Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 62
ENGINN TRÚÐI Á ÞAU,
EN HANN HJÁLPAÐI ÞEIM
AÐ FINNA TAKTINN
R.V. kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.10
THE OMEN kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA
X-MEN3 kl. 2, 5.40, 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA
DA VINCI CODE kl. 5, 8, og 11 B.I. 14 ÁRA
DA VINCI SÝND Í LÚXUS kl. 2, 5, 8 og 11 B.I. 14 ÁRA
RAUÐHETTA M/ ÍSL TALI kl. 1.30 og 3.40
ÍSÖLD M/ ÍSL TALI kl. 1.30 og 3.40
R.V. kl. 3, 5.50, 8 og 10.10
TAKE THE LEAD kl. 3, 5.30, 8 og 10.30
THE OMEN kl. 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA
DA VINCI CODE kl. 3, 6 og 9 B.I. 14 ÁRA
RAUÐHETTA M/ ÍSL TALI kl. 3 og 6
R.V. kl. 4, 400 KR. 8 og 10
THE OMEN kl. 10 B.I. 16 ÁRA
16 BLOCKS kl. 8 B.I. 14 ÁRA
X-MEN3 kl. 6 B.I. 12 ÁRA
RAUÐHETTA M/ ÍSL TALI kl. 3.45 400 KR.
DA VINCI CODE kl. 5.15 B.I. 14 ÁRA
!óíbí.rk004
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
S.V. MBL. D.Ö.J
KVIKMYNDIR.COM
V.J.V TOPP5.IS
S.V. MBL.B.J. BLAÐIÐ V.J.V TOPP5.IS
L.I.B TOPP5.IS
HÖRKUGÓÐUR
SPENNUTRYLLIR
51.000
MANNS
UPPLIFÐU VINSÆLUSTU
BÓK Í HEIMI!
LEITIÐ SANNLEIKANS
HVERJU TRÚIR ÞÚ?
LOKAUPPGJÖRIÐ!
MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ?
S.V. MBL.
Heims
frumsýning
Mögnuð endurgerð
af hinni klassísku
The Omen!
Á 6 degi
6. mánaðar árið 2006
mun dagur hans koma,
Þorir þú í bíó
2000. KR. AFSLÁTTUR
FYRIR XY FÉLAGA
45.000
MANNS
Komdu í fyndnasta
ferðalag sumarsins.
Fór beint á toppinn
í Bandaríkjunum!
1 FJÖLSKYLDA. 8 HJÓL. ENGAR BREMSUR
Frábær mynd með
Antonio Banderas í sjóðheitri
danssveiflu
„Í staðinn fyrir að fara heim að
leggja sig eftir köfun fer maður
bara út á djammið,“ segir Héðinn
Ólafsson, framkvæmdastjóri og
eigandi köfunarskólans Kafarinn.
is en hann hefur keypt til landsins
fyrstu nitrox-loftpressuna sem
gerir köfurum kleift að kafa mun
lengur en áður án þess að auka
hættu á köfunarveiki. „Þetta er
algjör bylting, pressan síar köfn-
unarefnið úr loftinu þannig að
eftir stendur meira súrefni. Þá er
hægt að kafa lengur og fólk verð-
ur ekki jafnþreytt eftir köfun,
verður almennt frískara,“ segir
Héðinn. Botntími kafara getur
aukist úr 56 mínútum á venjulegu
lofti upp í 125 mínútur á nitrox-
blöndu.
Hægt hefur verið að búa til
nitrox með því að blanda það úr
hreinu súrefni en það skapar
hættu og er kostnaðarsamt og því
hefur þetta ekki verið gert á
Íslandi, en loftpressan auðveldar
framleiðslu nitrox til mikilla
muna. „Landhelgisgæslan og
björgunarsveitir hafa sýnt þessu
áhuga en menn þeirra eru lengi
niðri og þurfa aukinn botntíma,“
segir Héðinn. Pressan mun einn-
ig nýtast áhugamönnum um
köfun. „Menn þurfa að fara á
námskeið til að nota þetta. Nú
þegar hafa nokkrir gert það, við
fórum tuttugu kafarar til Rauða-
hafsins nýlega og þá var nánast
eingöngu notað nitrox,“ segir
Héðinn.
Bylting hjá íslenskum köfurum
KAFARI Nú verður hægt að fara á djammið
eftir köfun.
HÉÐINN ÓLAFSSON Héðinn fór ásamt tuttugu manna hópi nýlega og stundaði köfun í
Rauðahafinu en hann segir að sjávarlífið heilli.
Sex leikarar í sjónvarpsþáttaröð-
inni vinsælu The Sopranos hafa
farið fram á launahækkun. Fram-
leiðandi þáttarins, HBO, hefur
ekki enn komist að samkomulagi
við þá.
Framtíð leikaranna í þættinum
gæti verið teflt í hættu af þessum
sökum. Yrðu þeir hugsanlega
skrifaðir út úr þeim af David
Chase, höfundi þáttarins.
Tökur á síðustu þáttaröð The
Sopranos eiga að hefjast í næsta
mánuði en fari svo að ekki takist
að semja við leikarana gætu vand-
ræði verið í uppsiglingu.
Á meðal leikaranna sem um
ræðir eru Jamie-Lynn DiScala,
sem leikur Meadow, dóttur Tony
Soprano, Robert Iler, sem leikur
AJ, bróður Meadow, Steve Van
Zandt sem leikur Silvio Dante og
Tony Sirico, sem fer með hlutverk
Paulie „Walnuts“. Krefjast þau á
bilinu 6,4 til 15 milljóna króna
fyrir hvern þátt.
Vilja launahækkun
THE SOPRANOS Sjónvarpsþáttaröðin vinsælda lýkur göngu sinni eftir næstu seríu.
Hljómsvetin Frummenn birtist
eins og skrattinn úr sauðarleggn-
um í Húsdýragarðinum fyrir ári
síðan og hitaði þá upp fyrir Stuð-
menn. Frummenn eru yfirleitt
kynntir sem hinir upprunalegu
Stuðmenn en sveitin er skipuð
þeim Jakobi Frímanni Magnússyni,
Valgeiri Guðjónssyni, Ragnari
Daníelssyni og Gylfa Kristinssyni.
Það er greinilegt að enn lifir í
gömlum glæðum því að Frum-
menn eru nú að gefa út fjórtán
laga geisladisk sem ber heitið
Tapað/ Fundið en hér er þó ekki
nein endurútgáfa á gömlu efni
heldur eru þetta nýjar lagasmíðar.
Hljómsveitin treður upp á Arnar-
hóli í kvöld klukkan átta þar sem
leikin verða lög af þessum nýja
diski. „Við ætlum síðan að gefa
plötuna í orðsins fyllstu merkingu
því henni verður hent út til hepp-
inna áhorfenda,“ segir Jakob Frí-
mann Magnússon, ein aðalspraut-
an í hljómsveitinni.
Frummenn hlutu sína eldskírn
á Hótel Sögu árið 1970 þegar
Menntaskólinn í Hamrahlíð hélt
þar sína árshátíð. Þegar þeir Þórð-
ur Árnason, Egill Ólafsson, Tómas
Tómasson og Sigurður Bjóla auk
fleiri bættust við var nafninu
breytt í Stuðmenn.
Frummenn snúa
aftur á Arnarhóli
Í UPPHAFI Svona litu Frummenn út áður en þeir urðu Stuðmenn en hér má sjá þá Jakob
Frímann, Valgeir Guðjónsson, Ragnar Daníelsson og Gylfa Kristinsson.