Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 3. ágúst 2006 Snyrtivörukeðjan Boots er ferðaglöðum Íslendingum að góðu kunn. Nú eru þessar góðu vörur loksins komnar í sölu á Íslandi, í Smáralindinni og hjá versluninni B. Magnússyni. Kristín Dögg Höskuldsdóttir förð- unarfræðingur og Ýr Björnsdóttir snyrtifræðingur vinna hjá heild- sölunni B. Magnússyni, sem hefur nýlega aukið samstarf sitt við snyrtivörukeðjuna Boots. „B. Magnússon hefur í rauninni flutt inn Boots-vörur í mörg ár því No 7 vörurnar eru hluti af Boots-veld- inu. Síðustu mánuði höfum við verið að huga að ýmsum nýjung- um og núna erum við búin að bæta við fjórum vinsælustu vöruflokk- unum hjá Boots,“ segir Kristín og bendir blaðamanni á girnilegar vörur úr Botanics, Mediterranean, Eastern og Natural Collection lín- unum. Hjá Boots er lögð áhersla á náttúrulegar vörur og íslenskur mosi kemur meira að segja við sögu í sumum vörunum. Margar vörurnar byggja enn fremur á ævafornum uppskriftum auk þess sem þær eru unnar í samstarfi við húðfræðinga og aðra vísindamenn. „Hjá No 7 er það til dæmis þannig að það eru ekki gefnar prufur af vörunum, hins vegar máttu skila vörunni og fá hana endurgreidda ef það kemur í ljós að þú þolir hana ekki,“ segir Kristín. Boots-hornið í Hagkaupum í Smáralind var opnað í vor og Kristín segir að fólk hafi strax veitt því athylgi. „Margir þekkja merkið eftir að hafa verið erlendis og hreinlega verið að bíða eftir því að þessar vörur kæmu í verslanir hér á landi. Ég bjó sjálf í Bretlandi og kynntist þessum vörum vel þar og þess vegna var ég mjög áhuga- söm um að koma þessu í sölu hér á landi,“ segir Ýr. Sem stendur fást Boots-vörurn- ar aðeins í Hagkaupum í Smára- lind, í verslun B. Magnússonar í Garðabæ og í nokkrum einkarekn- um apótekum. „Það er aldrei að vita nema vörurnar fari í sölu á fleiri stöðum og svo bætist líka alltaf eitthvað nýtt við,“ segir Kristín og Ýr bætir því við að í haust megi búast við enn fjöl- breyttara vöruúrvali. Loksins á Íslandi Næturkrem frá No 7 sem nærir húðina á meðan þú sefur. Mediterranean- línan er unnin úr suðrænum ávöxtum og olíum. Þessi góði hand- og naglaáburður nærir húðina. Baðsápa og líkamsmaski úr Eastern-lín- unni. Vörur í þessari línu eru unnar úr aldagömlum austrænum uppskriftum. Baðsápa og líkamsmaski úr Eastern-línunni. Vörur í þessari línu eru unnar úr aldagömlum austrænum uppskriftum. Vinsæll líkams- úði úr Natural Collection-línunni. Vörur í þessari línu eru ferskar og skemmtilegar og henta vel fyrir yngstu dömurnar. Kristín og Ýr segja að vörurnar frá Boots falli Íslendingum vel í geð. Boots er eitt stærsta og virtasta snyrtivöru- fyrirtæki í heiminum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Sjampó úr Botanics- línunni sem gefur góða fyllingu. Vörur í þessum flokki eru unnar í samstarfi við húð- og jurðasér- fæðinga og henta öllum í fjölskyldunni. INNRÁS TOPSHOP TIL NEW YORK ER Í NOKKURRI HÆTTU VEGNA MÁLAFERLA. Fyrir ekki svo löngu greindi Frétta- blaðið frá því að Philip Green ætlaði að herja inn á Bandaríkjamarkað með tískumerkið sitt Topshop. Var stefnan sett á að opna rúmlega átta þúsund fermetra verslun á Manhattan í New York. Hafði Green meðal annars gefið það út að fyrir- tækið væri tilbúið að eyða allt að 50 milljónum dollara, jafnvirði um 3,6 milljarða króna, til uppbyggingar á versluninni. Nú er hins vegar komið babb í bátinn því eigendur verslunarinnar, Nevada Apparel í New York, hafa kært Arcadia, móðurfélag Topshop, vegna efasemda um nafn verslunar- keðjunnar. Enn hafa þó ákæruatrið- in ekki verið gefin upp. Upphaflega stóð til að opna verslunina í lok maí en Green hefur lýst því yfir að hann muni flýta sér hægt og hafi alveg efni á því að bíða örlítið. „Okkur langar ekki í mistök.“ - sha Topshop í málaferlum New York búar þurfa að bíða örlítið lengur eftir að fá tækifæri til þess að kaupa flíkur frá Topshop og þar á meðal flík sem þessa úr unique-línu Topshop. NORDICPHOTS/GETTY IMAGES ps. Síðustu dagar útsölu HAUST 2006 ������� ��� ��� ����� ����� ����� �������������� ������� ������������������������� ����������������������� ��������������������� Lífræn og rakagefandi sturtusápa fyrir allar hú›ger›ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.