Fréttablaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 4
4 16. júlí 2006 SUNNUDAGUR
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 14.7.2006
Bandaríkjadalur 74,68 75,04
Sterlingspund 137,57 138,23
Evra 94,59 95,11
Dönsk króna 12,679 12,753
Norsk króna 11,96 12,03
Sænsk króna 10,274 10,334
Japanskt jen 0,6444 0,6482
SDR 110,21 110,87
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
130,9663
Gengisvísitala krónunnar
SVÍÞJÓÐ Átján manns voru fluttir á
sjúkrahús með níu sjúkrabílum í
Gautaborg í Svíþjóð í gær, eftir
árekstur tveggja rússíbana í Lise-
berg-skemmtigarðinum skömmu
eftir hádegi í gær. Þrjú börn voru
meðal hinna slösuðu.
Áreksturinn varð þegar farþeg-
ar voru að fara úr einni vagnalest-
inni við innganginn í tækið. Eitt-
hvað fór úrskeiðis hjá annarri
vagnalest sem var að hefja túr sinn,
því hún rann aftur á bak og skall á
þeirri sem fólkið var að fara úr, að
sögn Lasse Zagai, yfirmanns garðs-
ins.
„Það er auðvitað áfall þegar
svona nokkuð hendir,“ sagði Zagai í
samtali við sænska fjölmiðla.
Vagnalestin hafði rétt hafið ferð-
ina upp fyrstu löngu brekkuna
þegar hún skyndilega nam staðar
og rann svo aftur á bak með fyrr-
greindum afleiðingum. Þó hraðinn
hafi ekki verið mikill, þá varð skell-
urinn samt sem áður töluverður, að
sögn Zagai.
Alls voru um 40 farþegar um
borð í vagnalestunum tveim, en þeir
sem voru að fara úr stöðvuðu lest-
inni meiddust mest.
Tíu hinna slösuðu voru Norð-
menn og ellefu Svíar. Enginn þeirra
sem fluttir voru á sjúkrahús var illa
slasaður, að sögn Staffan Sellberg
hjá sænsku lögreglunni, og þykir
mikil mildi að ekki fór verr. Fólkið
var með bak- og höfuðáverka, og
sumir höfðu fengið áfall. Flestir
fengu að fara heim í gærkvöld.
Garðinum var lokað eftir slysið
og unnu starfsmenn hans hörðum
höndum við að rannsaka upptök
slyssins.
Liseberg er stærsti skemmti-
garður Svíþjóðar og eru laugardag-
ar jafnan annríkustu dagarnir í
garðinum, en þá er hann opnaður
klukkan ellefu.
Rússíbaninn, sem er úr stáli, var
byggður árið 1987 og er einn sá
stærsti í Svíþjóð. Hann er 1.400
metra langur og geta vagnalestirn-
ar ferðast á allt að 80 kílómetra
hraða á klukkustund. Fimm vagna-
lestir ganga í honum samtímis.
Samtals hafa 30 milljón manns
keyrt í rússíbananum, en þetta er í
fyrsta sinn sem alvarlegt slys sem
þetta verður.
Rússíbananum hefur verið lokað
þar til gengið hefur verið úr skugga
um að öryggi gesta sé tryggt.
smk@frettabladid.is
Rússíbanar rákust á
í Liseberg-garðinum
Mikil mildi þykir að ekki fór verr en raun bar vitni þegar tveir rússíbanar
rákust á í stærsta skemmtigarði Svíþjóðar í Gautaborg í gær. Tuttugu og einn
slasaðist, þar af þrjú börn, en enginn illa.
RÚSSÍBANINN Níu sjúkrabílar voru kallaðir
til þegar slys varð í rússíbananum í Gauta-
borg í gær. NORDICPHOTOS/AFP
KONU SINNT Sjúkraliði sinnir konu sem
slasaðist þegar tveir rússíbanar skullu
saman í Liseberg-skemmtigarðinum í
Gautaborg í gær. NORDICPHOTOS/AFP
SJÓNVARP Sjónvarpsréttur næstu
Evrópukeppni landsliða í knatt-
spyrnu, sem fram fer í Austurríki og
Sviss árið 2008, er laus.
Þýska fjölmiðlafyrirtækið Sport-
Five hefur réttinn frá UEFA til
útdeilingar en EBU, Samtök evr-
ópskra sjónvarpsstöðva, sem tryggði
Sjónvarpinu sýningaréttinn að
næstu heimsmeistarakeppni í fót-
bolta, varð undir í útboði. Sjónvarpið
þarf því hugsanlega að taka þátt í
almennu útboði á opnum markaði ef
stofnunin vill tryggja sér réttinn.
Hins vegar gætu ýmis ákvæði í sölu
á sýningaréttinum, svo sem kvaðir
um að sýna keppnina í opinni dag-
skrá og svo framvegis, fælt áskrifta-
stöðvarnar frá því að taka þátt.
Sjónvarpið hefur haft sýninga-
réttinn að keppninni undanfarin ár
og að sögn Bjarna Guðmundssonar,
framkvæmdastjóra Sjónvarpsins,
verður reynt að tryggja að svo verði
áfram. „Ég geri ráð fyrir því að við
tökum þátt í að kaupa sýningaréttinn
að Evrópukeppninni til að gera sem
flestum kleift að sjá keppnina,“ segir
Bjarni.
