Fréttablaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 8
8 16. júlí 2006 SUNNUDAGUR VEISTU SVARIÐ? 1Hvar á landinu er hlutfall þeirra sem stunda kynlíf í 10. bekk hæst? 2 Hvaða menn voru fyrirrennarar Eiðs Smára Guðjohnsen í treyju númer 7 hjá liði Barcelona? 3Fyrir hvern er lengsta sjónvarpsaug-lýsing landsins gerð? SVÖR Á SÍÐU 38 ÞRÓUNARAÐSTOÐ Framkvæmda- stjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNICEF, Ann Veneman, skrifaði á föstudag undir framtíð- arsamning við UNICEF á Íslandi. Með samstarfssamningnum skuld- bindur íslenska landsnefndin sig til að halda áfram að afla fjár til verkefna UNICEF og fylgja stöðl- um samtakanna. Eftir tveggja ára starf UNICEF á Íslandi hefur landsnefndin náð þeim árangri að safna að meðaltali 12,5 bandaríkjadölum á hvern íbúa. Það er hlutfallslega meðal hæstu framlaga innan lands- nefnda UNICEF. UNICEF vinnur í 157 löndum og byggir starf sitt á Þúsaldar- markmiðum Sameinuðu þjóðanna um þróun, en þau miða meðal ann- ars að því að draga úr fátækt og tíðni ungbarnadauða og auka menntun fyrir árið 2015. Í því starfi treystir UNICEF eingöngu á frjáls framlög einstaklinga, fyrir- tækja og ríkisstjórna. Veneman segir meginmarkmið UNICEF sé að skapa eins góð skil- yrði og hægt er fyrir börn til að eiga gott og heilbrigt líf. „Um 10,5 milljónir barna undir fimm ára aldri deyja árlega vegna sjúkdóma sem auðvelt er að koma í veg fyrir eða lækna. Og hungur stuðlar að um helmingi þessara dauðsfalla.“ Veneman fundaði með Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra á föstudaginn þar sem rætt var um fjárframlög Íslands til verkefna UNICEF sem hafa stóraukist á seinustu árum í samræmi við aukin fjárframlög Íslands til þró- unaraðstoðar. Valgerður segir fyr- irséð að íslensk stjórnvöld muni styrkja UNICEF um 30 milljónir í ár. „Í því felst meðal annars að aðstoða börn í Mið-Afríku sem hafa sinnt hermennsku og aðlaga þau að venjulegu lífi á nýjan leik. Einnig verða tveir íslenskir ung- liðar styrktir til verkefna á vegum UNICEF í Kenía og á Indlandi.“ Veneman segir Íslendinga geta lagt sitt af mörkum til þróunar- hjálpar. „Enn eru milljarðar í heiminum sem lifa á minna en 150 krónum á dag og mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því. Við getum hjálpað með fjárhagsstuðn- ingi gegnum samtök á borð við UNICEF. Það vakti einnig athygli mína í samtalinu við utanríkisráð- herrann að hér eru sérvið, á borð við fiskiðnað og jarðvarma, þar sem Íslendingar geta miðlað af kunnáttu sinni til að skapa efna- hagtækifæri í þróunarríkjum. Landsnefndir, á borð við þá sem er á Íslandi, eru í 37 löndum. Flest Evrópulönd hafa landsnefnd ásamt fleiri löndum sem sjá að mestu leyti um fjáröflun fyrir starfsemi UNICEF en kostnaður er tvær til tvær og hálf milljón króna árlega. Veneman segir íslensku lands- nefndina standa sig afar vel. „Hún jók fjárframlög sexfalt milli áranna 2004 og 2005 og mun auka þau enn meir núna milli áranna 2005 og 2006.“ sdg@frettabladid.is ANN VENEMAN FRAMKVÆMDASTJÓRI UNICEF Veneman tók við embætti 1. maí árið 2005 og varð þar með fimmti framkvæmdastjóri UNICEF í 60 ára sögu samtakanna. Framlög Íslendinga meðal þeirra hæstu Framkvæmdastjóri UNICEF hefur undirritað framtíðarsamning við íslensku landsnefndina. Framlög landsnefndarinnar eru hlutfallslega meðal þeirra hæstu innan landsnefnda UNICEF. Framlög ríkisins hafa stóraukist síðustu ár. PÓLLAND, AP Jaroslaw Kaczynski sór á föstudag embættiseið sinn sem forsætisráðherra Póllands. Ráðherrar í ríkisstjórn