Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 17. júní 2006 3 Í henni Ameríku er víst frekar sjaldgæft að fólk leggist í það ævintýri að keyra beinskipta bíla. Hér á Fróni telst það hins vegar svo sjálfsagt mál að við höfum ekki einu sinni þann valkost að læra á sjálfskipta bíla, sem þó er lenska vestan- hafs. Já, hann er skrítinn Kan- inn, á því leikur enginn vafi. Einn skrítinn ættbálkur fyrir- finnst þó hér á landi sem þekk- ist varla í Ameríku og það eru Snuðararnir. Snuðararnir eru leynileg fjölþjóðasamtök sem hafa það að höfuðmarkmiði að eyði- leggja kúplingar. Þeir leynast úti um allt og virðast við fyrstu sýn vera ósköp venjulegt fólk. Kannski vinir þínir, fjölskyldu- meðlimir, yfirmaðurinn í vinn- unni eða stelpan á kassanum í 10-11. Þau gætu öll verið Snuð- arar – án þess að þig svo mikið sem gruni það. Þegar enginn sér til ráðast Snuðararnir til atlögu. Á rauðu ljósi í brekku snuða þeir kúpl- inguna til þess að halda bílnum kjurum, í stað þess að stíga á bremsuna. Þegar þeir taka af stað nota þeir hálfa götuna til að snuða kúplinguna með því að slaka henni löturhægt saman á meðan vélinni er haldið á full- um snúningi. Já - þeir svífast sko einskis! Í seinni tíð hefur borið á enn fólskulegri árásum. Eitt af því allra svæsnasta er að láta vinstri fótinn hvíla létt á kúplingspedalanum á meðan ekið er. Þannig er unnið mark- visst að því að slíta kúpling- unni, meira að segja á ferð. Sé ekið yfir holu hossast fóturinn á pedalanum og Snuðarinn skorar aukastig. Þá er góður dagur fyrir Snuðara, en svartur dagur fyrir heimsbyggðina. Náskyldir Snuðurunum, og með mjög lík genamengi, eru Hraðsnuðararnir. Þeir þekkjast einna helst á því að þeir eru alltaf blankir, enda kostaði upp- gerð á kúplingu svipað og viku- löng skíðaferð til Austurríkis síðast þegar ég gáði. Hraðsnuð- urunum finnst gaman að spyrna á bílunum og til að spara tíma í gírskiptingum er kúplingspe- dalanum sleppt með því að renna fætinum til hliðar og leyfa honum að skjótast upp sjálfum. Kæru Íslendingar, nú er nóg komið. Tökum höndum saman og stöndum vörð um hag kúpl- inganna okkar! Með sameigin- legu átaki getum við komið í veg fyrir snuð. Ekki meiri kúplingslykt, ekki meira snuð! Stöndum á bremsunni í brekkum, kúplum hratt en þó mjúkt, höfum vinstri fótinn á gólfinu og syngjum öll saman eins og þau gera í Ameríku; „snuð snuð snuð, snuð eru fyrir börn, dúmm dí dúmm da dí dí da...“ Hinir alræmdu Snuðarar Hinn nýi ofursportbíll Brim- borgar, Ford GT, verður sýndur almenningi dagana 19. til 24. júní í sýningarsal Brimborgar. Ford GT er sannkallaður ofur- sportbíl, búinn 5,4 lítra, 8 strokka vél sem skilar 550 hestöflum. Bíll- inn sem Brimborg sýnir var sér- smíðaður fyrir umboðið hér á landi og kostar yfir 30 milljónir króna, kominn á götuna. Meðan sýningin stendur gefst gestum í sýningarsal Brimborg- ar kostur á að taka þátt í happa- potti Brimborgar, þar sem þátt- takendur geta unnið margvíslega vinninga, þar á meðal bíltúr í sportbílnum. Einnig er væntan- leg í loftið sérstök vefsíða á vef Brimborgar, þar sem gestir síð- unnar geta tekið þátt í léttri get- raun og unnið bíltúr í GT-bíln- um. Unga kynslóðin fær að gjöf risastórt veggspjald með sögu- legri mynd af GT á Akureyrar- flugvelli þar sem Arngrímur Jóhannsson flýgur yfir á listflug- vél sinni, TF-ABJ. GT frumsýndur í Reykjavík Frá reynsluakstri Ford GT á Akureyrarflugvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS Um helgina verður viðamikil heimskynning á Mercedes Benz GL á Íslandi. Um 400 erlendir blaðamenn verða á staðnum. Um helgina verður haldin heims- kynning á nýja Mercedes Benz GL jeppanum hér á landi. Um 400 erlendir blaðamenn ætla að reynsluaka bílnum en þetta mun verða einn af stærri blaðamanna- viðburðum sem haldinn hefur verið hér á landi. Kynntur verður nýr stór jeppi frá DaimlerChrysler, Mercedes Benz GL-Class en auk hans verður kynnt sérstaklega ný dísilvél í Mercedes Benz ML-jeppann. Um er að ræða fimm til sjö manna jeppa sem býr yfir góðum akst- urseiginleikum. Nýi Mercedes Benzinn verður fáanlegur með mörgum öflugum vélargerðum, bæði bensín- og dís- ilvélum, sem ná allt að 400 hestöfl- um. Um 70 bílar verða á kynning- unni. Á heimskynningunni fá blaða- menn tækifæri til að hitta hönnuði nýja bílsins, tæknimenn og ýmsa af stjórnendum Mercedes Benz, ásamt því að fá að reynsluaka bíln- um. Blaðamönnunum er skipt í sjö hópa sem hver um sig fær tveggja daga kynningu og reynsluakstur. Íslenskir blaðamenn verða í fyrsta hópnum sem byrjar á sunnudag- inn. Fyrirtækið Pegasus hefur séð um undirbúning þessa viðburðar en bílaumboðið Askja, sem er umboðsaðili fyrir Mercedes Benz, mun hefja sölu á bílnum í lok sum- ars. Nú þegar liggja fyrir nokkrar pantanir á bílnum .- jóa Heimskynning á Mercedes Benz GL Nýi jeppinn frá Mercedes Benz verður kynntur hér á landi um helgina. Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.