Fréttablaðið - 08.08.2006, Side 6

Fréttablaðið - 08.08.2006, Side 6
6 8. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR www.lyfja.is - Lifið heil ÁHRIFARÍKT BÓLGUEYÐANDI GEL VIÐ VÖÐVA- OG LIÐVERKJUM. Voltaren Emulgel FÆST ÁN LYFSEÐILS ÍS LE N SK A AU G L† SI N G AS TO FA N /S IA .I S L YF 3 32 04 06 /2 00 6 Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd Selfossi - Laugarási Voltaren Emulgel® er notað sem staðbundin útvortis meðferð við vöðva- og liðverkjum. Lyfið má ekki bera á skrámur, opin sár eða á exem. Varist snertingu við augu og slímhúðir, notist einungis útvortis og má aldrei taka inn. Á meðgöngu skal ávalt leita ráða læknis eða lyfjafræðings áður en lyfið er notað. Þó skal það ekki notað á síðasta þriðjungi meðgöngu. Lítil hætta er á ofskömmtun vegna útvortis notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. AMNESTY Íslandsdeild Amnesty International sendi Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra áskorun á föstudaginn vegna átak- anna fyrir botni Miðjarðarhafs. Í áskoruninni er ríkisstjórn Íslands hvött til að beita áhrifum sínum og þrýsta á Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að taka mið af tillögum Amnesty International í ályktun varðandi átök Ísrael og Hizbolla-hreyfingarinnar, sem unnið er að á vettvangi ráðsins. Meðal tillagna Amnesty Inter- national er að vopnahléi verði tafarlaust komið á og mannúðar- aðstoð og vernd óbreyttra borgara tryggð. Áhersla er lögð á að stríð- andi aðilar fari að mannúðarlög- um og að öll vopnasala til þeirra verði stöðvuð nú þegar. Þá er lagt til að fram fari óháð rannsókn á stríðsglæpum og öðrum brotum á alþjóðlegum mannúðarlögum. Amnesty International hefur verið með rannsóknarnefndir í Suður-Líbanon og Norður-Ísrael, að sögn Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur, framkvæmdastjóra Íslandsdeild- ar Amnesty. „Við höfum fordæmt þessi grófu mannréttindabrot sem eru að eiga sér stað og erum núna að þrýsta á Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að grípa í taumana.“ Afrit af bréfinu var sent til allra þingmanna auk dóms- og kirkjumálaráðherra og forsætis- ráðherra. - sdg Íslandsdeild Amnesty International sendir íslenskum stjórnvöldum áskorun: Ísland beiti áhrifum sínum JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR Amnesty er að sögn Jóhönnu með upplýsingar um að á síðustu vikum hafi vopn verið flutt gegnum Bretland frá Bandaríkjunum til Ísrael. LÍBANON Líbanar höfnuðu tillögum Frakka og Bandaríkjamanna um vopnahlésályktun sem lögð var fram um helgina. Ísraelskir emb- ættismenn voru almennt ánægðir með ályktunina þar sem hún heim- ilar Ísraelsher að beita hernum í varnaðarskyni. Vopnahlésályktunin er nú til umræðu hjá Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna. Sendinefnd frá arabaríkjunum lagði af stað til New York í gærkvöldi með það að markmiði að framfylgja kröfum Líbana um breytta ályktun. Helsta krafa Líbana er að Ísraelar dragi allt herlið sitt til baka. Líbanar eru tilbúnir að senda fimmtán þúsund hermenn til Suður-Líbanon, dragi Ísraelar herlið sitt til baka. Enn fremur eru Líbanar tilbúnir að þiggja hjálp Sameinuðu þjóðanna til að koma á friði. Í dag munu nokkrir utanríkis- ráðherrar, þar á meðal Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hittast í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York til að ræða átökin í Mið-Austur- löndum. Haft er eftir Rice að vopnahlésályktunin sé aðeins fyrsta skrefið í átt að friði. - jóa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar um átök í Mið-Austurlöndum: Vopnahléstillögu hafnað HART BARIST Í LÍBANON Hátt í þrjátíu manns létust í árásum Ísraelshers austur af Tyre í Suður-Líbanon í gærmorgun. Ellefu létust í loftárásum á Suður-Beirút og þrír létust og þrjátíu særðust í árásum Hizbollah á Haifa í Norður-Ísrael. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NOREGUR Norsk kona hefur verið kærð fyrir að ljúga því að trygg- ingafélagi sínu að hún hafi neyðst til að ganga undir aðgerð á eggja- stokkum sínum á meðan hún var í fríi í Dóminíska lýðveldinu í fyrra. Í raun lét hún bara stækka brjóst sín. Þetta kemur fram á fréttavef Aftenposten. Aðgerð vegna blaðra á eggja- stokkum fellur undir trygginguna sem konan var með, en það gerir brjóstastækkun hins vegar ekki. Tryggingafélagið hringdi í lækninn í Dóminíska lýðveldinu og fékk uppgefið hver aðgerðin hefði í raun verið og hefur konan játað sök. - smk Tryggingasvindl í Noregi: Stækkaði brjóst- in í útlöndum Datt og