Fréttablaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 2
2 16. júlí 2006 SUNNUDAGUR 20% afsláttur! 20% afsláttur af Outback og Fiesta Gusto gas- grillum. Frí heimsending á höfuðborgarsvæðið. SPURNING DAGSINS Össur, tekur landbúnaðurinn sinn toll? „Já, en hinir raunverulegu tollheimtu- menn sitja þó í ríkisstjórninni, því hún hefur þverskallast við að lækka matar- verð með því að lækka tolla.“ Deilt er um hvort afnema eigi innflutnings- tolla á landbúnaðarvörum til að matarverð á Íslandi lækki. Össur Skarphéðinsson er þingmaður Samfylkingar. KJARAMÁL Ekki urðu miklar tafir á millilandaflugi til og frá Leifs- stöð í gær en þá hófst yfirvinnu- stöðvun starfsmanna IGS, dóttur- fyrirtækis Icelandair sem sér um þjónustu- störf í Leifsstöð. Um 10-20 mínútna seinkun varð á mörgum vélum en að sögn Jóns Karls Ólafssonar, forstjóra Ice- landair, er slíkt ekki óeðlilegt á annríkisdegi sem þessum. Starfsmenn IGS tóku þá ákvörðun á fundi á miðvikudag að hætta ólöglegum vinnustöðvunar- aðgerðum á borð við setuverk- fallið sem fram fór í lok júní og grípa í stað til þess að hætta allri yfirvinnu og vinna „á eðlilegum hraða“. Sú aðgerð hófst í gær og mun standa út vikuna. Ekki ligg- ur fyrir hversu mikil áhrif yfir- vinnustöðvunin mun hafa, en mögulegt er að áætlunarflugum muni seinka meira þegar líður á vikuna. „Þetta gekk ágætlega í morgun en við verðum bara að sjá hvern- ig þetta þróast. Það hafa engar verulegar seinkanir orðið miðað við að gærdagurinn var stór dagur eins og flestir dagar í júlí eru,“ segir Jón Karl. „Þessi flug- stöð er ekki rekin á yfirvinnu, það er alveg á hreinu.“ - sþs Yfirvinnustöðvun starfsmanna IGS hófst í gær: Litlar tafir á millilandaflugi Bíll í fjöru Bíll erlendra hjóna, sem keyrðu Svalvog milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar í fyrradag, rann af veginum og festist í fjörunni. Símasamband var stopult svo að hjónin gengu í fjóra tíma eftir hjálp. Björgunarsveitin á Flateyri dró bílinn upp áður en flæddi að. FLUGVÉL VIÐ LEIFSSTÖÐ Forstjóri Icelandair segist ekki hafa fundið mikið fyrir aðgerðum starfsmanna IGS sem hófust í gær. Einhverjar seinkanir hafi orðið en það sé eðlilegt á annríkisdegi í júlí. LÍBANON Þeir Íslendingar sem staddir eru í Líbanon munu fá aðstoð sænskra og norskra yfir- valda við að komast úr landi, en ellefu íslenskir ríkisborgarar eru nú í landinu. Ísraelski herinn hélt áfram árásum á Beirút, höfuðborg landsins, í gær. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra hjá utanríkisráðu- neytinu, fara Svíar og Norðmenn með rútum til Damaskus í Sýr- landi í dag, og fá Íslendingar að fljóta með samkvæmt samkomu- lagi Norðurlandanna um gagn- kvæma aðstoð. Hann vildi ekki segja hvort ferðin yrði farin eftir samráð við Ísraela, en Ísraelsher hefur sprengt brýr og vegi í Líb- anon seinustu daga. „Ef þessi ferð gengur ekki eftir verða aðrar leiðir til brottflutn- ings athugaðar en sem stendur er þetta aðaláætlunin,“ segir Pétur. Már Þórarinsson, einn þriggja íslenskra flugvirkja sem staddir eru í Beirút á vegum flugfélagsins Atlanta, segir þá halda kyrru fyrir á hótelherbergjum sínum á meðan greitt er úr málum. „Við erum í biðstöðu núna. Við