Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 26
 3. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR26 og fólk ? Vissir þú...að Stígandi frá Sauðárkróki á 515 skráð afkvæmi. Þekktust þeirra eru Tígull frá Gýgjarhóli, Galdur frá Laugarvatni og Hrynjandi frá Hrepphólum. www.worldfengur.com Norska hestakonan Mette Mannseth var stödd í heimaborg sinni Ósló þegar blaðamaður náði sambandi við hana. Hún er þar í heimsókn hjá fjölskyldu sinni áður en hún heldur til Finnlands að kenna á reiðnámskeiði. Tamningakonan, sem búið hefur síðastliðin tíu ár á Íslandi og kennir við Hólaskóla, segist ekki gera jafn mikið af því og margir reiðkennarar að kenna námskeið erlendis enda sé nóg að gera í Hólaskóla auk þess sem lengra er fyrir hana að fara því hún býr í Skagafirði. Mette flutti til Íslands um tvítugt til að starfa við tamningar. Hún sótti íslenskunám við háskólann og hóf síðan nám við Hólaskóla. Þar hefur hún ílengst og fór að kenna þar að námi loknu. Hún segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan hún hóf sjálf nám við skólann. „Skólamál hestamanna eru á mjög mikilli uppleið. Verið er að stækka skólann og ráða fleiri kennara. Þá hefur samstarf kennaranna í kringum námið verið á mjög góðri leið,“ segir Mette sem hefur stundað hestamennsku frá ellefu ára aldri. Hún byrj- aði á norskum hestum en færði sig um sex- tán ára aldur yfir í íslenska hesta- kynið, sem hún segir eitt stærsta reiðhestakynið á svæðinu í kringum Ósló. Mette hefur vakið athygli fyrir prúða og fagmannlega reiðmennsku og hlaut af þeim sökum reiðmennskuverðlaun Félags tamninga- manna á nýafstöðnu landsmóti. FT veitir verðlaunin á hverju landsmóti þeim knapa sem hefur skarað hefur fram úr. Þegar Mette snýr heim býður hennar heilmikið verkefni við að undirbúa alþjóðlega þjálfararáðstefnu sem haldin verður á Hólum í byrjun september. Þar koma saman um hundrað þjálfarar aðallega frá Evrópu. „Þetta er í fyrsta sinn sem slík ráðstefna er haldin hér á landi en þetta hefur verið haldið árlega af FEIF í öðrum löndum,“ segir Mette sem er hlakkar mjög til ráðstefnunnar. Þegar henni lýkur hefst skólastarfið á fullu og því verður nóg um að vera hjá Mette á næstunni. HESTAMAÐURINN: METTE CAMILLA MOE MANNSETH Skólamál hestamanna á mikilli uppleið Það hefur lengi þótt æðsti draumur hestamannsins að ríða um hvítan sandinn í Löngufjörum. Um næstu helgi býðst fólki kostur á að taka þátt í fjölskylduskemmtun á Hótel Eldborg á Snæfellsnesi. Meðal annars verður boðið upp á að leigja hest á staðnum og fara í þriggja tíma reiðtúr undir leiðsögn Ólafs Flosasonar sem þekkir vel til fjörunnar. Þar verða hross fyrir alla þá sem vilja komast á bak, jafnt vana sem óvana. Að sögn Ólafs Lúðvíkssonar hótelstjóra er þetta í fyrsta sinn sem slík fjölskyldu- skemmtun er haldin. Stílað er inn á hestamenn, hvort sem þeir eigi hesta eða ekki. Margt verður í boði fyrir hestamannafjölskyldur, fjársjóður verður falinn í sandinum og eru veglegir vinningar í boði frá hestavöruverslunum. Á staðnum er sundlaug, blakvöll- ur, fótboltavöllur og trampólin en um kvöldið verður haldin kvöldvaka. Hótel Eldborg er sveitahótel sem rekið er á sumrin í