hans gerðu slíkt hið sama, en þeir voru flestir í ríkisstjórn fyrrverandi forsætis- ráðherra, Kazimierz Marcinki- ewicz. Kaczynski er tvíburabróðir for- seta Póllands, Lech Kaczynski. Ekki er búist við miklum breyt- ingum á stefnu stjórnarinnar, þar sem nýi forsætisráðherrann er jafnframt formaður hins íhalds- sama stjórnarflokks og hafði sem slíkur töluverð áhrif á stefnu fyrri stjórnar. - gb Stjórnarskipti í Póllandi: Tvíburinn tók við stjórninni JAROSLAW KACZYNSKI Sór embættiseið sinn á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRETLAND Rúmlega eitt hundrað þúsund ólöglegum hnífum var skilað til bresku lögreglunnar á fimm vikum, kemur fram á frétta- vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Breska lögreglan hóf nýverið herferð gegn ólöglegum hnífum og öðrum vopnum, og lofaði að spyrja hvorki spurninga né ákæra fólk sem skilaði hnífum inn til þeirra í fimm vikna átaki sem lauk 30. júní. Varð árangurinn framar vonum, og segjast lögregluyfir- völd vonast til þess að hann endur- spegli breyttan hugsanahátt gagn- vart eggvopnum. Hnífsblöðin voru endurunnin í endurvinnslustöð í Hertfordshire á föstudag. - smk Breska lögreglan: 100.000 hníf- um skilað inn HNÍFUR Bretar hafa verið duglegir að skila inn hnífum. MINJAVERND Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóri afhjúpaði á föstudag upplýsingaskilti þar sem fræðast má um tilurð og sögu Grímsstaðavararinnar við Ægi- síðu í Reykjavík en hún var ein af sjö vörum við Skerjafjörð og sú þeirra sem lengst var róið frá. Þetta er gert í tilefni þess að Reykjavíkurborg hyggst varð- veita minjar um útgerð í Gríms- staðavör. Vilhjálmur segir grásleppu- skúrana við Ægisíðu vera minnis- varða um útgerð grásleppubát- anna og þá vösku trillukarla sem þar sóttu sjóinn. Kjartan Magnússon borgar- fulltrúi segir grásleppuskúrana í því ástandi að það þurfi að taka ákvörðun um það hvort á að halda upp á þá eða rífa þá. „Skúrarnir liggja undir skemmdum en það er mín skoðun að það eigi að varð- veita þessar minjar og verja skúrana fyrir skemmdum.“ Kjartan segir varðveislu skúranna bjóða upp á þann mögu- leika að í framtíðinni verði hægt að standa fyrir sýningum við skúrana um fiskverkun og útgerð frá fyrri tíð. Á skiltinu sem afhjúpað var í gær segir meðal annars að þó svo Grímsstaðavörin hafi verið þekkt- ust fyrir útgerð grásleppubáta síðustu áratugina hafi áður fyrr ekki síður verið gert út á þorsk og ýsu. Þegar mest var voru sextán bátar gerðir út frá vörinni en það var Björn Guðjónsson sem síðast- ur gerði út frá Grímsstaðavör allt til ársins 1998. - hs Borgarstjóri afhjúpaði upplýsingaskilti um útgerð í Grímsstaðavör við Ægisíðu: Grásleppuskúrarnir fá að lifa FRÆÐSLUSKILTIÐ AFHJÚPAÐ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og Björn Guð- jónsson afhjúpa fræðsluskiltið um útgerð í Grímsstaðavör. Aðgerðir gegn mávum Bæjaryfir- völd í Hafnarfirði hafa ákveðið að fara í átak gegn mávum sem sagðir eru angra bæjarbúa og vekja ótta hjá hafnfirsk- um börnum eftir að skólpútrásum við Herjólfsgötu í Hafnarfirði var lokað. Þar með eru bæjaryfirvöld að fylgja í fótspor sjálfstæðismanna í Reykjavík sem einnig eru í svipuðu átaki. NÁTTÚRA VIÐSKIPTALÍF Hannes Hilmarsson tekur við stöðu forstjóra Air Atl- anta Icelandic af Hafþóri Haf- steinssyni sem verður stjórnar- formaður félags- ins. Hannes, sem er 41 árs við- skiptafræðing- ur, hefur verið framkvæmda- stjóri fjarmála- sviðs og aðstoð- arforstjóri fyrirtækisins frá því um áramót. Hann hefur starfað við