Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 32
 15. júní 2006 FIMMTUDAGUR32 AF NETINU Í Fréttablaðinu síðastliðinn laug- ardag fjallar Hafliði Helgason um einkavæðingu almannaþjónust- unnar í tíð ríkisstjórnar Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks. Látið er að því liggja að breið sátt hafi verið um þær aðgerðir í samfélaginu. Um sölu bankanna segir blaðið: „Fyrir utan Vinstri græna var tiltölulega mikil sátt um það, að fjármálakerfinu væri betur komið í höndum einkaaðila. Sú ráðstöfun hefur reynst happa- drjúg og skapað mikil verðmæti.“ Kannski er það tilviljun að mynd af Finni Ingólfssyni fyrrverandi varaformanni Framsóknarflokks- ins og ráðherra er til hliðar á síð- unni við leiðarann. En Finnur er einn af leiðtogum S- hópsins, for- kólfum Framsóknarflokksins sem fengu Búnaðarbankann í sinn hlut. Hið rétta er að mikil sátt var milli stjórnarflokkanna, Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks, um að skipta bönkunum á milli sín. Sala bankanna færði einstökum gæðingum þessara flokka „mikil verðmæti“ á silfurfati. Þjóðin var hinsvegar ekki spurð. Það er rétt hjá Fréttablað- inu, að Vinstrihreyfingin - grænt framboð lagðist gegn þessari sölu, vildi hinsvegar sterkan Þjóð- banka. Og kæmi til sölu á einstök- um bönkum yrði það gert í dreifðri eignaraðild og strangar skorður settar við krosseigna- tengslum fjármálafyrirtækja og atvinnulífs. Og er það nú ekki ein- mitt einkavæðing bankanna sem á sinn þátt í afsögn Halldórs Ásgrímssonar og kom í veg fyrir að Finnur Ingólfsson gæti tekið stöðu hans hjá Framsóknar- flokknum? Einkavæðing Símans var glapræði Áfram heldur Fréttablaðið í mis- vísandi fullyrðingum sínum: „Aftur þegar kom að sölu Símans voru flokkadrættir nokkuð svip- aðir og við sölu bankanna. Mikill meirihluti vildi selja Símann.“ Það er alveg rétt að þingmenn Vinstri grænna lögðust einarð- lega gegn sölu Símans. Enda er það ein vitlausasta einkavæðing ríkisstjórnarinnar til þessa. En meirihlutinn á Alþingi vildi selja. Ef leiðarahöfundur er hinsvegar að vísa til vilja samfélagsins þá var hann býsna ljós. Sala Símans var afar umdeild svo vægt sé til orða tekið. Skoðanakannanir sýndu ítrekað að mikill meirihluti landsmanna var andvígur sölunni. Í könnun sem Gallup gerði í mars 2003 vildu 61 prósent svarenda að Síminn yrði áfram í opinberri eigu og yfir 70 prósent íbúa lands- byggðarinnar vildu að svo væri áfram. Könnun Félagsvísinda- stofnunar frá í febrúar 2005 sýndi að yfir 70 prósent aðspurðra voru andvíg sölu á grunnfjarskipta- kerfi Símans. Þjóðarpúls Gallup í mars 2005 sýndi að afgerandi meirihluti landsmanna var and- vígur sölu Símans og 76 prósent lögðust gegn sölu grunnnetsins. Í september 2005, nokkrum vikum eftir að salan hafði farið fram og öll loforðin birt um ráð- stöfun andvirðisins sýndi Gallupkönnun að 40 prósent landsmanna voru óánægð með söluna en 39 prósent ánægð. Þessarar kannanir sýna svo ekki er um villst mikla andstöðu meðal þjóðarinnar við einkavæð- ingu og sölu á þeirri grunnþjón- ustu sem Síminn hefur veitt. Og nú þegar landsmenn upplifa dýr- ari og verri þjónustu Símans á mörgum sviðum og lokun starfs- stöðva víða um land á ég fullt eins von á að meirihluti þjóðarinnar vildi áfram að Síminn væri í opin- berri eigu. Þjóðin hefur fengið sig fullsadda á einkavæðingunni Markaðsvæðing vatnsins var knúin í gegnum þingið, sömuleiðis einkavæðing á Rarik og einkavæð- ing á flugvöllum landsins. Einka- væðing Íbúðalánasjóðs stendur fyrir dyrum. Með samstilltu átaki stjórnarandstöðunnar tókst að slá einkavæðingu Ríkisútvarpsins á frest. Ef að líkum lætur mun þar