Fréttablaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 6
6 16. júlí 2006 SUNNUDAGUR
www.lyfja.is
- Lifið heil
VIRKAR Á ÖLLUM STIGUM FRUNSUNNAR
- ALDREI OF SEINT!
Vectavir
FÆST ÁN LYFSEÐILS
Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsum af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum
stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar
framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið
á 2 klst. fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við
ofreynslu, kvef eða inflúensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram
ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir
minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu.
Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
ÍS
L
E
N
S
K
A
A
U
G
L
†
S
IN
G
A
S
T
O
FA
N
/S
IA
.I
S
LY
F
3
3
4
7
1
0
6
/2
0
0
6
Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn
Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði
Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd
Selfossi - Laugarási
HÚSAFRIÐUN Menntamálaráðherra
hefur ákveðið friðun fjögurra
mannvirkja að fenginni tillögu
húsafriðunarnefndar ríkisins. Þetta
eru heilsuverndarstöðin við Bar-
ónsstíg í Reykjavík, rjómabúið að
Baugsstöðum, Dalatangaviti og
gamla sundlaugin að Seljavöllum í
Rangárvallasýslu.
Fyrirtækið Mark-hús ehf. keypti
heilsuverndarstöðina af ríki og borg
í nóvember á síðasta ári og hefur nú
auglýst bygginguna til sölu eða
leigu. Að sögn Markúsar Árnason-
ar, framkvæmdastjóra Mark-húsa,
eru viðræður í gangi við nokkra
aðila en ekki liggur fyrir hvað verð-
ur um bygginguna.
Heilsuverndarstöðin er með
merkustu opinberu byggingum í
Reykjavík og jafnframt ein sú
óvenjulegasta út frá sjónarhóli
byggingarlistar. Friðun hennar nær
til ytra borðs, ásamt aðalanddyri og
stigahúsi, anddyrum við Barónsstíg
og Egilsgötu auk tilheyrandi fastra
innréttinga, gólfefna og frágangs.
Höfundar eru arkitektarnir Einar
Sveinsson og Gunnar H. Ólafsson
og er húsið fyrsta sérhannaða
heilsugæslubygging landsins.
Varðveislugildi rjómabúsins að
Baugsstöðum, sem er skammt frá
Stokkseyri, felst einkum í menning-
arsögu og fágæti þess ásamt ein-
stakri varðveislu alls þess sem
kemur starfseminni við. Friðunin
nær til ytra borðs ásamt tækjum og
tólum, lausum og föstum.
Dalatangaviti, milli Seyðisfjarð-
ar og Mjóafjarðar, er elsti uppi-
standandi viti landsins, byggður af
Otto Wathne, kaupmanni og útgerð-
armanni á Seyðisfirði. Veggirnir
eru hlaðnir úr grjóti en þak er klætt
bárujárni. Friðunin nær til ytra og
innra borðs.
Gamla sundlaugin að Seljavöll-
um í Rangárvallasýslu er elsta
steinsteypta sundlaug landsins.
Veggirnir eru úr steinsteypu á þrjá
vegu en fjórða hliðin snýr hallandi
að klettavegg með náttúrulegum
heitum uppsprettum. Friðunin nær
til laugarinnar, mannvirkja við hana
og nánasta umhverfis sem nær tíu
metra umhverfis laugina til suður,
norðurs og austurs. Klettaveggur-
inn að vestan er allur friðaður.
Þorsteinn Gunnarsson, formað-
ur húsafriðunarnefndar, segir
algera samstöðu hafa verið um frið-
un þessara mannvirkja. „Það kemur
fyrir að eigendur geri athugasemd-
ir þegar á að friða eitthvert mann-
virki og það er yfirleitt tekið tillit til
þess. En engar slíkar bárust núna.“
Hlutverk húsafriðunarnefndar
er að varðveita íslenska byggingar-
arfleifð sem hefur menningarsögu-
legt gildi. Fyrir kemur að nefndinni
berast ábendingar um hvaða mann-
virki skuli friða en yfirleitt verða
tillögur til á vettvangi nefndarinnar
að sögn Þorsteins. sdg@frettabladid.is
HEILSUVERNDARSTÖÐIN VIÐ BARÓNSSTÍG Var byggð á árunum 1949 til 1955 og er höfund-
arverk Einars Sveinssonar og Gunnars H. Ólafssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
Mannvirki með
sögulegt gildi friðuð
Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg, rjómabúið að Baugsstöðum, Dalatangaviti
og gamla sundlaugin að Seljavöllum hafa verið friðuð af menntamálaráðherra,
samkvæmt tillögum frá húsafriðunarnefnd.
