Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 8
8 17. júní 2006 LAUGARDAGUR VEISTU SVARIÐ? 1 Hvað heitir nýr iðnaðar- og við-skiptaráðherra? 2 Hver verður söngvari Stuðmanna í sumar? 3 Með hvaða liði lék Sinisa Kekic? SVÖR Á BLS. 54 ELDSVOÐI Töluverður eldur kom upp við olíubirgðastöð Olís við Hafnargötu á Akranesi á tíunda tímanum í fyrrakvöld, við stóran tank er innihélt tvö til þrjú hundr- uð lítra af tjöruhreinsi. Að sögn varðstjóra lögreglunn- ar á Akranesi skapaðist mikið hættuástand vegna nálægðar elds- ins við ýmis eldfim efni sem geymd eru á svæðinu. Lögreglan telur líklegt að um íkveikju hafi verið að ræða og liggja nokkrir undir grun. - æþe Eldur við Akraneshöfn: Íkveikja olli hættuástandi Landsmót á Vindheimamelum í Skagafirði 26. júní – 2. júlí Fjölskylduhátíð hestamanna – takið vikuna frá 26. JÚNÍ – 2. JÚLÍ 2006 VINDHEIMAMELUM www.landsmot.is Landsmót er stærsta mót í heimi þar sem íslenskir hestar koma saman. Komdu og sjáðu öll bestu hross landsins í fjölbreyttri gæðingakeppni, tölti, kappreiðum og kynbótasýningum. Farðu á www.landsmot.is og fáðu nánari upplýsingar um Landsmót hestamanna, einstakan viðburð og fjölskylduskemmtun. Í S L E N S K A A U G L Ý S I N G A S T O F A N / S I A . I S H E S 3 2 8 9 1 0 6 / 2 0 0 6 Frábær aðstaða Bestu hestar og knapar landsins Helstu dagskrárliðir á aðalvelli 1.600 manna áhorfendastúka Fjölbreytt skemmtiatriði og dansleikir Miðaverð á LM 2006: Forsala: Selt í hliði: Vikupassi 9.000 kr. 10.000 kr. Helgarpassi (lau.-sun.) 7.500 kr. 8.000 kr. Unglingar (13-16 ára) 2.500 kr. 3.000 kr. (gildir alla vikuna) Dagsmiðar (mán.-fös.) 4.000 kr. Stúkusæti 2.500 kr. 3.000 kr. Forsala á völdum Esso-stöðvum um land allt. Yfirgefa heimili sín Um hálf milljón manna hefur neyðst til að yfirgefa heimili sín í norðausturhluta Indlands seinustu daga vegna gífurlegra flóða. Monsúnrigningar valda flóðunum og talið er að þúsundir manna til viðbótar sitji fastar vegna flóðanna. INDLAND 68,3% M A Í 2 00 6 JA N Ú A R 2 00 6 M A Í 2 00 6 JA N Ú A R 2 00 6 M A Í 2 00 6 JA N Ú A R 2 00 6 62,6% 54,3% 50,2% 32,9% 32,4% 8,8% fengu Morgunblaðið frítt í könnunarviku FJÖLMIÐLAR Meðallestur á tölublað eykst mest á Fréttablaðinu af dag- blöðum, samkvæmt nýrri fjöl- miðlakönnun IMG Gallup miðað við seinustu könnun frá því í jan- úar. Rúmlega 68 prósent segjast lesa Fréttablaðið, sem er 5,7 pró- sentum meira en í janúar. Morgunblaðið mælist nú með rúmlega 54 prósent í meðallestri á tölublað, sem er aukning um rúm fimm prósent frá janúarkönnun- inni. Í framkvæmdalýsingu könn- unarinnar kemur fram að tæp níu prósent höfðu frían aðgang að Morgunblaðinu vikuna sem könn- unin fór fram, sem þeir hafa ekki undir venjulegum kringumstæð- um. Í síðustu könnun var þetta hlutfall fimm prósent og er því aukning um tæp fjögur prósent. Blaðið stendur nánast í stað milli mælinga og mælist nú með 32,9 prósenta meðallestur á tölu- blað, sem er aukning um 0,5 pró- sent. Þegar uppsafnaður lestur dag- blaða yfir vikuna er mældur kemur fram að 90 prósent lesa Fréttablaðið, 79,1 prósent Morg- unblaðið og 56,4 prósent Blaðið. Fleiri konur en karlar lesa Fréttablaðið og Morgunblaðið meðan karlar eru í meirihluta les- enda Blaðsins. Af lesendum Fréttablaðsins eru 91,8 prósent konur en 88,2 prósent karlar. Les- endur Morgunblaðsins eru 80,4 prósent konur og 77,8 prósent karlar og lesendur Blaðsins eru 58,4 prósent karlar á móti 54,4 prósentum kvenna. Við samanburð á meðallestri á tölublað í flokki tímarita er Birta, tímarit Fréttablaðsins, með mestan lestur. Í könnuninni nú mælist Birta með 54,2 prósent, sem er 4,3 pró- sentum meira en það tímarit sem hefur næstmestan meðallestur. Mælingin var gerð dagana 18. til 24. maí. Endanlegt úrtak var 1.333 og svarhlutfall 46,4 prósent. sdg@frettabladid.is Fréttablaðið bætir við sig Mesta aukning á lestri tölublaða er hjá Fréttablað- inu samkvæmt nýrri fjölmiðlakönnun IMG Gallup. Birta, tímarit Fréttablaðsins, er mest lesna tímaritið. UMHVERFISMÁL Framtíðarlandið, félag áhugafólks um framtíð Íslands, verður stofnað í hádeginu í dag í Austurbæ. Félagið verður þverpólitískt með fólk af öllum sviðum atvinnulífsins sem ekki styður stóriðjustefnu ríkisstjórn- arinnar. „Við ætlum að