Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 66
 3. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR46 ÞRÚGUR GLEÐINNAR > EINAR LOGI VIGNISSON Kristinn Arnar Stefánsson er lögfræðingur hjá Lands- bankanum á daginn en kokkur á kvöldin. „Mér finnst skemmtilegt að vinna í Landsbankanum, það er mjög gef- andi, en það hvílir hugann að þjóna og kokka. Það er svona eins og jóga,“ segir Kristinn Arnar, eða Addi eins og hann er kallaður. Honum er eldamennskan í blóð borin því foreldrar hans eiga Rauðará. „Ég byrjaði sex ára í Múlakaffi með pabba, Stefáni Stef- ánssyni, þegar hann var yfirkokkur þar. Ég hef gripið í þetta af og til á Rauðará, bæði í eldhúsinu og að þjóna og velja vínið,“ segir Krist- inn, en meðal vina og vandamanna er hann þekktur fyrir að vera visku- brunnur um mat og vín og gest- risinn með eindæmum. Nautakjötið er í uppáhaldi hjá Kristni en hann gerir líka mikið af því að grilla lax og bleikju í veiði- túrum. „Nautakjötið tengist svolít- ið fjölskyldunni, grilluð nautalund er í aðalhlutverki á Rauðará. En uppskriftin sem ég er með fyrir lesendur blaðsins er mjög einföld og hentar mjög vel á þessum árs- tíma. Hún á einkar vel við í veiði- túrum eða útilegum.“ Kristinn er sjálfur í nokkrum veiðihópum og sér oft um elda- mennskuna í veiðiferðum. „Ef ég elda slepp ég við uppvaskið,“ segir Kristinn. Bleikja með mangó chutn- ey að hætti Kristins Arnars er til- valin um verslunarmannahelgina, enda auðvelt að verða sér úti um ferskan fisk og taka með sér krukku af mangó chutney í farangrinum. Með bleikjunni hefur hann kúskús með grilluðu grænmeti. BLEIKJA MEÐ MANGÓ CHUTNEY, FYRIR FJÓRA tvö bleikjuflök, 1 ½ - 2 kg ein sítróna eða lime gróft sjávarsalt og pipar ein krukka mangó chutney KÚSKÚS MEÐ GRÆNMETI svartar eða grænar ólífur 3 msk. sítrónu- eða limesafi 3 msk. fínt söxuð kóríanderlauf 1 pakki kúskús (cous-cous) ólífuolía 2 msk. balsamikedik 2 paprikur 1 kúrbítur 1 eggaldin Fyrst er að salta og pipra bleikj- una vel, kreista sítrónu eða lime yfir hana alla og nudda sjávarsalt- inu og piparnum vel yfir. Því næst er bleikjan sett á álpappír eða grillbaka og mangó chutney smurt yfir hana í hæfilegu magni. Bleikj- an er grilluð eingöngu á roðinu við háan hita í c.a. fjórar til sex mínút- ur eða meira eftir stærð. Skerið grænmetið í hæfilega stóra bita. Blandið saman ólífuolíu og bals- amikedik og penslið grænmetið. Kryddið með salti og pipar úr kvörn. Grillið grænmetið þar til það er fallega brúnað en eilítið stökkt. Kúskús (cous-cous) er soðið eftir leiðbeiningum á umbúð- um, sett í stóra skál og blandað varlega saman við grillaða græn- metið. Bætið við sítrónusafa og kóríanderlaufum. Skreytið með ólífum eftir smekk. Gott er að hafa mangó chutney með sem meðlæti. Eldamennskan eins og jóga KRISTIN ARNAR STEFÁNSSON Þegar Kristinn er ekki að sjá um matinn í veiðiferðum eða elda á Rauðará þræðir hann veitingastaði borgarinnar, enda mikill matgæðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Hvaða matar gætirðu síst verið án? Finnst kjúklingur ómissandi og ég er sjúk í gráðaost. Þetta verður að vera á matseðlinum reglulega! Fyrsta minning um mat? Það er minningin um hafra- grautinn sem var píndur ofan í mig í leikskóla. Hann kom alltaf jafn harðan uppúr mér aftur, fannst hann svo vondur. Hef ekki getað borðað hafragraut síðan. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Grilluð nautalund með smjör- steiktum sveppum, bakaðri MATGÆÐINGURINN SIGRÍÐUR LUND Í MORGUNÞÆTTINUM ZÚPER Á FM 957 Tæki með sér myndarlegan kokk á eyðieyjuna kartöflu og sveppasósu sem ég fékk hjá vinafólki mínu, ohhh, þetta var svo gott! Þetta hefur verið uppáhald- ið mitt síðan. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Allur súr- matur, hvalur, hrútspungar, sviðasulta og svið. Get ekki hugsað mér að leggja mér þetta til munns. Leyndarmál úr eldhús- skápnum? Prufaðu að setja kartöfluflögur í samlokurnar þínar. Lærði þetta í USA. Það er sérstaklega gott að setja flögur með salti á rækjusamlokuna. Þetta fæ ég mér við hátíðleg tækifæri. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Hamborg- ara frá American Style. Hvað áttu alltaf í ísskápn- um? Pepsi Max, egg, brauð, ost og ávexti. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Fjallmyndarlegan og flottan meistarakokk. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Það voru einhverskonar sniglar, þeir voru rosalega seigir og ógeðslega vondir. Einn sem sat til borðs með mér sagði að þeir brögðuðust eins og eyrnamergur. > Ferskur ananas ...er ljúffengur einn og sér. Ávöxturinn inniheldur ensím sem brjóta niður prótín og örva meltinguna. Gott er að nota safa úr ferskum ananas til að marinera kjöt. maturogvin@frettabladid.is Sala á rósavínum eykst mjög á sumrin. Rósavín eru enda sann- kölluð sumarvín og það sem betra er þá smellpassa þau við dæmigerða íslenska útileguveðr- áttu þar sem rósavín þarf ekki að bera fram alveg eins köld og hvítvín og ekki eins heit og rauð- vín. Hér á landi hafa amerísk rósavín, svokölluð „blush“, um árabil verið í hópi vinsælustu vína. Stabbinn af rósavínssöl- unni er þessi vín, lítið fer fyrir evrópska stílnum sem er þurrari og beittari. Er það skaði því góð rósavín eiga alveg sérstaklega vel við fisk, salöt og kjúkling og ráða jafnvel við léttari kjötrétti. Eru þannig alveg tilvalin í úti- leguna. „Blush“ vínin eru ekki jafn góð matarvín en þau eru svalandi sumardrykkur. Sérstak- lega er gott að blanda þau með sódavatni og henda jafnvel sítr- ónusneið útí. Þá eru þau orðin svipuð að styrkleika og bjór og ég hef séð karlmenn, sem annars mega aldrei heyra minnst á „blush“, fagna þessum drykk mjög. Í vínbúðunum er gott úrval „blush“ vína og evrópskra rósavína í sætari kantinum. Þekktustu tegundirn- ar eru eflaust Carlo Rossi frá Kaliforn- íu og Mateus frá Portúgal. Þurrari stíllinn á hinsvegar fáa fulltrúa og er mikið flökt á fram- boðinu, jafnvel heimsþekkt merki sem sett eru í sölu haldast ekki inni vegna þess að þau ná ekki þeirri lágmarks- sölu sem vínbúðirnar gera kröfu um. Þó dúkka alltaf nýir fulltrú- ar upp við og við, nú síðast marg- verðlaunað rósavín frá framleið- andanum Bodega Virgen Blanca sem er staðsettur í Navarra á Spáni. Vínið heitir Vina Sardasol Rosado og er eitt af fyrstu vín- unum sem nýtt innflutningsfyr- irtæki, Bjór og vín ehf., flytur inn. Rósavín, eða roðavín eins og þau eru stundum nefnd á íslensku, draga nafn sitt af litn- um en ekki af því að þau séu búin til úr rósum eða hafi neitt með blóm að gera! Við rauðvínsgerð eru hýðið og steinarnir látnir gerjast með safanum. Við hvít- vínsgerð er þess gætt að safinn úr hvítu þrúgunum liggi aldrei með hýðinu og steinunum. Rósa- vínsgerðin liggur þarna mitt á milli ef svo má að orði komast. Rósavín eru jafnan gerð úr rauð- um þrúgum og fyrstu skref vín- gerðarinnar eru þau sömu og við gerð rauðvíns. Um leið og þrúgurnar hafa hinsvegar verið kramdar eru þær meðhöndlaðar eins og hvítvín og safinn press- aður frá hratinu. Því næst er lokið við að gerja hann eins og um hvítvín væri að ræða. Það fer svo eftir því hvað safinn og þrúg- urnar liggja lengi saman hvað rósavínið verður dökkt en yfir- leitt eru ekki nema um örfáar klukkustundir að ræða því hýðið er fljótt að lita safann. Sumardagar rósavína VERT AÐ SPÁ Í: Kalifornísk rósavín úr hinni kraftmiklu zinfandel- þrúgu eru ekki eins sæt og dæmigerð „blush” vín úr sömu sýslu. Cypress White Zinfandel er hálfsætt með ávaxta- og brjóstsykurs- keim og í útilegubúningi með skrúfutappa. Framundan er ein stærsta ferða- helgi sumarsins og ferðalangar þurfa að huga að ýmsu fyrir úti- leguna. Nesti skiptir miklu máli og ekkert er betra en að setjast í frið- sæla laut í góðu veðri með heima- tilbúnar samlokur og kaffi á brúsa. Veitingastaðurinn Deli á Lauga- veginum hefur vakið mikla athygli fyrir bragðgóðan mat. Fréttablað- ið hafði samband við Sigurð D.Tho- roddsen, eiganda Deli, sem gefur hér lesendum nokkur skemmtileg ráð varðandi listina við að útbúa bragðgóðar samlokur. Fransbrauðssamlokur Lítið mál er að baka baguette, það er hægt að kaupa það frosið eða hálfbakað í verslunum. Ef fólk vill hafa harða skorpu er best að hita brauðið á miklum hita um það bil 300°C en lægri hiti gerir brauðið þykkara og seigara. Best er að borða samlokuna fljótlega eftir að hún er smurð en ef smyrja á nesti er best að pakka í smjörpappír eða umbúðarpappír. Ef pakkað er í plastílát er gott að setja eldhúspappír með til að taka umframraka. Skerið baguettebrauðið langs að ofan og opnið varlega. Setjið blandað salat vel ofan í rifuna og hellið sósu yfir, til dæmis jógúrt- sósu. Setjið ferskar kryddjurtir eins og basilíku og klettasalat yfir sósuna. Þetta er ágætis grunnur fyrir grænmetis- eða kjöt- baguette. Grænmetissamloka: sólþurrk- aðir tómatar, kryddlegnir æti- þistlar, kalamatos ólífur, ristaðar furuhnetur og rifinn ferskur par- mesan. Kjötsamloka: hráskinka, plómu- tómatar í þunnum bátum, grilluð rauð paprika, camenbert og mul- inn svartur pipar. Þessu er síðan raðað á listræn- an hátt í brauðið þannig að allt hráefnið njóti sín. Gómsætt nesti í ferðalagið Bragðgóðar samlokur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.