Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 3. ágúst 2006 7 Samkvæmt heimilisvef Bo bedre er það helst í tísku árið 2006 að blanda saman nýjum og gömlum stíl í húsgögnum eða að blanda glamúr saman við nytjahluti. Það að blanda saman dýrum hlut- um við ódýra kemur úr fatatísk- unni. Síðustu árin hefur verið vin- sælt að blanda saman ódýrum H og M flíkum við rándýrar hönnun- arvörur. Það sama er uppi á ten- ingnum í húsgögnum en þannig nær maður að búa sér til sinn eigin persónulega stíl án þess að það kosti fúlgu fjár. Til að ná stílnum er fjárfest í einni dýrri mublu, svo sem sófa eða fögrum stól, og ódýrt sófaborð frá IKEA sett við. Einnig eru margir sem hafa húsgögnin í ódýrari kantinum en kaupa dýrt borðskraut og aðra fylgihluti til að lífga upp á. Að sjálfsögðu skiptir verðið ekki höfuðmáli heldur að húsgögnin passi saman og það náist að skapa ákveðinn stíl. Á síðasta ári var í tísku að hafa nýja hönnun í bland við gömul húsgögn. Samkvæmt Bo bedre er það á leiðinni úr tísku. Nú er það glamúrinn sem tekur völdin í bland við klassísk nytjahúsgögn. Þannig getur stór og allt að því yfirþyrmandi ljósakróna passað vel við látlaust skandinavískt eikarborð. Fleiri stílar blandast saman á árinu 2006 og þar eru gólfin engin undantekning. Trégólf hafa verið vinsæl síðustu árin og þá sérstak- lega að leyfa fallegu parketti að njóta sín með því að halda því meira og minna auðu. Trégólfin eru ekki á leiðinni úr tísku en aftur á móti munu mottur koma sterkar inn til að hressa upp á gólfið. Úrval af alls kyns munstruðum og lituð- um mottum í öllum stærðum hefur aldrei verið betra og mun mottun- um fjölga á árinu undir sófaborð- inu eða hreinlega út um alla íbúð. Það eru margir möguleikar í tískunni í dag og ættu því allir að geta blandað saman stílum og fengið skemmtilegt útlit á íbúðina. www.bobedre.dk - ebg Mismunandi stílum blandað saman Glæsileg ljósakróna með látlausu matar- borði blandar glamúr við klassík. Salatskálar og áhöld úr tré ■ Gott er að nudda salatskálar úr tré með dálítilli ólífuolíu, skola með volgu vatni og bera meiri olíu á, eftir að skálin hefur þornað. Þannig endist hún betur. ■ Ef tvö glös eru föst saman er hægt að stinga því neðra í heitt vatn og fylla það efra með köldu vatni. Efra glasið þenst út en það neðra dregst saman og ætti að vera hægt að losa þau í sundur innan nokkurra mínútna. ■ Ekki skal setja skálar og áhöld úr tré í uppþvottavélina. Tréhluti má heldur ekki leggja í bleyti og ekki er gott að setja tréskálar í ísskápinn. húsráð } Tréskálar þurfa sérstaka meðhöndlun af og til. Með smá skipulagi geta flestir skápar rúmað meira en þeir bera með sér. Flestir kannast við þá óþægilegu tilfinningu að skápaplássið á heimilinu dugar hreinlega ekki lengur. Hvort sem um er að kenna lélegu skipulagi eða því að þú átt einfaldlega meira dót núna en fyrir hálfu ári, þá er um að gera að grípa til ráða og koma skápun- um í horf. Í stórum skápum og fataher- bergjum er oft ein hilla í andlits- hæð. Önnur hilla þar fyrir ofan væri fullkomin fyrir árstíða- bundna hluti. Á skápahurðir má setja króka eða snaga, bæði innan og utan á, til að geyma belti, bindi eða skó- poka. Raðaðu á fatahengi þannig að stuttar flíkur, eins og skyrtur, séu bara öðru megin í skápnum. Þá skapast auka pláss í skápnum og þú getur staflað í botninn á honum. Ef sláin í fatahenginu er nógu hátt uppi má bæta annarri við fyrir neðan, til að geyma á skyrtur og samanbrotnar buxur. Lítil tau- eða plasthólf og - skúffur sem hengd eru upp eru stórsniðug fyrir skartgripi, sokkabuxur og aðra hluti sem kemst gjarnan óreiða á. Kassar, hólf og slíkar hirslur eiga vel heima á efstu hillunum. Það heldur þeim snyrtilegum og þú ert fljótari að ná í það sem þig vantar. Ef plássið leyfir geta tvær eða þrjár skúffur inni í skáp auðveld- að þér að finna hverjum hlut sinn stað. - elí Nýttu skáp- ana betur Er skápurinn of lítill? Eða bara óskipulagður? Lille Collection
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.