Fréttablaðið - 17.07.2006, Page 6

Fréttablaðið - 17.07.2006, Page 6
6 17. júlí 2006 MÁNUDAGUR HÚSVERND Lóðareigandi Ellingsen- reitarins getur líklega krafist skaðabóta ef fallið verður frá nið- urrifi Alliance-hússins svokallaða. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins getur hann hugs- anlega farið fram á hundruð millj- óna króna í bætur. Deiliskipulag fyrir Ellingsen- reitinn var sam- þykkt árið 2005 í borgarráði Reykjavíkur eftir að hafa verið kynnt borgarbúum. Þar er gert ráð fyrir að hús sem nú standa á reitnum verði rifin. Í aðdraganda deiliskipulagsins var það fyrst kynnt almenningi árið 2003 og var þar gert ráð fyrir að hið svokallað Alliancehús, sem stendur á umræddum reit, fengi að standa áfram. Magnús Skúlason, forstöðumað- ur Húsafriðunarnefndar Ríkisins, segir að við frekari vinnslu deili- skipulagsins hafi pressa frá hags- munaaðilum orðið til þess að fallið var frá fyrirætlunum um varð- veislu hússins. Þar sem húsið er ekki byggt fyrir 1918, er ekki skylt að leita álits Húsafriðunarnefndar og því fór þessi breyting framhjá nefndinni, að sögn Magnúsar. Borgarminjavörður gerði húsa- könnun á Alliance-húsinu, fór yfir það og kannaði árið 2003 og gerði engar athugasemdir við að húsið yrði rifið. Deiliskipulag fyrir svæðið, sem gerði ráð fyrir niður- rifi hússins, var svo auglýst og samþykkt, án þess að athugasemd- ir bærust varðandi það. Magnús segir það mistök af hálfu borgarminjavarðar að hafa ekki lagst gegn eyðileggingu húss- ins, en Húsafriðunarnefnd þurfi líka að axla ábyrgð. „Auðvitað hefðum við átt að vera á verði þegar deiliskipulagið var auglýst árið 2005 og sjá að ekki var gert ráð fyrir húsinu lengur,“ segir Magnús. „En við getum ekki fylgst með öllu sem er að gerast á land- inu, í öllum sveitarfélögum.“ Ekki náðist í Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur borgarminjavörð, vegna sumarleyfa, en Gerður Róbertsdóttir hjá Minjasafni Reykjavíkur segir að í dag myndi húsið fá aðra meðferð. „Tímarnir breytast svo fljótt, það eru allt aðrir tímar í dag og önnur við- horf gagnvart húsum þessarar tegundar,“ segir Gerður. „Þegar húsið var metið, var fyrst og fremst verið að meta húsið út frá byggingalist og byggingasögu en ekki eins mikið verið að hugsa heildarmyndina er varðar atvinnusögu.“ aegir@frettabladid.is Minjavörður gerði engar athugasemdir við niðurrif Ef fallið verður frá niðurrifi Alliance-hússins gæti það kostað Reykjavíkurborg hundruð milljóna. Borgar- minjavörður skoðaði húsið áður en deiliskipulagið var samþykkt og lagði ekki til að það yrði varðveitt. ALLIANCE-HÚSIÐ VIÐ MÝRARGÖTU Búast má við skaðabótakröfu upp á milljónir króna ef fallið verður frá niðurrifi hússins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MAGNÚS SKÚLA- SON SUÐURLAND Eigendur Ytri-Sól- heimajarða unnu mál gegn íslenska ríkinu fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Felldur var niður úrskurður óbyggðanefndar frá því í desember 2004 um að landið Hvítmaga í Mýrdalshreppi teld- ist þjóðlenda. Óbyggðanefnd komst að þeirri niðurstöðu að svæðið væri ekki eignarland samkvæmt heimild- um og fordæmum heldur þjóð- lenda. Eigendur Ytri-Sólheima- jarða mótmæltu þessum úrskurði og vísuðu meðal annars í land- nám Loðmundar gamla eins og því er lýst í Landnámu. - ap Þjóðlendumál í héraðsdómi: Úrskurður felldur úr gildi RÚSSLAND, AP Mikhaíl Gorbatsjev, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna sálugu, hefur varað við því að samband Rúss- lands og Banda- ríkjanna sé komið á suðu- punkt. Hann kennir Banda- ríkjunum um þessa þróun og segir stjórnvöld hafa misnotað aðstöðu sína sem mesta stór- veldi heims í kjölfar falls Sovét- ríkjanna. „Við erum ekki litli bróðir þeirra,“ segir Gorbatsjev um Bandaríkin. „Þeir reyndu að byggja upp stórveldi og vildu stjórna og ráða yfir öðrum. Það gekk ekki hjá þeim.