Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 70
 17. júní 2006 LAUGARDAGUR54 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Jón Sigurðsson. 2 Birgitta Haukdal. 3 Grindavík. Frumsýning 29. júní – Uppselt 30. júní 1. júlí – Uppselt 6. júlí 7. júlí 9. júlí Miðasalan er í síma 568 8000 www.borgarleikhus.is www.minnsirkus.is/footloose ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is LÁRÉTT 2 teikniblek 6 belti 8 auð 9 tangi 11 fyrirtæki 12 hagnýta 14 frá- rennsli 16 tveir eins 17 spil 18 drulla 20 til 21 gefa frá sér reiðihljóð. LÓÐRÉTT 1 langdregið hljóð 3 utan 4 land 5 skilaboð 7 losaður 10 stykki 13 kk nafn 15 púla 16 efni 19 tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2 túss, 6 ól, 8 tóm, 9 nes, 11 ms, 12 nytja, 14 skólp, 16 tt, 17 níu, 18 aur, 20 að, 21 urra. LÓÐRÉTT: 1 sónn, 3 út, 4 sómalía, 5 sms, 7 leystur, 10 stk, 13 jón, 15 puða, 16 tau, 19 rr. FRÉTTIR AF FÓLKI Áttunda september næstkomandi verður frumsýnd ný heimildarmynd um Jón Pál Sigmarsson heitinn. Kraftakarlinn Hjalti „Úrsus“ Árnason er maðurinn á bak við myndina, sem verður sýnd í öllum bíóum lands- ins. Margir bíða spennt- ir eftir þessari mynd, enda var Jón Páll gríðarlega vinsæl persóna sem gekk í gegnum ýmislegt á sinni stuttu ævi. Listamaðurinn og sjósundskapp- inn Benedikt Lafleur stingur sér enn á ný til sunds á Vestfjörðum í sumar en hann synti yfir alla Vestfirðina í fyrrasumar að Jökulfjörðunum undanskildum. Um helgina mun sundkappinn taka þátt í bryggjudögum á Súða- vík og synda frá Súðavíkur- bryggju í dag, 17. júní, yfir á smábátabryggjuna. Þannig er Vestfjarðasundinu alls ekki lokið því Benedikt hyggst taka þátt í fleiri sumarhátíðum fyrir vestan í sumar. Uppátækinu er ætlað að vekja athygli á náttúrugersemum Vest- fjarða og fjölbreytilegum og líf- legum uppákomum íbúa sem þar búa en nánari upplýsingar um þetta átak má fá á heimasíðunni www.vestfjardasund.net. Sund helgarinnar er einnig hin besta þjálfun fyrir Benedikt, sem hyggst synda yfir Ermarsund seinna í sumar, nánar tiltekið dagna 30. ágúst - 5. sept- ember svo honum veitir ekki af því að fara að hita upp. Fjöldi manna syndir árlega yfir sundið en enn sem komið er hefur enginn Íslendingur náð yfir. Benedikt er nýkomin að utan þar sem hann kynnti sér aðstæður og leist honum bara vel á. - snæ Undirbúningurinn hafinn SYNDIR ÚT UM ALLT Benedikt syndir á Súðavík í dag en ætlar að reyna við Erma- sundið seinna í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HRÓSIÐ ...fær Ólöf Arnalds fyrir metnað- arfullt lokaverkefni í tónsmíðum og nýmiðlun. Algjört HM-æði hefur gripið landann að undanförnu og eru flestir vinnustaðir með sjónvarpsskjái þannig að öruggt er að enginn missi af því sem fer fram í Þýskalandi. Fjölmargir hafa gripið til þess ráðs að hafa „veðbanka“ og gera leikinn þar með enn meira spennandi. Veðbankinn Betsson hefur verið vinsæll hér á landi og nýttu sér ófáir þjónustu hans þegar Eurovision var sem vinsælast en nú hefur HM tekið við svo um munar. Almennt séð er mest veðjað þegar stóru þjóðirnar eru að spila en veðbankarnir tapa mestu þegar þær standa sig sem best. Flestir eru sammála um að fá óvænt úrslit hafi litið dagsins ljós á þessari keppni og því hefur verið óvenju hagkvæmt að veðja. Þá hafa fá jafntefli litið dagsins ljós en veðbankar græða einnig á þeim. Reynd- ar má segja að Betsson hafi fagnað þegar Svíar gerðu jafntefli við Trínidad og Tóbagó og þegar Frakkarnir náðu ekki að skora gegn sterkri vörn Sviss. Eflaust hafa aðstandendur Betsson haldið niðri í sér andanum á fimmtu- dagskvöld- inu þegar Svíum ætlaði ekki að takast að hafa sigur gegn Paragvæ en Svíinn Freddie Ljungberg eyði- lagði hins vegar allt þegar hann skoraði með skalla á síðustu mínútu. Einhverjir hafa hins vegar hopp- að hæð