Fréttablaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 63
SUNNUDAGUR 16. júlí 2006 31
410 4000 | landsbanki.isTryggðu þér miða á betra verði á
landsbankadeildin.is eða ksi.is
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
3
35
03
07
/2
00
6
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
3
35
03
07
/2
00
6
sun. 16. júlí kl. 20:00
mán. 17. júlí kl. 20:00
þri. 18. júlí kl. 19:15
þri. 18. júlí kl. 19:15
þri. 18. júlí kl. 19:15
þri. 25. júlí kl. 19:15
þri. 25. júlí kl. 19:15
þri. 25. júlí kl. 19:15
þri. 25. júlí kl. 19:15
FH - Valur
KR - ÍA
ÍBV - Breiðablik
Víkingur - Keflavík
Grindavík - Fylkir
Valur - Fylkir
Stjarnan - Þór/KA
Keflavík - KR
FH - Breiðablik
10. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KVENNA
11. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KARLA
FÓTBOLTI Forráðamenn félaganna
fjögurra sem dæmd voru fyrir
aðild sína að hneykslismálinu sem
nú skekur Ítalíu, eru allir mjög
ósáttir við refsingu sérstaks dóm-
stóls ítalska knattspyrnusam-
bandsins. Juventus, Lazio og Fior-
entina voru send niður í Serie-B
deildina en refsingarnar má sjá í
heild sinni hér til hliðar.
Forsaga málsins er sú að sam-
tölum á milli Luciano Moggi,
þáverandi stjórnarformanns
Juventus og háttvirts manns
innan ítalska knattspyrnusam-
bandsins var lekið í fjölmiðla.
Maðurinn sem Moggi var að ræða
við raðaði niður dómurum á leiki í
Serie-A deildinni og óskaði Moggi
eftir að fá ákveðna dómara á leiki
Juventus. Eftir að samtölin láku
út fór boltinn að rúlla og saksókn-
arar í Tórínó, Napóli og Rómaborg
settu mikla rannsókn af stað sem
leiddi ýmislegt merkilegt í ljós.
Rannsóknin sýndi að Moggi
var ekki sá eini seki en öll stjórn
Juventus sem og ítalska knatt-
spyrnusambandsins sagði af sér
eftir að flett hafði verið ofan af
mönnunum. Lazio, Fiorentina og
AC Milan voru öll viðriðin málið
en fengu þó ekki jafn mikinn skell
og Juventus sem fékk þyngsta
dóminn. Öll félögin hafa staðfest
að þau muni áfrýja dómunum sem
þau fengu.
30 stig verða tekin af Juventus
sem þýðir að mjög erfitt verður
fyrir liðið að komast upp um deild,
sér í lagi ef þeir missa megnið af
stórstjörnum liðsins. Auk þess
verða nokkur sterk lið í deildinni,
þeirra á meðal Lazio og Fiorent-
ina en af þeim verða þó líka tekin
stig.
„Liðsmenn Juve eru mjög
ósáttir með refsinguna. Félagið
mun ekki taka þessu enda er
skrýtið að refsa félaginu þegar
nokkrir fyrrum starfsmenn þess
eru viðriðnir málið. Við munum
áfrýja og gera allt sem í okkar
valdi stendur til að breyta dómn-
um,“ sagði Gilli og stjórnarfor-
maður Jean-Claude Blanc tók í
sama streng.
„Við bjuggumst við því að jafn-
vægi yrði í dómnum en augljós-
lega voru þær vangaveltur okkar
ekki réttar. Juventus fékk mun
þyngri refsingu en hin félögin.
Við skiljum ekki af hverju við
fáum langsamlega hörðustu refs-
inguna þegar málin virðast vera
svipuð að gerð,“ sagði Blanc.
AC Milan sendi í gær frá sér
yfirlýsingu þar sem félagið lýsir
yfir furðu sinni á dómnum. „AC
Milan telur að úrskurðurinn sé
alls ekki sanngjarn og að honum
verði að breyta. Við munum áfrýja
um leið og kostur gefst til í þeirri
trú að þessum fáránlega dómi
verði breytt,“ sagði í yfirlýsing-
unni.
