Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 64
 3. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR44 Gamanleikur hefur ekki notið þeirrar virðingar innan kvikmyndanna sem mörgum finnst hann eiga skilið. Auðvelt sé að haga sér eins og fífl fyrir framan myndavélarnar en að mati leikara er það mikil þrauta- ganga að fá fólk til að hlæja. Charlie Chaplin og Buster Keaton voru frumherjar í þessari miklu listgrein á hvíta tjaldinu. Chaplin var alinn upp meðal sirkusfólks í London en fluttist síðan búferlum til Bandaríkjanna þar sem leikar- innn átti eftir að setja mark sitt á kvikmyndasöguna. Fáir gaman- leikarar eru í jafnmikilli guðatölu og Chaplin enda tókst honum að skapa einhverja þekktustu kvik- myndapersónu seinni tíma, Flæk- inginn. Bæði Chaplin og Keaton voru miklir látbragðsleikarar og hræddust mjög hið talaða mál sem síðar átti eftir að ryðja sér til rúms á hvíta tjaldinu. Mörgum er eflaust í fersku minni atriðið þegar Chaplin gerir grín að nútímanum og er mataður af vélmenni en Chaplin sýndi að hann gat vel ráðið við hið talaða mál í kvikmyndinni Einræðisherranum sem er stór- kostleg ádeila á stríðsreksturinn í seinni heimsstyrjöldinni. Monty Python tímabilið Ef Chaplin og Keaton voru meist- arar látbragðsins er Woody Allen konungur hins talaða máls í gam- anleik. Taugaveiklaður gyðingur með komplexa yfir sjálfum sér er vissulega ekki fyrir alla en Allen hefur einstakt lag á að fá fólk til að hlæja að sjálfu sér með útskýr- ingum og pælingum sem eiga engar sinn líka. „Gamanmyndir“ Allens eru allar byggðar á leit hans að kvonfangi, vandræðum með konuna og eiga sér oftast stað í New York. Allen er nú fluttur til London og gerir kvikmyndir sínar þar enda segir hann landa sína ekki skilja sig lengur. Á sjöunda áratugnum gerði nýr húmor vart við sig í Bretlandi en fáir hafa haft jafn mikil áhrif á gerð gamanmáls og Monty Python-flokkurinn. Því hefur verið fleygt fram að það sem Bítlarnir gerðu fyrir tónlistina gerði Pyt- hon-flokkurinn fyrir grínið. Þessi flokkur Breta og eins Bandaríkja- manns ákvað að ekkert væri heil- agt, allt væri fyndið og þess virði að gera grín að. Sagan um ákvörð- unina á nafni hópsins lýsir húm- ornum kannski best; „Það var ein- faldlega fyndið.“ Monty Python-flokkurinn var allt öðruvísi og gamanleikur félag- anna sló umsvifalaust í gegn, fyrst með sjónvarpsþáttunum The Fly- ing Circus. Flokkurinn á tvær kvik- myndir á topp tíu lista yfir bestu gamanmyndir allra tíma en Life of Brian vermir þar toppsætið. Þeir Michael Palin og John Cleese tóku síðan þátt í gerð kvik- myndar- innar A Fish Called Wanda sem er söguleg fyrir þær sakir að þar fékk www.bluelagoon.is Líf KÓNGARNIR Í GRÍNINU Monty Python eru ókrýndir konungar grínsins en þeir eru sagðir hafa haft jafnmikil áhrif á húmor og Bítlarnir höfðu á tónlistina. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Þegar gamanið fer að kárna AMERÍSKA BAKAN Kvikmynd- in um hreinu sveinana í bandarískum menntaskóla var afturhvarf til tíma Nör- danna og Lögregluskól- ans sem mörgum fannst heldur útþvældur brandari. bio@frettabladid.is MEISTARI HINS TALAÐA MÁL Woody Allen kann þá list hvað best að leyfa hinu talaða máli að njóta sín þótt taugaveiklaði gyðingurinn sé ekki allra. LÁTBRAGÐSMEISTARI Buster Keaton var einn þeirra sem fórnaði lífi og limum til að áhorfendur gætu brosað út í annað eða skellt upp úr. Eftirlætiskvikmynd: Rebel Without a Cause með James Dean og Natalie Wood. Þá er Scarface einnig í miklu uppáhaldi auk No Direction Home sem er heimildarmynd um Bob Dylan. Eftirlætis atriði: 9 1/2 weeks sjálfsfróunaratriðið með Kim Basinger er ákaflega eftirminnilegt og þegar Roman Polanski skar í nefið á Jack Nicholson í Chinatown. Þá er ákaflega eftirminnilegt þegar Robert Niro kælir standarann á sér með fullri fötu af ísmolum í Raging Bull. Uppáhalds leikstjóri: Þeir Martin Scorsese, Clint Eastwood, Roman Polanski og Woody Allen eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Mesta hetja hvíta tjaldsins: James Dean og Marlon Brando eru langmestu töffararnir. Versti skúrkurinn: Robert Niro í Cape Fear var ansi vondur. Hvaða persóna fer mest í taugarnar á þér: Charlton Heston, formaður félags byssueiganda í Bandaríkjunum. Ef þú fengir að velja þér mynd, leikstjóra og mótleikara, um hvað yrði hún? Ég myndi leika aðalhlutverkið í kvikmynd um ævi og störf Keith Richard. Johnny Depp og Kate Moss yrðu að sjálfsögðu í öðrum hlutverkum auk allra hina Steinanna sem myndu bregða sér í hin og þessi hlutverk. KVIKMYNDANJÖRÐURINN RÚNAR JÚLÍUSSON TÓNLISTARMAÐUR Charlton Heston fer í taugarnar á mér„Er, well, um, if you’re dropp- ing by again, do pop in. Heh. And thanks a lot for the gold and frankincense, er, but don’t worry too much about the myrrh next time. All right? Heh. Thank you. Good-bye.“ Móðir Brians þakkar vitringunum þremur kærlega fyrir komuna þegar þeir ætluðu að vitja frelsarans í fjárhúsinu í Life of Brian.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.