore útskýrir fyrir hermanni þennan yndislega morgunilm í Víetnam - mynd Francis Ford Coppola, Apocalypse Now. Robin Williams fer með aðalhlut- verkið í gamanmyndinni RV sem nú er sýnd í íslenskum kvikmynda- húsum. Fjallar hún um vinnualkann Bob Munro (Williams), sem fer með fjölskyldu sína í ferðalag til Color- ado eftir að hafa hætt við að fara með hana til Hawaii. Er ekið til Colorado í lítilli rútu við litlar vin- sældir eiginkonunnar og barnanna. Allt fer úrskeiðis í ferðinni sem úrskeiðis getur farið og á Munro í hinum mestu vandræðum með að hafa stjórn á hlutunum. Óhöppin ná á endanum að þjappa fjölskyldunni betur saman og gera hana nánari en nokkru sinni fyrr. Cheryl Hines, sem leikur í sjón- varpsþáttunum Curb Your Enthusi- asm, leikur eiginkonu Munro en Jeff Daniels, sem fór á kostum í Dumb and Dumber, fer einnig með hlutverk í myndinni. Leikstjóri er Barry Sonnenfeld, sem á að baki Men in Black- myndirnar, Get Shorty og tvær fyrstu myndirnar um Addams- fjölskylduna. Vandræði í rútuferð RV Kvikmyndin RV fjallar um fjölskyldu sem ferðast í rútu til Colorado. AF HVÍTA TJALDINU > FREYR GÍGJA GUNNARSSON Al Pacino sem Han Solo? Að velja í hlutverk getur reynst leikstjórum erfitt. Aðalhlutverkið þarf að vera vel mannað af leikara sem kvikmyndahúsagestinum finnst vera trúverðugur í hlutverkinu. Peter Jackson reyndist vera snjall þegar hann réð Viggo Mortensen í hlutverk Aragorns. Írski leikarinn Stuart Townsend hafði hins vegar verið í föru- neytinu í fjóra daga sem hinn aðalsborna hetja áður en Jackson gerði sér grein fyrir að leikarinn þyrfti að vera eldri. Eflaust finnst flestum ómöglegt að sjá einhvern annan en Marlon Brando í hlutverki guðföðurins Don Vito Corleone. Engu að síður vildi kvikmyndaverið fá Frank Sinatra í hlutverkið. Taldi hann geta trekkt betur að. Þeir fengu því hland fyrir hjartað þegar Francis Ford Coppola stakk upp á ólíkindatólinu Brando sem var þekktur fyrir sérvisku og gat tekið upp á hverju sem var á meðan á tökum stóð. Þegar horft er á Guðföðurinn er hálf asnalegt að sjá einhvern annan fyrir sér en Brando í því hlutverki. Leikarinn tróð bómull upp í kjaftinn á sér og náði fram svipbrigðum og túlkun sem eiga vafalítið ekki eftir að sjást aftur á hvíta tjaldinu. Harrison Ford var klæðskerasniðinn fyrir Han Solo-hlutverkið í Stjörnustríðs- myndunum fyrri en það varð upphafið að glæstum ferli hans sem Hollywood- stórstjarna. Nánast ómögulegt er fyrir mig að sjá einhvern annan í hlutverki þessa flugstjóra sem reif kjaft við allt og alla og var hundeltur af óþjóðalýð í sólkerfinu. George Lucas vildi hins vegar ekki vinna með einhverjum sem hafði leikið í kvikmynd eftir hann áður og Ford var því útilokaður í fyrstu vegna hlutverks síns í American Graffiti. Lucas bauð leikurum á borð við Kurt Russell, Nick Nolte, Christopher Walken og Al Pacino að leika Han Solo. Leikstjórinn íhugaði meðal annars að gera Han Solo svartan og hafði nánast ráðið Glynn Turman í hlutverkið. Lucas hætti hins vegar við allt saman og fékk Harrison Ford til að fljúga með Chewbacca, Luke Skywalker og prinsessuna Leiu. Hvort Stjörnustríðið hefði orðið eitthvað verra ef Al Pacino hefði hlaupið undan stormsveitarmönnununm með Alec Guiness verður hins vegar aldrei skorið úr um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.