Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 52
Ég stend mig oft að því að grobba við útlendinga um land og þjóð. Ég segi að þetta litla land sé með heila sinfóníuhljómsveit í fyrsta klassa, tvö jafnhæf og skemmtileg leikhús og sömuleiðis fullt af litlum leikhóp- um. Einnig er mikil gróska í tónleikahaldi hér á landi. Því má segja að ég sé stoltust af listmenningarlífi litla Íslands sem slær út mörg stærri ríki. Ég er stoltust af tungumálinu. Það er fátt skemmti- legra en að kljást við okkar ástkæra, ylhýra, tjáningar- ríka, glaðbeitta og öfugsnúna móðurmál. Það er í senn fornt og lifandi, síkvikt og kveikir í mér á hverjum degi. Það er auðvelt að telja það upp sem ég er stoltust af: Landafundirnir sjálfir - Ísland, Grænland og Ameríka - eru hluti af heimssög- unni. Stofnun Alþingis 930 og upphaf réttarríkis var merkilegt framlag til stjórnmálasögu jarðar- búa. Fornbókmenntirnar, Snorri og hinir nafnlausu höfundar Íslend- ingasagna eru einn af tindunum í menningarsögu Evrópu. Og hvað fleira, Nóbelsverðlaun í bókmenntum og ein af tíu bestu skáldsögum seinustu aldar. Kannski má nefna að hafa brotist úr örbirgð til allsnægta á tiltölulega skömmum tíma við erfið skilyrði. Kannski aðrar þjóðir geti lært eitthvað af því. Höfum við lagt einhverjum lið, sem þurftu á hjálp að halda? Jú, kannski, Eystrasaltsþjóðunum, en erum við ekki neðst á listanum yfir þróunarhjálp ríkra þjóða við snauðar? En kannski var helsta afrek genginna kynslóða ekkert af þessu, heldur það eitt að hafa lifað af sjö dimmar hunguraldir við örbirgð, kulda, eymd og volæði. Það segir fátt af þeim, sem ekki lifa af. 17. júní 2006 LAUGARDAGUR36 Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar MARKISUR www.markisur.com VILTU SKJÓL Á VERÖNDINA? Þjóðhátíðardagurinn er genginn í garð og í tilefni dagsins minna landsmenn sig á hvað þeir hafa sér til ágætis. Fréttablaðið fór á stúfana og spurði nokkra Íslendinga hvað hreyfði við þjóðarstolti þeirra. Það er kominn 17. júní Siggi Hall matreiðslumaður Frábær matur Þjóð, tunga og saga. Ég held að þetta þrennt nái vel yfir það sem ég er stoltastur af. Ég er mjög þjóðernissinnað- ur maður í besta skilningi þess orðs. Síðan er ég líka ánægður með staðsetn- inguna því ég er svo heitfengur. Það er ágætt að vera í kuldanum. Pétur Gunnarsson rithöfundur Lífsbarátta sem fáir skilja Í hvert skipti sem ég heyri þjóðsönginn kemst ég við. Þjóðarstolt? Nei, meira eins og þakklæti til þeirra sem voru hér á undan okkur og stóðu í lífsbaráttu sem fáir skilja í dag og þarf orðið BA-próf í sögu og þjóðhátta- fræði til að gera sér í hugarlund. Í stuttu máli: ég finn mig standa í þakkarskuld. Það eru þessir „basic“ hlutir; harðfiskur, hangikjöt, útrás, Bubbi Morthens, malt og appelsín og Eiður Smári. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona Listalífið Ragnar Páll Steinsson, tónlistarmaður og smiður Hafnarfjörður Bryndís Schram fyrrverandi ráðskona í sendiráðum Að lifa af Oddný Sturludóttir rithöfundur Tungan Sigurjón Kjartansson tónlistarmaður „Basic“ hlutir Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur Gott að vera í kuldanum Ég verð að segja að ég sé stoltastur af Hafnar- firði. Bærinn er sannkölluð náttúruperla Evrópu og höfuðborg heimsins. Ég ólst upp þar og hef margar góðar og slæmar minningar þaðan. Hef reyndar ekki búið þar í tíu ár en eitt sinn Hafnfirðingur, alltaf Hafnfirðingur. Ég er stoltastur af því hvað við Íslendingar erum frábærir í matvælaframleiðslu. Einu sinni þótti ekki fínt að vera fiskveiði- þjóð og allir voru í staðinn uppteknir af iðnaðinum, en ég er svo stoltur núna því við erum líklegast með bestu matvælafram- leiðslu í heimi. Þegar við erum búin að framleiða þessi matvæli í gegnum aldirnar hljótum við að verða orðin góð, rétt eins og vínbændur í Bordeaux, parma- skinkumenn í Parma og stáliðnað- armenn í Svíþjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.