Fréttablaðið - 17.07.2006, Síða 48

Fréttablaðið - 17.07.2006, Síða 48
 17. júlí 2006 MÁNUDAGUR32 – Mest lesið Þetta gæti tekið tíma Er fasteignin þín ekki í mest lesna fasteignablaðinu? Þegar hægist um á fasteignamarkaði er mikilvægara en nokkru sinni að auglýsa á besta staðnum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup* lesa 40% fleiri Íslendingar á aldrinum 25–49 ára Allt-fasteignir en Fasteignablað Morgunblaðsins. Vertu viss um að eignin þín nái athygli sem flestra! *Samkvæmt könnun Gallup, maí 2006 F í t o n / S Í A „Ég er nýbúin að gera upp húsið mitt en ef ég gæti þá myndi ég selja það og kaupa Lambhól, sem er húsið sem stendur eitt við Ægisíðuna. Mér finnst það vera fallegasti staðurinn í Reykjavík,“ segir Kristín Eysteinsdóttir sem er þessa dagana að leikstýra leikritinu Penetraitor sem frumsýnt verður næstkomandi þriðjudag. „Það eru svalir sem snúa að sjónum og ósnert náttúra fyrir utan. Ég held það sé frábært að eiga fullt af börnum og ala þau upp þarna.“ Kristín hefur greinilega hugann við leikhúsið og sér ótal möguleika í hús- inu. „Þar sem þetta er svo stórt hús myndi ég hafa tilraunaleikhús í kjallaran- um og vinna með mismunandi leikhópum. Svo myndi ég hafa tónlistarstúdíó og þar sem það eru engir nágrannar til að kvarta undan hávaða myndi ég halda tónleika í húsinu líka. Ég myndi að sjálfsögðu gera það upp eftir eigin höfði. Hafa stóra glugga og stórar svalir til að njóta fallega útsýnisins. Mér finnst allt of algengt að fólk meti ekki útsýnið sem það hefur. Ég hef náttúru- lega aldrei komið inn í þetta hús þannig að ég veit ekki hvernig það lítur út að innan en ég myndi vilja hafa viðargólf, gaseldavél og svo er ég voða hrifin af svona svefnlofti.“ Kristín hefur miklar hugmyndir um húsið og biður því fyrir skilaboðum til eigendanna. „Ef þið eruð að lesa þá vitið þið allavega að ég er til í að kaupa húsið,“ segir Kristín að lokum. DRAUMAHÚSIÐ MITT: KRISTÍN EYSTEINSDÓTTIR DRAMATÚRG OG LEIKSTJÓRI Tilraunaleikhús í kjallaranum Kristín Eysteinsdóttir vill búa við sjóinn með óspillta náttúru í kringum sig. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Hallgrímskirkja stendur á Skólavörðu- holtinu og sést víða að af höfuðborg- arsvæðinu. Hún er einn vinsælasti útsýnisstaður ferðamanna og er áætlað að um 200 þúsund manns komi í kirkjuna á ári hverju. Turn kirkj- unnar er 74,5 metra hár og er hann því hæsta, óstagaða mannvirki landsins. Hallgrímskirkja var teiknuð af arki- tektinum Guðjóni Samúelssyni og er lögun kirkjunnar afar sérstök. Ekki er vitað til þess að Guðjón hafi sótt fyrirmynd að henni til annarra landa. Hallgrímskirkja var 41 ár í byggingu en framkvæmdir hófust árið 1945 og var kirkjan vígð árið 1986. Byggingin er nefnd eftir Hallgrími Péturssyni sálmaskáldi til minningar um hann. HALLGRÍMSKIRKJA Margt bendir til að það dragi úr framkvæmdum á íbúðabygging- um á næsta ári. Þetta er niður- staða byggingaraðila innan Sam- taka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Ályktunin er í hróp- andi mótsögn við spár Seðlabank- ans að fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukist um 3,8 prósent á næsta ári. Talsmenn samtakanna rekja þenn- an samdrátt til þverrandi eftir- spurnar eftir húsnæði. - rve Spám Seðla- banka hafnað Seðlabanki Íslands Háskólinn leigir Morgunblaðshúsið HÁSKÓLI REYKJAVÍKUR ER NÝJASTI LEIGJANDINN AÐ MORGUNBLAÐS- HÚSINU VIÐ KRINGLUNA. Háskóli Reykjavíkur er nú kominn með sitt þriðja húsnæði en skólinn stækkar nú við sig og leigir út húsnæði Morgunblaðshússins við Kringluna. Skólinn hefur einnig aðsetur í Ofanleiti og að Höfða- bakka. Starfsemi blaðsins var flutt úr húsinu fyrir skömmu en Háskólinn hefur gert leigusamning fram til ársins 2009. Áætlað er að verkfræði- og tölvunarfræðideildir skólans verði þar til húsa auk Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífs- ins sem staðsett verður á þriðju og fjórðu hæð. Háskólinn í Reykjavík er nýr leigjandi Morgunblaðshússins við Kringluna. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 26/5- 1/6 175 2/6- 8/6 112 9/6- 15/6 120 16/6- 22/6 202 23/6- 29/6 117 30/6- 6/7 121

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.