skarst í andliti Ferðamanni af skemmtiferðaskipi sem liggur í Akureyrarhöfn skrikaði fótur á göngustíg við Goðafoss í Suður-Þingeyjarsýslu um þrjúleytið í gær og skarst í andliti. Hún var flutt með sjúkrabíl á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri og var þar gert að sárum hennar. LÖGREGLUFRÉTTIR Ölvuð kona ók á staur Tæplega sextug kona ók bifreið sinni á ljósastaur í Síðumúla á sjötta tímanum á föstudag. Konan var færð á slysadeild en slapp án alvarlegra meiðsla. Að sögn lögreglu er konan grunuð um ölvun við akstur. Bíllinn skemmdist og var dreginn í burt. Á blaðsíðu tíu í Fréttablaðinu frá síðast- liðnum laugardegi var Ragnar Aðal- steinsson ranglega nefndur Jón Steinar Gunnlaugsson í myndatexta. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING RÁÐSTEFNA Hlýnun jarðar, nýjar siglingaleiðir og breytingar á þjóðréttarsamningum voru meðal umræðuefna á þingmannaráð- stefnu um norðurskautsmál sem fram fór í Kiruna í Svíþjóð dagana 2.-4. ágúst. Íslensku þingmennirn- ir lögðu mikla áherslu á aukið samstarf á sviði leitar- og björg- unarmála, vegna brotthvarfs varnarliðsins frá Íslandi og auk- inna flutninga á olíu og gasi við Íslandsstrendur. Ráðstefnuna sóttu Sigurður Kári Kristjánsson, Björgvin G. Sigurðsson og Jón Kristjánsson. - sgj Ráðstefna um norðurskautið: Björgunarsam- starf aukist FASTEIGNIR Fólk þrýsti í mörgum tilvikum á fast- eignasölur að setja hærra verð á íbúðir sínar og hús en sölurnar mátu að væri það rétta. Það gengur ekki lengur. Íbúð- irnar seljast illa séu þær verðlagðar um of, segir Ingólfur Gissurarson, löggiltur fasteignasali og framkvæmda- stjóri Valhallar. „Síðastliðið ár einkenndist af þessum þrýstingi þó að þetta eigi að sjálfsögðu ekki við um alla,“ segir Ingólfur. „Það er alveg sama hver staðsetningin er því ef verðið er vitlaust miðað við aldur hússins og ástand þess að utan og innan selst það ekki.“ Ingólfur segir ofurverðið hafa gengið í fyrra og hitteðfyrra. Selj- endur hafi staðið með pálmann í höndunum: „En á þessu ári hefur það engan veginn verið þannig. Markaðurinn er kaupendum í hag núna.“ Hann segir kaupendur því freistast til þess að bjóða langt undir ásettu verði en hins vegar sé reynsla hans að seljendur sætti sig ekki við það. Kauptilboðum upp á sautján milljónir í tuttugu milljóna eign sé ekki svarað: „Fólk setur þá frekar íbúðirnar sínar í leigu.“ Ingólf- ur segir að svo geti vel verið að einn og einn selji íbúðina á miklu undir- verði og séu örvæntingar- fullir. „En það er alger undan- tekning og fáheyrt.“ Í nýjustu tölum Fast- eignamats rík- ins má sjá að fasteignasala hefur dregist saman um 41 prósent á fjöl- býlum milli júlímánuða í ár og í fyrra og nítján prósent á sérbýl- um. Verðið á fermetrann í fjölbýli hækkaði hins vegar á sama tíma um átta pró- sent, úr 196 þúsundum að meðal- tali í 213 þúsund. Milli júní- og júlímánuða á þessu ári varð fimmt- ungs samdráttur í sölu og fjórð- ungs milli maí og júní. Þrátt fyrir sölusamdráttinn hefur verð á fer- metra í fjölbýli ekki lækkað á árinu, var 206 þúsund krónur í janúar. Ingólfur metur að fasteigna- verð lækki ekki um meira en um hámark þrjú til fimm prósent að jafnaði, verðið lækki á sumum svæðum en gæti hækkað á öðrum. „Nú verður ákveðin leiðrétting á ásettu verði. Samkeppnin á fast- eignamarkaðinum hefur verið gríðarlega hörð. Fólk hefur fengið fleiri en tvo og þrjá fasteignasala til að meta eignina og þeir óreyndu eða óvönduðu hafa metið eignina til sín svo að þeir fái söluna,“ segir hann. Fasteignamarkaðurinn sé í ágætis jafnvægi þó að menn séu varkárari en áður: „Fleiri tilboð hafa komið inn á okkar borð þessa vikuna en allan mán- uðinn á undan.“ gag@frettabladid.is Kaupendur í betri stöðu en seljendur Seljendur fasteigna hafa þrýst á um hærra verð en fasteignasalar hafa ráð- lagt. Vegna samdráttar í sölu seljast slíkar eignir síður. Fasteignasali segir fólk ekki selja langt undir verðmati. Það hætti frekar við og leigi út. INGÓLFUR GISSURARSON Meðalverð á m2 í fjölbýli í júlí* 2006 213.633 2005 196.060 2004 147.031 2003 131.664 2002 114.919 2001 114.299 2000 105.040 1999 93.107 1998 78.529 1997 72.490 1996 73.393 *Verð á árinu óháð aldri og stærð Heimild: Fasteignamat ríkisins FJÖLBÝLI Í REYKJAVÍK Fermetraverð í fjölbýli hefur lítið breyst þrátt fyrir samdrátt í sölu í júní og júlí. KJÖRKASSINN Verslar þú á vefnum? Já 62% Nei 38% SPURNING DAGSINS Í DAG Þarf að efla löggæslu á útihátíðum? Segðu skoðun þína á visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.