Fréttablaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
48%
67%
*Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í maí 2006.
Íslendingar 18-49 ára
Meðallestur á
tölublað
Fr
é
tt
a
b
la
›
i›
Fr
é
tt
a
b
la
›
i›
M
b
l.
M
b
l.40
30
50
70
60
Sími: 550 5000
SUNNUDAGUR
16. júlí 2006 — 189. tölublað — 6. árgangur
��� ���� ����������������� ����� � ����� ������ ������������ ��������
��������������������������������������������������������������������������������������������������������� �������
���������
�������������������������������� ����������������������������
����� �������������������������������������������������
�� ����������������������������
�������������������������������� ����������������
������������
��� ��������������������������������������������������
�������������������������
��������������������������������������������������� ������������
������������
VEÐRIÐ Í DAG
ALLT ATVINNA
Stútfullt blað af
atvinnuauglýsingum
atvinna
Í MIÐJU BLAÐSINS
HREINN SVERRISSON
Veggfóðraði með Idol-
myndum
Límdar upp með kennaratyggjói
FÓLK 38
Rekur veitingastað með
mafíunafni
Veitingastaðurinn Badabing hefur
verið opnaður í Hafnarfirði. Nafn
staðarins er mörgum
kunnuglegt enda ber
strippbúllan sem mafíu-
félagarnir úr Sopranos-
þáttunum sækja
reglulega sama nafn.
FÓLK 38
BJART AUSTAST - Í dag verður
hæg vestlæg átt. Lítilsháttar væta vest-
an til og sumstaðar á Norðurlandi en
nokkuð bjart á landinu austan-verðu.
Hiti 10-16 stig, hlýjast fyrir austan.
VEÐUR 4
��
�
��
��
��
OFURHUGAR Um 140 manns lögðu af stað frá Landmannalaugum í gærmorgun til að hlaupa Laugaveginn sem er 55 km löng leið. Rok og rigning setti strik í reikninginn en um 119 manns
luku keppni. Sigurður Þórarinsson kom fyrstur í mark eftir rúma fimm tíma og er hann fyrsti Íslendingurinn til að vinna keppnina í tíu ára sögu hlaupsins. MYND/FRÍMANN ARI FERDINANTSSON
LÍBANON, AP Árásir Ísraelsmanna á
Líbanon héldu áfram í gær, fjórða
daginn í röð. Forsetisráðherra Líb-
anons, Fuad Saniora, kallaði eftir
vopnahléi undir vernd Sameinuðu
þjóðanna í ræðu sem sjónvarpað
var í Líbanon. Hann gaf jafnframt í
skyn að líbanski herinn yrði sendur
til suðurhluta landsins, sem hingað
til hefur verið stjórnað af herská-
um meðlimum Hizbollahsamtak-
anna.
Ísraelsher hóf harðar árásir á
Líbanon á miðvikudag eftir að með-
limir Hizbollah tóku tvo ísraelska
hermenn höndum. Síðan hafa minnst
106 Líbanar farist, flestir óbreyttir
borgarar, auk fimmtán Ísraela.
Meðlimir Hizbollah hafa svar-
að fyrir sig með sprengjum, en á
föstudag sagði sjeik Hassan
Nassrallah, leiðtogi Hizbollah, að
samtökin væru reiðubúin í hreint
og klárt stríð gegn Ísraelsríki. Í
gær sögðu Ísraelsmenn að 100
íranskir hermenn væru nú staddir
í Líbanon og veittu Hizbollah
stuðning, en stjórnvöld í Íran
sögðu ekkert hæft í þeim orðum.
Utanríkisráðherrar átján
arabaríkja héldu neyðarráðstefnu
um ástandið í Kaíró í Egyptalandi
í gær, en fundurinn endaði í rifr-
ildi eftir að nokkrir þeirra for-
dæmdu Hizbollah fyrir að hefja
átökin. - smk
Ísraelsmenn héldu árásum á Líbanon áfram fjórða daginn í röð:
Forsætisráðherra vill vopnahlé
Hreinsað til Friðargæsluliðar Sameinuðu
þjóðanna hreinsa upp líkamsleifar
óbreyttra borgara sem fórust í árás Ísraela
á Líbanon í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FRAMKVÆMDIR Kátir karlar voru á
Kárahnjúkum í gærmorgun eftir að
„slegið var í gegn“ í aðrennslis-
göngum virkjunarinnar. Þetta er í
fyrsta skipti sem gegnumslag á sér
stað í þessum fjörutíu metra löngu
aðrennslisgöngum sem á endanum
munu liggja frá Hálslóni að Fljóts-
dalsstöð. Verktakar eiga þó eftir að
slá í gegn oftar á leiðinni því unnið
er að borun á nokkrum stöðum í
göngunum.
