Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 68
 3. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR48 - USA: Merki háskólans í Texas - Suður-Ameríka: Vörn gegn óláni, þegar hendi er snúið - Malta og Ítalía: Þegar beint er, vörn gegn „Hinu illa auga“ - Miðjarðarhafslönd: Konan þín er þér ótrú Stórleikarinn Mel Gibson hefur verið mikið í fréttum að undan- förnu eftir að hann var handtek- inn, ölvaður undir stýri. Gibson hefur lengi háð baráttu við bakk- us og því er þetta nokkuð áfall fyrir bæði Gibson og fjölskyldu hans. Þá hafa niðrandi ummæli hans um gyðinga einnig valdið þó nokkrum titringi innan kvik- myndaheimsins enda hafa gyð- ingar lengi verið áhrifamikill hópur innan Hollywood. Gibson hefur verið á fullu við að klára stórmynd sína Apocalypto sem er leikin á hinu forna máli Maya-indjánanna. Leikstjórinn hefur ekkert viljað gefa upp um söguþráð myndarinnar ef undan- skilið er að hún inniheldur mann- rán á ungum manni, flóttatilraun hans og að það verði mjög pólitísk- ur undirtónn í henni. Gibson var í viðtali við kvik- myndatímaritið Empire þar sem hann tjáði sig í fyrsti skipti um gerð þessarar myndar. „Ég held að það sé ákveðin þrá eftir einhverju sem ekki er fyrirfram gefið,“ segir Gibson en upphaflega var gert ráð fyrir að myndin yrði frumsýnd nú í sumar. Henni hefur verið frestað til að geta átt betri möguleika þegar tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða kunn- gjörðar. „Sumarið hefur verið stútfullt af framhaldsmyndum og fyrirsjáanlegum hlutum en ég vil sýna kvikmyndahúsagestum eitt- hvað algjörlega öðruvísi, eitthvað sem kveikir í mér,“ segir Mel og bætir því við að þótt allar persón- ur tali maya-tungumálið sé lítið um talað mál í myndinni. „Frá- sögnin byggist á myndmálinu og frábærri kvikmyndatónlist,“ segir Gibson sem virðist vera ákaflega sáttur við það sem hann hefur í höndunum. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt.“ Hvað er Gibson að gera með Apocalypto? MEL GIBSON Lögreglan í Malibu gaf út þessa mynd af Gibson skömmu eftir handtökuna. Leikstjórinn er nú í óða önn að klára stórmynd sína, Apocalypto. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Á dögunum var Kate Moss kosinn best klædda kona heims af lesend- um tímaritsins Vanity Fair og þykir það undirstrika að ofurfyr- irsætan sé komin aftur eftir lægð- ina og mun láta að sér kveða í framtíðinni. Moss er mikil fyrirmynd í tísku- heiminum og þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika í kjölfarið á eiturlyfjahneyksli í fyrra þá hefur hún að náð sér vel á strik. Hún hefur loksins náð að losa sig við Pete Doherty sem reyndist henni alls ekki vel og reyndu bresk- ir fjölmiðlar allt hvað þeir gátu til að stía þeim í sundur enda Moss hálfgert óskabarn þjóðarinnar. Velgengni Moss um þessar mundir er þveröfugt við flestar spár spekinga sem héldu því fram að ofurfyrirsætan væri útbrunnin eftir myndbirtingar flestra dagblaða heims af henni að sniffa kókaín. Strax eftir að Moss kom úr meðferð varð hún eftirsótt af stærstu tískuhúsun- um og segja menn að hún hafi aldrei litið betur út. Kate hefur náð að verða eins konar tískutákn fyrir konur. Allt fer henni einstaklega vel og virðist hún ávallt vera með samsetningar og nýjustu tískubólur á hreinu. Hönnuðir hrósa happi ef hún er ljósmynduð í þeirra flíkum því þá selst flíkin vanalega mjög vel. Hún er því vel að titlinum komin sem best klædda kona heims. Moss best klædda konan TÖFFARI Stuttbuxur komust ærlega í tísku eftir að þessi mynd komst í blöðin. Flottar ljósbláar buxur við hvítan bol og svart vesti. KVENLEG Á rauða dreglinum í fallegum hlýralausum blúndukjól og sætum skóm við. SEIÐANDI Kate er hér flott í svörtum leður- buxum og smókingjakka við. Pönkað og glæsilegt á sama tíma. Leikarinn Leonardo DiCaprio og brasil- íska ofurfyrirsætan Gisele Bundchen hafa gefið sögusögnum um að þau séu að taka saman aftur byr undir báða vængi. Parið var saman í 3 ár en þau slitu samvistum á síð- asta ári. Gisele hefur átt í sam- bandi við Kelly Slater og Leonardo hefur verið að hitta fyrirsætuna Bar Rafael. Hins vegar sást til Gisele í göngutúr með móður Leonardo og stjúpbróður hans og því gætu sáttavið- ræður verið í bígerð. Gisele á báðum áttum Plötubúð Smekkleysu er flutt úr Kjörgarði á Laugavegi og niður á Klapparstíg þar sem verslun Spúútnik var áður til húsa. Flutn- ingunum verður fagnað með frá- bærum tónleikum Bogomil Font og Flís í dag klukkan 17. Sem fyrr er ókeypis inn á tónleika í verslun Smekkleysu. „Við erum bara að henda upp búðinni. Hún ætti að vera orðin fokheld á tónleikunum í dag,“ segir Elís Pétursson hjá Smekk- leysu. Plötubúðin deilir fyrst um sinn húsnæðinu með fatamarkaði Spúútnik en innan tíðar flytur fataverslunin Elvis í húsnæðið. „Þetta leggst gífurlega vel í okkur, þetta er dúndurstaðsetning. Það var svolítið erfitt að vera í kjallar- anum og það hefur verið hálfgert vinnustaðagrín hjá okkur að nú sé Smekkleysa komin upp á yfirborð- ið,“ segir Elís. Skrifstofur Smekk- leysu og lager verða áfram uppi á Laugavegi en verslunin á nýja staðnum. Þegar Elvis er flutt á Klapparstíginn býst Elís við því að opnuninni verði fagnað með góðu opnunarpartíi. - hdm Smekkleysa upp á yfirborðið SMEKKLEYSA Á NÝJUM STAÐ Þeir Elli og Benni hjá Smekkleysu voru flottir í undirbúningi opnunarinnar í gær, ásamt Krumma sem mætir með Elvis-búðina innan tíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.