Fréttablaðið - 16.07.2006, Síða 61
Það er varla hægt að ímynda sér
betri stað fyrir veitingahús en í
húsaröðinni á Bernhöftstorfu sem
blasir við frá Lækjargötu og Lækj-
artorgi, og þar trónir Lækjar-
brekka við sjálft Bankastræti þar
sem sérhver sál sem kemur til
Reykjavíkur leggur leið sína.
Lækjarbrekka er í þjóðbraut, í
gömlu húsi sem hefur verið gert
upp af natni, þarna mætast fortíð
og nútíð með gagnkvæmri virð-
ingu, þjóðlegar áherslur á hráefn-
isval og umhverfi, nútímalegar
áherslur í eldamennsku.
Á stórum (um 30 forréttir og
aðalréttir) og fjölbreyttum mat-
seðli er boðið upp á „íslenskar
veislur”, þríréttaðar máltíðir sem
kosta 5.170 kr. á mann (kjötmáltíð)
og 4.740 kr. (sjávarfang). Sælkera-
veisla kostar 6.240.
Lækjarbrekka er greinilega
vinsæll staður. Hvert borð var
skipað. Gestahópurinn var bland-
aður. Ungir og gamlir. Frá næstu
borðum heyrðum við glefsur úr
samræðum á finnsku, ítölsku,
ensku – og íslensku.
Þjónustan var einstaklega
lipur og í senn fagmannleg og vin-
samleg og forréttirnir létu ekki á
sér standa:
Steiktur hörpudiskur og skel-
fisk-flan með ætiþistlum og app-
elsínuengifersmjöri, 1.820 kr., fal-
lega fram borinn og prýðilegur
réttur; og svo úrval fjögurra for-
rétta á 1.970 kr. Þar bar af hrein-
dýra-carpaccio – sem var svo gott
að ég sá eftir að hafa ekki pantað
það eingöngu.
Í aðalrétt pantaði borðdaman
tortelli-pasta fyllt með kónga-
sveppum og humarhölum í hvít-
laukssósu, 2.950 kr. og undirritað-
ur steiktar kálfalundir með
svartrótar-flani, kryddsteiktum
fíkjum og estragonsósu á 4.230 kr.
Pasta-rétturinn var ljómandi
góður og sama má segja um kálfa-
lundirnar, en það er furðulegt að
kálfakjöt skuli ekki prýða fleiri
matseðla en raun ber vitni. Estra-
gonsósan og svartrótar-flanið
gældu við bragðlaukana og hinar
kryddsteiktu fíkjur voru snilldar
góð hugmynd til að fullkomna
góðan rétt.
Eftirréttirnir voru sígildur ís
og ávextir á 960 kr. (ég stenst eig-
inlega aldrei þá freistingu að fá
mér ís í eftirrétt) og svo kom
skemmtileg hugdetta: vanillu-
ilmaður rabarbari
með mascarpone-
kremi og kara-
mellusósu á 1.160
kr.
Drykkjarföng
voru tvö glös af
víni hússins handa
dömunni og Chat-
eau de Gvendar-
brunnur handa
herranum, og svo
lauk máltíðinni
með góðu kaffi.
Gamalt
FRÉTTIR AF FÓLKI
R&B stjarnan Usher mun þreyta frumraun sína á Broadway í
söngleiknum Chicago. Hann mun
leika hlutverk
lögmannsins
Billy Flynn
sem Richard
Gere og David
Hasselhoff
léku áður. „Ég
hef alltaf dáðst
að Broadway-
leikurum fyrir
sviðshæfileik-
ana, úthald og
einbeitingu sem
fer í sýningar á
hverju kvöldi,“
sagði Usher.
Brooke Shields
og Melanie Griffith leika önnur hlut-
verk í söngleiknum.
Beyoncé Knowles upplýsti á dögunum að hún og faðir hennar,
sem er jafnframt
umboðsmaður
hljómsveitarinnar
Destiny‘s Child, hafi
rifist mikið í gegnum
tíðina. „Það tók dálít-
inn tíma fyrir mig
og föður minn að
skilja hvort annað.
Þegar ég var átján
og byrjaði að
skipta mér meira
af viðskiptahlið-
inni fékk hann
hálfgert áfall og
síðan þá höfum
við oft átt í
erjum,“ sagði
Beyoncé í viðtali
við MTV. „Ég sagði
nei við einhverju en hann
gerði hlutina samt.“ Um samband sitt
við Jay-Z segir hún að það sé mjög
auðvelt. „Við virðum hvort annað og
ef ég er með einhverjar uppástungur
virðir hann þær. Þetta er bara svo auð-
velt. Og skemmtilegt,“ sagði hún.
Nýjasta uppákoman í skilnaðarmáli Pauls McCartney og Heather
Mills er upptaka af símtali þar sem
dóttir Paul, Stella McCartney, skamm-
ast út í Heather í samtali við föður
sinn. Upptakan komst í hendur Heath-
er og er nú orðin málsgagn. Stella og
Heather hafa aldrei verið mestu mátar
enda hefur afar sjaldan fengist
mynd af þeim
saman. Málsað-
ilar mega ekki
ræða upptök-
una en víst er
að það sem
sagt er á
henni hlýtur
að vera
eldfimt.
