Fréttablaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 28
16. júlí 2006 SUNNUDAGUR8
Fjöldi þeirra sem taka
þátt í Nordjobb á Íslandi
hefur tvöfaldast á síðustu
tveimur árum. Alma
Sigurðardóttir segir fjölg-
unina stafa helst af þeim
skorti sem er á vinnuafli
hér á landi.
„Í ár komu tæplega 150
Nordjobbarar til Íslands og
er þetta því algjört metár,“
segir Alma Sigurðardóttir,
verkefnisstjóri Nordjobb á
Íslandi, en í fyrra komu 96
krakkar hingað til lands og
76 árið þar á undan. Fjöldi
Nordjobbara á Íslandi hefur
því tvöfaldast á síðustu
tveimur árum sem skapast
mest af aukinni eftirspurn
eftir vinnuafli. „Þessi aukn-
ing sýnir þá miklu þörf sem
er á starfskröftum hér á
landi. Við gerðum til að
mynda mun minna af því í
ár að leita sjálf til vinnu-
veitenda þar sem svo marg-
ir höfðu samband við okkur
að fyrra bragði,“ segir
Alma.
Í ár voru 9.700 manns
sem sóttu um Nordjobb á
Norðurlöndunum og þar af
rúmlega 4.000 manns sem
vildu fara til Íslands. Sumir
sóttu raunar um fleira en
eitt land en Ísland var samt
sem áður þriðja vinsælasta
landið. „Ísland kemur rétt á
eftir Danmörku en Noreg-
ur er langvinsælastur, með
um 5.000 umsækjendur.“
Helmingur þeirra
heppnu sem fengu að koma
til Íslands fór að vinna úti
á landi en hinn helmingur-
inn dvelur í Reykjavík.
,,Störfin eru af ýmsu tagi.
Margir krakkanna eru að
vinna við garðyrkju, þrif
og hótelstörf en einnig er
rosalega stór hópur sem
vinnur á elliheimilum,
bæði inni í eldhúsum og við
umönnum,“ segir Alma og
bætir því við að ekki hafi
áður verið sóst eftir
Nordjobb-krökkum inn á
elliheimilin.
Nordjobb snýst ekki ein-
ungis um að afla krökkum
vinnu heldur er tómstunda-
dagskráin einnig mikil-
vægur hluti af ferlinu.
„Þetta byggist náttúrulega
á því að krakkarnir læri
um hin Norðurlöndin og
kynnist fólki þaðan. Við
hittumst tvisvar til þrisvar
í viku, skipuleggjum ferðir
og alls kyns dagskrá. Við
höfum til dæmis haldið
íslenskunámskeið, farið til
Hveragerðis og verið með
þjóðakvöld svo sem sænskt,
danskt og finnskt kvöld,“
segir Alma og bætir því við
að flestir sem hingað komi
séu einfaldlega í ævintýra-
leit. „Margir hafa rosaleg-
an áhuga á Íslandi en svo
eru aðrir sem koma bara
hingað til að prófa eitthvað
nýtt, þá vantar kannski
sumarvinnu og finnst þetta
skemmtilegt tækifæri.“
Aldrei fleiri
í Nordjobb
Alma Sigurðardóttir er verkefnisstjóri Nordjobb á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Námskeið fyrir konur
sem vilja hrinda við-
skiptahugmynd í
framkvæmd hefjast
hjá Iðntæknistofnun í
september. Það nefnist
Brautargengi.
Brautargengi er 75 sunda
námskeið fyrir athafnakon-
ur sem vilja hefja eigin
atvinnurekstur. Forsenda er
að þær hafi viðskiptahug-
mynd til að vinna með.
Kennt er einu sinni í viku í
15 vikna lotu, fimm klukku-
stundir í senn. Á Brautar-
gengi læra þátttakendur um
stefnumótun, vöru- og þjón-
ustuþróun, markaðsmál,
fjármál, stjórnun auk ann-
arra hagnýtra atriða við
stofnun og rekstur fyrir-
tækja. Þá er sérstaklega
farið í kynningu á persónu-
einkennum frumkvöðla og
stjórnenda og hvað þeir
þurfa að hafa að bera til að
ná árangri. Slík námskeið
hafa verið haldin frá 1996.
Aukið brautargengi
Brautargengi er fyrir konur sem dreymir um eigin atvinnurekstur.
RAÐAUGLÝSINGAR
Strandgötu 1, 740 Neskaupstað
Sími: 470 0800 Fax: 470 0801
fjardanet@fjardanet.is
www.fjardanet.is
NORDIC
SEAHUNTER
Stöðugar tvíbytnur með mikla burðargetu
2000 kg burðargeta. Ýmsir notkunarmöguleikar.
Vinnuprammi, fl utningstæki, fl otbryggja eða bátur.
Fáanlegir með ýmsum búnaði, s.s. handriði, áldekki,
þóftum, kafarastiga og fl eira.Getum afgreitt bátana
með kerru og utanborðsmótor.
Bátar til sýnis á Ísafi rði, Akureyri, Neskaupstað
og Reykjavík.
G
a
ld
u
r
e
h
f
-g
a
ld
u
r.
is
Gistiheimili 51 hb.
Til sölu er Gistiheimili í nágrenni
höfuðborgarsvæðisins í fullum rekstri
með góð viðskiptasambönd.
Húsnæðið er 49 herbergi auk 2ja smáhúsa á lóð, allt í
útleigu. Lagnir þegar frágengnar fyrir 8 smáhús í viðbót.
Góð nýting allan ársins hring. Afkoma er góð.
Upplýsingar í síma 663 - 8478.
– Mest lesið
Þetta gæti tekið tíma
Er fasteignin þín ekki í mest lesna fasteignablaðinu?
Þegar hægist um á fasteignamarkaði er mikilvægara en nokkru sinni að auglýsa
á besta staðnum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup* lesa 40% fleiri Íslendingar á
aldrinum 25–49 ára Allt-fasteignir en Fasteignablað Morgunblaðsins. Vertu viss
um að eignin þín nái athygli sem flestra!
*Samkvæmt könnun Gallup, maí 2006
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Óska eftir að leigja stúdíó- eða 2ja herbergja
íbúð í Hlíðahverfi eða nágrenni.
Upplýsingar um leiguverð og annað sendist á
netfangið leiga@ungarnir.net
Óska eftir að
taka íbúð á leigu