Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 4
4 17. júní 2006 LAUGARDAGUR
afrit.is
afrit.is
Afritun á hvers konar gögnum
Einfalt vi›mót og uppsetning
Hagkvæm fljónusta fyrir alla
Ókeypis a›gangur í 30 daga
Sjálfsafgrei›sla á Netinu
Vottu› fyrsta flokks fljónusta
Vöktun allan sólarhringinn
fiúsundir ánæg›ra vi›skiptavina
Örugg dulkó›un og samskipti
Halldór Runólfsson var ranglega kallaður
fyrrverandi yfirdýralæknir í Fréttablaðinu
í gær. Hið rétta er að Halldór er enn
yfirdýralæknir, þrátt fyrir að embættið
hafi nú verið fært undir Landbúnaðar-
stofnun.
LEIÐRÉTTING
LÖGREGLA Lögreglan í Reykjavík
veitti ungum ökumanni eftirför,
skömmu fyrir miðnætti á fimmtu-
dagskvöld, eftir að hann virti
stöðvunarmerki lögreglu að
vettugi. Vökulir vegfarendur
höfðu samband við lögreglu eftir
að bíllinn sást aka utan í tvær
kyrrstæðar bifreiðar á bílastæði
við Kleppsveg.
Eftirförin hófst við Langholts-
veg og lauk eftir hraðan eltinga-
leik á Sæbrautinni, við Laugarnes-
tanga þar sem ökumaður missti
stjórn á bifreiðinni og ók út af.
Hann var þá handtekinn, grunað-
ur um ölvun. Tveir farþegar voru í
bílnum og sakaði þá ekki. - æþe
Bílaleltingaleikur á Sæbraut:
Fullur á flótta
undan lögreglu
BANDARÍKIN, AP Síamstvíburarnir
sem bandarískir læknar aðskildu í
Los Angeles í vikunni voru á bata-
vegi í gær og voru læknar bjart-
sýnir um framtíðarhorfur þeirra.
Uppskurðurinn telst mikið
afrek, en hann tók 22 stundir. Telp-
urnar voru fastar saman frá neðra
brjóstholi niður að mjaðmagrind
og deildu meðal annars smáþörm-
um. Önnur stúlknanna hefur nú
aðeins eitt nýra.
Telpurnar eru tíu mánaða gaml-
ar og hafa bandarískan ríkisborg-
ararétt, þó foreldrar þeirra séu
frá Mexíkó, því þær fæddust í
Bandaríkjunum. - smk
Síamstvíburar skildir að:
Systurnar eru
á batavegi
SÍAMSTVÍBURAR Búið er að aðskilja syst-
urnar og eru þær á batavegi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Vilja horfa á HM Tveir búlgarskir
fangar sem báðir afplána lífstíðardóma
hafa saumað saman á sér varirnar og
neita að borða fyrr en þeir fá að horfa
á HM í fótbolta. Þeir krefjast sjónvarps-
tækis í klefa sinn ásamt óþrjótandi
birgðum af kaffi, tei og sígarettum. Þeir
skildu eftir smá op milli varanna til að
geta reykt.
BÚLGARÍA
HEILBRIGÐISMÁL Dæmi eru um
harkalegt ofbeldi á öldruðum hér á
landi, að sögn Matthíasar Halldórs-
sonar aðstoðarlandlæknis. Til að
mynda hafa öldrunarlæknar tjáð
honum að þeir viti dæmi um kyn-
ferðislegt ofbeldi gegn þessum ald-
urshópi. Þá hefur ofbeldi heilbrigðis-
starfsfólks gegn öldruðum komið til
kasta landlæknisembættisins.
Matthías flutti fyrr í mánuðinum
erindi á ráðstefnu sem Þjónustumið-
stöð Laugardals og Háaleitis, Félag
eldri borgara, Velferðarsvið Reykja-
víkurborgar og Öldrunarfræðafélag
Íslands efndu til um þetta efni. Þar
nefndi hann nokkur dæmi um
ofbeldismál sem landlæknisembætt-
ið hefði haft afskipti af.
