Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 18
 17. júní 2006 LAUGARDAGUR Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur verið mikið í umræðunni eftir að íslenska handboltalandsliðið, eða strákarn- ir okkar eins og þeir eru kallaðir þegar vel gengur, lagði Svía að velli í hinni glæsilegu Globen-höll í Stokkhólmi. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Svíþjóð ytra en Svíar hafa ansi lengi verið íslenska handboltaliðinu óþægur ljár í þúfu og gjarnan talað um Svíagrýlu í því sam- hengi. Alfreð er mikill keppnismaður og það er til marks um metnað hans að hann ku ekki hafa fengið verulegan áhuga á landsliðs- þjálfarastarfinu fyrr en ljóst var að Ísland myndi mæta Svíum í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á stærsta handboltamóti sög- unnar, en það er HM í Þýskalandi í jan- úar næstkomandi. Þegar verkefnið var nógu krefjandi var Alfreð tilbúinn í slaginn. Alfreð er fæddur og uppalinn á Akur- eyri og spilaði með KA. Hann spilaði sínu fyrstu leiki með liðinu 1976, en Alfreð vakti snemma athygli enda maður mikill vexti þó hann sé ekki endilega með hæstu mönnum. Hann lagði ævin- lega mikið á sig og það er þessi elju- semi sem hann tamdi sér snemma sem hefur fleytt honum þangað sem hann er í dag. Alfreð gekk ungur í raðir KR og þaðan lá leiðin í atvinnumennsku hjá Tusem Essen. Alfreð varð tvívegis meistari með Essen en kom síðan óvænt heim 1988 og gekk í raðir KR, og ári síðar hlotnaðist honum sá heiður að vera valinn íþróttamaður árs- ins. Alfreð stoppaði stutt við í Vesturbænum og hélt til Spánar þar sem hann gekk í raðir Bidasoa. Alfreð sneri heim á ný 1991 og þá á fornar slóðir, til Akureyrar, þar sem hann tók við þjálfun KA- liðsins ásamt því að spila með lið- inu. Alfreð náði frábærum árangri með KA-liðið og skildi við það með Íslandsmeistaratitil áður en hann flutti til Þýskalands á ný þar sem hann var ráðinn þjálfari hjá Hameln. Alfreð spilaði einnig með lands- liðinu í fjölda ára, en stærsta stund hans með landsliðinu var eflaust B-keppnin í Frakklandi 1989 sem Ísland vann, en Alfreð fór hreint á kostum í keppninni. Alfreð er skapmaður og lætur engan vaða yfir sig og það sýndi sig best þegar hann fékk umdeilt rautt spjald í leik gegn Þjóðverjum í keppninni. Þjálfari þýska liðsins var þjálfari Alfreðs hjá Essen og átti stóran þátt í því að gera Alfreð að topp- handboltamanni. Er Alfreð gekk af velli hreytti hann í þjálfarann: „Djöfullinn, þú getur ekki keypt allt,“ og vildi meina að dómurun- um hefði verið mútað, en Kristján Arason fékk einnig rautt spjald í þessum fræga leik sem Ísland vann að lokum. Þessi framkoma sýnir hversu mikill keppnismaður Alfreð er og að enginn fær nokkuð ókeypis hjá honum. Ekki hefðu margir haft kjark til að láta þjálf- arann sinn fá að heyra það líkt og Alfreð gerði. Það gekk svona upp og ofan hjá Alfreð hjá Hameln og má segja að hann hafi sem þjálfari ekki sýnt hvað í honum bjó fyrr en hann tók við Magdeburg um aldamótin. Þar byggði Alfreð upp lið nánast frá grunni og gerði það að Þýska- landsmeisturum og Evrópumeist- urum. Þá var hann búinn að festa sig í sessi sem einn allra besti þjálfari heims, en Alfreð nýtur gríðarlegrar virðingar í hand- boltaheiminum. Það kom því ekki á óvart að stórlið Gummersbach skyldi kló- festa Alfreð, en það hefur verið meðal bestu liða Þýskalands síð- ustu ár og hlutverk Alfreðs verður að gera liðsmenn að meisturum, en