Fréttablaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 61
Það er varla hægt að ímynda sér betri stað fyrir veitingahús en í húsaröðinni á Bernhöftstorfu sem blasir við frá Lækjargötu og Lækj- artorgi, og þar trónir Lækjar- brekka við sjálft Bankastræti þar sem sérhver sál sem kemur til Reykjavíkur leggur leið sína. Lækjarbrekka er í þjóðbraut, í gömlu húsi sem hefur verið gert upp af natni, þarna mætast fortíð og nútíð með gagnkvæmri virð- ingu, þjóðlegar áherslur á hráefn- isval og umhverfi, nútímalegar áherslur í eldamennsku. Á stórum (um 30 forréttir og aðalréttir) og fjölbreyttum mat- seðli er boðið upp á „íslenskar veislur”, þríréttaðar máltíðir sem kosta 5.170 kr. á mann (kjötmáltíð) og 4.740 kr. (sjávarfang). Sælkera- veisla kostar 6.240. Lækjarbrekka er greinilega vinsæll staður. Hvert borð var skipað. Gestahópurinn var bland- aður. Ungir og gamlir. Frá næstu borðum heyrðum við glefsur úr samræðum á finnsku, ítölsku, ensku – og íslensku. Þjónustan var einstaklega lipur og í senn fagmannleg og vin- samleg og forréttirnir létu ekki á sér standa: Steiktur hörpudiskur og skel- fisk-flan með ætiþistlum og app- elsínuengifersmjöri, 1.820 kr., fal- lega fram borinn og prýðilegur réttur; og svo úrval fjögurra for- rétta á 1.970 kr. Þar bar af hrein- dýra-carpaccio – sem var svo gott að ég sá eftir að hafa ekki pantað það eingöngu. Í aðalrétt pantaði borðdaman tortelli-pasta fyllt með kónga- sveppum og humarhölum í hvít- laukssósu, 2.950 kr. og undirritað- ur steiktar kálfalundir með svartrótar-flani, kryddsteiktum fíkjum og estragonsósu á 4.230 kr. Pasta-rétturinn var ljómandi góður og sama má segja um kálfa- lundirnar, en það er furðulegt að kálfakjöt skuli ekki prýða fleiri matseðla en raun ber vitni. Estra- gonsósan og svartrótar-flanið gældu við bragðlaukana og hinar kryddsteiktu fíkjur voru snilldar góð hugmynd til að fullkomna góðan rétt. Eftirréttirnir voru sígildur ís og ávextir á 960 kr. (ég stenst eig- inlega aldrei þá freistingu að fá mér ís í eftirrétt) og svo kom skemmtileg hugdetta: vanillu- ilmaður rabarbari með mascarpone- kremi og kara- mellusósu á 1.160 kr. Drykkjarföng voru tvö glös af víni hússins handa dömunni og Chat- eau de Gvendar- brunnur handa herranum, og svo lauk máltíðinni með góðu kaffi. Gamalt FRÉTTIR AF FÓLKI R&B stjarnan Usher mun þreyta frumraun sína á Broadway í söngleiknum Chicago. Hann mun leika hlutverk lögmannsins Billy Flynn sem Richard Gere og David Hasselhoff léku áður. „Ég hef alltaf dáðst að Broadway- leikurum fyrir sviðshæfileik- ana, úthald og einbeitingu sem fer í sýningar á hverju kvöldi,“ sagði Usher. Brooke Shields og Melanie Griffith leika önnur hlut- verk í söngleiknum. Beyoncé Knowles upplýsti á dögunum að hún og faðir hennar, sem er jafnframt umboðsmaður hljómsveitarinnar Destiny‘s Child, hafi rifist mikið í gegnum tíðina. „Það tók dálít- inn tíma fyrir mig og föður minn að skilja hvort annað. Þegar ég var átján og byrjaði að skipta mér meira af viðskiptahlið- inni fékk hann hálfgert áfall og síðan þá höfum við oft átt í erjum,“ sagði Beyoncé í viðtali við MTV. „Ég sagði nei við einhverju en hann gerði hlutina samt.