Ari Edwald, forstjóri 365, segir
menn þar á bæ alltaf á höttunum
eftir vinsælu sjónvarpsefni og að
sjálfsögðu veki sýningarétturinn á
keppninni áhuga þeirra. „Sýn lætur
engin slík útboð fram hjá sér fara,“
segir Ari.
Svar Magnúsar Ragnarssonar,
sjónvarpstjóra Íslenska sjónvarps-
félagsins, var á svipuðum nótum.
„Þetta er áhugavert efni og hugsan-
lega munum við sýna því áhuga,“
segir Magnús.
Alls óvíst er hvenær SportFive
býður sýningaréttinn til sölu og er
það ákvörðun fyrirtækisins hvenær
það verður. Eitt er þó víst að um vin-
sælan sjónvarpsviðburð er að ræða
og hart varður barist bæði innan
vallar sem utan í aðdraganda keppn-
innar. - æþe
Sjónvarpsrétturinn á Evrópukeppninni í knattspyrnu árið 2008 er á lausu:
Stöðvarnar munu berjast um réttinn
EVRÓPUKEPPNIN Í FÓTBOLTA 2004 Líklegt verður að teljast að sjónvarpstöðvar landsins
keppi um sýningaréttinn að næstu Evrópukeppni í fótbolta.
Ranglega var sagt í Fréttablaðinu í gær
að Jónína Bjartmarz væri félagsmálaráð-
herra. Jónína er umhverfisráðherra. Beð-
ist er velvirðingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTTING
HOLLAND, AP Listunnendur flykktust
í gær til Hollands til að halda upp á
það að 400 hundruð ár eru liðin frá
fæðingu málarans Rembrandt Van
Rijn. Hátíðarhöldin fóru fram í fæð-
ingarbæ málarans, Leiden, og í
Amsterdam þar sem hann málaði
mörg af sínum frægustu verkum.
Stytta af málaranum var heiðruð
með fjölmennri göngu aðdáenda að
styttunni í Leiden og söngleikur
byggður á ævi Rembrandts var
frumsýndur í Amsterdam.
Rembrandt var uppi á gullaldar-
tímabili hollenskrar málaralistar og
talinn fremsti maður þar í flokki.
Hann varð frægur fyrir að ná vel
skilum ljóss og skugga í myndum
sínum. - áp
Hátíðarhöld í Hollandi:
400 ára afmæli
Rembrandts
MÁLARI SUNGINN Söngleikur um ævi
Rembrandts var frumsýndur í gær.
PERÚ, AP Læknir í Perú var ákærð-
ur nýverið fyrir að selja börn til
barnlausra Evrópubúa. Í íbúð hans
og á læknastofu fundust sex börn
á aldrinum sex mánaða til tíu ára.
Læknirinn, sem er 61 árs, segist
faðir þeirra allra og neitar sök.
Lögregla telur að hann hafi
greitt konum, sem komu til hans í
leit að fóstureyðingu, fyrir að
fæða börnin, og selt Evrópubúum
þau svo fyrir sem samsvarar
400.000 til 750.000 krónum. Yfir-
völd rannsaka nú með DNA-próf-
um hvort hann sé faðir barnanna.
Verði læknirinn fundinn sekur,
getur hann átt von á allt að tólf ára
fangelsi. - smk
Læknir handtekinn í Perú:
Grunaður um
að selja börn
Norðurlandabúar í slysi Langferða-
bíll með hóp Norðurlandabúa innan-
borðs valt í Egyptalandi í gærmorgun.
Fólkið slapp ómeitt úr slysinu. Lögreglan
rannsakar nú orsakir slyssins.
EGYPTALAND LÖGREGLUMÁL Ökumaður á sjötugs-aldri ók ógætilega á Ólafsfjarðar-
vegi frá Akureyri til Dalvíkur og
missti stjórn á bílnum neðan við
bæinn Hátún. Bíllinn fór út af veg-
inum, fór nokkrar veltur og end-
aði á hliðinni skorðaður í skurði.
Ökumaðurinn var einn á ferð og
kalla þurfti til sjúkrabíla og tækja-
bíl til að losa hann úr bílnum. Mað-
urinn slasaðist, en ekki alvarlega
og grunur leikur á að hann hafi
verið ölvaður undir stýri. - sgj
Ökumaður ók gáleysislega:
Bíllinn valt og
endaði í skurði
AFGANISTAN, AP Hernámsliðið og
her Afganistans drápu yfir fjöru-
tíu manns í suðurhluta Afganist-
ans í gær, þar á meðal tíu í stór-
felldri loftárás á eyðimerkurbæ,
sem var talinn vera undir stjórn
talibana, að sögn hersins. Meira
en 300 fallhlífarhermenn réðust
inn í bæinn Sangin til að stöðva
hundruð talibana sem herinn sagði
að væru að skipuleggja árásir.
Yfir 700 manns hafa látist
vegna átakanna í landinu síðan um
miðjan maí. - sgj
Ofbeldisbylgja í Afganistan:
Tugir dóu í að-
gerðum hersins