ekki verða fyrirstaða í Framsókn. En víst er að þingmenn Vinstri grænna munu verja Ríkisútvarp- ið af öllu afli og finnst mér líklegt að meirihluti landsmanna styðji okkur í þeim slag. Þjóðin hefur fengið upp í kok af einkavæðingu grunnþjónust- unnar og hvernig ríkisstjórnar- flokkarnir úthluta dýrustu sam- félagseignum okkar til flokksgæðinga sinna. Einkavæðingin og Fréttablaðið UMRÆÐAN EINKAVÆÐING JÓN BJARNASON ALÞINGISMAÐUR Þjóðin hefur fengið upp í kok af einkavæðingu grunnþjónust- unnar og hvernig ríkisstjórn- arflokkarnir úthluta dýrustu samfélagseignum okkar til flokksgæðinga sinna. Þann 20. júní er alþjóðlegur dagur flóttamanna á vegum Sameinuðu þjóðanna. Af því tilefni langar okkur undirrituð að segja frá sjálfboðaliðastarfi við hælisleit- endur á Íslandi. Flestir vita að Ísland hefur nær árlega tekið á móti flótta- mönnum í gegnum SÞ og það hefur verið vel tekið á móti þeim. En hingað leita líka aðrir flótta- menn sem ekki fer jafnhátt um, flóttamenn sem ekki eru á vegum SÞ, og eru oft nefndir hælisleit- endur og fá ekki jafngóðar mót- tökur. Lönd í Vestur-Evrópu hafa gert með sér samkomulag og reglur um móttöku hælisleitenda. Flestir þeirra sem leita til Íslands eru eftir stutta dvöl hér á landi sendir til baka til þeirra landa sem teljast bera ábyrgð á viðkom- andi hælisleitenda. Nokkrir, um 15-20 manns hafa dvalið hér í ár eða lengri tíma og jafnvel tvö áður en yfirvöld hafa úrskurðað endanlega um dvalarleyfi þeirra hérlendis (Undanfarin fimm ár hafa ca. 400 einstaklingar sótt um hæli hérlendis en enginn þeirra fékk dvalarleyfi á grundvelli flóttamannareglna en nokkrir dvalarleyfi af mannúðarástæð- um.) Umfjöllun hælisumsókna eða úrskurðir stjórnvalda geta verið umræðuefni en það sem við vilj- um vekja athygli á hér eru aðstæður hælisleitenda hérlendis á meðan þeir bíða eftir úrskurði stjórnvalda. Biðin getur verið, eins og áður segir, eitt og jafnvel tvö ár og það er ekki erfitt að ímynda sér að þetta séu erfiðir tímar fyrir hælisleitendur og streituvaldandi þar sem áhyggjur af framtíðinni eru miklar. Þennan tíma eru þeir í eins konar and- legri einangrun. Þótt aðgangi sé ekki lokað að gistaheimilinu í Reykjanesbæ, þar sem þeir dvelja, þá koma þangað fáir utan starfsfólks RKÍ og bæjarins. Við- komandi starfsfólk gerir sitt besta fyrir hælisleitendurna en það myndi rjúfa einangrun þeirra mikið ef aðrir kæmu einnig reglu- lega í heimsókn. Í þeim tilgangi hófu nokkrir einstaklingar að heimsækja gistiheimilið á síðasta ári og þeir ætla nú að stofna gras- rótarhreyfingu: „Áhugahóp um mannréttindi hælisleitenda.“ Hópurinn ætlar ekki að skipta sér af rannsókn stjórnvalda á umsóknum hælisleitenda eða að reka áróður fyrir pólitískum mál- stað heldur er tilgangur og mark- mið hans einfaldlega að kynnast hælisleitendum, hlusta á sögur þeirra, læra um aðstæður í heim- inum og leita hugsanlegra leiða til þess að bæta úr mannréttinda- málum þar sem þess er þörf. Grasrótarhreyfinguna vatnar fleira sjálfboðaliða en starfið er ekki alltaf létt og því ekki fyrir hvern sem er. Sögur hælisleitenda geta verið mjög sorglegar, stundum kynnist sjálfboðaliði viðkomandi mjög vel en getur lítið hjálpað og við- komandi getur verið fluttur úr landi hvenær sem er. Hópurinn mun því bjóða upp á fræðslu fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa með hreyfingunni. Sá sem gefur sig í þetta starf getur fengið ómetanlega reynslu, sem jafnvel breytir sýn hans á lífið og heim- inn. Við trúum því að sjálfboðaliða- starf af þessu tagi leggi ekki aðeins hælisleitendum ómetan- legt lið heldur auðgi það einnig íslenskt samfélag. ■ Alþjóðlegur