Fréttablaðið - 17.07.2006, Side 56

Fréttablaðið - 17.07.2006, Side 56
Kanadíska hljómsveitin Is- lands spilar á næstu Iceland Airwaves hátíð en fyrstu plötu sveitarinnar, Return to the Sea, hefur verið hampað af mörgum gagn- rýnendum sem ein besta poppplata ársins. Steinþór Helgi Arnsteinsson spjall- aði við nokkra meðlimi Islands. Hljómsveitin Islands á sér nokkuð stutta sögu en hún var stofnuð upp úr rústum hljómsveitarinnar The Unicorns sem lagði upp laupana með nokkrum hvelli árið 2004. Tveir meðlimir Unicorns, þeir Nick Diamonds og J’aime Tamb- eur, tóku sig þá saman, stofnuðu Islands og í byrjun árs 2006 kom frumburður sveitarinnar út, Return to the Sea, en hún var að öllu leyti byggð upp á lögum sem Nick hafði samið. Ekki leið hins vegar á löngu áður en að J’aime hafði sagt skilið við sveitina og nýr trommuleikari tekið við en alls skipa sveitina sjö manns og er nýj- asta viðbótin kærasta Nicks, sem spilar á fiðlu og syngur bakraddir. Eyjur, ekki eyjurnar Hljómsveitin var stödd í Münster í tilefni af tónleikaferðalagi hennar um Evrópu þegar ég hitti meðlimi hennar. Við bílastæði tónleikastað- arins Gleis 22 settist ég niður með Nick Diamonds, nýja trommuleik- aranum, Aaron Harris, og Patrick Gregoire, sem hefur það skemmti- lega hlutverk að spila á bassaklar- inett. Fyrst lá mér forvitni á að vita af hverju hljómsveitin setti ekki „The“ fyrir framan nafnið á sveit- inni eins og allar aðrar sveitir í dag. „Af því að þetta eru eyjur ekki eyjurnar. Þetta er einungis falleg sjónræn myndlíking um okkur manneskjurnar,“ útskýrir Nick sjálfur. Þrátt fyrir að Islands sé tiltölu- lega ný hljómsveit þá hefur henni frá fyrsta degi verið líkt við The Unicorns, jafnvel þó að aðeins 1/7 af Islands hafi verið í þeirri hljóm- sveit. „Stundum líkar mér vel við samanburðinn, leynilega, en yfir- leitt fer hann bara í pirrurnar á mér,“ segir Nick. Flottir í hvítu Hljómsveitin hefur þá sérstöðu þegar hún spilar á tónleikum að klæðast hvítu. Aaron segir þó að það sé góð ástæða fyrir því. „Það er fínt fyrir hljómsveitina að líta vel út á sviðinu. Þá sjá áhorfendur líka sveitina sem hóp en ekki sem einhverja ótengda einstaklinga. Fólk man einnig eftir slíku.“ Tón- leikar virðast þannig skipta miklu máli fyrir meðlimi Islands enda hefur hún verið á tónleikaferðalagi upp á nær hvern einasta dag síð- asta hálfa árið. Ein af ástæðum fyrir upplausn The Unicorns var einmitt mikið tónleikaferðalag og nú þegar hefur einn meðlimur Islands hætt af sömu ástæðu, að er virðist. Er Nick því ekkert hrædd- ur um að Islands hljóti sömu örlög og Unicorns? „Ég hugsa að ég sé bara svona heimskur, ég festist alltaf í sama farinu og virðist ekki læra neitt af mistökunum. Tón- leikaferðalög eru erfið og ég ætla ekki að ljúga að þér en það hafa verið ýmsar uppákomur. Við höfum slegist, bæði andlega og líkamlega. Á endanum stöndum við samt allt- af saman í gegnum súrt og sætt.“ Islands er að langmestum hluta skipuð Kanadabúum en hljóm- sveitir frá Kanada hafa einmitt verið áberandi undanfarin tvö til þrjú ár. Má í því sambandi til dæmis nefna hljómsveitir á borð við Arcade Fire, Wolf Parade, Broken Social Scene, The New Pornographers og fleiri. „Á ákveðn- um fresti verða alltaf ákveðnar borgir mjög vinsælar og hljóm- sveitir frá þeirri borg fá meiri athygli og Kanada er ekkert annað en borg í augum Bandaríkja- manna,“ útskýrir Aaron. Langar að vinna með Cobain Nick er síðan fljótur að svara því hver sé helsti styrkleiki hljóm- sveitarinnar. „Bassaklarinettið,“ segir Nick mjög einlægt. „Og ég! Bassaklarinettið og ég. Síðan er hægri trommuhöndin á Aaron alveg mögnuð,“ bætir Nick bros- andi við. Þrátt fyrir að sveitin sé nýlega búin að senda frá sér plötu má búast við nýrri plötu strax snemma á næsta ári. Í nýlegu viðtali gaf Nick það út að hann vildi að Jeff Lynne, meðlimur ELO, myndi sjá um upptökustjórn á nýju plötunni en núna hefur hann aðrar hug- myndir. „Ég skipti um skoðun í síð- ustu viku. Núna væri ég alveg til í að fá Phil Spector og Suge Knight væri líka alveg töff. Mest af öllu vil ég samt fá Kurt Cobain, ég væri alveg tilbúinn að borga honum milljón dollara fyrir.