Forráðamenn Fiorentina sendu
einnig frá sér yfirlýsingu í gær
þar sem þetta kom fram. „Fior-
entina hefur borist úrskurður
aganefndarinnar, úrskurður sem
er algjörlega fáránlegur. Með það
fyrir augliti, undirstrikar Fiorent-
ina andúð sína á hegðun fyrrver-
andi stjórnarmanna félagsins. Af
virðingu við borgina, stuðnings-
mennina og þá sem tengdir eru
málinu, mun Fiorentina berjast
fyrir rétti sínum.“
Forseti Lazio, Claudio Lotito,
sem hefur verið bannaður frá
öllum afskiptum af knattspyrnu,
segist ætla að hreinsa mannorð
klúbbsins. „Þetta er úrskurður
sem við bjuggumst alls ekki við að
heyra þar sem við stöndum í þeirri
trú að við höfum ekki farið í bága
við lögin, enda var það aldrei ætl-
unarverk okkar. Það er augljóst að
nokkrir dómarar sem dæmdu leiki
sem við spiluðum eru viðriðnir
málið en það segir ekki alla sög-
una. Lazio mun ekki sætta sig við
dóminn og ef þörf krefur förum
við fyrir Mannréttindadómstól
Evrópu,“ sagði Lotito.
hjalti@frettabladid.is
Mikil óánægja með dóminn á Ítalíu
Þrjú félög voru send niður í Serie-B deildina á Ítalíu fyrir aðild sína að hneykslismálinu sem nú er að leys-
ast eftir miklar rannsóknir. Forráðamenn félaganna sætta sig ekki við refsingarnar og ætla að áfrýja.
GIGLI Nýr forseti Juventus, Giovanni
Cobollo Gigli, á blaðamannafundi þar sem
hann fordæmdi niðurstöðu dómsins.
VONBRIGÐI Þessi svipur á David Trezeguet, leikmanni Juventus, lýsir því vel hvernig öllum
sem tengjast félaginu líður eftir að liðið var dæmt niður um deild.NORDICPHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Forráðamenn AC Milan
hafa ekki gefið upp alla von um að
spila í Evrópukeppni á næstu leik-
tíð. Eftir að hafa verið fundið sekt
í Ítalíuskandalnum svokallaða, var
félagið rekið úr Meistaradeildinni
en 44 stig voru tekin af AC Milan
fyrir síðustu leiktíð. Það þýðir að
liðið var einu stigi á eftir Empoli
sem fékk sæti í UEFA bikarkeppn-
inni en forráðamenn Milan eru
ekki á eitt sáttir.
„Empoli hefur ekki leyfi til að
spila í UEFA bikarkeppninni.
Fresturinn til að fá leyfi til þess er
runninn út og því gæti AC Milan
enn verið með í keppninni,“ sagði í
yfirlýsingu frá ítalska liðinu í
gær.
Hvort það er einhver sárabót
fyrir stórstjörnur ítalska liðsins
verður að koma í ljós en UEFA
keppnin er ekki ýkja hátt skrifuð
hjá flestum. - hþh
AC Milan:
Vill spila í UEFA bikarnum
FÓTBOLTI Roberto Mancini, stjóri
Juventus, fer fram á það að Inter
Milan fái Ítalíutitilinn frá síðasta
ári eftir úrskurð aganefndarinnar.
Titlar tveggja síðustu ára voru
teknir af Juventus auk þess sem 44
stig voru tekin af AC Milan. Inter
yrði því efst með 76 stig.
„Það er rétt að enginn á að fá
titilinn fyrir tveimur árum en sá
síðasti ætti að koma til Inter. Ef lið
vinnur með því að svindla er sann-
gjarnt að veita þeim sem var á
eftir þeim á sanngjarnan hátt titil-
inn,“ saði Mancini.
