Fréttablaðið - 03.08.2006, Síða 35

Fréttablaðið - 03.08.2006, Síða 35
FIMMTUDAGUR 3. ágúst 2006 Snyrtivörukeðjan Boots er ferðaglöðum Íslendingum að góðu kunn. Nú eru þessar góðu vörur loksins komnar í sölu á Íslandi, í Smáralindinni og hjá versluninni B. Magnússyni. Kristín Dögg Höskuldsdóttir förð- unarfræðingur og Ýr Björnsdóttir snyrtifræðingur vinna hjá heild- sölunni B. Magnússyni, sem hefur nýlega aukið samstarf sitt við snyrtivörukeðjuna Boots. „B. Magnússon hefur í rauninni flutt inn Boots-vörur í mörg ár því No 7 vörurnar eru hluti af Boots-veld- inu. Síðustu mánuði höfum við verið að huga að ýmsum nýjung- um og núna erum við búin að bæta við fjórum vinsælustu vöruflokk- unum hjá Boots,“ segir Kristín og bendir blaðamanni á girnilegar vörur úr Botanics, Mediterranean, Eastern og Natural Collection lín- unum. Hjá Boots er lögð áhersla á náttúrulegar vörur og íslenskur mosi kemur meira að segja við sögu í sumum vörunum. Margar vörurnar byggja enn fremur á ævafornum uppskriftum auk þess sem þær eru unnar í samstarfi við húðfræðinga og aðra vísindamenn. „Hjá No 7 er það til dæmis þannig að það eru ekki gefnar prufur af vörunum, hins vegar máttu skila vörunni og fá hana endurgreidda ef það kemur í ljós að þú þolir hana ekki,“ segir Kristín. Boots-hornið í Hagkaupum í Smáralind var opnað í vor og Kristín segir að fólk hafi strax veitt því athylgi. „Margir þekkja merkið eftir að hafa verið erlendis og hreinlega verið að bíða eftir því að þessar vörur kæmu í verslanir hér á landi. Ég bjó sjálf í Bretlandi og kynntist þessum vörum vel þar og þess vegna var ég mjög áhuga- söm um að koma þessu í sölu hér á landi,“ segir Ýr. Sem stendur fást Boots-vörurn- ar aðeins í Hagkaupum í Smára- lind, í verslun B. Magnússonar í Garðabæ og í nokkrum einkarekn- um apótekum. „Það er aldrei að vita nema vörurnar fari í sölu á fleiri stöðum og svo bætist líka alltaf eitthvað nýtt við,“ segir Kristín og Ýr bætir því við að í haust megi búast við enn fjöl- breyttara vöruúrvali. Loksins á Íslandi Næturkrem frá No 7 sem nærir húðina á meðan þú sefur. Mediterranean- línan er unnin úr suðrænum ávöxtum og olíum. Þessi góði hand- og naglaáburður nærir húðina. Baðsápa og líkamsmaski úr Eastern-lín- unni. Vörur í þessari línu eru unnar úr aldagömlum austrænum uppskriftum. Baðsápa og líkamsmaski úr Eastern-línunni. Vörur í þessari línu eru unnar úr aldagömlum austrænum uppskriftum. Vinsæll líkams- úði úr Natural Collection-línunni. Vörur í þessari línu eru ferskar og skemmtilegar og henta vel fyrir yngstu dömurnar. Kristín og Ýr segja að vörurnar frá Boots falli Íslendingum vel í geð. Boots er eitt stærsta og virtasta snyrtivöru- fyrirtæki í heiminum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Sjampó úr Botanics- línunni sem gefur góða fyllingu. Vörur í þessum flokki eru unnar í samstarfi við húð- og jurðasér- fæðinga og henta öllum í fjölskyldunni. INNRÁS TOPSHOP TIL NEW YORK ER Í NOKKURRI HÆTTU VEGNA MÁLAFERLA. Fyrir ekki svo löngu greindi Frétta- blaðið frá því að Philip Green ætlaði að herja inn á Bandaríkjamarkað með tískumerkið sitt Topshop. Var stefnan sett á að opna rúmlega átta þúsund fermetra verslun á Manhattan í New York. Hafði Green meðal annars gefið það út að fyrir- tækið væri tilbúið að eyða allt að 50 milljónum dollara, jafnvirði um 3,6 milljarða króna, til uppbyggingar á versluninni. Nú er hins vegar komið babb í bátinn því eigendur verslunarinnar, Nevada Apparel í New York, hafa kært Arcadia, móðurfélag Topshop, vegna efasemda um nafn verslunar- keðjunnar. Enn hafa þó ákæruatrið- in ekki verið gefin upp. Upphaflega stóð til að opna verslunina í lok maí en Green hefur lýst því yfir að hann muni flýta sér hægt og hafi alveg efni á því að bíða örlítið. „Okkur langar ekki í mistök.“ - sha Topshop í málaferlum New York búar þurfa að bíða örlítið lengur eftir að fá tækifæri til þess að kaupa flíkur frá Topshop og þar á meðal flík sem þessa úr unique-línu Topshop. NORDICPHOTS/GETTY IMAGES ps. Síðustu dagar útsölu HAUST 2006 ������� ��� ��� ����� ����� ����� �������������� ������� ������������������������� ����������������������� ��������������������� Lífræn og rakagefandi sturtusápa fyrir allar hú›ger›ir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.