flugrekst- ur í 16 ár, þar af 14 ár í stjórnenda- stöðum hjá Icelandair bæði hér- lendis og erlendis. Air Atlanta Icelandic var stofn- að árið 1986 og er leiðandi á sviði þjónustuleigu flugvéla í heimin- um. - áp Breytingar hjá Atlanta: Hannes sest í forstjórastól HANNES HILMARSSON FLUGSAMGÖNGUR Talsverðar tafir urðu á flugi vélar Iceland Express til Friedrichshafen í gærmorgun. Bilun mun hafa komið upp í loku í hjólabúnaði vélarinnar. Þegar vélin var komin í loftið fóru hjólin upp með eðlilegum hætti en lok búnaðarins féll ekki að. Ákveðið var að lenda vélinni aftur í Kefla- vík til að gera við lokuna. Eftir viðgerðina var vélinni flogið í stutt reynsluflug og að því búnu gengu farþegar um borð á ný. Vélin lenti síðan í Friedrich- shafen í gærmorgun og var um klukkustund á eftir áætlun. - áp Vél Iceland Express tafðist: Bilun kom upp í hjólabúnaði ICELAND EXPRESS Flugvélar Iceland Express, Ásinn og Tvisturinn, koma saman til Keflavíkur í fyrsta sinn. Rúta af vegi Rúta með fjörutíu tékk- neska ferðamenn innanborðs fór út af vegi og festist í Lundarreykjardal í gær. Engan sakaði. LÖGREGLUFRÉTTIR Urðun að Strönd Skipulagsstofnun hefur borist frummatsskýrsla Sorps- töðvar Rangárvallasýslu um mat á umhverfisáhrifum stækkunar móttöku-, flokkunar- og urðunarsvæðis að Strönd í Rangárþingi ytra. Allir geta lagt fram athugasemdir við tillöguna. SKIPULAGSMÁL LÖGREGLUFRÉTTIR Ökumaður drátt- arbíls ók á hæðarslá á leið sinni inn í Hvalfjarðargöng í fyrrdag, en sinnti ekki viðvöruninni og hélt áfram inn í göngin. Reyndust þau of þröng og bíllinn festist. Loka þurfti göngunum í tvo klukkutíma meðan unnið var að því að losa stífluna og hreinsa til. Dráttarbíllinn var með gröfu á pallinum og því nokkuð yfir leyfi- legum hæðartakmörkunum í göng- in. Kalla þurfti til slökkvilið til að þrífa upp smurolíu sem lak úr bílnum. Lögregla segir það gerast oft í viku að ökumenn virði ekki hæðartakmarkanir og sýni með því ótrúlegt kæruleysi. - sgj Hvalfjarðargöng stífluðust: Stórir bílar festast ítrekað VÍSINDI, AP Þótt ekki sé óalgengt að dýr kenni ungum sínum að veiða, er sjaldgæft að villt dýr leggi sig jafn mikið fram við það og jarð- kettir gera, að því er kemur fram í nýrri rannsókn háskólans í Cam- bridge á Englandi. Oftast fylgist ungviðið bara með eldri dýrum og lærir þannig, en hér er um raun- verulega kennslu að ræða, að sögn Alex Thornton, eins vísindamann- anna sem tóku þátt í rannsókninni. Þrátt fyrir nafnið eru jarðkettir ekki kattardýr, heldur lítil rándýr af mongús-flokknum. Þeir eru spendýr sem búa í Suður-Afríku og éta meðal annars eitraða sporð- dreka, köngulær og eðlur, sem erf- itt er fyrir afkvæmin að með- höndla. Rannsóknin sýndi að fullorðnu dýrin byrja á því að sýna ungviðinu dauða bráð, kenna því svo hvernig ber að fara með lifandi bráð sem þeir fullorðnu hafa lemstrað aðeins, og hvetja það loks til að veiða sjálft. Fullorðnu dýrin fjarlægja meira að segja broddinn af sporðdrekum áður en kettling- arnir fá þá í loppurnar. „Mig grunar að miklu meira sé um eiginlega kennslu en við höfð- um áður haldið,“ sagði Thornton, og bætti við að sérstaklega teldi hann að þetta ætti við dýrategund- ir sem nota flóknar veiðiaðferðir. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í vísindatímaritinu Sci- ence á föstudag. - smk Athyglisverðar niðurstöður í rannsókn á jarðköttum í Suður-Afríku: Kettlingarnir í veiðiskóla JARÐKÖTTUR MEÐ KETTLING Jarðkettir kenna ungviðinu handtökin á bráðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.