Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 60
 17. júní 2006 LAUGARDAGUR44 LANGAR ÞIG Í EINTAK? Sendu SMS skeytið BTC KEF á númerið 1900 Þú gætir unnið! Vinningar eru: • Keane - Under The Iron Sea • Keane - Live Recordings 2004 EP • Keane - Strangers DVD • Pepsi kippur • DVD myndir • Fullt af öðrum geisladiskum og margt fleira SM S LE IKU R V in ni ng ar v er ða a fh en d ir hj á B T S m ár al in d . K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t er tu k om in n í S M S k lú b b . 1 49 k r/ sk ey tið . 10. hver vinnur! Gríman, íslensku leiklistar- verðlaunin, voru afhent í fjórða sinn í gærkvöldi við hátíðlega athöfn í Borgar- leikhúsinu en úrslitin komu fáum á óvart. Baltasar Kormákur og leiksýning hans Pétur Gautur voru ótvíræðir sigurvegarar kvöldsins. Sýningin var kjörin besta sýning ársins og aukinheldur hlutu tveir leikarar hennar verðlaun sem bestu leikar- ar ársins í aukahlutverki og sá þriðji var leikkona ársins í aðal- hlutverki. Þá var Baltasar Kor- mákur útnefndur leikstjóri ársins fyrir leikstjórnina. Viðar Eggertsson, formaður Leiklistarsambands Íslands, sagði Grímuna vera mikilvæga upp- skeruhátíð fyrir leikara og leik- húsunnendur í lok leikárs. „Þessi hátíð er ekki síst mikilvæg vegna þess að sviðslistir eru því marki brenndar, að þegar sýningum lýkur og tjaldið fellur í síðasta sinn að lokinni sýningu, þá hverf- ur þetta listaverk okkar út í tómið og eftir stendur minningin ein. Þess vegna er okkur leikhús- fólki mikilvægt að geta staldrað við í lok leikárs, komið saman, litið yfir farinn veg og skoðað þær stundir sem við höfum skapað sem eru að hverfa úr augsýn.“ Viðar segir Grímuna þó ekki aðeins vera uppskeruhátíð til handa lærðu leikhús- fólki, heldur ekki hvað síst til heiðurs áhorfend- um. „Þarna eigum við líka stefnumót við áhorfendur okkar sem hafa gert okkur kleift að skapa leikhús. Það er fyrir þær sakir sem við lögðum mikið upp úr því að sjónvarpa hátíðinni, svo við gætum átt ánægjulega stund með öllum þeim gríðarlega fjölda fólks sem sýnt hefur leikhúslífi landsins áhuga. Við erum ekki þarna saman komin einungis til að klappa hvert öðru á bakið heldur til að senda boltann yfir til áhorfenda og þakka þeim fyrir veturinn.“ Að mati Viðars er íslenskt leikhús einstakt að því leyti hversu ötulir Íslendingar eru að stunda það. „Ég held það hljóti að vera einsdæmi að fleiri aðgöngumiðar í leikhús eru seldir á ári hverju en nemur íbúatölu landsins. Það er þessi staðreynd sem segir okkur að íslensk leik- hús er alþýðuleikhús, það er leik- hús fólksins.“ Viðar segir útrás íslenskrar leiklistar fara vaxandi og búið sé að stofna loftbrú sem geri leikhúsfólki kleift að setja leiksýningar á svið á erlendum vettvangi. „Útrás góðra íslenskra listamanna er eflaust einhver sú besta útrás sem Íslendingar geta lagt í nú um stundir. Kannski hún verði ekki jafn dramatísk og útrás íslensku kaupsýslu- mannanna en vænt- anlega verður hún listfengn- ari og ef hún verður dramatísk, þá er það líka hið besta mál,“ segir Viðar og hlær. Súsanna Svavarsdóttir, leik- húsgagnrýnandi og menningar- viti, var stödd á Grikklandi þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær og spurði um álit hennar á leikhúsárinu. „Að mínu viti hefur þetta verið slappt leikár bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhús- inu en Leikhúsið á Akureyri hefur borið höfuð og herðar yfir hin leikhúsin í landinu. Sýningarnar sem hins vegar bera af í vetur eru Ég er mín eigin kona, í hlutverki Hilmis Snæs og sviðsetningu Leikhússins Skámána, Pétur Gautur í leikstjórn Baltasars og Maríubjallan í Leikhúsinu á Akur- eyri. Hvert einasta smáatriði í þessum verkum er unnið af list- rænni fagmennsku og allar sýn- ingar skilja mikið eftir sig og sitja í manni lengi á eftir.