Fréttablaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 56
 16. júlí 2006 SUNNUDAGUR24 Ágústínus kirkjufaðir gerði upp við glímu mannsandans við frjálsan vilja og þyrnum stráða leit sína að innri ró í Játningum sínum árið 400. Verkið, sem hefur haft ómæld áhrif á vestræna menningu, bættist nýlega í flokk Lærdómsrita Bók- menntafélagsins þegar það kom loks út í heild sinni í ís- lenskri þýðingu Sigurbjörns Einarssonar biskups. Játningar eru í grunninn sjálfsævi- saga og þær áttu sér ekki hliðstæðu í bókmenntasögunni þegar Ágúst- ínus skrifaði þær, þannig að þær eru því mikilvægt verk bæði í guð- fræði- og bókmenntafræðilegum skilningi. Sigurbjörn Einarsson biskup þýddi verkið sem skiptist í 13 bækur. Fyrstu 9 bækurnar komu út í þýðingu Sigurbjörns árið 1962 en hafa verið illfáanlegar um ára- bil þannig að nýja útgáfan er löngu tímabær. Endalaus uppspretta hugleiðinga Sigurbjörn lætur þess getið í inn- gangi sínum að nýju útgáfunni að í fjórum síðustu bókunum glími Ágústínus við „þungvægar spurn- ingar um tilveruna og Guð henn- ar“. Þeim bókum er sleppt í mörg- um útgáfum verksins og svo var einnig gert árið 1962. „Ég hafði þó gert drög að þýðingu á þeim einn- ig, sem lá ósnert í fórum mínum í áratugi. En mér fannst vangert við hinn mikla mann og reyndi síðar að bæta úr því. Árangur þeirrar til- raunar liggur hér fyrir.“ „Það er til mikill fengur að því að fá verkið gefið út í heild sinni,“ segir séra Gunnar Kristjánsson, sem hefur meðal annars kennt Játningarnar í námskeiðum við Háskóla Íslands. „Játningarnar eru mjög auðlesnar og þýðing Sigur- björns afar vönduð. Gömul ritverk eins og Játningarnar bjóða upp á og kalla á sífellda umfjöllun og eru ótæmandi brunnur nýrra hugsana. Eitt meginþema Játninganna er leit mannsins að sálarfriði og Ágústínus tekst á við það efni af mikilli þekkingu og djúpu innsæi.“ Áhrifamesti kirkjufaðirinn Ágústínus varð biskup í heimalandi sínu í Afríku árið 395 og það leið ekki á löngu þar til kirkjan í allri Norður-Afríku fór að líta á hann sem sjálfsagðan leiðtoga sinn enda varð hann „kunnur um alla kristni sakir lærdóms, einurðar og anda- giftar,“ eins og Sigurbjörn orðar það í innganginum. „Ágústínus var einn áhrifamesti kirkjufaðirinn, lagði grunninn að kenningakerfi kirkjunnar, því hafði bókin meiri áhrif en ella í tímans rás. Hann var mjög mótandi í mörgum undirstöðuatriðum trúar- innar og áhrif Játninganna á kaþ- ólsku kirkjuna hafa verið gríðar- leg,“ segir Gunnar og bætir því við að burtséð frá áhrifum bókarinnar á mótun kirkjunnar séu Játning- arnar í flokki klassískra bók- menntaverka hins vestræna menn- ingarheims og í því sambandi vegi ævisögulegi þátturinn þungt. „Þetta er öðru fremur sjálfsævi- saga skrifuð sem játning. Ágústín- us kafar ofan í eigið líf og gerir sér far um að hylja ekkert. Játningarn- ar eru að þessu leyti fyrirmynd SR. GUNNAR KRISTJÁNSSON Segir sígild bókmenntaverk á borð við Játningarnar þurfa stöð- uga umfjöllun enda séu þær endalaus uppspretta hugleiðinga og skoðanaskipta. ÁGÚSTÍNUS Hafði mikil áhrif á vestræna hugsun og