sína af kæti. „Ég er mjög vonsvikinn út í íslensku þjóðina fyrir að skilja ekki samfélagsádeiluna sem á sér stað í verkum mínum,“ segir danski listamaðurinn Kristian Hornsleth, en dónalegar myndir hans af íslenskum fegurðardrottn- ingum með klúrum myndatextum hafa kallað fram sterk viðbrögð og hefur sýningin tvívegis verið tekin niður. Sýningin átti að eiga sér stað á Sólón en forráðamenn staðarins ákváðu að draga boð sitt til baka þegar þeir sáu verkin. Því næst sneri umboðsmaður Hornsleth sér til eigenda Ari í Ögra eða Q bar eins og staðurinn heitir núna og var sýningin sett upp þar um síð- ustu helgi en var tekin niður á mið- vikudaginn. „Mér datt ekki í hug að myndirnar myndu fá svona mikla neikvæða athygli. Tilgang- urinn með verkunum er að horfa 25 ár fram í tíman og fylgjast með þróun heimsins í auglýsingum. Bæði textar og myndir verða klúr- ari og klámvæðingin rís hærra með hverju árinu. Ég er í rauninni bara að sýna fólki hvað ég haldi að eigi eftir að gerast eftir nokkur ár,“ segir Hornsleth. Kristian er þriggja barna faðir í Kaupmannahöfn en auk þess að vera listamaður er hann menntað- ur arkitekt og kvikmyndagerðar- maður og nýverið gaf hann út bók um verkin sín. Að sögn eiganda Q bars var sýningin tekin niður vegna áskorana frá stelpunum og foreldrum þeirra. „Ég ákvað að nota stelpurnar úr fegurðasam- keppninni á Íslandi vegna þess að þær eru staðalmyndir hugtaksins fegurð og að mínu mati ákveðin söluvara fegurðar. Ísland er þekkt fyrir fallegt kvenfólk og hefur auglýst sjálft sig fyrir það.“ Hornsleth hefur tvisvar komið til landsins áður og hreifst mjög af landi og þjóð. Hann er vinur Ólafs Elíassonar listamanns og kannast vel við íslenska list. Hann er mikill aðdáandi tónskáldsins Jóns Leifs og segir Gullfoss og Geysi fallegar náttúruperlur sem Íslendingar verða að fara vel með. „Þetta er allt spurning um að hafa húmor fyrir sjálfum sér. Mér var sagt að Íslendingar væru mjög afslappaðir en af atburðarás síð- ustu daga að dæma sýnist mér þið taka ykkur of alvarlega,“ segir Kristian Hornsleth að lokum. Aðstandendur sýningarinnar hér á landi eru að leita að nýjum stað til að sýna verkin og þess má geta að Hornsleth seldi þrjú verk meðan á sýningunni stóð, sem var aðeins í fjóra daga. alfrun@frettabladid.is KRISTIAN HORNSLETH: VONSVIKINN ÚT Í LAND OG ÞJÓÐ Íslendingar hafa ekki húmor fyrir sjálfum sér HUGTAKIÐ FEGURÐ Myndirnar hafa vakið mikla athygli en þrjú verk selst. HORNSLETH AÐ STÖRFUM Fjölskyldufaðir sem skilur ekki lætin í Íslendingum og vill ekki láta ritskoða list sína. Tilgangur hans var einungis að vekja fólk til umhugsunar um hina fallvöltu fegurð. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI NÚNA Treflar og vettlingar Það er miklu meira hipp og kúl að skarta fínni húfu eða hatti, treflum og vettlingum heldur en að frjósa úr kulda í ótímabærum sumarfatnaði. SKYRTUR OG BLÚSSUR Skyrtur eru auðvitað klassískur karlmanns- fatnaður en í dag er einnig mikið um stutterma- og langermaskyrtur fyrir konur. Hægt að finna bæði flottar skyrtur í vinnuna og fínni silkiblússur á djammið í hvítu og svörtu og allt þar á milli. APPELSÍNUGULUR Augnskuggar eða varalitir með appelsínugulum tón eru málið í dag. NÚNA BÚIÐ ÞJÓÐARREMBA Þjóðarstolt er inni, sérstaklega í dag, en öllu má ofgera. Gleymum ekki að þó við teljum okkur hafa fallegasta kven- fólkið, sterkustu karlmennina og fallegustu náttúruna þá sýnist sitt hverjum og þjóðarrembingur fellur aldrei í kramið hjá fólki frá öðrum löndum. GEISLASPILARI Ipod og aðrir MP3-spilarar eru málið í dag. Geislaspilarinn verður útdauður innan skamms. VÍÐAR BUXUR Mjög útvíðar buxur fóru úr tísku fyrir löngu en núna eru buxur sem eru beinar niður eða víðar að falla í ónáð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.