Fréttablaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 66
 16. júlí 2006 SUNNUDAGUR34 F í t o n / S Í A FÓTBOLTI Barcelona hefur brotið blað í sögu félagsins en þeir munu í fyrsta skipti bera auglýsingar á búningum sínum á næstu leiktíð. Barcelona hefur gert fimm ára samning við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og munu þeir vera í forsvari fyrir munað- arlaus börn, þá sér í lagi þau sem eru með HIV/AIDS sjúkdóminn. Barcelona hafa aldrei auglýst áður á búningum sínum en þeir voru nálægt því að skrifa undir samning þess efnis við ríkisstjórn Kína um að auglýsa Ólympíuleik- ana þar í landi árið 2008. Barce- lona ákvað aftur á móti að halda áfram stefnu sinni í góðgerðarmál- um en þeir hafa einnig ákveðið að gefa 0,7 prósent af heildarveltu sinni á árinu til góðgerðarmála. Stolt Katalóna við Barcelona er gríðarlegt og litu menn þar svo á að það jaðraði við helgispjöll að auglýsa á búningum liðsins. Með þessu framtaki eru þó á allir eitt sáttir og munu Eiður Smári og félagar því bera skilaboð frá UNICEF framan á búningum sínum næstu fimm árin. - hþh Barcelona auglýsa á búningum sínum í fyrsta skipti: Skilaboð frá UNICEF á treyjum Börsunga AUGLÝSA Í FYRSTA SKIPTI Samuel Eto´o og félagar fá auglýsingar á búningana sína. FÓTBOLTI Úkraínski sóknarmaður- inn Andriy Shevchenko vonast til að byrja með látum í ensku úrvals- deildinni eftir komu sína til Chel- sea. Margir bíða spenntir eftir því að sjá hvernig þessi magnaði markaskorari hefur leik en fyrsti stórleikur Chelsea verður gegn Liverpool í hinum árlega leik um góðagerðarskjöldinn 13. ágúst. „Ég vonast til að skora mörk fyrir Chelsea og hjálpa liðinu að vinna stórleikina,“ sagði Shev- chenko. „Ég hef unnið marga titla í gegnum árin og fengið mörg ein- staklingsverðlaun en ég hef feng- ið að kynnast því að mesta umbun- in er þegar liðinu gengur vel.“ - hþh Andriy Shevchenko: Ætlar að byrja með látum FÓTBOLTI Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær skoraði tvö mörk fyrir Manchester United þegar liðið vann 4-0 sigur á liði Orlando Pirates frá Suður-Afríku í æfinga- leik í gær. Solskjær er 33 ára og hefur nánast ekkert spilað sein- ustu tvö tímabil vegna meiðsla. Kieran Richardson skoraði eitt í gær en hitt markið var sjálfs- mark. United lék í nýjum búningum í leiknum sem notaðir verða á kom- andi leiktíð en þeir voru gerðir í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin síðan Busby Babes unnu sinn fyrsta meistaratitil. - egm Æfingaleikur Man. Utd.: Solskjær með tvö mörk SCHOLES Paul Scholes spilaði leikinn í gær og tók sig vel út í nýja búningnum. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Þegar Ramon Calderon var krýndur sigurvegari í forseta- kosningum Real Madrid í byrjun mánaðarins var nánast ljóst að Fabio Capello yrði næsti aðalþjálf- ari liðsins. Capello hefur náð undraverðum árangri á sínum þjálfaraferli og gerði Juventus að meisturum á síðustu tveimur tíma- bilum en þeir titlar hafa reyndar verið teknir af félaginu í kjölfar Ítalíuhneykslisins. Það efast eng- inn um færni Capello en hann stýrði Real Madrid til meistaratit- ils árið 1997 og er hann því nú snú- inn aftur til félagsins. Capello er einn virtasti þjálfari heims og margar stærstu stjörnur heims vilja spila undir hans stjórn. Nú þegar allt er komið í bál og brand í ítalska fótboltanum er búist við því að Real Madrid muni sækja hart að stærstu stjörnunum hjá þeim liðum sem flækt eru í Ítalíumálið. Þar er Kaka talinn hvað líklegastur en þessi brasil- íski snillingur hefur þroskast