“ Hann lét ummælin falla fyrir fund G-8 ríkj- anna, átta stærstu iðnvelda heims, í Pétursborg. - sgj Gorbatsjev harðorður: Segir Banda- ríkin ráðrík MIKHAÍL GORBATSJEV INNBROT Nýlega var brotist inn í kjallara á einbýlishúsi að Laufás- vegi í Reykjavík, skáhallt á móti bandaríska sendiráðinu, og verk- færum stolið að andvirði 250.000 krónur. Sigrún Steina Valdimars- dóttir, annar húsráðenda, finnst málið skrítið og gagnrýnir stjórn- völd fyrir að upplýsa almenning ekki betur um skipulagða glæpi. „Maður hefði ekki trúað því að þjófarnir létu til skarar skríða vegna öryggisgæslunnar við banda- ríska sendráðið, auk þess sem lög- reglubíll fer í reglulegar eftirlits- ferðir um hverfið,“ segir Sigrún. „Svo eru verkfærin níðþung þannig að þjófarnir neyddust til að flytja þau burt með trillu, sem við áttum í garðinum. Þeir hefðu átt að draga einhverja athygli að sér við þessar kringumstæður.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigrún verður fyrir því að brotist er inn til hennar. Í janúar á síðasta ári var innbrot framið á heimili for- eldra Sigrúnar í Seljahverfi, á meðan hún og eiginmaður hennar bjuggu þar tímabundið. Tölvu, staf- rænni myndavél, tveimur farsím- um og skartgripum var stolið í það sinn. Sigrúnu finnst lögregla ekki hafa staðið sem skyldi í þessum tilvikum. „Í fyrra skiptið fylgdi hún málinu ekkert eftir og ég er vonlítil um að lausn fáist í þetta sinn.“ - rve Bíræfnir þjófar brutust inn í íbúð við Laufásveg: Stálu níðþungum verkfærum INNBROT Aðfaranótt sunnudags varð rithöfundurinn og blaðamaðurinn Þorgrímur Gestsson fyrir því óláni að brotist var inn heima hjá honum að Austurgötu 17 í Hafnarfirði og tveimur tölvum ásamt ADSL-teng- ingu stolið. Í annarri tölvunni eru drög að bók sem Þorgrímur er vinna að og átti að koma út í haust. „Efnið byggir á 13,5 klukku- stunda löngum samtölum við Guð- rúnu Halldórsdóttur, skólastjóra Námsflokkanna,“ segir Þorgrímur og bætir við að tjónið sé ómetanlegt vegna innihaldsins, sem engin afrit eru til af. Glæpurinn er enn óhugnanlegri fyrir þá staðreynd að Þorgrímur svaf á efri hæð hússins á meðan þjófarnir gerðu sér lítið fyrir og létu greipar sópa á þeirri neðri. „Þeir beittu ótrúlegri leikni við að fara inn um dyr niðri og sóttu bast- körfu inn í þvottahús til að nota undir þýfið áður en þeir hurfu á brott,“ segir Þorgrímur. „Tölvurnar eru raunverulega aukatriði í þessu máli. Efnið skiptir mestu máli og ég yrði þjófunum óendanlega þakklátur ef þeir sýndu þann manndóm að skila því á tölvu- pósti til mín. Efnið er geymt í möppu undir heitinu gudrunhalldorsdottir og netfangið mitt er thorg@vortex. is.“ - rve Rithöfundur svaf meðan þjófar brutust inn í íbúð hans og stálu tölvum: Drögum að handriti stolið VETTVANGUR GLÆPSINS Sigrún sýnir hérna hvernig þjófarnir komust inn um kjallaraglugga hússins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ÞORGRÍMUR GESTSSON Vonast til að þjófarnir skili drögunum að handritinu. KJÖRKASSINN Finnst þér dagskrárgerð í íslensku sjónvarpi vönduð? Já 23% Nei 77% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að hækka bílprófsaldurinn í 18 ár? Segðu skoðun þína á Vísi.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.