Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.08.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 08.08.2006, Qupperneq 12
MARAÞON REYKJAVÍKUR GLITNIS 19. ÁGÚST MARAÞON REYKJAVÍKUR GLITNIS 19. ÁGÚST Reykjavíkur- maraþonið haldið í 23. sinn Reykjavíkurmaraþon Glitnis verður haldið laugardaginn 19. ágúst næst- komandi. Skemmtiskokkið sem er ræst klukkan 11.00 markar upphaf Menningarnætur 2006 en síðari ár hefur Reykjavíkurma- raþonið verið hlaupið sama dag. Þessir tveir atburðir eru núna orðnir stærsta samkoma Íslandssögunnar. Reykjavíkurma- raþon Glitnis skiptist í fimm mislöng hlaup sem henta mismunandi hópum; fjölskyld- um, trimmurum og keppnisfólki. Latabæjarmaraþon er ný vegalengd í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis og er 1,5 km að lengd. Hlaupið hefst í Lækjargötu kl. 14.15. Íþróttaálfurinn mun tryggja að allir leggi af stað í hlaupið með bros á vör með upphitun sem hefst kl. 13.45. Latabæjarmaraþonið er ætlað börnum yngri en 11 ára og fá allir þátttakendur sérstaka boli og viðurkenningu að loknu hlaupi. Foreldrar sem fylgja börnum í Latabæjarhlaupinu þurfa ekki að skrá sig. Hlaupaleiðin er út Lækjargötu og Fríkirkjuveg yfir tjarnarbrú og farið meðfram litlu tjörninni og út á Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg og endar fyrir framan útibú Glitnis í Lækjargötu. Allir þátttakendur fá stuttermabol þegar þeir sækja keppnisgögn í Laugardalshöllina, föstudaginn 18. ágúst kl. 12.00–21.00. LATABÆJARMARAÞON er ný vegalengd í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis þann 19. ágúst. Hlaupið er ætlað börnum yngri en 11 ára og fá allir þátttakendur boli við afhendingu skráningargagna og verðlaunapening að loknu hlaupi. Hlaupið hefst í Lækjargötu kl. 14.15. Íþróttaálfurinn mun tryggja að allir leggi af stað í hlaupið með bros á vör með upphitun sem hefst kl. 13.45. Skráning í hlaupið og allar nánari upplýsingar eru á www.glitnir.is. Þátttökugjald er 800 kr. Foreldrar sem fylgja börnum í Latabæjarhlaupinu þurfa hvorki að skrá sig né greiða þátttökugjald. RÁSTÍMI OG VEGALENGDIR Í REYKJAVÍKURMARAÞONI GLITNIS 09.00 Maraþon, 42 km 09.40 10 km 10.05 Hálfmaraþon, 21 km 11.00 Skemmtiskokk, 3 km 13.45 Latabæjardagskrá hefst. Íþróttaálfurinn hitar upp hlaupara. 14.15 LATABÆJARMARAÞON, 1,5 km Sjáumst eldhress 19. ágúst! 1,5 km H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 12 8. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR MATVÆLAVERÐ Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, vill að hvers konar verndartollar og innflutningshöft á landbúnaðarvörum verði afnum- in. Ákveði þjóðin að styðja íslensk- an landbúnað eigi það að gerast með beinum greiðslum en ekki í gegnum vöruverðið. Viðskiptaráðið styður hug- myndir um afnám vörugjalda af matvöru en Halla vill ganga lengra. „Ég vil að hér sé frjáls markaður þar sem vörur hvaðan sem er keppa á samkeppnisgrund- velli. Ég er þeirrar skoðunar að íslensk vara sé það góð að ekki þurfi að óttast samkeppni sem aðeins byggir á verði,“ sagði Halla í samtali við Fréttablaðið. Hún bendir á að gæði íslenskr- ar búvöru séu mikil og þegar hafi sýnt sig að verslun með lífrænar vörur er talsverð þrátt fyrir að þær séu dýrari en aðrar. Nýlega strönduðu viðræður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um ríkisstuðning við land- búnað en fylgismenn afnáms verndartolla bundu nokkrar vonir við þær viðræður. Halla segir miður að þær hafi siglt í strand en það þurfi ekki að koma á óvart þar sem málið sé hápólitískt og stuðn- ingur við landbúnað atvinnustefna í mörgum löndum. „Ég er hrædd um að fólk sé mjög hrætt við að afnema verndar- tollana og finnst það reyndar skiljanlegt þar sem það er mikill þrýstingur og mörg atkvæði að sækja í þann hóp sem þrýstir vel,“ segir Halla, spurð um mat sitt á afstöðu íslenskra stjórnvalda til verndartolla og annarrar ríkis- verndar á landbúnaði. Hún segir því litlar líkur á að verndartollar verði lækkaðir eða afnumdir í bráð. „Við eigum að setja okkur það að markmiði að ganga alla leið. Við eigum ekki að vera hrædd við að stíga skref í átt til afnáms allra verndartolla.“ Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra hafnar bollaleggingum Höllu um þrýsting bændanna á stjórnmálamenn. „Þetta er mjög rangt,“ segir hann og bendir á að stuðningur ríkisins við bændur hafi minnkað stórlega á umliðnum árum. „WTO-viðræðurnar stöðvuðust ekki út af Íslandi heldur vegna Bandaríkjanna stóru og Evrópusambandsins stóra. Það halda allir utan um sinn land- búnað.“ Þá varar Guðni við hugmynd- um um að beingreiðslur verði auknar í stað tollverndar. „Það eru falsspámenn sem tala um að bera peninga á bændur, líkt og Alþýðusambandið og fleiri spek- ingar eru nú að gera. Slíkt væri slys.“ bjorn@frettabladid.is Segir stjórnvöld undir þrýstingi bænda Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir stjórnvöld óttast afnám verndartolla búvara enda þrýsti bændur á óbreytt kerfi. Mörg atkvæði séu í húfi. Landbún- aðarráðherra hafnar því og varar við auknum beingreiðslum til bænda. SAUÐFÉ Á BEIT Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs vill að verndartollar á búvöru verði aflagðir og telur íslenskan landbúnað fullfæran um að ná góðum árangri í frjálsri samkeppni á markaði. HALLA TÓMASDÓTTIR GUÐNI ÁGÚSTSSON ELDSNEYTI Forráðamenn Atlants- olíu afhentu í gær Árna Mathiesen fjármálaráðherra áskorun þess efnis að heimilt verði að selja litað bensín á bensínstöðvum. Telja þeir þetta réttlætismál, sem gæti þýtt mikla kjarabót fyrir þá sem nota bensínknúin tæki sem ekki aka á vegakerfi landsins. Á Íslandi má nú fá bæði litaða og ólitaða dísilolíu, en munurinn er sá að á þá lituðu er ekki lagt svokallað olíugjald, sem ráðstafað er til viðhalds á vegakerfinu. Því er ekki leyfilegt að nota litaða dísilolíu á ökutæki sem aka á vegum. Sama kerfi yrði þá fyrir bensínknúin tæki sem ætluð eru til utanvegaaksturs eða siglinga, til dæmis skemmtibáta, sláttuvél- ar og snjósleða. Á þessar vélar mætti setja litað bensín, sem yrði þá undanþegið bensíngjaldi, sem ríkið notar í rekstur vegakerfis- ins. Litað bensín mundi kosta 90 krónur í dag, mun ódýrara en það ólitaða sem kostar 131,50 krónur. Jón Rögnvaldsson vegamála- stjóri segir lítið vera um notkun bensíns á önnur tæki en bifreiðar og hætta sé á því að fólk myndi stelast til að nota litað bensín á bíla sína. „Ég nota nú sláttuvél og það litla sem ég borga í bensíngjald dugir varla til að réttlæta svona kerfi. Þarna eru smávægilegir hagsmunir í húfi,“ segir Jón. - sgj Atlantsolía vill að ýmis bensínknúin tæki verði undanþegin bensíngjaldi: Ráðherra leyfi litað bensín HUGI OG ALBERT FRÁ ATLANTSOLÍU Albert Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Atlants- olíu, heldur á flösku af lituðu bensíni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ELDSNEYTI Ólafur Tryggvason skemmtibátaeigandi sendi í maí erindi til umboðsmanns Alþingis, þar sem hann fór þess á leit að skoðað yrði af hverju sala á lituðu bensíni er ekki leyfð. Hann taldi ekki viðunandi að tveir eigendur báta, annar með bensínvél, en hinn með dísilvél, stæðu ekki jafnfætis hvað varðar eldsneytisgjöld. Umboðsmaður Alþingis svar- aði að það væri ekki í verkahring hans að taka afstöðu til hvernig til hefur tekist um lagasetningu. Hins vegar benti hann Ólafi á að prófa málið fyrir dómstólum. „Ég ætla ekki að eyða stórfé í einhvern málarekstur,“ sagði Ólafur. - sgj Skemmtibátaeigandi: Sendi inn erindi um litað bensín MENNTAMÁL Skipting menntaráðs Reykjavíkurborgar í tvennt með stofnun leikskólaráðs var afgreidd af fundi menntaráðs í gær. Minni- hluti Samfylkingar og Vinstri grænna sat hjá við afgreiðsluna. Stefán Jón Hafstein, fulltrúi Samfylkingar, segir fundarboðið hafa komið á óvart, enda hafi ekki staðið til að afgreiða málið fyrr en í haust. „Það var ekki tekið fram að málið væri til afgreiðslu á fundinum, enda mjög viðamikið. Samfylkingin og VG óskuðu eftir að ráðið fengi skriflegar umsagn- ir fagstétta grunn- og leikskóla. Við neituðum að greiða atkvæði enda skorti gögn sem hafði verið beðið um.