Fréttablaðið - 17.07.2006, Page 19

Fréttablaðið - 17.07.2006, Page 19
MÁNUDAGUR 17. júlí 2006 3 ��������������������������������� Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opið virka daga frá kl. 10-18 Lokað á laugardögum í júlí w w w .d es ig n. is © 20 06 ������������������������� ��������������������� �������������������������� ��������������������� ������������������������ ��������������������� ������������������������ ��������������������� ������������������������������� ���������������������� ��������������������������� ��������������������� ���������������� ��������������������� ������������������ ��������������������� ��������� ��������������������� �������� � ��������������������� ������������������������ ��������������������� ����������������������� ��������������������� Guðmundur Óli Scheving SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið gudmunduroli@simnet.is. Húsamaur fannst fyrir um það bil 40 árum í Bandaríkjunum og hefur breiðst út um allan heim. Hann lifir helst í húsa- grunnum, við inntakslagnir húsa og við og undir skólp- lögnum. Maurinn er liðdýr (Art- hropoda) í flokki skordýra af ætt- bálki æðvængja (Hymenoptera) og er af mauraætt (Formicidae). Aðeins litamunur og fjöldi augna skilur á milli tegunda. Karldýrið er 2- 3 mm langt en kvendýrið er aðeins stærra eða um 3,5-4mm. Maurinn er félagsvera og byggir bú sín þar sem jarðvegur er góður. Talið er að allt að 5.000 dýr geti verið í einu búi. Kvendýrið eða kynþroska drottn- ingar geta flogið og sjást erlendis í hópum á kvöldin. Hér á landi má oft sjá maurinn í kringum niðurföll í baðkerum eða vöskum og í kringum salerni. Húsamaurinn getur stungið. Við stunguna myndast roði og fólki klæjar, jafnvel í nokkra daga. Húsamaur er oft vísbending um að eitthvað sé að skolplögn hússins. Það þýðir lítið að úða því meinsemd- in er fyrir utan húsið. Best er að fá aðila sem eru með röramyndavélar til að mynda skólplagnirnar og er þá hægt að sjá hvort lögnin er að byrja að gefa sig. Hann getur líka verið með bú í holrými í grunninum og komið þá upp í gegnum sprungur í plötu. Ef ekkert er að gert og lögnin fer í sundur er ekki langt að bíða að annar gestur notfæri sér ástandið en það er rottan sem getur grafið undan rörinu, búið sér til bæli við það og kannski komið í heimsókn við tækifæri. Húsamaurinn finnst líka í útihúsum og ámóta stöð- um. Í forvarnarskyni láta margir úða undir og meðfram lögnum þegar þær eru endurnýj- aðar. Húsamaur er oft kallaður klóak- maur í daglegu tali manna. Margar kenningar eru um hvernig maurinn dreifist, m.a. er því haldið fram að hann dreifist neð skolpi og komist út í jarðveginn gegnum lélegar skólp- lagnir. Einnig er hugsanlegt að hann dreifist með hitaveitulögnum milli húsa, við gróðursetningu blóma og plantna frá gróðurhúsum og trúlega eru fleiri leiðir. Lítið er annars vitað um lifnaðarhætti maurana. Þegar fólk þarf að fá til sín meindýraeyði eða garðúðara þá skal alltaf óska eftir að fá að sjá starfsskírteini útgefið af Umhverfis- stofnun og eiturefnaleyfi gefið út af lögreglustjóra/sýslumanni og það mikilvægasta er að viðkomandi hafi starfsleyfi frá viðkomandi sveitafé- lagi. Athugaðu hvort öll skírteini séu í gildi. Félagar í Félagi meindýraeyða eru með félagsskírteini á sér. Fáðu alltaf nótu vegna viðskiptanna. Réttindi meindýraeyða og garð- úðara frá erlendum ríkjum og félaga- samtökum gilda ekki á Íslandi. Heimildir: Upplýsingar og fróð- leikur um Meindýr og varnir 2004 Húsamaur (Hyoponera punctatissima), klóakmaur Það má með sanni segja að sólin hafi ekki leikið við landsmenn upp á síðkastið. Nú er því enn meiri ástæða til að lífga aðeins upp á umhverfið og láta ekki veðrið aftra sig í að eyða góðum stundum úti með góðu fólki og góðan mat. Fréttablaðið leitaði til starfs- fólks Habitat til að leggja skemmtilega á útiborðið og greinilegt að litadýrðin ræður þar ríkjum. „Litirnir í munstrunum í disk- unum og glösunum eru litir sem eru gegnum gangandi í sumarlín- unni frá Habitat. Það er það skemmtilega við hana. Það er hægt að fá allt mögulegt í þess- um litum, áklæði á stóla, hand- klæði, barnadót og púða svo eitt- hvað sé nefnt,“ segir Sigríður Jóhannsdóttir hjá Habitat. „Þessir litir passa allir saman en einlita plastvörurnar fáum við í fimm litum og tvær gerðir af munstruðum plastvörum,“ segir Sigríður en einstaklega gaman er að sjá litadýrðina í sumarvör- um Habitat. „Fólk hefur einmitt á orði þegar það kemur hve lit- ríkt allt sé. Þegar sumarið er búið að vera eins og það er þá er mjög gaman að sjá litina. Við erum einnig með ljósaseríu sem hægt er að vera með úti sem líf- gar líka upp á tilveruna þó að veðrið leiki ekki við okkur.“ lilja@frettabladid.is Lífgar upp á tilveruna Hægt er að nota borðbúnaðinn bæði úti og inni í sumar og lífgar hann rækilega upp á tilveruna. Svart, rautt, gult og grænt eru aðallitirnir í sumar hjá Habitat. Litirnir passa allir vel saman. Borðbúnaðurinn er afar litríkur í sumarlínu Habitat. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.