“ Súsanna segir stórkostlegt að hafa fylgst með vinnu leikaranna í öllum þessum leiksýningum en að Hilm- ir Snær hafi unnið kraftaverk í Ég er mín eigin kona. „Leikur hans og öll vinna í þessarri sýningu er nánast ofurmannleg,“ undirstrik- ar Súsanna. bryndisbjarna@frettabladid.is Pétur Gautur sigurvegari PÉTUR GAUTUR Sópaði að sér verðlaunum á Grímunni og var meðal annars valin sýning ársins. Ég lenti í Barcelona seint á mánudags- kvöldið og þá hófst formlega rúnturinn minn á milli sex tónleikahátíða Evrópu. Skipulagning hennar hófst um áramót- in en af nógu er að taka og í raun held ég að fáir geri sér almennilega grein fyrir því hversu margar frambærilegar tónleikahátíðir er að finna í Evrópu á hverju sumri. Áttaði mig þess vegna fljótt á því að til þess að fara á allar hátíðir sem mig langaði að heimsækja yrði ég að vera á ferðalagi frá miðjum maí til loka ágústs. Tími og peningar leyfðu það hins vegar ekki þannig að með herkjum náði ég að stytta túrinn niður í aðeins sex hátíðir á einum og hálfum mánuði. Sex hátíðir eru samt meira en nóg, myndi maður halda. Eiga allavega að vera það og við sjáum bara til. Komst reyndar að því að einungis ákveðnar hljómsveitir eru að ferðast á hverju sumri. Þannig eru margar hljóm- sveitirnar oft að spila á sömu hátíðun- um, sem gerir það að verkum að ég fæ tækifæri til þess að sjá nokkrar sveitir spila oftar en einu sinni og jafnvel oftar en tvisvar. Ég held ég hafi hins vegar ekki mikla þolinmæði fyrir því og mun þess vegna eyða meiri tíma í að skoða minna þekkta en áhugaverðari tónlistarmenn. En núna er túrinn hafinn og eftir að hafa þraukað í nokkrar nætur á vægast sagt óþægilegu farfuglaheimili hófst fyrsta hátíðin, Sonar heitir hún en henni má lýsa sem elektró-, dans-, hip hop-, experimental hátíð í sjálfri mið- borg Barcelona. Hljómar einstaklega spennandi, ekki satt? Sit hér á öðrum degi og úti er ferlega leiðinlegt veður, 25 stiga hiti og léttskýj- að, óþolandi þetta Miðjarðarhafslofts- lag. Sonar hátíðin er algjör hippstera hátið, svo maður sletti aðeins, mjög nýmóðins á góðri íslensku. Hér líta flest allir út fyrir að vera nýkomnir úr Ford- módel keppninni, tággrannir, hávaxnir og allir með stút á munni. Nema náttúrulega Bretarnir, þeir eru alltaf jafn ferlega ótöff og með mestu lætin. Hér virðist líka vera í gangi einhvers konar keppni í því að vera með svölustu sólgleraugun. Engir tveir virðast vera með eins sólgleraugu, sem mörg hver eru mjög flippuð en rosa- lega heit engu að síður. Þessi sólgler- augnakeppni kemur mér mjög vel og bæti ég þar upp fyrir anti-Fordmódel- útlitið mitt. Köflótta (rauð og hvít) Ray Ban-eftirlíkingin mín er svo sannarlega að skila sínu hér á Sonar. STEINÞÓR HELGI ARNSTEINSSON BLOGGAR FRÁ ROKKFERÐALAGI SÍNU UM EVRÓPU Eftirlíkingin kemur til bjargar Alltaf gaman að vinna Baltasar Kormákur kom, sá og sigraði í gærkvöldi við afhendingu Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna. Aðspurður kvaðst Baltasar himinlifandi með heiðurinn sem honum hafi verið sýndur með valinu Leikstjóri ársins og það sé einstaklega ánægjulegt hvað leikritið Pétur Gautur hafi hlotið góðar viðtökur. Hann vonar að þessi viðburður verði til að ýta verkinu úr vör á erlendri grundu. „Það er gaman að sigra stórt þegar maður er stoltur af því sem maður hefur gert,“ segir Baltasar kátur. Handhafar Grímunnar 2006 Pétur Gautur ■ LEIKSÝNING ÁRSINS ■ LEIKKONA ÁRSINS Í AUKA- HLUTVERKI Brynhildur Guðjónsdóttir ■ LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHL- UTVERKI Ingvar E. Sigurðsson ■ LEIKSTJÓRI ÁRSINS Baltasar Kormákur. Woyzeck ■ LEIKMYND ÁRSINS Börkur Jónsson (hlaut einnig verðlaun fyrir leikritið Fagnaður) ■ BÚNINGAR ÁRSINS Filippía I. Elíasdóttir (hlaut einnig verðlaun fyrir leikritið Virkjunin) ■ TÓNLIST ÁRSINS Nick Cave og Warren Ellis Forðist okkur ■ LEIKSKÁLD ÁRSINS Hugleikur Dagsson, ■ DANSHÖFUNDUR ÁRSINS Leikhópurinn. Ég er mín eigin kona ■ LEIKARI ÁRSINS Í AÐAL- HLUTVERKI Hilmir Snær Guðnason ■ LÝSING ÁRSINS Björn Bergsteinn Guðmundsson (hlaut sömu verðlaun fyrir leikritin, Fagnaður og Maríu- bjallan) Litla Hryllingsbúðin ■ SÖNGVARI ÁRSINS Andrea Gylfadóttir Áróra Bórealis danssýning ■ DANSARI ÁRSINS Lovísa Ósk Gun- narsdóttir Leitin að jólunum ■ BARNASÝNING ÁRSINS Skáld leitar harms ■ ÚTVARPSVERK ÁRSINS ■ HEIÐURSVERÐLAUN LEIKLISTAR- SAMBANDS ÍSLANDS hlaut í ár frú Vígdís Finnbogadóttir fyrir framúr- skarandi ævistarf í þágu menningar og lista á Íslandi. HUGLEIKUR DAGSSON Fékk Grímuna sem Leikskáld árrsins en verkið hans Forðist okkur vakti mikla athygli á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.