Fréttablaðið - 17.07.2006, Page 18

Fréttablaðið - 17.07.2006, Page 18
[ ] Gæludýrahald í þéttbýli er ýmsum takmörkunum háð. Í fjölbýlishúsum er mikilvægt að taka tillit til nágrannanna og sums staðar er bannað með öllu að halda hunda eða ketti. Ýmsar reglur gilda um katta- og hundahald í þéttbýli. Árný Sigurð- ardóttir, forstöðumaður heilbrigð- iseftirlits og vöktunar í Reykja- vík, segir að flestir dýraeigendur séu meðvitaðir um reglurnar en þó sé alltaf eitthvað um að menn fái sér gæludýr án þess að þekkja þær skyldur sem því fylgja. „Ef þú býrð í fjölbýli og ætlar að fá þér hund eða kött verðurðu að fá samþykki allra sameigenda í húsinu. Það er ekki nóg að fá sam- þykki leigjanda heldur verður eig- andi íbúðar að gefa leyfi. Þetta er svona meginreglan en síðan er alltaf eitthvað um það að húsfélag- ið hafi sett reglur um að allt hunda- og kattahald sé bannað í húsinu og þá er voða lítið hægt að gera,“ segir Árný og bætir því við að það sé mikilvægt fyrir dýraeigendur að leita sér upplýsinga um slíkar reglur áður en flutt er inn eða jafnvel áður en íbúð í fjölbýli er keypt. „Það er fremur algengt að dýrahald sé bannað í fjölbýli og oftast er það vegna slæmrar reynslu. Ef einn er ósáttur í hús- inu er það nóg til þess að dýrið verði að víkja. Þetta er bara hlutur sem menn verða að sætta sig við ef þeir búa í fjölbýli. það verður að taka tillit til annarra,“ segir Árný og bætir því við að þegar kettir eigi í hlut sé nóg að einn í húsinu sé með kattaofnæmi – þá verði kötturinn að víkja. Kvörtunum vegna gæludýra- halds í fjölbýli hefur fjölgað tals- vert á undanförnum mánuðum enda segir Árný að hundum hafi fjölgað mikið undanfarið. Það eru margir með hunda í fjölbýli og það hefur aukist mikið eftir að smá- hundarnir komu til sögunnar. „Fólk áttar sig oft ekki á því að það gilda sömu reglur um þá eins og aðra hunda enda getur lítill smáhundur valdið alveg jafn mikl- um usla og stór hundur,“ segir Árný um leið og hún ítrekar að langflestir hundar séu algjörlega vandræðalausir. Önnur gæludýr fá að búa í fjöl- býlishúsum að mestu óáreitt. „Ég veit ekki til þess að fólk hafi verið að setja út á það að maðurinn í næstu íbúð sé með skrautfiska eða eitthvað slíkt en auðvitað geta ýmis gæludýr valdið óþægindum í fjölbýli. Annars er þetta undir húsfélögunum komið og þau geta ákveðið að banna allt gælu- dýrahald. Það hafa t.d. komið upp vandamál þar sem fólk hefur verið með kanínur inni hjá sér en það eru örfá tilfelli,“ segir Árný. Að sögn Árnýjar vita flestir gæludýraeigendur af þeim regl- um og samþykktum sem í gildi eru. „Ég held að hundaeigendur séu upp til hópa meðvitaðir um samþykktirnar en kattaeigendur síður. Nýlegar reglur kveða til að mynda á um að gelda eigi alla fressketti sem ganga lausir og því er ekki alltaf framfylgt. Þetta eru nýjar samþykktir svo það er eðli- legt að það taki tíma að venjast þeim,“ segir Árný og bendir á að samþykktir um að örmerkja skuli alla ketti í þéttbýli séu einnig nýjar af nálinni en reglur um örmerkingu hunda hafa verið við lýði um nokkurt skeið. „Slíkar örmerkingar eru afar mikilvægar og flestir dýraeigendur eru mjög ánægðir með þær. Þetta tryggir að það sé hægt að koma dýrunum aftur til eigenda sinna ef þau fara á flakk og eins er hægt að láta vita ef þau lenda í einhverjum óhöpp- um,“ segir Árný. Á heimasíðu Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, www.umhverfissvid. is, er hægt að nálgast samþykktir um katta- og hundahald. thorgunnur@frettabladid.is Mikilvægt að taka tillit til annarra íbúa Í mörgum fjölbýlishúsum er bannað að vera með hunda eða ketti. Gæludýr hundar ©DV / Ljósmyndadeildin / Gunnar V. Andrésson Málband ætti að vera til á hverju heimili. Nýtist til verklegra framkvæmda eða einfaldlega til að mæla hæð afkvæmanna. Vissir þú þetta um gæludýrahald? ■ Í fjölbýlishúsi þarf að fá leyfi fyrir hunda- og kattahaldi frá öllum sameigendum hússins. ■ Allir hundar og kettir í þéttbýli skulu örmerktir af dýralækni samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Að auki á dýrið að bera hálsól með upplýsingum um heimilisfang eigenda og símanúmer. ■ Gelda skal alla fressketti eldri en sex mánaða sem ganga lausir utandyra. ■ Skylt er að láta ormahreinsa kött einu sinni á ári með viðurkenndu ormalyfi. ■ Ekki er heimilt að halda kött í fjölbýlishúsi ef kattahaldið veldur eða viðheldur sjúkdómum, t.d. ofnæmi, hjá íbúum hússins. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir ����������� ���������������������������� ���������������������� ��� �������� ����� � ������������������� ������������ ���������������� �������������������� ��������������������������� ��������������������� ������������������������������ ������������������������ ����������������������� ���������������������� ���������������������� ��������������� ���������

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.