Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 56
 17. june 2006 SATURDAY40 menning@frettabladid.is ! ��������������������������������� ����������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� ������������������������������ ������������ �������������� �� ����������� ���������������������������������� ������������������ ������ ������������� ����������������������������������� �������� �������������������������������� �������������� ����������������� �������������� ����������������� �������������� ����������������� ������������������������������ �������������� ����������������� Alveg brilljant skilnaður Einleikur Eddu Björgvinsdóttur um allt land. Félagsheimili Patreksfjarðar 18. júní Miðasala í síma 456-1688 Viðskiptavinir Landsbankans fá 500 króna afslátt af miðaverði Opnum kl.17 fyrir matargesti 17. júní dansleikur Hljómsveitin Karma í kvöld Í dag verður opnuð í Ný- listasafninu sýning þar sem tungumálið esperanto leikur lykilhlutverkið og er meðal annars notað sem innblástur við pylsugerð. Í tilefni af sýningu listamannanna Olof Olsson og Daniels Salomon í Nýlistasafninu við Laugaveg verð- ur nýtt alþjóðlegt pylsufyrirtæki sett á laggirnar í Reykjavík. Að sögn Daniels mun það fram- leiða pylsur í hæsta gæðaflokki. „Með því að nota aðeins lífrænt ræktað íslenskt lambakjöt sem hráefni í pylsurnar geta viðskipta- vinir úr öllum trúarbrögðum notið þeirra. Þetta verða sem sagt pylsur án landamæra,“ segir Daniel. „Þessi atburður mun valda þátta- skilum í pylsumenningu og sögu pylsugerðar. Um langt árabil hefur pylsan verið í undanhaldi og skyndibitar eins og hamborgarar, pizzur, kjúklingar og sushi hafa lagt undir sig heiminn,“ segir Daniel hlæjandi. „Við vissum að pylsur eru þjóðarréttur Íslendinga en hugmyndin er sú að búa til espe- ranto-pylsur og þannig breyta þjóðarrétti í fjölþjóðlegan rétt“. Daniel undirstrikar að enda þótt þessi hugmynd með pylsurnar sé ansi skondin, þá búi að baki alvarlegur undirtónn sem varðar til dæmis sjálfsmynd þjóða, árekstra milli menningarsvæða nær og fjær, vaxandi þjóðernis- hyggju og vandmál innflytjenda svo fátt eitt sé nefnt. „Að þessu leyti má segja að verk okkar feli í sér ákveðna pólitíska sýn, án þess að við rekum áróður þar um. Við erum fyrst og síðast listamenn.“ Að sögn Daniels verður sérstakt pylsubrauð bakað fyrir esperanto- pylsurnar og einnig verður sérstök sósa búin til en uppistaðan í henni er enn hernaðarleyndarmál. Hann lofar þó gestum sýningarinnar, sem fá að gæða sér á pylsunum, góðum gæðum og ljúfu bragði. Hið alþjóðlega tungumál espe- ranto er grundvöllurinn að öllu listastarfi þeirra félaga og yfir- færa þeir það með ýmsu móti í gjörningum sínum. Listasamstarf sitt kalla þeir La Loko, sem Daniel útskýrir að þýði the Place á ensku eða Rýmið á íslensku. „Ástæðan fyrir því að við köllum okkur þessu nafni er sú að við viljum skapa rými, ekki endilega í hlutlægum skilningi eða efnislegum, heldur fremur hug- lægum, þar sem ekki er tekið tillit til einnar menningar frekar en annarrar,“ segir Daniel og bætir við að tungumálið sé mjög gott dæmi um rými sem staðsetur fólk þá og þegar innan ákveðins skiln- ings og skynjunar á veruleikan- um. „Ólík tungumál temja okkur ólíkan hugsunarhátt,“ áréttar Daniel. Að mati listamannsins tengjum við ýmis sýnileg fyrir- bæri í umhverfinu við tiltekna menningu og tungumál. „Þegar ég hugsa til dæmis á bandarískri tungu sé ég fyrir mér feita ham- borgara og stórar bíladrossíur. Franskt tungumál vekur aftur á móti upp mynd í huganum af ljúf- fengum mat og víni. Esperanto er hins vegar tungumál sem hefur enga sérstaka vísun í myndmál menningar og fyrir okkur gerir það málið einstaklega áhugavert.“ Sýningin og stofnun pylsugerð- arfyrirtækisins Kolbasoj sen Limoj fer fram í Nýlistasafninu, Laugavegi 26, laugardaginn 17. júní, klukkan 15.00. Listamennirn- ir munu halda ræðu klukkan 16.30 og í framhaldi af því mun fólki gef- ast kostur á að smakka pylsurnar. Sýningin stendur til 9. júlí. Þáttaskil í pylsumenningu SVÍINN OLOF OLSSON OG DANINN DANIEL SALOMON Listamennirnir sýna búningana sem þeir létu hanna sérstaklega fyrir Esperanto fótboltafélag. Kl. 16.00 Jóel Pálsson og Flís Tríóið leika djass á veitingastaðnum Jómfrúnni við Lækjargötu. Tríóið skipa þeir Davíð Þór Jónsson á píanó, Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson á kontrabassa og Helgi Svavar Helgason á trommur. Tónleikarnir standa til 18.00 og leikið verður utandyra ef veður leyfir. Aðgangur er ókeypis. Stofutónleikaröð verður haldin á Gljúfra- steini alla sunnudaga út ágúst. 11. júní síð- astliðinn voru fyrstu tónleikarnir haldnir og voru það nemendur tónlistarskóla Mos- fellsbæjar sem stigu fyrstir á stokk. Tónleikadagskráin er afrakstur stefnu- mótunarvinnu sem nýverið var kynnt á Gljúfrasteini og er tónleikahald mikilvæg- ur liður í uppbyggingu Gljúfrasteins sem menningarseturs. „Það virðist vera mikill áhugi meðal fólks fyrir þessum uppákom- um og erum við ánægð með það enda skip- aði tónlist stóran sess hér á Gljúfrasteini,“ segir Þröstur Sverrisson, upplýsingafull- trúi Gljúfrasteins. Halldór Laxness var mikill áhugamaður um tónlist og tónlistarflutning. Hann var prýðilegur píanisti sjálfur og rómaður fagur- keri á sviði tónlistar. Johann Sebastian Bach var hans uppáhaldstónskáld. Halldór var iðinn við tónleikahald í stofunni hjá sér og bauð hann útvöldum að njóta tónlistarinnar með sér. Á morgun leikur Halldór Haraldsson píanóleikari í stofunni og hefjast þeir það klukkan 16. - áp Stofutónleikaröð á Gljúfrasteini GLJÚFRASTEINN 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI > Ekki missa af... fjölþjóðlegum tónleikum á Café Cultura þar sem leikin verður búlgörsk, grísk og tyrknesk tónlist. Tónleikarnir fara fram 28. og 29. júní næstkomandi. Hljómsveitin Narodna Musika heldur uppi fjörinu en klarínett- og saxófónleikarinn Haukur Gröndal leiðir sveitina. Boðið verður upp á tyrknesk hlaðborð. gjörningi bresku listakonunnar Clare Charnley í Nýlistasafninu, í dag en hann fer fram klukkan 16.00. Nefnist hann TALA en um langtímaverkefni er að ræða þar sem Clare fæst við yfirráð enskrar tungu í alheimssamfé- lagi nútímans og því samblandi af valdi og fáfræði sem þeir sem hafa ensku að móðurmáli eru settir í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.