„Við erum ekki að klára göngin
heldur er þetta einn áfangi af mörg-
um,“ segir Sigurður Arnalds, kynn-
ingarstjóri Kárahnjúkavirkjunar.
Áfanginn þýðir að annars konar
vinna fer af stað við þann enda
ganganna sem snýr að Hálslóni.
„Nú er hægt að fara af fullum
krafti í frágangsvinnu á þessum
slóðum og mögulegt að komast að
verkinu beggja megin frá,“ segir
Sigurður.
Verktakafyrirtækið Impregilo
vinnur að borun aðrennslisgang-
anna með þremur risaborum.
Gegnumslagið í gær var þó ekki
unnið af þeim heldur fyrirtækinu
Arnarfelli sem hefur aðstoðað við
gangagerðina með hefðbundnum
aðferðum á svæðinu næst Háls-
lóni.
Alls er útlit fyrir um fimm mán-
aða töf á verklokum aðrennslis-
ganganna sem eru að mestu leyti
tilkomnar vegna erfiðleika með
einn þriggja bora Impregilo á síð-
asta ári. „Útaf fyrir sig gengur
þetta núna alveg ágætlega en töfin
sem var í fyrra gerir það að verk-
um að allt þetta borverk er á eftir
áætlun. Á þessu ári og næsta reyn-
um við því með öllum ráðum að
vinna það upp eins og hægt er,“
segir Sigurður. annat@frettabladid.is
Starfsmenn slógu í
gegn í göngunum
Síðasta haftið milli viðbótarganga og annars enda aðrennslisganga Kárahnjúka-
virkjunar var rofið í gærmorgun. Þetta er fyrsti gegnumslátturinn í göngunum.
SPRENGING UNDIRBÚIN Fyrsti gegnum-
sláttur aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjun-
ar var í gærmorgun.
Bóndinn í Úthlíð
Björn Sigurðsson, bóndi í Úthlíð, hefur
byggt upp blómlega sum-
arbústaðabyggð á jörð
sinni. Hann byggir enn og
getur nú kallað sig
kirkjubónda með
góðri samvisku.
VIÐTAL 14
Stórlaxar í Straumi
Þrír af umsvifamestu auð-
mönnum landsins setjast
saman í stjórn Straums-
Burðaráss á miðvikudag. Fáir
hafa trú á því að samstarfið
sé til langframa.
VIÐSKIPTI 16
Vill helst vera á miðjunni
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson hefur
verið valinn leikmaður 10. umferðar
Landsbankadeildar karla
af Fréttablaðinu. Hann
átti mjög góðan
leik fyrir FH í sigri
á KR.
ÍÞRÓTTIR 30
BANDARÍKIN, AP Geimfarar um borð
í geimflauginni Discovery lögðu
af stað heimleiðis í gær, eftir að
hafa eytt níu dögum í alþjóðlegu
geimstöðinni.
Ferðin hefur gengið framar
vonum, að sögn talsmanna NASA.
Þó hafa menn nokkrar áhyggjur af
leka frá aflgjafa stýris- og bremsu-
búnaðar geimflaugarinnar. Sex
geimfarar eru um borð í Discov-
ery, en þeir skildu einn geimfara
eftir í alþjóðlegu geimstöðinni, þar
sem hann mun dvelja í sex mánuði
ásamt tveimur öðrum starfsmönn-
um stöðvarinnar.
Gert er ráð fyrir að Discovery
geimflaugin lendi í Bandaríkjun-
um á morgun. - smk
Discovery-geimflaugin:
Geimfararnir
á leið heim
ALÞJÓÐLEGA GEIMSTÖÐIN Myndin er tekin
úr geimflauginni Discovery í gær.
LÖGREGLUMÁL Maður var stöðvað-
ur af lögreglu um fimmleytið í
gærmorgun við þá iðju að reka
leigubílaþjónustu í miðborginni
án tilskilinna leyfa. Maðurinn
keyrði skemmtanaglaða borgar-
búa gegn gjaldi, en þetta er í
annað sinn í vikunni sem hann er
stöðvaður.
Maðurinn seldi einnig áfengi og
tóbak úr bílnum sínum. Lagði lög-
regla hald á áfengi mannsins, um
þrjá og hálfan kassa af bjór, þrjár
flöskur af sterku áfengi og nokkuð
af tóbaki. - sgj
Leyfislaus á leigubíl:
Seldi farþegum
áfengi og tóbak