BLÓÐBANKINN Nýr vefur á vegum
Blóðbankans, www.stofnfrumur.is,
var opnaður á föstudag en á honum
er hægt að fræðast um stofnfrumur
og framgöngu stofnfrumurann-
sókna hér á landi og erlendis. Á for-
síðu vefsins munu birtast daglegar
fréttir af gangi mála og umræðunni
um stofnfrumur. Verkefnið er stutt
af OgVodafone, sem hefur styrkt
Blóðbankann undanfarin ár.
Vefurinn á að vera fræðandi
fyrir almenning jafnt sem heilbrigð-
isstarfsfólk, segir í fréttatilkynn-
ingu Blóðbankans. Von bankans er
að fagfólk leggi lóð sitt á vogarskál-
arnar til að styðja síðuna.
- sgj
Blóðbankinn opnar vef:
Stofnfrumur í
brennidepli
MENNING Elfa Rún Kristinsdóttir
fiðluleikari fór heim með þrenn
verðlaun í alþjóðlegu Johann
Sebastian Bach-
tónlistarkeppn-
inni í Leipzig.
Auk þess að
hljóta fyrstu
verðlaun fyrir
fiðluleik og verð-
laun fyrir að
vera yngsti
keppandinn fékk
Elfa Rún sérstök
áhorfendaverð-
laun í fiðluleik.
Að sögn Lilju Hjaltadóttur, fiðlu-
leikara og móður Elfu Rúnar, bætt-
ust áhorfendaverðlaunin óvænt við
á verðlaunaathöfninni sem haldin
var í gær.
Elfa Rún er 21 árs og hefur
stundað nám í fiðluleik í Freiburg
undanfarin þrjú ár. - at
Bach-keppnin í Leipzig:
Hlaut þrenn
verðlaun
ÞORGERÐUR KATRÍN
GUNNARSDÓTTIR
ÞORSTEINN
GUNNARSSON
STJÓRNMÁL Nýr meirihluti í borginni
ætlar að bíða eftir skoðun Sam-
keppniseftirlitsins á kvörtun fyrri
meirihluta. Kvörtunin var vegna
ákvörðunar Landsvirkjunar að
leggja Laxárvirkjun í stað hlutafjár
inn í nýtt smásölufyrirtæki hennar,
Orkubús Vestfjarða og RARIK sem
heitir Orkusalan. Það hefur enn ekki
verið gert en ákvörðunin liggur
fyrir.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg-
arstjóri segir að hann hafi þó alltaf
verið sannfærður um að með því að
leggja virkjunina í Orkusöluna
skerðist hagsmunir Reykvíkinga
síður en svo.
„Þegar við seljum okkar hlut í
Landsvirkjun, verður virkjunin uppi
á borði eins og hver önnur verðmæti
í þessu fyrirtæki. Þannig að staða
okkar veikist ekki hvað það varðar,
enda sýndi enginn fram á það,“ segir
Vilhjálmur.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, segir að
styttist í niðurstöðuna. Reykjavík-
urlistinn kvartaði til Samkeppnis-
eftirlitsins þar sem hann taldi að
verðmat á virkjuninni væri ekki
raunhæft og eignir borgarinnar því
rýrðar. Þess var einnig krafist að
Samkeppniseftirlitið athugaði hvort
stofnun og rekstur Orkusölunnar
samrýmdust ákvæðum samkeppnis-
og raforkulaga. - gag
Reykjavíkurborg bíður álits Samkeppniseftirlitsins þrátt fyrir nýjan meirihluta:
Álítur ekki að eignin rýrist
VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON
Borgarstjórinn bíður svars Samkeppniseftir-
litsins við spurningum Reykjavíkurlistans.
KJÖRKASSINN
Hefurðu smakkað hrefnukjöt?
Já 76%
Nei 24%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Finnst þér dagskrárgerð í
íslensku sjónvarpi vönduð?