“ Vilja gera myndband á Íslandi Eftir nokkurn tíma næ ég þó að draga piltana úr dagdraumum þeirra og spyr þá út í væntanlega heimsókn þeirra til Íslands, sem þeir eru allir afar spenntir yfir. Þeir höfðu reyndar ekki heyrt um Bláa lónið en þegar ég segi þeim að Lisa „Left Eye“ Lopes og Mel C hafi tekið upp myndband þar ákveða þeir á staðnum að þeir þurfi að gera slíkt hið sama. Áður en Islands koma til Íslands er hins vegar margt framundan, tugir tónleika og mikil ferðalög. Í ljósi sögunnar, þá hlýtur maður samt að spyrja sig þeirrar spurn- ingar hvort hljómsveitin verði ekki hætt áður en hún nær til Íslands. „Ekki kannski alveg hætt en ég verð vonandi hættur í sveit- inni og verð orðinn að konu,” svar- ar Aaron. „Nei, nei, við verðum ekkert hætt. Hljómsveitin verður einungis orðin virkilega þétt,” bætir Nick við ákveðið. Hætta ekki áður en þau koma til Íslands ISLANDS Nick Diamonds og félagar spila á Airwaves-hátíðinni í október. Erlendir fjölmiðlar halda áfram að fjalla um samband Snædísar Guðnadóttur og söngvarans Robb- ie Williams. Fréttablaðið greindi frá sambandi þeirra í síðustu viku, en þau kynntust þegar Robbie hélt tónleika í Kaup- mannahöfn fyrir skemmstu. Snædís er búsett þar og fjölluðu danskir fjöl- miðlar talsvert um þau skötuhjúin. Um helg- ina sagði breska blað- ið People frá kynnum þeirra. „Það sem var á milli mín og Robbie verður á milli okkar, rétt eins og það á að vera. Það sem gerist á milli manns og konu er einkamál,“ sagði Snædís í viðtali við blaðið. Heimildarmenn People halda því fram að Snædís búist fastlega við því að sambandi þeirra sé ekki lokið: „Hún vill ekki segja mikið um þetta kvöld en hún viðurkennir þó að hún búist við því að Robbie komi aftur,“ hefur People eftir vini Snædísar. Snædís spennt fyrir Robbie SNÆDÍS GUÐNADÓTTIR Segir samband sitt og Robbie Williams einkamál. ROBBIE WILLIAMS Greinilega spenntur fyrir Snædísi Guðna- dóttur. Nylonflokkurinn hefur innrás sína á breska markaðinn með látum. Fyrsta smáskífa stúlknanna, Losing a Friend, kom út fyrir viku og stökk beint í 29. sæti breska sölulistans. Sam- kvæmt upplýsingum frá Einari Bárðarsyni tekur sá listi mið af seldum eintökum í verslunum og seldu niðurhali. Í tilkynningu frá Nylonstúlk- unum segir að salan hafi farið fram úr björtustu vonum. Þær hafi vissulega gert sér vonir um að komast inn á topp 40 en árang- urinn hafi engu að síður komið nokkuð á óvart. Meðal listamanna sem Nylon skaut ref fyrir rass á listanum voru Red Hot Chili Pepp- ers, Richard Ashcroft og Sean Paul. Búist er við því að næsta smáskífa Nylon komi út í haust og fyrsta breiðskífa þeirra í október. Beint í 29. sætið NYLON Gera það gott í Bretlandi með fyrstu smá- skífunni sinni, Losing a Friend. 51.000 MANNS Ef þú ættir fjarstýringu sem gæti stýrt lífi þinu? Hverju myndir þú breyta? Myndir þú breyta heiminum með henni...eða gera eitthvað annað. ADAM SANDLER, KATE BECKINSALE OG CHRISTOPHER WALKEN Í GAMANMYND ÁRSINS STICK IT kl. 5.40, 8 og 10.20 CLICK SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 10 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 5.30, 8 og 10.30 THE BENCHWARMERS kl. 4, 6, 8 og 10 B.I. 10 ÁRA DA VINCI CODE kl. 6 og 9 B.I. 14 ÁRA R.V. kl. 3.50 RAUÐHETTA M.ÍSL TALI kl. 3.50 ÍSÖLD 2 M/ ÍSL TALI kl. 3.50 STICK IT kl. 5.40, 8 og 10.20 THE BENCHWARMERS kl. 6, 8 og 10 B.I. 10 ÁRA CLICK kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 10 ÁRA DA VINCI CODE kl. 6 og 9 B.I. 14 ÁRA BANDITAS kl. 6 og 8 B.I. 10 ÁRA THE BENCHWARMERS kl. 6 og 8 B.I. 10 ÁRA CLICK kl. 10 B.I. 10 ÁRA THE FAST & THE FURIOUS kl. 10 B.I. 12 ÁRA !óíbí.rk004 Gildir á allar sýnin gar í Regnboganum me rktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 Frá leikstjóra Big Daddy og Happy Gilmore kemur sumarsmellurinn í ár! � 3 fullorðnir ættu að geta unnið hrottana í hverfinu ...eða hvað? � 50.000 MANNS BYGGÐ Á VINSÆLUSTU BÓK Í HEIMI! 8 HJÓL. 1 FJÖLSKYLDA. ENGAR BREMSUR. Sprenghlægileg grínmynd með Íslandsvininum Rob Scheider úr Deuce Bigalow og John Heder úr Napoleon Dynamite! ÓVÆNTASTA, KYNÞOKKAFYLLSTA OG SKEMMTILEGASTA GRÍNMYND ÁRSINS FRÁ HÖFUNDI BRING IT ON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.