Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 2
2 3. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 ������������ ���������������� LÍBANON, AP Um átta þúsund ísra- elskir hermenn tóku í gær þátt í nýrri landhernaðarsókn í Suður- Líbanon. Talsmenn Ísraelshers sögðu fimm Hizbollah-skæruliða hafa verið tekna höndum í bar- daga í bænum Baalbek. Hizbollah svaraði með mestu orrahríð sprengiflauga á Norður-Ísrael til þessa. Hernaðarátökin jukust er hvorki gekk né rak í tilraunum til að finna samningalausn á deilunni. Fundi sem til stóð að halda í dag í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð- anna um hugsanlega aðkomu fjölþjóðlegs friðargæsluliðs var frestað um óákveðinn tíma í gær, eftir að Frakkar, sem hafa lýst áhuga á að fara fyrir slíku liði, afboðuðu þátttöku á þeirri for- sendu að ótímabært væri að ræða málið fyrr en hillti undir vopna- hlé. Fulltrúar Ísraelshers sögðu að hermenn þeirra gengju nú þorp úr þorpi í Suður-Líbanon og „hreins- uðu“ þau af Hizbollah-skærulið- um. Í Baalbek, nærri landamærun- um að Sýrlandi í Norðaustur- Líbanon, báru sundurskotin og brunnin bílflök fyrir utan yfirgefið sjúkrahús vitni um bardagann sem þar átti sér stað í fyrrinótt. Ísraelskir sérsveitarhermenn komu til Baalbek í þyrlum, handsömuðu þar fimm meinta Hizbollah-skæru- liða og drápu minnst tíu, að sögn Dans Halutz, yfirhershöfðingja Ísraelshers. Um fimmtán manns létu auk þess lífið í loftárásum Ísraela á nærliggjandi þorp, þar sem Ísraelar álíta að þungavigtar- menn Hizbollah-hreyfingarinnar haldi sig. Hizbollah-menn svöruðu með því að skjóta 160 sprengiflaugum á bæi í Norður-Ísrael. Að minnsta kosti 21 maður særðist og einn dó í árásunum. Ein flaug lenti nærri Beit Shean, sem er um sjötíu km suður af landamærunum. Líbanski herinn hefur til þessa ekki blandað sér í átökin, en tals- menn hans hafa sagt að hann muni gera það ef Ísraelsher gerir alls- herjarinnrás í landið. Að minnsta kosti 540 Líbanar hafa látið lífið í átökunum, sem hófust fyrir þremur vikum í kjöl- far þess að Hizbollah-liðar drápu þrjá ísraelska hermenn á landa- mærunum og tóku tvo í gíslingu. Megnið af hinum föllnu eru óbreyttir borgarar. Fimmtíu og fimm Ísraelar hafa týnt lífi, þar af 36 hermenn. audunn@frettabladid.is FÓRNARLÖMB STRÍÐSINS JÖRÐUÐ Líbanskir hermenn búa lík fólks, sem látið hefur lífið í loftárásum Ísraela síðustu daga, til jarðsetningar í hafnarbænum Tyre í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ísraelsher sækir fram í S-Líbanon Þúsundir ísraelskra hermanna sóttu lengra inn í Suður-Líbanon í gær og gengu þorp úr þorpi til að „hreinsa“ þau af Hizbollah-skæruliðum. Hizbollah skaut minnst 160 sprengiflaugum suður yfir landamærin, allt að 70 km inn í Ísrael. BJÖRGUN Pólskur maður í áhöfn skemmtiferðaskips sem lá við bryggju í Ísafjarðarhöfn, lenti í sjálfheldu þegar hann reyndi að klifra upp klettabelti hægra megin við Stóru-Urð í Gleiðarhjalla fyrir ofan Ísafjarðarbæ í gær. Maðurinn , sem er 26 ára, náði að koma sér fyrir á klettasyllu þegar í óefni var komið og hringdi í neyðarlínuna úr farsíma sem hann hafði meðferðis, um eitt leytið í gærdag. Lögregla kallaði til fjalla- björgunarmenn úr Björgunar- félagi Ísafjarðar og