mótun kaþólsku kirkjunnar með ævisögu sinni þar sem hann gerði einlægar játningar fyrir Guði og mönnum. Játningar leitandi sálar Nútímamaðurinn er þræll klukkunnar og margir hverjir kvarta stöðugt undan tímaleysi. Í dag geta gestir á prestsetrinu í Laufási í Eyjafirði kynnst gömlu hand- verki og starfshátt- um, til dæmis því hversu langan tíma það tekur að útbúa smjörklípu og skyr. Dagskráin varir milli 13.30-17 en hún hefst með messu sr. Péturs Þórar- inssonar og mun söngurinn hljóma út á túnið. Í Gamla bænum verður fólk að störfum og sýnir gamalt verklag, meðal annars við matargerð þar sem unnið er úr undirstöðu Íslendinga fyrr á öldum, mjólkinni. Það aldrei að vita nema boðið verði upp á lummur hjá maddömmunni og gestir fái að smakka á góðgætinu. Á hlaðinu verður heyskapur í fullum gangi og hljóðfæra- leikararnir Einar og Haukur spila ljúfa tónlist og mun hópur dansara stíga á stokk og sýna þjóðdansa klukkan 15.30. Minjasafnið í Laufási er opið alla daga frá 9-18 og þá er einnig hægt að nýta sér aðstöðu í nýopnaðri veitingasölu í gamla prestshúsinu. PRESTSSETRIÐ Í LAUFSÁSI Gestir geta kynnst horfnum starfs- háttum í dag og fengið að smakka á lummum. Starfsdagur í Laufási Á Seyðisfirði 17. – 23. júlí 2006 Listasmiðjur, opnunarhátíð, alþjóðlegt pikknikk, stuttmynda- veisla, hönnunarsýning, uppskeruhátíð, RISAtónlistarveisla og Todmobile ball. Sjá www.lunga.is 14. júlí - uppselt 15. júlí - laus sæti 20. júlí - uppselt 21. júlí - laus sæti 27 júlí - laus sæti LEIKHÚSTILBOÐ Tvíréttaður matur, miði og frítt í Göngin til baka í boði Landnámsseturs Frá kr. 4000 - 4800 MIDAPANTANIR Í SÍMA 437 1600 Föstudag 14. júlí kl. 20 uppselt Laugardag 15. júlí kl. 20 uppselt Sunnudag 16. júlí kl. 15 aukasýning Sunnudag 16. júlí kl. 20 örfá sæti Föstudag 21. júlí kl. 20 laus sæti Laugardag 22. júlí kl. 20 laus sæti Sunnudag 23. júlí kl. 20 laus sæti Föstudag 28. júlí kl. 20 laus sæti Laugardag 29. júlí kl. 20 laus sæti Sunnudag 30. júlí kl. 20 laus sæti Sýnt í Landnámssetri í Borgarnesi SJÁLFSTÆÐU LEIKHÚSIN Tjarnarbíó Sími 561 0250 Sun. 16/7 Kl. 20:30 This Side Up – Singapore Miðaverð 2.000 www.leikhopar.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI ... sem flig vantar til a› hefja n‡tt líf N† VÖRU- OG fiJÓNUSTUSKRÁ Á VISIR.IS/ALLT F í t o n / S Í A menning@frettabladid.is ! Kl. 16.00Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari heldur stofutónleika á Gljúfrasteini í Mosfellssveit. Á efnisskránni er Partita nr. 1 í h-moll eftir Johann Sebastian Bach. > Ekki missa af... harmonikufjöri á Árbæjarsafni í dag. Félagar úr harmonikufé- laginu Hljómi munu leika við hvern sinn fingur á safnalóðinni og halda uppi stemningunni í allan dag. myndlistarsýningu Jónínu Magnúsdóttur, Ninnýjar, sem sýnir abstrakt málverk á Thorvaldsen bar í Austurstræti 8, Reykjavík. Sýningin stendur til 11. ágúst. singapúrska döffleikritinu This Side Up sem verður sýnt í Tjarnarbíói kl. 20.30 í kvöld. Sýningin er hluti af alþjóðlegri döff-leiklistarhátíð sem haldin var á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.