dagur flóttamanna ESB er frábært Hvað sem ekki verður sagt um Evrópu- sambandið er vart hægt að neita því að að áhrif þess að þróun lýðræðis og frjáls markaðar í nágrannaríkjum hefur verið góð. Á innan við fimmtán árum tókst fólki í Austur-Evrópu að breyta löndum sínum úr kommúnískum einræðisríkjum í lýðræðisríki með markaðshagkerfi. Og þótt þær breytingar hefðu hugsanlega verið framkvæmanlegar án ESB, mundu þær aldrei geta orðið jafnhraðar. ESB- gulrótin var, og er, ótrúlega áhrifarík leið til að ýta í gegn umbótum sem annars hefði tekið áratugi að koma í fram- kvæmd. Pawel Bartoszek á deiglan.com Ríkisstjórnin og Kastljós Eftir farsælan feril í menntamálaráðu- neytinu lá beint við að Björn yrði áfram ráðherra og það hefur enda orðið raunin. En Sigríður Anna hverfur nú úr ríkisstjórn og fátt bendir til annars en að hennar pólitíska ferli sé senn lokið, eða a.m.k. að hún hafi náð hátindinum og sé farin þaðan. Eftir situr ráðherralið Sjálfstæð- isflokksins og minnir mann einna helst á Kastljósið í Sjónvarpinu. Þar má finna bæði ungar konur og eldri menn en ekki hið gagnstæða, eftir einhverju náttúru- lögmáli sem bæði sjónvarp og flokkur virðast trúa á. Ármann Jakobsson á murinn.is Seðlabankinn rýmdur Uppálöppuð ríkisstjórn var kynnt áðan. Mestu tíðindum sætir að Jón Sigurðsson, Seðlabankastjóri, kemur inn í ríkisstjórn- ina. Tilgangurinn með því er augljós í mínum augum. Hann er ekki sá að búa til nýtt formannsefni í Framsókn - heldur fyrst og fremst að rýma til í Seðlabankan- um til að Halldór Ásgrímsson geti orðið Seðlabankastjóri fyrir áramót. Framsókn- arflokkurinn lítur svo á að opinber emb- ætti séu ekki síst til að koma fyrir gæð- ingum þeirra, og aflóga forystumönnum. Enginn veit það betur en fyrrverandi for- maður Samfylkingarinnar hvaða augum Framsókn lítur á stöður bankastjóra. Þær eru í hans augum „eign“ stóru flokkanna - og Framsókn. Össur SKarphéðinsson á web.hexia. net/roller/page/ossur/ Hræðslubandalög Eftir sveitarstjórnarkosningarnar skrifaði Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráð- herra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins grein á heimasíðu sinni sem hann nefndi hrakfarir vinstri hræðslubandalaganna. [...] Árangurinn af Reykjavíkurlistanum varð sá að Sjálfstæðisflokkurinn kemst nú ekki til valda af eigin rammleik og ekki líklegt að svo verði í fyrirsjáanlegri framtíð. Flokkurinn hefur veikst verulega og er ekki lengur einráður um lengri eða skemmri tíma. Er það ekki líklegra, í þessu ljósi, að hræðslan sé hjá Sjálf- stæðisflokknum en þeim sem standa að framboðsbandalögunum, þannig að þar er hið eiginlega hræðslubandalag sem Einar talar um? Kristinn H. Gunnarsson á kristinn.is Mikil völd Þegar skoðað er, hvernig verkum er skipt milli sjálfstæðismanna og framsóknar- mannsins í borgarstjórn, sést, að allt talið undanfarna daga um óeðlileg mikil völd og áhrif framsóknarmannsins hefur ein- faldlega verið spuni úr andstæðingum sjálfstæðismanna, sem fjölmiðlamenn hafa endurtekið. Hallgrímur Thorsteins- son á NFS má eiga það, að hann var farinn að átta sig á spunanum og varaði við því, að taka hann trúanlegan - skiptin yrðu líklega 30/70 sjálfstæðismönnum í vil. Líklega er það nálægt sanni, séu áhrif sjálfstæðismanna ekki meiri en 70%. Björn Bjarnason á bjorn.is UMRÆÐAN FLÓTTAMENN TOSHIKI TOMA PRESTUR OG HALLFRÍÐ- UR ÞÓRARINSDÓTTIR MANNFRÆÐ- INGUR Sögur hælisleitenda geta verið mjög sorglegar, stundum kynn- ist sjálfboðaliði viðkomandi mjög vel en getur lítið hjálpað og viðkomandi getur verið fluttur úr landi hvenær sem er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.