Björgunar- sveitinni Tindum og tóku alls tíu menn þátt í björguninni. Að sögn lögreglu var maðurinn afar illa búinn, hann var í lakkskóm og skorti reynslu til klifurs við þessar aðstæður. Maðurinn komst niður á jafn- sléttu tæpum tíu mínútum áður en skemmtiferðaskipið lagði úr höfn og því tók hann til fótanna þegar niður var komið. - æþe Pólskum ferðamanni á Ísafirði bjargað: Í sjálfheldu á lakkskóm STJÓRNMÁL Meirihlutinn í Norður- þingi hefur tilkynnt Friðfinni Hermannssyni að hann verði ekki ráðinn næsti sveitarstjóri nýja sveitarfélagsins. Friðfinnur var talinn hæfastur umsækjendanna tólf að mati ráðningarskrifstofunnar Mannafls. Hann var áður oddviti Þ-listans sem var sameiginlegur listi Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks í minnihluta á Húsavík fyrir sam- eininguna. Flokkarnir eru nú í meirihluta í Norðurþingi sem nær yfir Húsavík, Kelduhverfi, Raufar- höfn, Reykjahverfi, og Öxarfjörð. Friðfinnur, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, er vonsvikinn. „Þeir sögðu mér að ég hefði verið metinn hæfur og sá eini að mér skilst og það eru sjálf- stæðismenn, mínir menn, sem hafna mér.“ Hann bætir við: „Ég hélt þetta væru bestu vinir mínir, sem ég hef unnið með og fyrir. Mér finnst þetta bærilegur rýting- ur í bakið.“ Spurður hvort ríki óvild milli hans og sjálfstæðis- mannanna í meirihlutanum: „Það kemur mér þá í opna skjöldu.“ Hann segist ekki hafa ákveðið hvort ákvörðunin muni hafa eftir- mála af hans hálfu. Oddvitar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vildu ekki tjá sig um málið en sögðu þó að formlega væri ekki búið að hafna öllum umsækjend- unum. Málið skýrðist eftir byggða- ráðsfund í dag. - gag FRÁ HÚSAVÍK Tólf sóttu um stöðu sveitar- stjóra á Húsavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Meirihlutinn í Norðurþingi hafnar hæfasta umsækjandanum: Rýtingur í bakið frá vinum ATVINNUMÁL Þrjátíu starfsmönnum Trésmiðju Fljótsdalshéraðs hefur verið sagt upp störfum í kjölfar greiðslustöðvunar fyrirtækisins. Sverrir Albertsson, fram- kvæmdastjóri AFLs starfsgreina- félags, segir að af þeim þrjátíu sem sagt var upp vinnu hafi um tíu til tólf verið Pólverjar sem allir séu komnir með aðra vinnu. Íslenskir starfsmenn TF eru flestir búsettir á Egilsstöðum og í nágrenni og þurfa þeir nú að finna sér aðra vinnu. „Þeir Íslendingar sem störfuðu á TF eru margir með langan starfs- aldur og fyrir þá eru það þung spor að tína saman verkfærin sín í síðasta sinn.“ Sverrir segist þó bjartsýnn á að starfsfólk TF kom- ist fljótt í önnur störf. Sverrir segir lögfræðing AFLs kominn í málið til að gæta réttar þeirra sem sagt var upp. - hs Atvinnumál á Egilsstöðum: Þrjátíu manns missa vinnu SVÍÞJÓÐ Nærri lá að illa færi í sænska kjarnorkuverinu Fors- mark í síðustu viku, er skamm- hlaup olli því að það slokknaði á einum kjarnaofninum. Norska blaðið Aftenposten hefur eftir sænskum kjarnorkusérfræðingi að atvikið hefði hæglega getað orðið að alvarlegu kjarnorkuslysi. Skammhlaupið varð þegar verið var að sinna viðhaldi á einum þriggja kjarnaofna Forsmark- versins, en við það fór í gang öryggiskerfi sem slökkti á ofnin- um. Þegar það gerist gefur ofninn samt áfram frá sér mikinn hita svo að mjög mikilvægt er að