mikið sem knattspyrnumaður í herbúðum AC Milan og ætti að geta gengið inn í öll félagslið heims. Þá er varnarmaðurinn Fabio Cannavaro, einn besti leikmaður heimsmeistaramótsins, ofarlega á óskalista Real. Cannavaro er í her- búðum Juventus en spænska stór- liðið vill einnig fá liðsfélaga hans, þá Gianluca Zambrotta og Emer- son. Hollenski vængmaðurinn Arjen Robben er einnig á óskalista félagsins sem og Cristiano Ron- aldo hjá Manchester United sem virðist ekki vita í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Hinn stórefnilegi Cesc Fabre- gas hjá Arsenal var meðal þeirra leikmanna sem Calderon lofaði kjósendum sínum að fá til félags- ins, það er þó hinsvegar þegar ljóst að hann hefur svikið það lof- orð því umboðsmaður Fabregas staðfesti að hann væri ekki á förum. „Arsenal hefur gert mikið fyrir Cesc og hann vill þakka traustið og leggur sig allan fram fyrir félagið. Ég veit það sjálfur að hann er ekki til sölu, Arsenal vill halda honum sama hve hátt til- boð berst,“ sagði umboðsmaður Fabregas, Capello hefur gert tilraun til endurnýja kynni sín við Cristian Chivu sem hann þjálfaði þegar hann var með Roma en sá rúm- enski vill ekki fara. „Síðustu þrjú ár hef ég alltaf þurft að svara fyrir kjaftasögur. Ég er ánægður hjá Roma og er ekkert á förum. Ég er stoltur af því að stórt lið eins og Real Madrid sýni mér áhuga en stoltastur er ég af því að fá að klæðast búningi Roma á næsta tímabili,“ sagði Chivu. Capello hefur ekki leynt dálæti sínu á hollenska sóknarmanninum Ruud van Nistelrooy sem hefur farið fram á sölu frá Manchester United, hann mun þó fá samkeppni um leikmanninn og þá helst frá þýska liðinu Bayern München. „Nistelrooy er leikmaður sem getur blómstrað hjá öllum þeim liðum sem hann spilar fyrir. Hann er fæddur markaskorari og þannig leikmann vil ég hafa í mínu liði,“ sagði Capello. Talið er að Real Madrid hafi þegar boðið tíu millj- ónir punda í Nistelrooy en því til- boði hafi verið hafnað því United vilji hærri upphæð. Spennandi verður að fylgjast með því hvað gerist í leikmanna- málum Real Madrid en margir eru á því að félagið hafi loksins stigið rétt skref í ráðningu að þjálfara. Ljóst er að það koma nýjar stór- stjörnur til liðsins áður en tímabil- ið byrjar en spurningin er hve margar þær verða. elvargeir@frettabladid.is Hvaða stjörnur fær Fabio Capello? Spænska stórliðið Real Madrid er það félag sem er líklega hvað oftast nefnt þegar verið er að greina frá hugsanlegum kaupum í fótboltanum. Nú er Fabio Capello tekinn við stjórninni og er í leikmannaleit Í STJÖRNULEIT Fabio Capello er að skoða leikmannamarkaðinn þessa dagana og hyggst styrkja sitt lið umtalsvert. NORDICPHOTOS/AFP FORMÚLA 1 Ferrari ökumennirnir Michael Schumacher og Felipe Massa náðu bestu aksturstímun- um í tímatökunni fyrir kappakst- urinn sem fram fer á Magny Cours brautinni í Frakklandi í dag. Aðeins munaði örfáum sek- úndubrotum á milli þeirra en Fernando Alonso mun verða þriðji í röðinni. Toyota liðið náði góðum árangri, Jarno Trulli og Ralf Schumacher voru í fjórða og fimmta sæti en hinsvegar komust ökumenn BMW ekki í 10 manna úrslitaumferðina. „Þetta er frábært, ekki hægt að biðja um það betra. Ég á rás- pólnum og Felipe við hlið mér. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja því ég bjóst ekki við þessu. En það er klárt mál að ég stefni á sigur,“ sagði Schumacher. - egm Tímatakan í gær fyrir kappaksturinn í Frakklandi: Ferrarifákar á ráspólnum FERRARI Í HAM Schumacher náði besta tímanum í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.