„Ég man eftir að minnsta kosti
fjórum tilvikum þar sem heilbrigðis-
starfsmaður missti leyfi sitt vegna
þess. Í tveimur þessara tilvika var
um fjárhagsleg málefni að ræða, í
einu tilviki stal heilbrigðisstarfs-
maður lyfjum frá öldruðum, en í
einu tilviki var um hreinar barsmíð-
ar að ræða. Ekkert verk hef ég unnið
eins dapurlegt eins og að vinna að
því máli. Bæði að ræða við ofbeldis-
manninn og skoða gömlu konuna
sem fyrir ofbeldinu varð.“
Matthías sagði við Fréttablaðið
að ekki lægju fyrir neinar beinar
rannsóknir á tíðni þessa ofbeldis
hér á landi. Ábendingar bærust
einkum frá öldrunarlæknum og ætt-
ingjum.
„Stærstur hluti ofbeldisins á sér
þó líklega stað úti í þjóðfélaginu,
sem er þá ekki tilheyrandi heilbrigðis-
þjónustunni, heldur er framið af
hendi ættingja gagnvart sínum
aðstandendum.“
Aðstoðarlandlæknir segir enn
fremur að á síðustu árum hafi verið
gerðar úttektir á tíðni ofbeldisverka
af þessu tagi í nokkrum löndum.
Óvarlegt sé að yfirfæra þær tölur
frá einu landi til annars því aðstæð-
ur séu svo mismunandi milli landa.
Helst mætti hafa hliðsjón af tölum
frá Bretlandi og Norðurlöndunum.
„En þetta er til í öllum þjóðfélög-
um og því líklegt að það sé að ein-
hverju leyti útbreitt hjá okkur líka,“
sagði hann. „Eitt af því sem við
höfum lagt til er að gerðar séu rann-
sóknir á ofbeldi gegn öldruðum eins
og hægt er.
Sömuleiðis að koma á fót hjálpar-
línum sem til eru í mörgum ríkjum
Bandaríkjanna. Í gegnum þær er
hægt að tilkynna til sérstakra nefnda
ef grunur er um svona ofbeldi, svip-
að og tilkynnt er til barnaverndar-
nefnda á Íslandi.“
jss@frettabladid.is
Segir aldraða beitta
harkalegu ofbeldi
Harkaleg ofbeldisverk eru framin gagnvart öldruðum hér á landi, að sögn
aðstoðarlandlæknis. Öldrunarlæknar hafa greint honum frá dæmum um kyn-
ferðislegt ofbeldi gagnvart einstaklingum í þessum aldurshópi.
VETTVANGUR OFBELDIS
*ítarleg bresk könnun
Vettvangur ofbeldis Hlutfall af heild
Heimili 33%
Elliheimili 22%
Sjúkrahús 5%
Þjónustuíbúðir 4%
Annars staðar 2%
BANDARÍKIN, AP Theo Junker, 87 ára
bandarískur bóndi sem heldur því
fram að hann hafi verið SS-maður í
seinni heimstyrjöldinni, ætlaði sér
að opna lítinn helgidóm í Wisconsin-
ríki til heiðurs Adolf Hitler.
Málið vakti gífurlega athygli í
heimalandi hans og fengu yfirvöld
í Wadworth-sýslu bóndann ofan af
ætlun sinni.
Sýsluyfirvöld bjuggust við
fjölda gesta að helgidómnum,
sumum til að heiðra Hitler, öðrum
til að mótmæla uppátækinu, og
þóttu báðir hóparnir óæskilegir á
svæðið. Theo fær þó að hafa helgi-
dóminn áfram til einkanota. - kóþ
Gamall bóndi í Wisconsin:
Hættur við
helgidóminn
THEO JUNKER „Hitler var mikilmenni,“ segir
Theo, sem setti saman þennan helgidóm
Hitler til heiðurs. NORDICPHOTOS/AFP
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 16.6.2006
Bandaríkjadalur 74,74 75,1
Sterlingspund 138,58 139,26
Evra 94,61 95,13
Dönsk króna 12,691 12,765
Norsk króna 12,048 12,118
Sænsk króna 10,213 10,273
Japanskt jen 0,6499 0,6537
SDR 110,46 111,12
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
131,2253
Gengisvísitala krónunnar
MENNTAMÁL Alls bárust framhalds-
skólunum 6.614 umsóknir um skóla-
vist fyrir árið 2006, en þar af voru
4.528 frá nemendum sem koma
beint úr grunnskóla. Umsóknar-
fresti lauk 12. júní og fór öll innrit-
un í dagskóla fram á netinu í fyrsta
sinn.
