Fréttablaðið - 17.07.2006, Page 14

Fréttablaðið - 17.07.2006, Page 14
 17. júlí 2006 MÁNUDAGUR14 fréttir og fróðleikur Svona erum við Hafist verður handa innan tíðar við byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði sem mun rúma 64 fanga og leysa af hegningarhúsið við Skólavörðustíg og kvennafangelsið í Kópavogi. Valtýr Sigurðsson er fangelsismálastjóri. Hvað eru mörg fangelsi á landinu? Þau eru fimm. Á Akureyri, Kvía- bryggju, Litla-Hrauni, Kópavogi og Reykjavík. Hvað rúmast margir fangar í fang- elsunum? Það eru um 140 með öllum gæslu- varðahaldsrýmum. Afplánunarfangels- in eru full og í langan tíma hefur verið 95 prósenta nýting á fangelsunum. Hvernig skiptist fangahópurinn? Um fimm prósent fanga eru konur, en sá hópur hefur reyndar aðeins stækkað á undanförnum árum vegna erlendra kvenfanga. Fangar eru almennt í yngri kantinum, en um 30 prósent eru undir þrítugu. Tæpur helmingur afplánar oftar en einu sinni. SPURT OG SVARAÐ FANGELSISMÁL Á ÍSLANDI Konur fimm prósent fanga VALTÝR SIGURÐSSON, NÝR FORSTJÓRI FANGELSISMÁLASTOFNUNAR Frekari upplýsingar á www.or.is Þriðjudagskvöldið 18. júlí verður farin göngu- og fræðsluferð í Elliðaárdal undir leiðsögn Guðríðar Helgadóttur líffræðings. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O R K 3 35 04 07 /2 00 6 Gróðurfar í Elliðaárdal er margbreytilegt og ræðst fjölbreytileikinn af mismunandi gróðurlendum og ræktun landsins. Skoðaðar verða blómplöntur og byrkningar. Þátttakendur eru hvattir til að hafa meðferðis stækkunargler og plöntuhandbók ef tök eru á. Gangan hefst kl. 19.30 við Minjasafnið í Elliðaárdal og stendur í rúma tvo tíma. Íslenska flóran í Elliðaárdal Líbönsku samtökin Hizbollah náðu tveimur ísraelskum hermönnum á sitt vald í síðustu viku. Ísraelski herinn brást hart við og réðst á Líbanon. Hver er uppruni samtakanna? Samtökin Hizbollah voru stofnuð í Líbanon árið 1982 gagngert til þess að reka ísraelska herinn út úr Líbanon. Ísraelar höfðu þá nýverið ráðist inn í suðurhluta landsins og í arabaheiminum var almennt litið á Hizbollah sem and- spyrnuhreyfingu sem ætti fullan rétt á sér. Árið 2000 var takmarkinu náð þegar ísraelskir hermenn yfirgáfu landið eftir átján ára hernám og jókst þá hróður Hizbollah til muna heima fyrir. Leiðtogi Hizbollah er Sjeik Hassan Nassrallah og hann er jafnan talinn hugsuðurinn á bak við vopnaða baráttu sam- takanna gegn Ísrael. Hvert er vægi þeirra? Nafn samtakanna, Hizbollah, þýðir „Flokkur guðs“. „Hizb“ þýðir flokkur og endingin er afbrigði af Allah. Hizbollah er í raun fullgildur stjórnmálaflokkur með veruleg ítök í Líbanon, annar helsti stjórnmálaflokkur sjía-múslima, sem eru milli 30 og 40 prósent af íbúum landsins. Árið 1992 bauð Hizbollah í fyrsta sinn fram menn í þingkosningum og árið 2005 hlaut flokkurinn 23 þingsæti, eða nærri fimmtung allra þingsætanna. Samtökin eiga tvo ráðherra í ríkisstjórn landsins. Einnig standa þau fyrir umsvifamiklu velferðarstarfi í Líbanon, reka meðal annars skóla og sjúkrahús. Hvað með hryðjuverkin? Hizbollah er á skrá Evrópusambandsins, Bandaríkjanna, Bretlands og fleiri ríkja yfir hryðjuverkasamtök. Hinn vopnaði armur samtakanna nefnist Al-Muqawama al-Islami- yya, eða „Íslömsk andspyrna“ og hefur staðið fyrir margvíslegum árásum, bæði á ísraelska hermenn og aðra ísraelska borgara, en einnig á fólk frá Vesturlöndum, meðal annars tekið gísla og sprengt sprengjur á fjölförnum stöðum. Í september árið 2004 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun, þar sem þess var meðal annars krafist að hinn vopnaði armur Hizbollah yrði lagður niður, en af því hefur ekki orðið. FBL-GREINING: HIZBOLLAH Vasast bæði í stjórnmálum og stríði Undanfarna átján mánuði hafa fjögur fíkniefnamál komið upp, tengd sex mönn- um frá Litháen. Með hand- töku mannanna var komið í veg fyrir að á fimmta tug kílóa af fíkniefnum færu í sölu hér á landi. Þær gerast æ háværari raddirnar í samfélaginu um að litháísk glæpasamtök séu búin að festa rætur í undir- heimunum hér á landi. Síðastliðna átján mánuði hafa fjögur fíkni- efnamál varð- andi Litháa komið upp og hafa sjö menn verið sviptir frelsinu í kjöl- farið. Þeir sitja allir í gæsluvarð- haldi á Litla-Hrauni ásamt Lithá- anum Tomasi Malakauskas, sem dæmdur var fyrir aðild sína að lík- fundarmálinu svokallaða, þar sem ungur Lithái, Vaidas Jucevicius, lét lífið eins og frægt er orðið. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að um einsdæmi sé að ræða, aldrei hafa jafn margir setið inni frá sama landinu. Þessir átta Litháar eru um tveir þriðju hlutar erlendra fanga á Litla-Hrauni. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, minnist þess að fyrir nokkrum árum hafi fólk frá Hol- landi og Þýskalandi tekið að streyma til landsins með fíkniefni en nú séu það Litháar sem eru mest áberandi. „Verðið hérna er hátt. Áður fyrr voru menn að fara sjálfir út til að kaupa efni og þá voru margir milliliðir sem hækkaði verðið,“ segir Hörður. „Nú virðist þetta vera þannig að það er söluaðili úti í Litháen sem útvegar burðardýr og selur efnið beint hingað komið. Á markaðsverðinu hér hirðir hann töluverðan gróða. Þessi burðardýr eru yfirleitt menn sem hafa ekk- ert við að vera þarna úti og eru því tilkippilegir að taka að sér svona verkefni.“ Hörður segir að erfiðlega gangi í sumum tilfellum að hafa hendur í hári vitorðsmanna vegna þess hversu vel glæpamennirnir feli slóð sína. „Oft vita burðardýrin hvorki hver lét þá fá efnið né hverjum þeir eiga að afhenda það hér á landi,“ segir Hörður. „Þetta leiðir til þess að erfiðara er að tengja menn saman og torveldar rannsókn mála.“ Þrír Litháar voru gripnir í tengslum við innflutning á svo- kölluðum amfetamínbasa og brennisteinssýru til framleiðslu á amfetamíni. Með basanum sem hald var lagt á hefði verið hægt að framleiða um þrjátíu kíló af amfetamíni til sölu á götunni. Einn mannanna var Lithái búsettur hér á landi og segir Hörður að lög- regla hafi vísbendingar um að Lit- háar hér á landi séu annað hvort að skipuleggja framleiðslu eða séu nú þegar byrjaðir. „Við höfum orðið varir við tilburði manna hér á landi að hefja framleiðslu á amfetamíni. Við höfum nokkur dæmi þar sem menn hafa verið að reyna að koma sér upp framleiðslu hérna,“ segir Hörður. „Bæði er framleiðsluferlið einfalt og þú mátt síður eiga von á því að vera stoppaður við eftirlit við komuna til landsins með vínflösku í tösk- unni heldur en með pakka af hvítu dufti.“ Á dögunum voru tveir Litháar gripnir á Seyðisfirði við komuna til lands með tólf kíló af amfetam- íni falið í bifreið. Aðspurður hvort markaðurinn hér á landi sé of lítill fyrir þetta magn sagði Hörður þetta snúast um áhættumat frekar en framboð. „Það er áhættuminna að koma einu sinni með tólf kíló heldur en tólf sinnum með eitt kíló. Ég efa að mennirnir hafi ætlað að metta markaðinn hér og þar með lækka verðið,“ segir Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn. Sex Litháar handteknir hér á landi á átján mánuðum LITLA-HRAUN Átta Litháar sitja nú í gæsluvarðhaldi á Hrauninu. Þeir eru um tveir þriðju hlutar erlendra fanga í fangelsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA HÖRÐUR JÓHANNESSON FÍKNIEFNAMÁL TENGD LITHÁUM UNDANFARIÐ ■ 30. júní 2005. Tveir Litháar gripnir á Seyðisfirði við komuna til landsins með Norrænu, með tæp fjögur kíló af amfetamíni falin í bíl. ■ 4. febrúar 2006. Einn Lithái gripinn í Leifsstöð með amfetamínbasa í tveimur flöskum sem hefði dugað til framleiðslu á um þrettán kílóum af amfetamíni til sölu. Annar Lithái, búsettur hér á landi, handtekinn í tengslum við málið. ■ 26. febrúar 2006. Einn Lithái handtekinn í Leifsstöð með fimm flöskur af amfetamínbasa og brennisteinssýru sem hefði dugað til framleiðslu á rúmum sautján kílóum af amfetamíni til sölu. ■ 6. júlí 2006. Tveir Litháar handteknir á Seyðisfirði við komuna til landsins með Norrænu, með um tólf kíló af amfetamíni falin í bifreið. ROMAS KOSAKOVSKIS Var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til að smygla amfetamínbasa og brennisteinssýru. FRÉTTASKÝRING ÆGIR ÞÓR EYSTEINSSON aegir@frettabladid.is 20 00 19 95 14.922 15.396 20 05 16.736 > Íbúafjöldi á Akureyri Heimild: Hagstofa Íslands

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.