Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 79
FIMMTUDAGUR 15. júní 2006 55 Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 3 31 56 06 /2 00 6 www.lyfja.is „Ég geri meira fyrir mig og mína á sumrin“ Durex Love Heitur og öruggur í sumar. 4 smokkar á verði 3ja. Acidophilus Mjólkursýrugerlar fyrir börn og fullorðna. Fyrir heilbrigða meltingu, ekki síst á ferðalögum erlendis. PGX - Drykkjarblanda Bylting í þyngdarstjórnun. Misstu fituna - ekki vöðvamassa eða vökva. FÓTBOLTI Fyrirliði Barcelona, Carl- es Puyol, var ekki lengi að fagna komu Eiðs Smára Guðjohnsen til Barcelona í gær. Puyol er af mörg- um talinn einn besti varnarmaður í heimi en hann þekkir Eið vel frá viðureign þeirra í Meistaradeild- inni tvo síðustu tímabil. „Ég veit ekki hvort hann er búinn að skrifa undir en ég hef spilað á móti honum og hann er frábær leikmaður. Hann er sterk- ur, fljótur, býr til mörk og hefur alla burði til að gera vel fyrir okkur. Hann er fjölhæfur leikmað- ur sem getur spilað á miðri miðj- unni og í sókninni,“ sagði Puyol um Eið Smára. - hþh Carles Puyol, fyrirliði Barca: Eiður er frábær leikmaður NÚ SAMHERJAR Eiður og Puyol eigast hér við í leik í Meistaradeildinni en verða samherjar á næstu leiktíð. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Franklin Edmundo Rijkaard fæddist hinn 30. sept- ember árið 1962 í Amsterdam í Hollandi. Hann átti farsælan feril sem leikmaður þar sem hann lék með Ajax Amsterdam, Real Zaragoza og AC Milan. Hann stýrði hollenska landsliðinu frá 1998-2000 og tók svo við Spörtu frá Rotterdam. Hann var svo skipaður stjóri Barcelona, nokkuð óvænt, fyrir tímabilið 2003/2004. Eftir erfiða byrjun fikraði liðið sig upp töfluna og náði öðru sætinu í deildinni. Næstu tvö tímabil gerði hann liðið svo að Spánarmeisturum og er hann eini þjálfarinn til að ná því afreki með Barcelona. Hann gerði liðið svo að Evrópu- meisturum í maímánuði síðast- liðnum eftir frækinn sigur á Ars- enal í úrslitaleiknum. - hþh Frank Rijkaard: Vill spila mjög sóknarsinnað RIJKAARD Er goðsögn úr hollenska boltan- um og hefur nú skipað sér á stall á meðal færustu þjálfara heims. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI ÍR og Valur eiga von á peningum frá Barcelona vegna kaupanna á Eiði Smára. Reglur kveða á um að félög skuli greiða ákveðna prósentuupphæð af kaup- verðinu innan þrjátíu daga frá því samningar voru undirritaðir. Sam- stöðubæturnar gilda fyrir leik- menn sem seldir eru á milli landa til þeirra félaga sem leikmaður er samningsbundinn frá því hann er 12 ára þar til hann nær 23 ára aldri. Eiður var hjá ÍR þar til hann varð 14 ára, fór þá til Vals og gekk í raðir PSV Eindhoven sextán ára. Þegar hann varð nítján ára samdi hann við Bolton á Englandi og var þar í tvö ár. Þá samdi hann við Chelsea og hefur verið þar síðan, þar til hann gekk frá samningi við Barcelona í gær. ÍR og Valur fá lægstu upphæð- ina af félögunum fimm þar sem Eiður var ungur hjá félögunum og var þar í stystan tíma. Þannig fær Chelsea mesta peninga. Ljóst er að Chelsea munar ekki um upp- hæðirnar, en Valur og ÍR gætu fengið skemmtilegan bónus í kass- ann á næstunni. - hþh ÍR og Valur: Hagnast á sölu Eiðs til Spánar Eiður - Goðsögn hjá Chelsea. (Konan mín er líka brjáluð) Sumir þekkja bara sér-staka leikmenn þegar þeir sjá þá, ég er einn þeirra og ég sá slíkan leik- mann í Eiði Guðjohnsen. Ég óska honum alls hins besta hjá Barca en ég er gjörsamlega miður mín yfir því að sjá hann fara frá okkur. Lengi lifi Eiður kóngur! Þetta er frábært skref fyrir hann. Hann fær fjögur góð ár í viðbót þar sem hann mun spila mikið og án efa vinna til fleiri titla. Gangi þér allt í haginn Eiður. Ég gleymi aldrei tímabilinu þar sem hann og Jimmy skoruðu 50 mörk saman né markinu með hjólhestaspyrn- unni gegn Leeds. Ég held að hann hafi verið pirraður á sínu hlutverki en hann mun örugglega skína hjá Barcelona. *Tekið af ýmsum spjallborðum STUÐNINGSMENN CHELSEA SÖGÐU... EIÐUR TIL BARCELONA STEINÞÓR HELGI ARNSTEINSSON skrifar frá Barcelona. steinthor@frettabladid.is FÓTBOLTI Atburðarásin var nokkuð hröð þegar Eiður Smári Guðjohn- sen skrifaði undir samning hjá knattspyrnuliðinu Barcelona, eins og reyndar gengur og gerist í þessum bransa. Chelsea og Barce- lona höfðu komist að samkomu- lagi um kaupverðið á leikmannin- um kvöldinu áður og strax morguninn eftir hafði Eiður flogið út og gekkst þá undir ítarlega læknisskoðun. Boðað hafði verið til