verða hugmynda- veita og þrýstiafl sem styður stjórnvöld til góðra verka. Ísland liggur á teikniborðinu og ákvarð- anir verða teknar á næstu mánuð- um. Við viljum komast að teikni- borðinu áður en möguleikar lands og þjóðar verða þrengdir meira en orðið er,“ segir María Ellingsen leikkona. Stofnfundur verður haldinn í dag og verður strax byrjað á því að safna liði. María segir að félagarnir muni svo vinna markvisst í því að koma hugmyndum sínum á framfæri. „Stjórnvöld svara ekki kalli fólksins og því þarf öflug samtök um framtíðarmál til að eftir því verði tekið. Við ætlum að safna liði í sumar og koma sterk inn í umræðuna með haustþing,“ segir hún og segir að framboð verði skoðað ef nauðsyn krefji. Þrjátíu manna hópur hefur hist síðustu tvo mánuði til að undirbúa stofnfundinn og hefur níu manna bráðabirgðastjórn verið skipuð. ghs@frettabladid.is MARÍA ELLINGSEN Áhugafólk um framtíð Íslands stofnar þrýstiafl í dag: Ætla að safna liði í sumar DÓMSMÁL Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, fyrrverandi rit- stjórar DV, voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir til að greiða Gunnari Hrafni Birgissyni sálfræðingi 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna umfjöllunar blaðsins um hann, auk 940 þúsund króna í máls- og birtingarkostnað. Jónas og Mikael voru sýknaðir af refsikröfu stefnanda. Upphaf málsins er umfjöllun DV um Gunnar sem hófst í mars 2005 og var fram haldið í október sama ár. Dómurinn dæmdi tíu til- tekin ummæli í blaðinu ómerk, að kröfu Gunnars Hrafns. Jónas og Mikael sögðu fyrir dómi að öll ummælin hefðu verið innan leyfi- legra tjáningarmarka fjölmiðils og studdar heimildum. Í dóms- niðurstöðum segir: „Margsinnis er klifað á ósönnuðum fullyrðing- um um að stefnandi hafi fengið á sig 150 klögumál. Endurtekin framsetning ummælanna er til þess fallin að fá lesendur blaðsins til að trúa að um sannleika sé að ræða. Þá er umfjöllunin í DV í júní 2005 efnislega röng og sett fram á sérstaklega meiðandi hátt.“ Héraðsdómur sýknaði hins vegar 365 prentmiðla ehf. af kröf- um Gunnars Hrafns. - jss RITSTJÓRAR Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, fyrrverandi ritstjórar DV. Héraðsdómur felldi dóm í máli Gunnars Hrafns Birgissonar gegn DV: Dæmdir til greiðslu miskabóta BÍLASÝNING Lögreglan á Akureyri hefur hert eftirlit með hraðakstri í og við bæinn vegna sportbíla- sýningar sem fara á þar fram um helgina. Sportbíla af öllum stærðum og gerðum tók að streyma til bæjarins á fimmtu- daginn með tilheyrandi hraðakstri. Sigurður Pétur Hjaltason lög- reglumaður segir embættið verða áþreifanlega vart við komu sportbílaeigenda til bæj- arins. Mikill hraðakstur sé stundaður í bænum og menn séu jafnvel að spyrna sín á milli innan um almenna umferð. „Við mældum einn á 105 kílómetra hraða í bænum í gær og marga aðra höfum við mælt á svipuðum hraða sem við höfum ekki náð í skottið á,“ segir Sigurður Pétur. Tjaldstæði skáta við Þórunnar- stræti er lokað núna um helgina vegna sýningarinnar. Ásgeir Hreiðarsson, framkvæmdastjóri tjaldstæðanna á Akureyri, segir að vegna biturrar reynslu og af tillitssemi við nágranna svæðis- ins hafi verið ákveðið að hafa tjaldsvæðið lokað. „Hér hafa safn- ast saman í gegnum tíðina um sýningarhelgina helstu tryllitæki landsins með tilheyrandi reyks- póli og græjupumpi, sem passar engan veginn inn í íbúðahverfi.“ Verðlaun verða veitt á sport- bílasýningunni um helgina fyrir öflugasta bílahljóðkerfið. - æþe Sportbílasýning á Akureyri laðar til sín fjölda fólks: Lögreglan eltist við ökumenn sportbíla SKIPULAGSMÁL Fljótsdalshérað hefur skilað frummatsskýrslu til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum efnistöku við Eyvindará á Fljótsdalshéraði. Heildarflatarmál fyrirhugaðr- ar efnistöku er 260.000 fermetrar og gert ráð fyrir um 400.000 rúm- metra efnistöku á næstu þrjátíu árum. Efnisnám hefur farið fram á svæðinu í nokkurn tíma en stefna Fljótsdalshéraðs er að loka öllum öðrum námum í sveitarfélaginu sem ekki hafa framkvæmdar- leyfi. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir til Skipu- lagsstofnunar fram til 26. júlí. - sdg Frummatsskýrslu skilað: Ætla að loka öllum námum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.