Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 54
 17. júní 2006 LAUGARDAGUR Ég keypti mér íbúð um daginn. Hugsið ykkur, nú er dágóð- ur tími síðan gengið var frá þeim kaup- um og ég hef hrein- lega steingleymt að segja ykkur þessar stórmerki- legu fréttir. Frá því ég fyrst viðr- aði þá hugmynd við vini og vand- aða menn að ég hygðist kaupa mér íbúð hefur mér verið sagt að núna sé vondur tími til að kaupa. Við frekari fyrirspurnir kom í ljós að allir sem ég þekki og eiga fasteign keyptu hana á vondum tíma. Sem sagt, frá árinu 1950 hefur verið vondur tími til fasteignakaupa. Ég reiknaði mér það til að í dag væri ekki versti tíminn til að kaupa og ákvað bara að skella mér í herleg- heitin. Ég leitaði lengi og skoðaði margar íbúðir en get ekki sagt að ég hafi orðið ástfangin af neinni, kannski skotin, en gat ekki séð fyrir mér neina framtíð. Svo kom að því einn daginn að ég labbaði inn í íbúð sem ég vissi að væri íbúðin mín. Ást við fyrstu sýn og ég vissi að ég var komin heim. Helst langaði mig til að henda manninu sem átti íbúðina og öllu hans hafurtaski út með því sama en maður eignast víst ekki íbúð þannig. Þannig að ég fór í gegnum allt leiðindaferlið, skrifaði undir blöð, reifst við bankann, fékk knús frá Íbúðalánasjóði, skrifaði undir fleiri blöð á línuna SKULDARI og fékk svo lykla að launum. Þannig að nú er það eitt eftir að flytja inn. Ekki að það taki langan tíma enda á ég ekki mikið til að setja inn í elsku íbúðina mína. Ég mæti því á svæðið með sex glös, saltstauk, tannbursta, gamalt bollastell og kaffivél. Og um helg- ina mun ég sitja hamingjusöm á stólalausu gólfinu í nýju fínu íbúð- inni minni drekkandi kaffi með salti úr bláu hvítvínsglasi. Ég er búin að sjá það að allt sem maður þarf í lífinu er vænn skuldabaggi og góð kaffikanna. Ég er þó komin heim. Og við vitum öll að heima er gott að vera. Gleðilega þjóðhátíð og góða helgi. STUÐ MILLI STRÍÐA Lífið er kaffikanna JÓHANNA SVEINSDÓTTIR ER FORMLEGUR SKULDARI. ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Má ég fara frá borðinu? Ertu viss? Ef þú ferð frá borðinu færðu engan eftirrétt. Æi. En hvernig væri ef matur- inn færi bara af borðinu? Ég finn lykt af kjöti! Já, steiktu kjöti! Fjárinn Ég hef á tilfinningunni að sumarleiðinn sé byrjaður. Úff! Ef ég hefði litið svona út þegar þú sást mig fyrst, hefðir þú samt farið heim með mér? Auð- vitað! Kvöldið sem ég sá þig fyrst var ég svo drukkinn að ég hefði farið heim með hverju sem er! Þú veist að þú mátt sleppa mér núna! Af hverju held- ur þú að ég haldi ennþá?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.