blaða- mannafundar klukkan 17 að spænskum tíma en neyddist blaða- maður Fréttablaðsins til þess að bíða nokkuð lengur en það því að blaðamannafundurinn hófst ekki fyrr en rúmlega 19. Í millitíðinni gafst blaðamanni hins vegar tækifæri til þess að ræða við spænska starfsbræður sína. Voru þeir allir afar ánægðir með kaupin hjá Barcelona. Sögðu þau vera bæði mikilvæg og góð til þess að fylla upp í skarð Svíans knáa Henriks Larsson, sem er gríð- arlega vinsæll meðal aðdáenda Barcelona. Hér í Barcelona sjást Larsson-treyjur á hverju götuhorni og eru næstum jafn vinsælar og treyjur Ronaldinho og Eto´o. Blaðamaður spurði kollega sína einnig að því hvort að þeir hefðu frekar vilja fá hinn fagurljós- hærða Íslending í stað hins fagur- ljóshærða Diego Forlan frá Villar- real. Þeir svöruðu því játandi enda sögðu þeir Eið vera mun fjölhæf- ari leikmann sem hentaði Barce- lona mun betur og gat blaðamaður ekki annað en verið sammála þeirri staðhæfingu, þrátt fyrir að Forlan hafi eitt sinn verið í Manchester United. Eftir langa bið rúmlega 50 blaðamanna, ljósmyndara og myndatökumanna gekk íslenski landsliðsfyrirliðinn loksins í VIP- sal Nývangs, ásamt Joan Laporta, forseta félagsins, báðir skælbros- andi. Þeir félagar settust við borð fyrir framan blaðamenn og þar settist einnig Frank Rijkaard, þjálfari liðsins. Laporta og Rijk- aard héldu báðir stutta ræðu þar sem þeir meðal annars sögðu að Eiður hefði verið efstur á óska- lista félagsins enda hefði leikmað- urinn margoft sýnt hvað í honum býr, meðal annars í leikjum Chel- sea og Barcelona í Meistaradeild- inni, þar sem Eiður átti sannkall- aða stjörnuleiki. Blaðamenn fengu síðan að spyrja nokkurra spurninga. Marg- ar þeirra voru bornar fram á spænsku og svarað á spænsku þannig að hinn íslenski blaðamað- ur skildi lítið. Þær spurningar sem hins vegar var varpað til Eiðs voru vel skiljanlegar þar sem Eiður var í svipaðri stöðu og blaðamaður og voru þær því þýddar yfir á ensku. Mikið var spurt um hvort Eiður hræddist ekki að þurfa að fylla upp í fótspor Henriks Larsson og hvort hann væri hræddur við að hanga á bekknum. Eiður var hins vegar mjög öruggur og ákaflega yfirvegaður. Sagði að hann væri ekki kominn til Barcelona til þess að fylla upp í fótspor eins né neins og sagðist hann ætla að sanna sig sem knattspyrnumaður, fyrst og fremst. Hann sagði að lið byggð- ust ekki upp á einum manni heldur allt frá þjálfara til leikmanna og frá forseta til sjúkraþjálfara. Hann sagðist því ætla að berjast fyrir liðið og leggja þannig sitt af mörkum til þess að halda liðinu á þeim stalli sem það er í dag og hjálpa því að ná enn lengra. Auk þess væri hann blessunarlega yngri en Larsson en þegar sá sænski gekk til liðsins og hefði því lengri tíma til þess að sanna sig hjá félaginu, tíma sem hann ætlaði að nýta til hins ítrasta. Blaðamað- ur náði að spyrja Eið að því hvort þetta hefði einhver áhrif á stöðu hans sem landsliðsfyrirliði og sagðist hann vona ekki. ,,Ég er stoltur af stöðu minni sem lands- liðsfyrirliði og hef alltaf verið stoltur af uppruna mínum.” Blaðamaður náði líka að spyrja Frank Rijkaard að því hvort hann væri sammála þeirri staðhæfingu Jose Mourinho að Eiður væri hinn ljóshærði Maradona. Rijkaard svaraði mjög diplómatískt og sagði að allir leikmenn hefðu eitt- hvað ákveðið fram að færa og væri því illa við að líkja leikmönn- um saman. ,,Guðjohnsen er Guð- johnsen og Maradona er bara Maradona.” Eftir blaðamannafundinn var haldið út á sjálfan leikvöllinn þar sem Eiður klæddist Barcelona- búningnum í fyrsta skipti form- lega. Þar lék hann listir sínar fyrir framan ljósmyndara, sem höfðu mjög gaman af, sérstaklega þegar Eiður tók boltann upp á hausinn og hélt honum þar. ,,Ah, Ronald- inho!,” heyrðist frá einum ljós- myndaranum og aðrir hlógu með. Allir voru greinilega meira en lítið ánægðir. Að lokum náði blaðamaður að spyrja Eið hvort hann væri á hátindi feril síns. ,,Nei, við skulum nú vona ekki. Ég vona að ég nái að bæta mig eitthvað frekar,” svaraði Eiður brosandi en játaði því að þetta væri hátindurinn það sem af er ferlinum. Vonandi ekki hátindurinn Eiður Smári Guðjohnsen segist klár í þá áskorun sem felst í að spila fyrir besta knattspyrnulið Evrópu, Barcelona. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið og greiddi Barcelona rúman milljarð íslenskra króna fyrir Eið. FLOTTUR Eiður tók sig vel út í búningi Barcelona. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.