Segðu skoðun þína á Vísi.is
SÞ, AP Aðildarríki Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna samþykktu
einróma ályktun síðdegis í gær
þar sem fordæmdar eru tilraunir
Norður-Kóreumanna með eld-
flaugar fyrr í þessum mánuði.
Jafnframt er þess krafist að Norð-
ur-Kóreumenn gefi eldflaugaáætl-
un sína upp á bátinn.
Sinni Norður-Kórea ekki þess-
ari ályktun, verður gripið til refsi-
aðgerða.
Öryggisráðið hefur fundað um
málið í tíu daga, en Kínverjar og
Rússar hafa sett sig gegn því að
ráðið beiti Norður-Kóreu of mikl-
um þrýstingi. - smk
Öryggisráð SÞ:
Norður-Kóreu
verður refsað
ÖRYGGISRÁÐIÐ Frá fundi Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SAMGÖNGUR Borgarfulltrúar
Vinstri grænna hafa óskað eftir
umræðu um málefni Strætó bs. á
næsta borgarráðsfundi. Vilja þeir
endurskoða aðild Reykjavíkur að
byggðasamlaginu sem rekur
Strætó bs. þar sem ljóst sé að
sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu eigi ekki samleið í mál-
efnum almenningssamgangna.
Nýkjörin stjórn Strætó bs.
hefur ákveðið að hefja ekki á ný
akstur á 10 mínútna tíðni á stofn-
leiðum eins og var í síðustu vetr-
aráætlun. Stofnleið S5 verður enn
fremur lögð niður en breytingar
gerðar á þjónustutíma leiðar 19 til
mótvægis.
Þessar aðgerðir eru ætlaðar til
að taka á rekstrarvanda Strætó bs.
og stöðva 360 milljóna króna halla-
rekstur að því er segir í fréttatil-
kynningu. Þar kemur einnig fram
að sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu, eigendur Strætó bs.,
munu ekki leggja fram meira fé til
að rétta af reksturinn og viðhalda
taprekstri. Ásgeir Eiríksson,
framkvæmdastjóri fyrirtækisins,
segir hækkandi eldsneytiskostn-
að, aukna verðbólgu, launahækk-
anir, gengisþróun, en fyrst og
fremst fækkun farþega, samfara
sívaxandi fjölda bifreiða í einka-
eign, vera lykilþætti í erfiðum
rekstri fyrirtækisins að undan-
förnu. - sdg
BIÐ EFTIR STRÆTÓ
Það er vissara að vera vel búinn ef biðin dregst á langinn. Ákveðið hefur verið að hætta með ferðir á 10 mínútna fresti.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Aðgerðum Strætó bs. ætlað að stöðva 360 milljóna króna hallarekstur:
Fækkun farþega og fjölgun
einkabíla veldur erfiðleikum
Þriggja bíla árekstur Þrír bílar lentu
í árekstri á Borgarfjarðarbrú á þriðja
tímanum í gær. Um aftanákeyrslu var að
ræða og urðu engin slys á fólki.
Fékk golfkúlu í hausinn Maður sem
lék golf á golfvelli við Ísafjörð í gær varð
fyrir því óláni að fá golfkúlu í höfuðið.
Læknisskoðun leiddi í ljós að mannin-
um hefði ekki orðið meint af og hélt
hann því leiknum ótrauður áfram.
LÖGREGLUFRÉTTIR
ELFA RÚN
KRISTINSDÓTTIR
HLEMMUR Framkvæmdastjóri Strætó segir hækkandi eldsneytiskostnað, launahækkanir og
fækkun farþega vera lykilþætti í erfiðum rekstri fyrirtækisins.
LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn í
Reykjanesbæ handtóku sex manns
í fyrrakvöld. Fólkið var statt í húsi
í bænum og gerðu lögreglumenn
húsleit. Við húsleitina fundust 415
e-töflur. Einnig fundust 15 grömm
af fíkniefnum sem lögregla telur
vera amfetamín og smáræði af
kókaíni.
Fólkið var allt látið gista í
fangageymslum yfir nóttina. Þeim
var sleppt í gær að loknum yfir-
heyrslum. Málið telst upplýst að
sögn varðstjóra lögreglunnar í
Reykjanesbæ.
- sdg
Fíkniefni í Reykjanesbæ:
Sex teknir með
415 e-töflur