Laugagerðisskóla. Þar er aðstaða bæði fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa. Hótelið er aðeins í 110 km fjarlægð frá höfuðborginni og því ekki langt að fara og stutt í margar náttúruperlur á Vesturlandi. ■ Fjörufjör á Snæfellsnesi Hinn þrettán ára Ragnar Tómasson fór mikinn á Glitnismóti Dreyra sem haldið var um síðustu helgi. Ragnar hefur þrátt fyrir ungan aldur haft mikinn áhuga á skeiði og vakið athygli fyrir góðan árangur. Nú má með sanni segja að hann sé hættur að vera upprennandi skeiðstjarna og einfaldlega orðinn stjarna, enda gerði hann sér lítið fyrir og sló heimsmetið í hundrað metra fljúgandi skeiði sem Anna Skúlason frá Svíþjóð setti á síðasta heimsmeistaramóti. Fyrra metið var 7,35 sekúndur og fór Ragnar sprettinn á 7,27 sekúndum á hestinum Móses frá Grenstanga en þeir tveir hafa margoft keppt á skeiðbrautinni. Sportnefnd FEIF á eftir að staðfesta metið en eftir því sem næst verður komist voru aðstæður allar til fyrirmyndar og allar líkur á að metið standi. ■ Ungur heimsmethafi í skeiði Það var mikið fjör á hinni árlegu Faxagleði hestamannafélagsins Faxa sem var haldin á Faxaborg í blíðskaparveðri nýlega. Mikil þátttaka var í firmakeppninni sem var fyrst á dagskránni, en þar tóku 107 þátt. Síðan fóru fram kappreiðar og að þeim loknum var keppt í kóktölti og bjórtölti. Faxa- gleðinni lauk svo með grilli og fjölskyldudansleik þar sem allir skemmtu sér hið besta. En nú lítur jafnvel út fyrir að þetta hafi verið í síðasta sinn sem þessi árlega fjölskylduskemmtun fer fram á Hvítárbökkum. „Stjórn Faxa hefur ekki tekið formlega afstöðu í þessum efnum,“ segir Gunnar Örn Guðmundsson, formaður félagsins. „Hún hefur auglýst eignir félagsins á Faxa- borg til sölu, en þær eru óseldar enn. Æskilegt væri fyrir félags- andann að viðhalda Faxagleðinni, en það er engin aðstaða til að keppa í hestaíþróttum á Faxaborg. Vissu- lega er staðurinn gullfallegur og öllum þykir vænt um hann, en nú er risið fullkomið keppnissvæði á Mið-Fossum og þar er einnig verið að byggja reiðhöll. Stjórn Faxa hefur gert samkomulag um afnot af því svæði og mannvirkjum.“ Faxaborg var geysivinsæll mótsstaður á sínum tíma. Þar voru haldin stórmót sem menn og hest- ar hvaðanæva að sóttu. „Staðurinn er ekki bara fallegur heldur liggur vel við að komast á hestum þang- að,“ segir Gunnar Örn. „Svo voru eyrarnar mjög góðar til kapp- reiða og þar náðust oft mjög góðir tímar.“ - jsv Á MJÚKUM BÖKKUM Faxagleðin var líklega haldin í síðasta sinn nú á dögunum. Faxagleði hestamannafélagsins Faxa: Síðasta gleðin á Hvítárbökkum Anna Valdimarsdóttir hefur ásamt manni sínum búið og starfað í Þýskalandi í tólf ár. Hún átti góðu gengi að fagna á Norðurlandamótinu um síðustu helgi þegar hún hreppti fyrstu verðlaun í fjórgangi á þýskfæddum stóðhesti. „Ég ætlaði nú bara að fara til Þýska- lands og vera í nokkra mánuði en hér er ég enn,“ segir Anna Valdi- marsdóttir, sem býr ásamt manni sínum, Friðfinni Hilmarssyni, á býli rétt utan við Hannover í Þýska- landi. Þar starfa þau við tamningar, þjálfun og reiðkennslu og líkar vist- in vel. „Hér er mikið af Íslending- um, Hólmgeir Jónsson er hér rétt hinum megin við götuna og svo er