Skólarnir gera ráð fyrir að taka
inn um 6.800 nýja nemendur í dag-
skóla á haustönn 2006. Það þýðir að
allir sem sóttu um ættu að fá skóla-
vist, en ekki endilega í þeim skóla
sem sótt var um þar sem erfiðara er
að komast inn í suma skóla en aðra.
Hægt er að fylgjast með stöðu
umsóknar á sérstöku umsóknar-
svæði á netinu. - sþs
Umsóknir um framhaldsskóla:
Allir komast að
DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti á
miðvikudag úrskurð héraðsdóms
um að maður sæti nálgunarbanni
gagnvart barnsmóður sinni í sex
mánuði. Eiga þau í deilum um
umgengni við son þeirra sem
konan hefur forræði yfir.
Konan og maðurinn kynntust
árið 2000 og áttu í sambandi sem
lauk árið 2004. Konan var þá
barnshafandi.
Í greinargerð lögreglu kemur
fram að nokkrar kærur konunnar
á hendur manninum eru til rann-
sóknar og afgreiðslu. Einnig eru
nokkrar bókanir í dagbók lögreglu
vegna tilkynninga hennar um
ónæði og brot hans gegn henni.
Með hliðsjón af því telur lögregl-
an að rökstudd ástæða sé til að
ætla að maðurinn muni fremja
afbrot og raska á annan hátt friði
konunnar og því sé nauðsynlegt að
hann sæti nálgunarbanni.
Maðurinn áfrýjaði úrskurði
héraðsdóms um nálgunarbann til
Hæstaréttar og krafðist þess til
vara að úrskurðinum yrði breytt á
þá leið að honum yrði ekki gert að
sæta nálgunarbanni hvað varðar
heimili foreldra konunnar. Hæsti-
réttur sá ekki ástæðu til að stað-
festa þann hluta dómsins og fellur
hann því úr gildi. Skal dæmdi
greiða allan kostnað af kærumál-
inu. - sdg
Hæstiréttur staðfestir úrskurð héraðsdóms um nálgunarbann:
Sætir hálfs árs nálgunarbanni
HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Fram kom hjá lög-
reglu að nokkrar kærur konunnar á hendur
manninum eru til rannsóknar.
OFBELDI GEGN ÖLDRUÐUM Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir að ábendingar
um ofbeldi gegn öldruðum berist einkum frá öldrunarlæknum og ættingjum. Myndin
tengist efni greinarinnar ekki með beinum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
OFBELDI GEGN ÖLDRUÐUM
*Nýleg ítarleg bresk könnun
Tegund ofbeldis hlutfall af heildinni
Líkamlegt ofbeldi 20%
Andlegt ofbeldi 33%
Kynferðislegt ofbeldi 2%
Fjárhagslegt ofbeldi 20%
Vanræksla 10%
Aðrar orsakir 10%
������������������������������������������������������������������
�������������
������
����
�������� ��
���������
������
�����
���������
���������������
������
��������
��������
�������
����
������� ��
�����������������
���������������
�������������� �
���������������
����������������
��������������
�������������
��������������
���������������
���������������
���������������
�����������
���������������
��������������
��������������
���������������
����������� �
��������
����������� �������
�� ������� ��������������
������������ ������ ��������
��������� �� �����������
�� ������������������������
����������������������� ��
������ ����������������� ��
����������������������� �
��� �������������� ��� ��
���� ������� ����������
������ �� ������� �������
������ ����������������
����������� ����������
�� ������������������
��������������� ��������
���������� ��� ������
��������������������
������������
������������
������������ ������
���������������������
���� ��
���� ��
�� ������ �� ����������
������� �� ���
�
�
�
� ��
��
��
��
��
�
�
�
�
��
��
��
��
��
��
��
��
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