Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 86
 15. júní 2006 FIMMTUDAGUR62 Föstudagstónleikar Á föstudag mun hljómsveitin Todmobile halda tónleika á Nasa og Jet Black Joe spilar á Gauki á Stöng. Þeir sem hafa ekki gaman af útitónleikum geta því fengið sinn tónleika- skammt á 16. júní. Tónleikar á Arnarhóli Á 17. júní munu Nylon, Ampop, Á móti sól og Dr. Spock meðal ann- arra koma fram á tónleikunum á Arnarhóli sem hefjast kl. 18.00 og lýkur 22.00. Bíó Geimverumyndin Slither kemur í kvikmyndahúsin á föstudag. Þeir sem vilja meira léttmeti gætu haft gaman af mynd- inni Take the Lead þar sem Antonio Band- eras tekur nokkur dansspor. Thorsplan Í Hafnarfirði verða tónleikar og skemmtun á Thorsplani á 17. júní frá 20.00 til 24.30. Helga Braga, Love Guru, Björgvin Franz og Nylon eru meðal þeirra sem ætla að skemmta þjóðhátíðargestum. Landsleikur í handbolta Ef veðrið er leiðinlegt er kjörið að fagna 17. júní með því að horfa á landsleik Íslands og Svíþjóðar á laugardag. Leikurinn hefst kl. 17.15 og má búast við æsispennandi leik miðað við fyrri leik liðana. Kósí sunnudagur Eftir hátíðahöldin á 17. júní er ágætt að slappa vel af á sunnudag, sérstaklega ef veðrið er landanum ekki hliðhollt. Fréttablaðið mælir með eplakökunni í blaðinu í dag og heitu kakói með. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Nýr humar, grillpinnar sólþurrkaður saltfiskur opið alla laugardaga 11-14 www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví ku rv e g u r 6 4 , H af n ar fj ö rð u r. E k k i d ó n a le g u r… LÁRÉTT 2 mett 6 klaki 8 sæ 9 fugl 11 bardagi 12 vondur 14 fást við 16 í röð 17 æðri vera 18 utan 20 guð 21 faðmlag. LÓÐRÉTT 1 smáfiskur 3 mann- þyrping 4 áræðinn 5 leikföng 7 fíkinn 10 fæða 13 sarg 15 megin 16 töf 19 á líðandi stundu. LAUSN LÁRÉTT: 2 södd, 6 ís, 8 sjó, 9 lóa, 11 at, 12 illur, 14 garfa, 16 hi, 17 guð, 18 inn, 20 ra, 21 knús. LÓÐRÉTT: 1 síli, 3 ös, 4 djarfur, 5 dót, 7 sólginn, 10 ala, 13 urg, 15 aðal, 16 hik, 19 nú. HRÓSIÐ ...fær Eiður Smári fyrir að ganga í raðir besta knattspyrnuliðsins í Evrópu. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Hanna Birna Kristjánsdóttir. 2 Barcelona. 3 Modern Times. „Ég ætlaði ekki að taka þetta verk- efni að mér því ég hef merkilegt nokk verið duglegur við að segja nei við auglýsingum. Svo fannst syni mínum, sem er átta ára, það vera hræðilegt að sleppa þessu þannig að ég gat ekki sagt nei. Hann uppskar líka treyju Heiðars Helgusonar sem allir landsliðs- mennirnir árituðu,“ segir leikar- inn Ari Matthíasson, sem fer á kostum í nýrri auglýsingu Ice- landair. Í auglýsingunni fer Ari með hlutverk fótboltaáhugamanns sem heima í stofu lætur sig dreyma um að hann sé ein af hetj- unum sínum, sjálfum landsliðs- mönnum Íslands í knattspyrnu. Óhætt er að fullyrða að auglýsing- in hafi vakið mikla athygli enda er hún sýnd grimmt meðan á HM í knattspyrnu stendur. Ari er einn af þekktari leikur- um þjóðarinnar en hann starfar þó ekki sem slíkur í dag. Hann hóf störf sem framkvæmdastjóri hjá SÁÁ fyrir þremur mánuðum. „Ég reif mig upp úr leiklistinni og fór í MBA-nám við Háskólann í Reykja- vík. Þetta er hefðbundin stjórnun- arstaða hjá SÁÁ, fullt starf svo maður hleypur ekki mikið frá,“ segir Ari, sem er greinilega þegar kominn vel inn í málin og upplýsir blaðamann um ágæti þess starfs sem SÁÁ vinnur: „Við gerðum könnun um daginn þar sem þrjú þúsund svör fengust. Í ljós kom að 86 prósent svarenda þekktu ein- hvern sem á við áfengis- eða vímu- efnavanda að stríða. Það er því ekki seinna vænna fyrir ríkið að hysja upp um sig brækurnar og endurnýja þjónustusamn- inginn við SÁÁ sem er runn- inn út. Annars er mikil hætta á því að meðferðin sem í boði er verði ekki jafn góð og örugg.