fluttum okkur frá flugvellinum og inn í miðbæ, nálægt ameríska sendiráðinu, þar sem við bíðum átekta. Við höfum það annars ágætt miðað við aðstæður,“ segir hann. - sþs Reynt verður að flytja Íslendinga úr Líbanon í dag: Fá hjálp Svía og Norðmanna ÖRTRÖÐ VIÐ LANDAMÆRIN Íslendingarnir fara ásamt Norðmönnum og Svíum með rútum til Sýrlands í dag. Þaðan verður flogið heim á leið. ÁLVER Vel tókst að endurgangsetja þrjú ker í skála 3 í álveri Alcan í Straumsvík í gær. Engin fram- leiðsla hafði verið í skálanum síðan bilun kom upp í rafkerfi álversins 19. júní og fjórir af sex mælispennum í skálanum sprungu. Þrjá mæla þarf til að hægt sé að framleiða jafnstraum fyrir skál- ann. 160 ker eru í skála 3 og var slökkt á þeim öllum til að koma í veg fyrir meira tjón. Á næstu vikum og mánuðum stendur til að endurgangsetja öll kerin og hefur sérstakur hópur verið skipaður til að gera ráðstaf- anir þannig að bilun af þessu tagi komi ekki upp aftur. - sgj Álverið í Straumsvík: Ker gangsett á ný eftir bilun ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK Bilunin olli Alcan miklu tjóni, enda þurfti að slökkva á öllum kerjum í skála 3. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BRETLAND, AP Breskir saksóknarar hafa ákveðið að leggja ekki fram ákæru gegn lögreglumönnum sem skutu og drápu brasilískan raf- virkja í júlí í fyrra. Í staðinn verð- ur lögð fram kæra gegn lögregl- unni í London almennt. Þetta kom fram í blaðinu The Guardian í gær. Lögreglumennirnir töldu raf- virkjann vera hryðjuverkamann. Atvikið varð um tveimur vikum eftir að fjórir menn sprengdu sjálfa sig í loft upp í lestum og strætisvögnum í London, með þeim afleiðingum að 52 fórust og fjölmargir slösuðust. - smk Breskir saksóknarar: Lögreglan ekki sótt til saka Líkamsárás Slagsmál brutust út í Tryggvagötu um fimm-leytið í gærmorg- un. Tveir menn réðust gegn einum og spörkuðu í hann þar sem hann lá. Árás- armennirnir voru handteknir, en þeim var sleppt um hádegi og verða þeir kærðir. Sá þriðji var sendur á slysadeild, en er ekki alvarlega meiddur. LÖGREGLUFRÉTTIR MATVÖRUVERÐ Forstjórar verslun- arfyrirtækjanna Haga og Kaup- áss, sem í sameiningu eiga stærst- an hluta íslenskra matvöruverslana, eru almennt mjög ánægðir með tillögur nefnd- ar forsætisráðherra um verð á matvörum. Meðal tillagna er afnám vörugjalds matvara, niður- felling tolla, samræming virðis- aukaskatts og afnám toll- verndar af búvöru. Þeir segja nauðsyn- legt að höft á innflutningi séu fjarlægð og ofurskattlagn- ing á innfluttar vörur aflögð. Nefndinni var ætlað að fjalla um hátt matvælaverð og gera tillögur um lækkun þess en sökum ágrein- ings lagði hún ekki fram bein- ar tillögur til aðgerða. For- maður hennar, Hallgrímur Snorrason, skil- aði Geir H. Haarde forsæt- isráðherra skýrslu þar sem fram kom að yrði ofangreind- um tillögum komið í fram- kvæmd gætu íslensk heimili sparað yfir 100.000 krónur á ári í matarinnkaupum. „Ég er mjög sáttur við þessar tillögur, hvert einasta heimili mun njóta góðs af því ef þær koma til framkvæmda,“ segir Finnur Árna- son, forstjóri Haga. „Það er mjög eðlilegt að við getum keypt þær vörur sem við viljum á því verði sem við fáum þær. Sem