Líklegast þykir þó að titlar síð-
ustu tveggja ára verði einfaldlega
gerðir ógildir. - hþh
Roberto Mancini, stjóri Inter:
Vill fá titilinn
REFSINGAR FÉLAGANNA
Juventus:
Sent niður í Serie-B deildina,
30 stig tekin af þeim á næsta tímabili.
Tveir síðustu titlar hrifsaðir af þeim
Fær ekki þátttökurétt í Meistaradeildinni
2006.
Luciano Moggi, fyrrverandi stjórnarformað-
ur, fær fimm ára bann frá knattspyrnunni.
Antonio Giraodo, fyrrverandi stjórnarmaður
fær fimm ára bann frá knattspyrnunni.
AC Milan:
15 stig tekin af þeim á næsta tímabili.
Fær ekki þátttökurétt í Meistaradeildinni
2006.
Adriano Galliano, varaforseti félagsins, fær
eins árs bann frá knattspyrnunni.
Leoanardo Menai, stjórnarmaður, fær þriggja
ára og sex mánaða bann frá knattspyrnunni.
Fiorentina:
Sent niður í Serie-B deildina,
12 stig tekin af þeim á næsta tímabili.
Fær ekki þátttökurétt í Meistaradeildinni
2006.
Andrea Della Valle, forseti félagsins, fær
fimm ára og sex mánaða bann frá knatt-
spyrnunni.
Diego Della Valle, heiðursforseti, fær fimm
ára og sex mánaða bann frá knattspyrnunni.
Lazio:
Sent niður í Serie-B deildina,
7 stig tekin af þeim á næsta tímabili
Fær ekki þátttökurétt í Uefa-keppninni.
FÓTBOLTI Talið er líklegt að margir
leikmenn muni fara frá Juventus
nú þegar orðið er ljóst að liðið verð-
ur líklega ekki í Serie-A deildinni
næstu tvö árin. Liðið var fellt niður
um deild auk þess sem 30 stig voru
tekin af liðinu og verður því erfitt
fyrir félagið að koma sér aftur upp
á meðal þeirra bestu.
Lazio og Fiorentina munu lík-
lega missa sína bestu menn, en
einna helst er þar að nefna Luca
Toni sem er líklega á leiðinni til
Inter. Ekki er talið að AC Milan
muni selja sína menn þrátt fyrir að
félagið verði ekki með í Meistara-
deildinni á tímabilinu.
Sömu sögu er ekki að segja af
Juventus. Fabio Capello er þegar
farinn og má leiða líkur að því að
hann fari í sitt gamla félag og sæki
nokkrar stórstjörnur til Real Madr-
id. Arsenal og AC Milan hafa sýnt
einum besta og dýrasta markverði
heims áhuga, Gianluigi Buffon en
líklegt er talið að hann haldi sig á
Ítalíu.
Forráðamenn Juventus segja þó
að þeir vilji alls ekki selja neina
leikmenn, en það gæti reynst þeim
erfitt. „Ég vona að einhverjir af
leikmönnum okkar verði áfram hjá
okkur. Augljóslega verður erfitt
fyrir einhverja af þeim að fara ekki
en það er klárt mál að það verður
að greiða fullt verð fyrir mennina,“
sagði Giovanni Cobolli Gilli, forseti
Juventus en félagið hefur tapað
miklum fjármunum enda hefur
liðið hrapað niður á hlutabréfa-
markaðnum á Ítalíu. - hþh
Leikmenn Juventus flykkjast líklega frá félaginu:
Hverjir eru á lausu?
LEIKMENN JUVENTUS Zlatan Ibrahimovic, Gianlugi Zambrotta, Adrian Mutu og David Trez-
eguet eru líklega allir að fara frá Juventus.NORDICPHOTOS/AFP
HEITUSTU BITARNIR
Gianluigi Buffon, Patrick Vieira, Cristiano
Zanetti, Robert Kovac, Emerson, Zlatan Ibra-
himovic, Pavel Nedved, Mauro Camoranesi,
David Trézéguet, Gianluca Zambrotta, Lilian
Thuram, Fabio Cannavaro.