“ Icelandair-auglýsingin var tekin upp á æfingasvæði knatt- spyrnufélagsins QPR í Lond- on. Ari segir að það hafi verið mjög gaman að eyða heilum degi með lands- liðsmönnun- um. Hann viðurkennir líka fúslega að hann hafi ekki þurft að hafa allt of mikið fyrir leik sínum: „Já, þessi gæi er nokkuð nálægt mér. Maður hugsar stundum um það að ef aðrir hlutir hefðu ekki farið að glepja mann í menntaskóla væri maður kannski einn af þessum drengjum. Þá væri maður kannski með dem- antslokk í eyrunum,“ segir Ari hlæjandi. Ari æfði fótbolta með KR á sínum yngri árum og situr nú í stjórn KR-sports. Ari er að lokum spurður hvort hann hafi virkilega getað eitthvað í fótbolta þegar hann var ungur. „Mér fannst það. Við skulum svo bara setja punkt- inn þar. Nei, nei, Ég var alla vega ekkert svo lélegur.“ hdm@frettabladid.is ARI MATTHÍASSON: SLÆR Í GEGN Í NÝRRI AUGLÝSINGU ICELANDAIR Er ekkert lélegur í fótbolta FRÁBÆR AUGLÝSING Ari Matthíasson í hlutverki sínu með íslenska landsliðinu í fótbolta. ARI MATTHÍASSON Þykir fara á kostum sem fótboltaáhugamaður í nýrri auglýsingu Ice- landair. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRÉTTIR AF FÓLKI Mikil leynd hvílir yfir því hvaða unga leikkona verði í hlutverki fjallkonunnar á hátíðarhöldunum vegna 17. júní. Venja er að því sé haldið leyndu hver fjallkonan verður og þannig er málum einnig háttað nú. Sú unga leikkona sem hefur verið mest áberandi á árinu er án alls efa Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem farið hefur mikinn í hlutverki Silvíu Nætur. Ágústa mun þó ekki vera fjallkonan í ár. Benóný Ægisson hjá Hinu húsinu staðfesti við Fréttablaðið að hvorki Ágústa Eva né Silvía Nótt kæmu fram á 17. júní hátíð- arhöld- unum í Reykjavík. Í fyrra var Þrúður Vilhjálmsdóttir í hlutverki fjallkonunnar og árið áður var það Brynhildur Guðjónsdóttir. Þar á undan stigu Inga María Valde- marsdóttir og Nína Dögg Filippus- dóttir á stokk. Margir spá því að Elma Lísa Gunnarsdóttir komi sterklega til greina þetta árið. Fjölmargar leikkon- ur af hennar kynslóð, ef horft er til útskriftarárganga úr Leiklistarskól- anum, hafa verið fjallkonur og það gæti verið góður kostur fyrir Benóný og félaga að fá Elmu til verksins. Það myndi að líkindum marka endalok hennar kynslóðar í hlutverki fjall- konunnar. Benóný og hans fólk gætu þó vel ákveðið að þegar væri kominn tími á kynslóðaskipti. Þá er til þess að horfa að óvenjumargar leikkonur á aldrinum 25-30 ára hafa gert sig gildandi síðustu ár. Þar á meðal má nefna Ilmi Kristj- ánsdóttur, Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur, Maríönnu Clöru Lúthersdóttur og nú síðast Höllu Vilhjálmsdóttur. Aðrar sem nefndar hafa verið til sögunnar eru Esther Talía Casey, Sólveig Guðmunds- dóttir og Unnur Ösp Stefánsdótt- ir. Flestir veðja þó á að þetta árið sé Álfrún Örnólfs- dóttir líklegust til að verða í hlutverki fjallkon- unnar á laugardag- inn. - hdm „Þetta eru náttúrlega enn þann dag í dag skemmtilegustu menn þjóð- arinnar. Ef hægt væri að líkja þeim við einhverja þá væru það bara Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis jr. Það er þess vegna bara heiður fyrir okkur ef við færum að vinna saman,“ segir Einar Bárðarson hjá Concert þegar hann er spurður um þrálátan orð- róm þess efnis að Sumargleðin ætli sér að koma aftur saman í sumar. Þekktustu nöfn Sumargleðinnar eru þeir Hemmi Gunn, Þorgeir Ástvalds og Raggi Bjarna og þeir hafa fundað með Einari um þetta mál. „Við höfum átt nokkra fundi og á milli hláturskastanna hefur Sumargleðin komið til tals á þeim fundum. Meira get ég ekki sagt um málið enda ekkert enn verið ákveð- ið í þeim efnum,“ segir Einar. Auk þeirra sem áður voru nefndir komu fjölmargir við sögu hjá Sumargleðinni þegar hún var upp á sitt besta á áttunda og níunda áratugnum. Þar má meðal annarra nefna Ómar Ragnarsson og Bessa heitinn Bjarnason. Yfir tuttugu ár eru síðan Sumargleðin fór síðast um landið en Einar telur ólíklegt að þessar kempur hafi nokkru gleymt. Fari svo að Sumargleðin verði endurvakin má líklegt telja að það verði gert í kringum versl- unarmannahelgina. - hdm Sumargleðin saman aftur? SUMARGLEÐIN ‘82 Eitt af fjölmörgum góðum árum Sumargleðinnar. Þarna má meðal annarra greina Ragnar Bjarnason, Ómar Ragnarsson og Þorgeir Ástvaldsson. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Helgin okkar...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.