stendur eru höft og ofurskattlagning á vörum sem koma í veg fyrir að við getum nýtt okkur það, en þessar tillögur eru skref í rétta átt.” Sigurður A. Sigurðsson, for- stjóri Kaupáss, tekur í svipaðan streng. „Almennt séð eru þessar tillögur nefndarinnar góðar en ég hefði viljað fá nánari umfjöllun frá henni um samkeppnisstöðuna á markaðnum. Ísland er eina land- ið þar sem stærsta fyrirtækið er með yfir fimmtíu prósenta mark- aðshlutfall og ég tel að þessa þætti þurfi að athuga fyrst áður en menn fara að ákveða hvernig eigi að ná matvöruverði niður,“ segir hann. „Ég er alveg sammála því að eitthvað þarf að gera til að lækka matvöruverð,“ segir Drífa Hjart- ardóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og formaður landbúnað- arnefndar. „Við getum gert margt til þess, eins og að lækka virðis- aukaskattinn og breyta til í tolla- málum. Þó tel ég að þetta megi ekki gerast of harkalega þar sem við þurfum að vernda hreinleika íslenskrar framleiðslu. Eins og þetta er lagt fram frá Hagstofu hefði ég viljað sjá verð á innflutt- um mat lækka þegar dollarinn var sem lægstur.“ Ekki náðist í Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra í gær. salvar@frettabladid.is Matvörurisarnir eru sáttir við tillögurnar Forstjórar Haga og Kaupáss segjast ánægðir með tillögur nefndar um matvöru- verð. Forstjóri Kaupáss vill þó nánari umfjöllun um samkeppnisstöðu markaðs- ins. Formaður landbúnaðarnefndar segir að varlega þurfi að fara í aðgerðir. ÚR MATVÖRUBÚÐ Forstjóri Haga segir að öll heimili njóti góðs af því ef tillögur nefndar forsætisráðherra um matvöruverð komi til framkvæmda. Formaður landbúnaðarnefndar er sammála því að lækka þurfi matvöruverð. SIGURÐUR ARNAR SIGURÐSSON FINNUR ÁRNASON DRÍFA HJARTARDÓTTIR JÓN KARL ÓLAFSSON SAMGÖNGUR Umferð í Hvalfjarðar- göngunum er að aukast og útlit er fyrir að meðalumferðin muni ná í fyrsta skipti yfir fimm þúsund bílum á sólarhring. Í nýju yfirliti rekstrarspár Spal- ar kemur fram að alls fóru 196 þús- und bílar um göngin í júní sem er níu prósentum fleiri en fyrir ári síðan. Athygli vekur mikil umferð- araukning á tímabilinu nóvember til febrúar sem er 21 til 28 prósent- um meira en fyrir ári . Tekjur Spalar eru umfram rekstraráætlun og mun félagið greiða meira af skuldum sínum í lok rekstrarársins en gert var ráð fyrir. - sdg Hvalfjarðargöngin: Umferð sífellt að aukast BESSASTAÐIR Forseti Íslands, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, hefur sent forseta Indlands, Hr. A.P.J. Abdul Kalam, einlægar samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar vegna hryðjuverkanna í Mumbaí og þeirra hörmunga sem þau hafa leitt yfir þúsundir Indverja. Í kveðjunni tekur forsetinn sér- staklega fram að Indland hafi verið mikilvægt tákn þess hvernig lýðræðisleg stjórnskipan eigi að veita öllum trúarhópum jafnan rétt. Brýnt sé að hryðjuverkaöfl- um takist ekki að spilla þessari stefnu sem Indland hafi fylgt frá lýðveldisstofnun, stefnu sem hafi verið öðrum þjóðum fordæmi.  Hryðjuverkin í Mumbaí: Samúðarkveðj- ur frá forseta GJALDSKÝLIÐ VIÐ HVALFJARÐARGÖNGIN Tæplega 200 þúsund bílar fóru um göngin í síðasta mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.