“ Um samband sitt við Jay-Z segir hún að það sé mjög auðvelt. „Við virðum hvort annað og ef ég er með einhverjar uppástungur virðir hann þær. Þetta er bara svo auð- velt. Og skemmtilegt,“ sagði hún. Nýjasta uppákoman í skilnaðarmáli Pauls McCartney og Heather Mills er upptaka af símtali þar sem dóttir Paul, Stella McCartney, skamm- ast út í Heather í samtali við föður sinn. Upptakan komst í hendur Heath- er og er nú orðin málsgagn. Stella og Heather hafa aldrei verið mestu mátar enda hefur afar sjaldan fengist mynd af þeim saman. Málsað- ilar mega ekki ræða upptök- una en víst er að það sem sagt er á henni hlýtur að vera eldfimt. Bikinítíminn er nú runninn upp og eflaust eru margar konur að leita að undraráðum til að líta sem best út í sólarlandaferðinni. Breska fyr- irsætan Elizabeth Hurley er í góðu formi þrátt fyrir að hún sé orðin 41 árs og hún gaf á dögunum nokkur ráð til að bæta útlitið á ströndinni. 1. „Allar konur líta betur út í bikiníbuxum sem eru svolítið hátt skornar,“ sagði Elizabeth og benti á að toppar sem eru bundnir á bak við hálsinn eru flottir fyrir lítil brjóst. 2. Brúnkukrem, háreyðing og naglasnyrting er ómissandi. „Ekki birtast á ströndinni með loðna leggi, þurra húð, illa litaðar rætur í hársverði og brotnar negl- ur,“ sagði Liz. 3. Fyrirsætan mælti með því að gera eins margar maga- æfingar og hægt er á hverjum degi í viku fyrir fríið og bætti við: „Reyndu að standast allan skyndi- bitamat og snarl milli mála.“ 4. Slæður bundnar um mittið eru mjög hentugar á ströndina. „Þú munt líta vel út og hefur snyrtilega tekið magann, rassinn og lærin úr sviðsljósinu.“ Bikiníráð Hurley ELIZABETH HURLEY Fyrirsætan tekur sig alltaf vel út í bikiníinu en hún á einnig eigið sundfatamerki. Með hníf og gaffli > Þráinn Bertelsson LÆKJARBREKKA, BANKASTRÆTI 2, 101 REYKJAVÍK Máltíð fyrir tvö á Lækjarbrekku kostaði 14.730 kr. Plúsarnir eru notalegt umhverfi í fallegu, gömlu húsi; góð þjónusta og mjög vel frambærileg matreiðsla – og síðast en ekki síst þokkalega stórir matarskammtar handa göngumóðum ferðamönnum. Mínusarnir eru fyrst og fremst að þótt Lækjarbrekka sé prýðilegur veitingastaður er verðlagningin dáldið yfirspennt! V I N N I N G A R V E R ÐA A F H E N D I R H J Á BT S M Á R A L I N D. KÓ PAVO G I . M E Ð Þ V Í A Ð TA K A Þ ÁT T E R T U KO M I N N Í S M S K LÚ B B. 9 9 K R / S K E YT I Ð. S E N D U S M S S K E YT I Ð J A S M F Á N Ú M E R I Ð 1 9 0 0 O G Þ Ú G Æ T I R U N N I Ð M I ÐA F YR I R T VO. V I N N I N G A R E R U B Í Ó M IÐA R F YR I R T VO * DV D M YN D I R TÖ LV U L E I K I R VA R N I N G U R T E N G D U R M YN D I N N I O G M A R G T F L E I R A 9. HVE R VIN NUR ! *SÝNDAR Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU. MYND OG HLJÓÐ SAMBÍÓIN SÍMI: 575-8900 www.sambioin.is SUPERMAN RETURNS SUPERMAN RETURNS VIP THE BREAK UP THE FAST AND THE FURIOUS 3 BÍLAR ísl. tal CARS enskt tal SHE´S THE MAN KL. 12:40-1:40-3:50-4:50-7-8 10:10-11:10 KL. 1:40-4:50-8-11:10 KL. 3:50-6-8-8:15-10:20-10:30 KL. 8-10:20 KL. 12:30-1-3-5:30 KL. 1-3:30 KL. 6 B.I. 10 B.I. 12 SUPERMAN RETURNS THE BREAK UP BÍLAR ísl. tal KL. 2-5-8-11 KL. 8-10:10 KL. 2-5 B.I. 10 * SUPERMAN RETURNS THE BREAK UP BÍLAR ísl. tal KL. 1-2-4-6-8-10-11:10 KL. 8:20-10:30 KL. 1-3:30-6 B.I. 10 SUPERMAN RETURNS THE BREAK UP THE LAKE HOUSE CARS enskt tal BÍLAR ísl. tal KEEPING MUM POSEIDON KL. 2:50-5:50-9-10:40 KL. 3:45-6-8:15-10:40 KL. 3:45-6-8:15-10:30 KL. 8:15 KL. 3:30-5:50 KL. 3:45-6-8:15 KL. 10:30 B.I. 10 B.I. 12 B.I. 14 SUPERMAN RETURNS FAST & THE FURIOUS 3 THE LAKE HOUSE BÍLAR KL. 2-5-8-11 KL. 5 KL. 8-10:10 KL. 2 B.I. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.