Bikinítíminn er nú runninn upp og
eflaust eru margar konur að leita
að undraráðum til að líta sem best
út í sólarlandaferðinni. Breska fyr-
irsætan Elizabeth Hurley er í góðu
formi þrátt fyrir að hún sé orðin 41
árs og hún gaf á dögunum nokkur
ráð til að bæta útlitið á ströndinni.
1. „Allar konur líta betur út í
bikiníbuxum sem eru svolítið hátt
skornar,“ sagði Elizabeth og benti á
að toppar sem eru bundnir á bak
við hálsinn eru flottir fyrir lítil
brjóst. 2. Brúnkukrem, háreyðing
og naglasnyrting er ómissandi.
„Ekki birtast á ströndinni með
loðna leggi, þurra húð, illa litaðar
rætur í hársverði og brotnar negl-
ur,“ sagði Liz. 3. Fyrirsætan mælti
með því að gera eins margar maga-
æfingar og hægt er á hverjum degi
í viku fyrir fríið og bætti við:
„Reyndu að standast allan skyndi-
bitamat og snarl milli mála.“ 4.
Slæður bundnar um mittið eru
mjög hentugar á ströndina. „Þú
munt líta vel út og hefur snyrtilega
tekið magann, rassinn og lærin úr
sviðsljósinu.“
Bikiníráð Hurley
ELIZABETH HURLEY Fyrirsætan tekur sig
alltaf vel út í bikiníinu en hún á einnig
eigið sundfatamerki.
Með hníf og gaffli
> Þráinn Bertelsson
LÆKJARBREKKA, BANKASTRÆTI 2, 101 REYKJAVÍK
Máltíð fyrir tvö á Lækjarbrekku kostaði 14.730 kr.
Plúsarnir eru notalegt umhverfi í fallegu, gömlu húsi; góð þjónusta og mjög vel
frambærileg matreiðsla – og síðast en ekki síst þokkalega stórir matarskammtar
handa göngumóðum ferðamönnum.
Mínusarnir eru fyrst og fremst að þótt Lækjarbrekka sé prýðilegur veitingastaður er
verðlagningin dáldið yfirspennt!
V I N N I N G A R V E R ÐA A F H E N D I R H J Á BT S M Á R A L I N D. KÓ PAVO G I .
M E Ð Þ V Í A Ð TA K A Þ ÁT T E R T U KO M I N N Í S M S K LÚ B B. 9 9 K R / S K E YT I Ð.
S E N D U S M S S K E YT I Ð J A S M F Á N Ú M E R I Ð
1 9 0 0 O G Þ Ú G Æ T I R U N N I Ð M I ÐA F YR I R T VO.
V I N N I N G A R E R U B Í Ó M IÐA R F YR I R T VO * DV D M YN D I R
TÖ LV U L E I K I R VA R N I N G U R T E N G D U R M YN D I N N I
O G M A R G T F L E I R A
9.
HVE
R
VIN
NUR
!
*SÝNDAR Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU. MYND OG HLJÓÐ
SAMBÍÓIN SÍMI: 575-8900 www.sambioin.is
SUPERMAN RETURNS
SUPERMAN RETURNS VIP
THE BREAK UP
THE FAST AND THE FURIOUS 3
BÍLAR ísl. tal
CARS enskt tal
SHE´S THE MAN
KL. 12:40-1:40-3:50-4:50-7-8
10:10-11:10
KL. 1:40-4:50-8-11:10
KL. 3:50-6-8-8:15-10:20-10:30
KL. 8-10:20
KL. 12:30-1-3-5:30
KL. 1-3:30
KL. 6
B.I. 10
B.I. 12
SUPERMAN RETURNS
THE BREAK UP
BÍLAR ísl. tal
KL. 2-5-8-11
KL. 8-10:10
KL. 2-5
B.I. 10
* SUPERMAN RETURNS
THE BREAK UP
BÍLAR ísl. tal
KL. 1-2-4-6-8-10-11:10
KL. 8:20-10:30
KL. 1-3:30-6
B.I. 10 SUPERMAN RETURNS
THE BREAK UP
THE LAKE HOUSE
CARS enskt tal
BÍLAR ísl. tal
KEEPING MUM
POSEIDON
KL. 2:50-5:50-9-10:40
KL. 3:45-6-8:15-10:40
KL. 3:45-6-8:15-10:30
KL. 8:15
KL. 3:30-5:50
KL. 3:45-6-8:15
KL. 10:30
B.I. 10
B.I. 12
B.I. 14
SUPERMAN RETURNS
FAST & THE FURIOUS 3
THE LAKE HOUSE
BÍLAR
KL. 2-5-8-11
KL. 5
KL. 8-10:10
KL. 2
B.I. 10