hann er ráðinn frá og með næsta sumri. Þeir sem þekkja Alfreð hvað best lýsa honum sem gríð- arlega duglegum einstaklingi sem geri allt 110% sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann er einstak- lega fylginn sér og ósérhlífinn og að sama skapi er hann kröfuharð- ur en þó sann- gjarn. Alfreð þótti ekki mesti hand- boltasnillingurinn á sínum tíma, en hann var tilbúinn til að leggja meira á sig en flestir aðrir og þannig bætti hann upp það sem á vant- aði. Alfreð þykir vera mjög sam- kvæmur sjálfum sér og hann hefur óbilandi trú á sjálfum sér og að sama skapi þykir hann svolítið þver, enda er hann óhræddur við að fara eigin leiðir og fer frekar eftir eigin sannfær- ingu en eftir ráð- leggingum ann- arra. Hann er mikill hugsuður og á það til að detta út þegar hann fer í miklar pælingar, en Alfreð verður iðu- lega ekki haggað þegar hann hefur tekið ákvörðun. Honum lætur ekki vel að vinna með öðrum og það er helst að hann geti unnið með fólki sem hann treystir, eins og sést á samstarfi hans við Guðmund Guð- mundsson en þeir hafa verið góðir vinir lengi. Akureyringurinn þrekni þykir nokkuð hrjúfur á yfirborðinu en hann er vinur vina sinna og hleyp- ir ekki hverjum sem er að sér. Alfreð er einnig mikill húmoristi og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Hann hefur líka mun fleiri hliðar en almenningur sér, enda mjög hjálpsamur og ávallt tilbúinn að leggja öðrum lið og greiða götu fólks ef hann getur. Honum er annt um íslenskan handknattleik og hefur verið ófáum leikmönnum innan handar sem hafa viljað reyna fyrir sér á erlendri grundu. MAÐUR VIKUNNAR Duglegur og óserhlífinn þjálf- ari sem fer sínar eigin leiðir ALFREÐ GÍSLASON HANDBOLTAÞJÁLFARI um helgina ������� �� �� ����� ������������� � �� ��� ��� ��������� �� ���� ���������� ������� ���� NÝ TT & fe rsk ara �� � ����� ����� ������ ����� ������ ������� ������ ���� ������ ������ ����� ���� �������� �������� ������� ������� ��� ������� �� ������ � �� � ������ ������ � � � � � � � � � � � � � � � � KEYPTU HÚS Á 1 37. MILL JÓNIR HENNÝ H ERMANNS UNG Á UP PLEIÐIngibj örg & J ón Arna r í Oasi s KEYP TU H ÚS Á 137 M ILLJÓ NIR GRILL OG HOLLUST A MEÐ SOL LU OG JÓ A FEL ÞÓRUNN LÁRUSD ÓT T IR �� ��� ����� ������ ������ � GIFTING SONARINS REYNSLU SÖGUR // STJÖR NUSPÁ // FRÉT TIR // H EILSA // HVERJI R VORU HVAR // MATUR // VIÐT ÖL // U PPSKRIF TIR // S TJÖRNUR ����� ������ ������ ������� ������ �� �������� ����� ������ ����� ����� ������ �� ���� ������ ��� � ����� ��  ����� ������ ����� �  ����� ����� ��� �� �����  � �� � �� �� �� �� �� � �������� �������� ����� �������� ����� � ��� �� ��� ��� ������ ������������ ������� ������� �� ������� ����� ������������� ���� ��� ��� ���������� ����� ������� ���� ���� � ����������������������������� ������������������ ��������������������� ������������������������������������������������������� ������������������������������������������������ ��� �������������� �������������������������������������� �������������������������������������������������� ���� ��������������� ���� ��������������������������������������������������������� ������� ���������������������������������������������������� ������� ���������� ������ ��� ��������������� ���� ��� ����������� � ����� ����� �� ����� � �������� ������� ����������������� ���� �������������������� ���������� �������� ��
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.