streymi kælivatns að honum rofni ekki. Fjórar díselknúnar dælur áttu að fara sjálfkrafa í gang til að tryggja kælivatnsflæðið, en aðeins tvær gerðu það. - aa Kjarnaofn stöðvaðist: Nærri lá að illa færi í Forsmark FORSMARK-KJARNORKUVERIÐ Skamm- hlaup olli því að það slokknaði á einum kjarnaofninum síðastliðinn þriðjudag. IMAGEBANKSWEDEN.SE/FORSMARKS KRAFTGRUPP AB/H BLOMBERG GÖNGUGARPUR Á LAKKSKÓM Pólverjinn komst heill niður. MYND/BÆJARINS BESTA STRAND Minnisvarði um strand kanadíska tundurspillisins Skeena var afhjúpaður í Viðey í gær. Að sögn Óttars Sveinssonar rithöf- undar fór athöfnin vel fram í frábæru veðri. „Þarna voru um áttatíu manns. Ekkja eins sem bjargaðist í strandinu uppfyllti hinstu ósk hans, sem var að ösku hans yrði dreift í sjóinn þar sem skipið fórst,“ segir hann. Skeena strandaði við Viðey árið 1944 og stýrði Einar Sigurðsson, skipstjóri á Aðalbjörgu, björgunar- aðgerðum á staðnum. Öllum þeim 198 sem héldu kyrru fyrir um borð var bjargað en fimmtán úr áhöfn- inni yfirgáfu skipið á björgunar- flekum og létust. - sþs Minnisvarði afhjúpaður: Ösku skipverja dreift í sjóinn ATHÖFNIN Dagurinn í gær var valinn vegna þess að þá hefði Einar Sigurðsson, sem stýrði björgunaraðgerðum, orðið hundrað ára. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Morðingi Lindh kærður Mijailo Mijailovic, sem játaði á sig morðið á Önnu Lindh, þáverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar árið 2003, hefur verið ákærður fyrir líkamsárás á annan sjúkling á geðsjúkrahúsinu þar sem honum var gert að dvelja eftir sakfellinguna. SVÍÞJÓÐ Handtökur í gömlu morðmáli Nærri fjörutíu árum eftir að skóladrengur í Suður-Englandi var stunginn til bana hafa tveir menn verið handteknir í tengslum við rannókn á þessu óleysta morðmáli. Frá þessu greindi lögreglan í Brighton. BRETLAND Olíuleki Leki úr bilaðri olíuleiðslu í Vestur-Rússlandi gæti leitt til alvarlegs umhverfisslyss, segir í tilkynningu frá náttúruauðlindaráðuneyti Rússlands. Eigandi leiðslunnar segir lekann mun minni en ráðuneytið telji og að búið sé að hreinsa olíuna upp. Upp komst um lekann á laugardag en ekki var tilkynnt um hann opinberlega fyrr en á mánudaginn. RÚSSLAND BJÖRGUN Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hjá hrafninum Skolla ef umhyggjusöm fjölskylda hefði ekki gengið fram á hann þar sem hann lá vængbrotinn við göngustíg í gærmorgun. Fjölskyldan tók hann með sér í sumarbústað þar sem hún dvelur og hlúði að honum, að sögn Hólm- fríðar Óskarsdóttur. „Hrafninn, sem börnin skírðu Skolla, var smeykur í fyrstu en vandist heimilisfólkinu fljótt og hefur hina bestu matarlyst.“ Skolli verður sendur með flugi til Reykjavíkur í dag þar sem starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýra- garðsins tekur á móti honum. - sdg Vængbrotinn við göngustíg: Hrafninum Skolla bjargað SPURNING DAGSINS Örn, hefur þú ekki áhyggjur af þessu? „Tja, örninn er bara orðinn svo gamall að hann þykir ekki nógu eggjandi lengur.“ Varp íslenskra arna hefur ekki verið lakara hér við land í tuttugu ár. Örn Árnason leikari og skemmtikraftur taldi ástæðu þess vera aðra en óvinveittir ábúendur, eggjasafnarar eða íslensk veðrátta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.