Kóki Ólafsson ekki langt í burtu,“ segir Anna og bendir á að mikið sé um íslenska hesta í kringum Hann- over. „Bara í þessu þorpi sem við búum í eru þrír Íslandshestabæir, ætli séu ekki álíka margir hestar og íbúar,“ segir hún kímin. Innt eftir því hvort þau hjón- in ætli sér að eyða ævikvöldinu í Þýskalandi hlær hún og segist ekki halda það. Þó hafi þau það mjög gott í Þýskalandi og margt mæli með að þau búi þar áfram. „Það er auðveldara fyrir okkur að lifa af hestamennskunni hér. Svo erum við líka búin að koma okkur upp nafni sem við eigum ekki heima auk þess sem veðurfarið oft auðveldara og meira hægt að gera árið um kring.“ Anna segir það hafa verið ofsa- lega góða tilfinningu að sigra í fjór- gangi á Norðurlandamótinu. „Ég var nokkra daga að átta mig á því að ég hefði virkilega getað þetta,“ segir Anna sem reið litfögrum og faxprúðum stóðhesti, Sibeliusi frá Eichenhof. „Hesturinn er þýsk- fæddur, ofsalega skemmtilegur og næmur og ekki skemmir liturinn,“ segir Anna en Sibelius er mós- kjóttur sem er ekki mjög algengt, hvað þá á góðum stóðhesti. Hún segir hann fá ágæta notkun hjá eigendum hryssa en útskýrir að í Þýskalandi sé allt of mikið um að ræktendur noti sæmilega stóð- hesta til jafns við þá bestu. Þeir bestu fái því ekki endilega fleiri hryssur til sín en aðrir sem stand- ast þeim ekki snúning. Anna og Friðfinnur eiga hryss- ur sem þau rækta undan á Íslandi en stunda lítið ræktun í Þýska- landi. Ástæðan er aðallega sú að mun dýrara er að stunda ræktun þar. „Bæði er það plássleysið og sjúkdómar eru fleiri og því þarf að meðhöndla folöldin meira en heima,“ útskýrir hún. Það vakti athygli að í fimm efstu sætum fjórgangsins á Norð- urlandamótinu voru konur. Þetta þætti óvanalegt hér heima en kemur til dæmis Þjóðverjum ekki á óvart að sögn Önnu. „Það er meira um konur í hestamennsk- unni hér úti. Í reiðskólanum eru stelpur í meirihluta. Það er líklega bara á Íslandi sem karlar eru enn í fleiri en konur. Í þýska landslið- inu í fyrra voru bara tveir karl- menn,“ útskýrir Anna sem vildi heldur fá að vera í íslenska lands- liðinu en því þýska ef valið stæði þar á milli. Hún ber Dönum vel söguna enda hafi þeir staðið mjög vel að framkvæmd Norðurlanda- mótsins sem hafi verið í alla staði vel heppnað. Íslendingar mega vel við una enda fengu þeir fimm gull og tvö bronsverðlaun í flokki full- orðinna. Konur í meirihluta knapa FAXIÐ FEYKIST TIL Anna Valdimarsdóttir á hinum litfagra stóðhesti Sibeliusi frá Eichenhof. Þau vöktu mikla athygli fyrir vel útfærða sýn- ingu á fjórgangi á Norðurlandameistaramótinu í Danmörku um síðustu helgi. MYND/BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna verður haldið á keppnissvæði hestamannafélagsins Sleipnis að Brávöllum á Selfossi dagana 11. - 13. ágúst næstkomandi. Reiknað er með talsverðum fjölda þátttakenda og fjöldi í hverjum flokki. Það er ekkert síðra að fylgjast með keppni þessara áhugasömu og kappsfullu ungu knapa sem eru í mörgum tilfellum ekkert verr ríðandi en hinir fullorðnu. ■ Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar MARKISUR www.markisur.com VILTU SKJÓL Á VERÖNDINA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.