“ segir Stefán Jón. Júlíus Vífill Ingvarsson, for- maður menntaráðs, segir nauð- synlegt að vinna þessar breyting- ar hratt og vandlega. „Stjórnkerfisnefnd óskaði eftir því við menntaráð að það veitti umsögn um þetta mál og það var enginn óeðlilegur hraði í því,“ segir Júlíus Vífill. „Að drepa þetta mál niður mundi halda þeim sem vinna í þessum málaflokkum í mikilli óvissu. Þessar tillögur byggja fyrst og fremst á samráði við fagfólk.“ „Ég er viss um að Stefán Jón mundi ekki temja sér þau vinnu- brögð sem hann biður okkur um að stunda,“ segir Júlíus Vífill. - sgj Skipting menntaráðs Reykjavíkurborgar í tvennt afgreidd úr menntaráði í gær: Neituðu að greiða atkvæði STEFÁN JÓN HAFSTEIN JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON AKRANES Bæjarstjórn Akranes- kaupstaðar hefur lýst sig reiðu- búna til að taka við málefnum 67 ára og eldri frá ríkisvaldinu. Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir þetta hafa tölu- verðan kostnað í för með sér og þess vegna þurfi að semja um áframhaldandi fjárveitingu ríkis- valdsins til málaflokksins. „Við höfum ekki reiknað út kostnað sveitarfélagsins við þessar breyt- ingar en með þessu er verið að framfylgja málefnasamningi meirihlutans á Akranesi.“ Þess má geta að bæjarfélagið hefur nú þegar fellt niður gjöld í strætó fyrir 67 ára og eldri og öryrkja. - hs Málefni eldri borgara frá ríki: Eldri borgarar fá frítt í strætó SVÍÞJÓÐ Sænski hergagnaframleið- andinn Saab ætlar að hætta að selja vopn til Venesúela vegna banns Bandaríkjastjórnar við vopnasölu til stjórnar Hugo Chavez. Þetta kemur fram á frétta- vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Bofors, dótturfyrirtæki Saab, hefur selt Venesúela vopn í tvo áratugi, en mun hætta sölunni í október. Samkvæmt banni Bandaríkj- anna er engri vopnaverksmiðju í heiminum heimilt að selja vopn til Venesúela, innihaldi vopnin hluta sem búnir eru til í Bandaríkjun- um. Sala er jafnframt bönnuð til annarra landa sem að mati Banda- ríkjastjórnar hlíta ekki að öllu leyti aðgerðum hennar gegn hryðjuverkum. - smk Venesúela: Chavez fær ekki Saab-vopn HUGO CHAVEZ Forseti Venesúela, t.v., sýnir víetnömskum hermanni gamalt sverð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKATTAMÁL Í sumum tilfellum liggja álagningarskrár frá Ríkis- skattstjóra á bæjarskrifstofum viðkomandi sveitarfélaga. „Þetta er fyrst og fremst hugs- að sem þjónusta við skattborgar- ana,“ segir Guðmundur Björns- son, varaskattstjóri hjá skattstjóranum í Reykjanesum- dæmi. Hann segir umdæmið víð- feðmt og til að tryggja jafnræði séu skrárnar hafðar frammi í við- komandi sveitafélagi. Ekkert í lögum segir til um hvar skattstjóri eigi að leggja skrárnar fram. „Okkur hefur þótt eðlilegast að hafa skrárnar frammi á bæjarskrifstofunum enda opin- berar stofnanir,“ segir Guðmund- ur. - æþe Álagningarskrár: Liggja á bæjar- skrifstofum JÖKULKULDI Óvenju kalt er um þessar mundir í Suður-Afríku og líklega hefur þessi gamla kona vafið um sig öllum þeim trefl- um og teppum sem hún á í fórum sínum til að halda á sér hita. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Tveir voru teknir fyrir helgi í heimahúsi í Reykjavík með áttatíu grömm af hassi og fjörutíu af hvítu efni, væntanlega amfetamíni. Einnig fundust pening- ar sem lögregluna grunar að hafi fengist með dópsölu. Annar mann- anna er nítján og hinn 25 ára. Lögregluna grunar að efnin hafi átt að selja um verslunarmanna- helgina, en veit ekki á hvaða leið mennirnir voru. Hún fann efnin við húsleit hjá öðrum þeirra. Hann býr í foreldrahúsum í austurborginni. Lögreglan varðist frétta af því hvernig hún komst á spor piltanna eða hvaðan þeir fengu efnin, þar sem málið er í rannsókn. - gag Lögreglan í húsleit í Reykjavík: Með fíkniefni í foreldrahúsum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.